Alþýðublaðið - 21.10.1960, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.10.1960, Blaðsíða 5
r einhliða VR hefur ákveðið að fram- vegis vinni verzlunarfólk að- eins til kl. 1 á laugardögum. Er þessi ákvörðun tekin einhliða, þar eð viðræður VR við kaup- menn hafa reynzt algerlega á- rangurslausar. Sýning Péturs Fridriks MÁLVERKASÝNING Péturs Friðriks í Lista- mannaskálanum hefur ver ið fjölsótt undanfarið. 39 myndir hafa selzt. Sýn- ingin er opin kl. 1—10 e. h. daglega nema á Iaugar- dögum og sunnudögum, þá er opið kl. 1—11 e. h. — Sýningin mun verða opin til mánaðarmóta. Mynd sú, er hér birtist er af Reykja- neshriauni. Keilir er í bak- sýn. NÚ eru aðeins eftir þrjár sýn íngar á gamanleik Terence Rattigan, Ást og stjórnmál, sem Þjóðleikhúsið sýnir um bess- ar mundir. Leikurinn var frumsýndur á sl. vori og tekin aítur upp þegar starfsemi Þjóð- ieikhússins hófst í haust. Þetta er léttur og skemmtilegur gam anleikur, sem kemur öllum í gott skap. ASalhlutverkin eru leikin af Ingu Þórðardóttur, Rúrik Har- aldssyni og Jóhanni Pálssyni. Leikstjóri er Benedikt Árna- son, — Næsta sýning verður í kvöld. REYKJAVÍK AÐALFUNDUR Félags ungra 3 afnaðarmannja í Reykjavík verður haldinn næstkomandi íaugardag kl. 2 e. h. í Félags- haimili múrara og rafvirkja að Freyjugötu 27. DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Fréttir af 18. þingi Sam- bands ungra jafnaðar- manna. 3. Venjuleg aðalfundarstörf, Félagar eru eindregið hv&ttir til að fjölmenna stundvíslega. STJÓRNIN. Félag prentsmibju- eigenda 40 ára WWWWWWWWHHMWMO TORFA sást FÉLAG íslenzkra prent- smiðjueigenda varð 40 ára 9. okt sl. Samtök þessi eru elztu atvinnurekendasamtök á land- inu, og hafa unnig ýms merk brautryðjendastörf á sínu sviði. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Herbert Sigmundsson, Pétur Gunnarsson, Þorvarður Þórðar- son, Guðbjörn Guðmundsson og Þórhallur Bjarnason. Félagið hefur komið upp fag- skóla, sem búinn er öllum full- komnustu prenttækjum. Einn- ig hefur það myndað með sér innkaupasamband, sem annast innkaup á pappír og fleiru. Nú er í uppsiglingu hjá félaginu að koma upp varahlutalager, sem verður fyrir alla aðila í félaginu. Fyrir nokkru kom það einnig upp félagsheimili. Það voru upphaflega um 132 starfsmenn hjá þeim prent- smiðjum, sem þátt tóku í stofn- un félagsins, en nú eru starfs- Var meiddur />egar fil kom LÍTILL drengur varð fyrir bifreiS þriðjudaginn 18, þ. m. klukkan 11,30 árdegis á Miklu- braut, rétt við Seljalandsveg. Ökumaður bifreiðarinnar ætl aði að flytja drenginn á Slysa- varðstofuna, en drengurinn hélt að hann væri ómei'ddur. Farið var með drenginn heim. Ökumaðurinn vitjaði hans síðar um daginn, til að forvitn- ast um líðan hans. Drengurinn hélt sem fyrr, að hann væri' ómeiddui\ Síðar tók annar fóturinn.að bólgna og var þá farið með drenginn á Sysavarðstofuna. — Þá kom í ljós, að hann hafði tognað og meiðstt nokkuð. Móðir drengsins, sem gefur ökumanninum mjög góðan vitn isburö, gleymdi að skrifa hjá sér nafn hans. 'Rannsóknarlög- reglan biður viðkomandi öku- mann góðfúslega að gefa sig fram á Fríkirkjuvegj 11. menn innan félagasamtakanna milli 800—900. Prentsmiðjurn- ar, sem þátt tóku í stofnun fé- lagsins voru 6, eða ísafold, Fé- lagsprentsmiðjan, Gutenberg, Akta, Prentverk Odds Björns- sonar á Akureyri og Prent- smiðja Björns Jónssonar á Ak- ureyri. Nú eru prentsmiðjurnar orðnar 46, og þar af aðeins 12 prentsmiðjur utan Reykjavík- ur. í stjórn félagsins eru nú: Baldur Eyþórsson, form. Gunn- ar Einarsson, Sigfús Jónsson, Ragnar Jósefsson og Hafsteinn Guðmundsson. ÞRIÐJA umferð tvímenn- ingskeppni Bridgefélags Hafn- arfjarðar var spiluð sl. mið- vikudagskvöld. Efstir eru nú Árni Þorvalds- son og Kári Þórðarson með 293 stig. Nr. 2 eru Einar Guðnason og Gunnlaugur Guðmundsson með 257 stig. Nr. 3 Reynir Eyj- ólfsson og Kristján Andrésson 254IÚ stig, Nr. 4 Sigmundur Björnsson og Jón Pálmason 250 stig. Nr. 5 Viggó Biörgúlfs- son og Kjartan Markússon 240IÚ stig. Nr. 6 Jón Guðnason og Eiríkur Einarsson 23114 stig. Nr. 7 Hilmar Ágústsson og Sveinn Bjarnason 230 stig. Nr. 8 Óli Ingimundarson og Hörð- ur Þórarinsson 229 stig. Vegna blaðaskrifa, sem ver- ið hafa undanfarið út af ágrein- ingi um vinnutilhögun af- greiðslfólks í verzlunum á laug- ardögum, á tímabilinu-1. októ- ber til 31. desember, telur Verzlunarmannafélag Reykja- víkur sér skylt að almenningi verði birt eftirfarandi atriði varðandi vinnutíma launþega í verzlunum: 'Verzlunarmannafélágið sá sig knúð til, eftir árangurslaus | ar viðræður við semjendur 1 sína, að taka einhliða ákvörðun um vinnutíma verzlunarfólks. j á laugardögum, og hefur bréf-! lega tjáð beim. úð eftirfarandi vinnutími komi . til íram- kvæmda frá og með laugardeg-! inum 22. okt. n.. k. Breytingarnar eru sem hér segir: 1. Á laugardögum vinnur af- | greiðslufólk til kl. 13. 2. Ef vinnuveitandi óskar, mun afgreiðslufólk vinna við af- greiðslu til kl. 19 á föstu- dögum og byrja vinnu kl. 8.30 á laugardögum og taka ekki matar- eða kaffitíma á laugardögum. 3. Afgreiðslufólk mun taka til í verzlunum frá kl. 13 til 13.30 á laugardögum, en því aðeins, ef að verzlunum verð ur lokað kl. 13. 4. Ákvæði um laugardagsvinnu — samanber 1. lið, gildir ekki um síðasta laugardag fyrir jól, en þá skal unnið til kl. 22. 5. Annar vinnutími er óbreytt- ur. við hafnargarðshausinn í 1 Vestmannaeyjum á hádegi £ í gær, Líkur eru því til> að Eyjabátar fari að hregða $ sér á síldveiðar. % í fyrra var ágæt síld- jj; veiði við Ejxjar, eu stuncl- um hefur síldin vaðið alia & leið inn í Friðahöfn. WMWWWWWHWWW4* § KJÖR fulltrúa Alþýðu- flokksfélags Rvíkur á 27. þing flokksins fer fram á flokksskrifstofunni í Al- þýðuhúsinu n. k. laugard. og sunnudag 22.—23. okt. Á laugard. hefst kosniiig kl. 2 til 10 e. h. og á sunnu dag kl. 2—8. Síðasfa kvöld- vaka Bindind- isvikunnar Undanfarin kvöld hefur staðið yfir hér í bænum „bind- indisvika“, sem Landssam- bandið gegn áfengisbölinu hefur haft forgöngu um. Síð- asta kvöldvakan að þessu sinni verður í kvöld í fundar- sal Iðnskólans við Skóla- vörðutorg. eru það Alþýðu- samband íslands og Áfengis- varnaráð ríkisins, sem sjá um hana. Meðal ræðumanna eru: Tryggvi Emilsson varafor- maður Dagsbrúnar og Magnús Jónsson alþingismaðu. Þá syngur Alþýðukórinn undir stjórn Hallgríms Helgasonar. Samkoman hefst kl. 8.30, og verður eins og fyrr segir í fundarsal Iðnskólans, sem er sérlega vistlegur og skemmti- legur fundarstaður. Kammer- tóníeikar KAMMERMUSIKKLÚBBUR- INN heldur tónleika sína áí' þessu ári í samkomusal Meia- skólans kl. 2 í kvöld. Verða þa® þríTeiksíóneikar oS Ieika þá Björn Ólafssou á fiðlu, Jón N®» clai á píanó oS Gunnar Egils- s:n á klarinett. Efniskráin er þessi í flutn- ingsröð; Trio eftir Katsjaturian, samið 1932, Þá er sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Jón NordaT*,- samin 1952. Að lokum er Saga^ hermannsins, Sem er eittj þekktari tónverkum Stravinskí. Það er samið 1917. Kammermúsikklúbburinn heldur sex tónleika á ári hverju. Ungnazisfar Framhald at 1. síðu. ai Socialisten der Welt kámpft vareinigt“, National Socialista of the World, fight united“, -— Loks koma blóðugustu slagorð veraldarsögunnar „Heil Hitlei<£ og ,,Lifi frjáls Stór-Evrópa“. Bernhard upplýsti, að flokk- urinn ætífci í pöntun erlenclis frá nazistamerki og armborða. Hann sagði einnig, að nær allir meðlimir Fríveldishreyfi'ngar- innar, 300 að tölu, hefðu gengið- í hinn nýja flokk, fleiri bætzt við og gamlir nazistar væru i flokknum. Bernhard Haarde skýrði enn- fremur frá því, að hinn nýi bjóðr ernissinnaflokkur hefði nazisma á stefnuskrá sinni', eins og hanm gerðist beztur i Þýzkalarsdi- Hitlers. Alþýðublaðið hefur birt uud- anfarna daga og í dag á blaðsíðrt 4, greinar um Gyðingamorðingj ann Eichmann. Þar bi'riíst mesta grimmd og niðurlægmg sem mannssálin hefur sýnt' frá upphafi vega. Flestir þeir sem. þvælzt hafa inn í hina nýju, nEizistahreyíingu í leit að hverju „spennandi", voru ekki fæddir, þegar nazistar Hitlers voru upp á sitt ,,bezta“. Þeir 1 ættu því að lesa Eichmann- greinarnar vandlega. Þær erus sannar. Alþýðublaðið 21. oM. 1960 g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.