Alþýðublaðið - 13.10.1960, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 13.10.1960, Qupperneq 15
„Gættu þín, Stevens,“ sagði Moraine. ’ „Geturðu ekki séð ■að þeir eru að reyna að ná töskunni án þess . . . . “ Barney Morden sveifláði hendinni en með óskiljanleg um hætti tókst Moraine að komast undan högginu og slá Morden undir hökuna. S'tev- ens blótaði, dró sandpoka fram undan jakkanum og vafði um hendi sér. Þú verður borin ut héðan,“ sagði hann. ,,Farðu frá Mord- en, ég ætla að berja hann.“ Hann gekk frám á við. Carl Thorne tók upp ferða- töskuna og gekk til dyra. „Við hittum þig á stöðinni,11 sagði hann. „Komdu, Barn- ey.“ Moraine hörfaði frá Stev- ens. Dyrnar að herberginu opnuðust. Phil Duncan sagði í gætt- inni: „Allt í lagi, drengir. Eg skal sjá um þetta.“ Thorne bölvaði og henti töskunnj frá sér. Barney Mor- den starði undrandi á hann. Stevens var fullur aðdáunar. Thorne sagði: „Þú gerir það sem ég vil, Phil.“ Ríkissaksóknarinn hrissti höfuðið. „Mér finnst það leitt Carl, ég geri það sem réttur og lög skipa fyrir. Eg geri skyldu mína.“ Thorne urraði: „Þú ferð í taugarnar á mér. Eg kem þér í stöðuna og ég heimta að þú gerir það sem ég vil.“ „Eg skil þig alls ekki,“ — sagði Duncan rólegur. ,Eg hef hlustað um of á þig, Carl, Eg ætla að gera skyldu mína sama hverjum það kemur í koll.“ Morden sagði: „Heyrðu nú húsbóndi . ... “ „Eg er ekki þinn húsbóndi lengur,“ sagði Duncan. ,.Þú er rekinn Barney.“ „Hver er að reka hann?“ spurði Thorne. „Eg.“ ..Hvaða rétt hefur þú til að reka hann?“ „Eg réði hann, hann er und irmaður minn og hann fékk að vera meðan ég vildi hafa hann. Nú vil ég ekki hafa hann lengur. Eg vil að hann hætti hér og nú. Eg kann ekki að meta framkomu hans.“ „Og ég kann .ekki að meta það sem bú vilt.“ sagði Thor -ne. ,,Þú ert ekki lengur minn maður. Eg verð að segja bér, að þú ert aðeins ríkissak- sóknari. Stevens hér er lög- reglustjóri og Stevens er minn maður.“ „Hvað er í töskunni?í‘ _ spurði Duncan rólega. ,,Fífl!“ sagði Thorne. „Skilurðu ekki að ég er að reyna að vernda þig. í tösk- unni eru skiöl sem koma þér ekki síður við en mér og okk- ur öllum.“ „Við skulum opna hana," sagði Duncan hljómvana röddu," og rannsaka það sem í henni er hér, svo það þurfi ekki að fara manna á milli fyrir dómstólunum." „Það vildi ég alltaf," sagði Stevens. Thorne gekk til hans og hvíslaði einhverju að honum. Stevens varð einkennileg- ur á svipinn. Hann hugsaði sig um augnablik og sagði svo: „Eg ætla að taka þessa tösku með mér.“ „Ekki fyrr en ég hef rann- sakað innihald hennar," sagði Duncan, „Heyrðu nú,“ gargaði Thor- ne. „Þú varst feginn að þiggja vináttu mína, þegar ég kom þér í stöðuna. Eg get komið þér úr henni jafn auð veldlega og ég kom þér í hana, Duncan." Duncan sagði þreytulega: „Eg lék mér að stjórnmálum og náði ekki neinu við það. Þú settir menn á skrifstof- una hjá mér, menn, sem voru trúir þér, en ekki mér. Þú sveikst mig. Þú lézt glæpa- menn fá frið og til þess að það væri unnt léztu stela skjöl- um af skrifstofu minni, Þú (C „Þegiðu,“ greip Thorne fram í fyrir honum. „Þú ert brjálaður. Eg skal láta draga þig fyrir hæstarétt, ef þú þeg ir ekki. Þú ert búinn að vera maður." „Mér er alveg sama um það,“ sagði Duncan. „Eg vil leysa flækjuna og mér er sama hver það verður sem verður búinn að vera.“ Stevens steig eitt skref fram á við. „Eg skal taka töskuna. Ef hún er svona þýð- ingarmikil skal ég geyma hana.“ Thorne lét hann fá tösk- una. Ef hún er svona þýðing- armikil skal ég geyma hana.“ Thorne lét hann fá tösk una. Duncan stór fyrir dyr- unum. „Eg fer ekki héðan án töskunnar,“ sagði hann, nema hún hafi verið rannsök- uð fyrst.“ „Hver segir það?“ spurði Stevens. „Eg segi það.“ „Della!“ sagði Thorne. „Þú ert aðeins ríkissaksóknarinn. Þú getur ekki handtekið neinn. Stevens er sá eini sem getur gert eitthvað. Eg skal standa með þér í einu og öllu Stevens.“ „Gott,“ sagði Duncan og brosti kuldalega og dró skiala hrúgu úr vasa sínum. „Þið báðuð um það og þið skulið fá það.“ „Hvað er þetta?“ spurði Thorne. „Þetta,“ sagði Duncan, eru skjöl, sem skipa svo fyrir að þið komið allir nú þegar fyr- ir hæstarétt og skipun um að taka með ykkur nú þegar öll þau skjöl óbreytt sem eru í vörzlu ykkar. Og nú tek ég sem sérlegur umboðsmaður hæstaréttar, töskuna með mér.“ „Reynið að sleppa úr þessu vitringar!" 19. Einkennisklæddur vörður fylgdi Sam Moraine til her- bergis Duncans. Moraine sleikti aumu vör- ina og reyndi að brosa. Það tókst ekki. „Þetta er víst rétt hjá þér, Phil,“ sagði hann. „Það borg- ar sig ekki að reyna að upp- lýsa glæpi nema það sé vinna manns. Það kostar aðeins fangelsi." Duncan kinkaði kolli til varðarins. „Þetta er nóg. Þér megið fara.“ Þegar vörðurinn lokaði dyr unum leit Duncan á arm- bandsúr sitt. „Eg verð að fara fyrir hæstarétt eftir tíu mínútur. Sam,“ sagði hann, ég er víst búinn að vera.“ „Hvers vegna gerðirðu þetta þá?“ spurði Sam. „'Vegna þess að bað var það eina, sem ég gat gert, það eina rétta.“ „En ekki það eina rétta stjórnmálalega séð?“ „Nei,“ sagði Ðuncan. „En ég sór eið, þegar ég tók við þessari stöðu, ég sór að standa í stöðu minni eins vel og mér væri unnt, og ég ætla að gera það.“ Moraine kinkaði kolli. „Hvað ætlar þú að gera?“ spurði Duncan. Moraine lyfti augnabrún- inni. „Vertu ekki með nein und- anbrögð," sagði Duncan. „Eg er ekki í slrapi til slíks. Hvar eru skjölin?“ „Fékkstu ekki töskuna?" „Það voru aðeins tímarit í töskunni, þegar hún var opn- uð,“ sagði Duncan. „Þú hlýt- ur að hafa keypt öll tímarit sem til sölu voru í einhverri bókabúð." „Ekki öli,“ sagði Moraine. Þau voru of mörg til þess. En ég náði í heilmikið.“ „Til hvers?“ spurði Dun- can. „Eg bjóst við að verða sett ur inn og mig langaði til að hafa eitthvað að lesa.“ Duncan sagði þreytulega: „Svona Sam, út með það.“ Moraine hristi höfuðið. „Hversvegna þegirðu?" >,Ég vil fá að sjá hvað þú hefur á hendinni áður en ég sým þér mín spil“. „Ég get það ekki“. „Hversvegna ekki?“ „Vegna þess að ég get það ekki“. „Hvar er Natalir Rice?“ „í varðhaldi". „Er hún einnig álitin vera hæstaréttur?“ „Já“. Moraine vætti varirnar og sagði: „Eru fleiri vitni sem ég veit ekki um?“ „Ef þú ert að meina föð- ur hennar“, sagði Duncan“, þú hefur okkur ekki enn tekist að hafa upp á honum en það tekst“. „Ef hann verður tekinn gefst hann upp“, sagði Mo- raine dræmt. „Hann eyði- leggur líf Natalie“. „Það verða mörg manns- líf eyðilögð“, sagði Duncan þreytulega. „Hvar eru skjöl- in, Sam?“ „Ef ég hef þessi skjöl“, sagði Moraine með semingi, „þá eru þau mín eina von, Phil. Ég vil ekki láta þau fyrr en allt er komið í borð- ið“. „Það er allt komið í borð- ið“. „Nei“. ,/Við ’hvað áttu?‘ „Ég vil semja við þig“, sagði Moraine. „Þú semur ekki við mig, Sam. Ég sem ekki við neinn, ég geri aðeins skyldu mína“. „Þessi samningur hjálpar þér aðeins að gera skyldu þína“. „Komdu þá með hann. Ég skal hlusta". „Langar þig til að fá þessi skjöl?“ „Vitanlega". „Hversvegna?" „Vegna þess að ég þarf að nota þau til að hreinsa til“. „Sá— stjórnmálaflokkur, sem þú styður verður þar með búinn að vera“. „Mér er alveg sama um það. Ég er ríkissaksóknari hér. Þessi skjöl eiga við rann sókn þessa máls og ég ætla að leggja þau fyrir hæsta- rétt“. „Það er ýmislegt í þeim, sem ekki er gott fyrir 1 þig. Phil“. „Ertu að segja mér fréttir? Heldurðu að ég viti það ekki: Þeiþa er endir starfsferilsmíns og ég verð settur af með skömm“. „En samt ætlarðu að gera það?“ „Vitanlega ætla ég mér það. Ég hef ekki gert neitt rangt. Þeir geta ekki lagt fram nein skjöl sem sýna það. Þeir geta lagt fram skjöl sem sanna að ég lét aðra menn hagnast á heimsku minni. Kannske geta þeir einnig lagt fram skjöl, sem sýna og sanna að þeir sem ég treysti blekktu mig ferlega og seldu sál sína fyrir mútu- fé. Það verður erfitt en ég get ekki gert annað. Það er hluiti verðsins, ég verð að láta það fréttast um leið og allt hitt“. Moraine kinkaði kolli. Dunran leit á armbandsúr sitt._ „Ég vil semja við þig, Phil“, sagði hann. „Þú hefur sagt það fyrr“, sagði ríkissaksóknarinn. „Ég segi það aftur Phil. Ég vil semja við þig. Ég legg þessi skjöl fram — það er að segja, ég segi þér, hvar þau eru, svo þú getur lagt þau fram í réttinum, er ég geri það með því skilyrði, að ég fái að spyrja vianin“. Dunsan varð undrandi á svipinn. „Við hvað áttu“ „Ég á við ef ég fæ að spyrja vitnin sem verða leidd fram viðvíkjandi morðinu á Pete Dixon og Ann Hartwell“. „Ég get ekki gert það Sam. Það er ekki löglegt. Það er ekki rétt. Það er ekki ...“ „Allt í lagi“, sagði Moraine og geispaði. „Reyndu sjálfur að finna skjölin. Duncan lamdi í borðið. „Það er skylda mín að spyrja vitnin“, sagði hann. „Má ég gera það einnig?11 „Það getur verið“, „Segðu það þá“, Phil Duncan reis á fætur og gekk fram og aftur um gólfið í skrifstofunni, leit svp á Moraine og sagði: „Sam, segðu mér hvað það er, seni þú býrð yfir. Barne getur ekki hafa drepið Dixon, hann var með okkur þegar morðið var framið. Þú getur ekki hafa drepið Dixon, en Natalie Rice getur hafa gert það. Faðir hennar getur einnig hafa myrt Alþj ðublaðið' — lScbkt. 1960

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.