Alþýðublaðið - 21.10.1960, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 21.10.1960, Blaðsíða 15
læknis. Hún hafði ákveðið sig og: „Eg vona að þér getið not að mig til einhvers, Dean læknir.“ Hann hló til hennar og hláturhrukkurnar umhverfis augun gerðu hann aðeins enn meira aðlaðandi. „Hvort ég get notað yður til einhvers! Eg hef litið á meðmælin yðar. Eg get notað yður til aðstoðar við uppskurð í fyrramálið klukkan ellefu. Getið þér mætt hér klukkan hálf níu í fyrramálið og haft allt yðar hafurtask með yður og þá skal ég aka yður til sjúkrahússins? Eg get sagt yður á leiðinni þangað hvað þér eigið að gera. Hvar búið þér núna? Þó ekki í The Dutch House. 'Viðbjóðslegur staður það. Þér getið búið á sjúkra- húsinu fyrst um sinn, ég má kannske senda yður út sem einkahjúkrunarkonu seinna meir. Þér þurfið ekki að ótt- ast aðgerðarleysi, ungfrú Thorne. Þér eruð eins og svar við bænum mínum.“ Sjúkrahúsið var norðan- megin bæjarins. Um það bil hálfa leið milli Barents og Castaníu. Það hafði ekki ver- ið nauðsynlegt fyrir Jenny að spyrjast t:l vegar. Castanía var eins konar landamerki staðarins. Það hafði ekki svo margt skeð í þsssum bæ að hann gæti gleymt eina sorg- arleiknum sem hafði verið opinberaður. Eftir að Jenny hafði unnið i viku á sjúkrahúsinu var hún send út sem einkahjúkrunar- kona til frú Cartes, sem lá í lungnabólgu. Hún var grönn gömul kona, sem hélt -dauða- haldi í landareign sína norðan megin dalsins, þó hvorki heil- sa hennar né tekjur leyfðu það. „Hún ætti að liggja á sjúki’a húsinu,“ tautaði Bean læknir. „En ég get ekki fengið hana til að samþykkja bað. Eg er hræddur um að það verði erf- itt fyrir yður að hjúkra henni systir Jenny.“ Hann leit rann sakandi á hana eins og hann velti því fyrir sér hvort hún væri nægilega þroskuð til þess að leysa þetta verk af hendi. „Hún hefur . aðeins gamla vinnukonu til að hugsa um sig og það þarf að vaka yfir henni dag og nótt unz hún er úr allri hættu. Eg' skipa vður vitanlega ekki að gera það — en • ■ • ■“ „Eg vil það gjarnan, lækn- ir,“ brosti Jenny. Og Dean læknir brosti á móti. Jenny kunni sífellt bet- ur og betur við hann og hún var ákveðin í að setjast að í Barent. Hún þráði aðeins Nick. Það var þráin eftir hon um sem olli því að hún lá andvaka um nætur. „Hann gæti fundið mig, hann gæti komið til rnín, ef hann aðeins vildi,“ var það sem rak hana áfram við vinnu sína. Hún b'eið eftir tækifæri til að heyra meira um sorgar- leikinn sem hafði skeð fyrir svo mörgum árum síðan og það var frú Carter sem að- stoðaði hana ómeðvitað við það. Frú Carter var komin á bataveg og sat úti á svölunum í háum gamaldags ruggustól. Jenny sat við hlið hennar og dáðist að vafningsvið sem vafði sig upp húsvegginn. „Hann sér um sig,“ sagði gamla konan og leit á hann ljósbláum augunum. „Eg hafði einu sinnf negraþjón sem kallaði hann „leyndar- dómsfulla vafningsviðinn.“ — Það fannst Feliciu fallegt nafn.“ Þetta var í fyrsta sinn sem Jenny hafði heyrt Feliciu ne.fnda og hún leit á gömlu konuna. „Hver er Felicia?“ „Það er frú Grise. Frú Philip Grise. Eg var einmitt að fá bréf frá henni. — Eg skammast mín. Það er ekki rétt að þér skulið vera hér og hugsa um mig, gamla kerl ingu sem er ekki til neins nýt, þegar elskan hún Felicia hef- ur það svona rfitt.“ Jenny fékk ákafan hjart- slátt. „Þarf frú Grise .... hj úkrunarkonu ?“ „Hvort hún þarf. Húsið, sem hún býr í, sem heitir því fal- lega nafni, Castania, og á sér svo sorglega sögu, er ekki rétti staðurinn á þessum tím um. Það er ekki hægt að fá neina þjóna. Hún hefur að- eins geðvonda eldabusku og heyrnarsljóa konu, sem ekur hjólastólnum fyrir hana. Svo er einn í viðbót, gamall garð yrkjumaður sem hugsar um garðinn .... en eftir það sem skeði ....“. Hún veinaði af gieði, bví einmitt í þessum svifum kom Dean læknir akandi, Roger Dean fékk sér kaffi á svölunum ásamt frú Carter og Jenny gekk inn fyrir. Hún fór að laga til í stofunni og hún heyrði að gamla konan var að hrósa henni. „Þetta er yndislega góð stúlka, Roger, hún er ekki að eins falleg. Hún hefur ein- stakt lag á að telja kjark í mann. Þú ættir að senda hana til þeirra sem erfiðast eiga.“ Jenny roðnaði og færði sig lengra frá, en svo sagði hún við sjálfa sig að það væri ein- mitt það, sem hún ekki mætti gera. Hún varð að læra að liggja á hleri í þeirri von að heyra sem mest af sögu móð ur sinnar. Frú Carter sagði ákveðin við læknirinn: „Viltu ekki gera tilraun með það, Roger? Bara í fá- einar vikur. Það yrði svo gott fyrir þau bæði. Hún er alveg að gefast upp.“ „En hvað það var sem gera átti tilraun með og hver það var sem alveg var að gefast upp, vissi Jenny ekki fyrr en þau óku til baka til Barent í bíl Dean læknis. Hann beygði skyndilega út af veginum og inn gegnum hlið. Dean læknir leit óper- sónulega á hana. „Ungfrú Thorne,“ sagði hann, „ef þér ekki vitið það nú þegar, þá er þetta leiðin til Castaníu.“ Leiðin til Castaníu lá gegn um lindartrjáa stíg, fögur innkeyrsla sem ekki gaf til kynna ferlega ljótt húsið fyr- ir ofan. Jeny hafði aldrei ,Hvernig dettur þér í hug að hún vilji koma hingað?“ Og seinna kom Dean læknir út að bílnum. „Eg vil að þér komið inn og heilsið upp á frú Grise ungfrú Thorne,“ sagði hann og brosti til hennar, Hann sá hve náföl hún var því hann greip í hendi hennar. „Þér þurfið ekki að óttast hana. Hún er elskuleg kona,“ sagði hann. „Jenny kinkaði kolli og steig út. Hún var máttlaus í hnjánum. Þetta var líkast draumi. Hún gekk yfir svalirnar og inn í húsið. Þar stóð hún kyrr því Felicia var þar ekki. Það kom henni á óvart hve fagurt þetta Ijóta hús var að innan. Hún gekk að stóru málverki og leit á það. Það var af ungum manni, háum grönnum og með rauðbrúnt hár, liðað. Ef þetta var Phil- ip Grise, hafði hún ekki séð afturgöngu hans við gilið. Lágt hljóð kom henni til að líta við. Það var Felicia, hjólastóllinn hreyfðst svo til REtKTO EKKI í RÚMINU! Reykjavíkur j Húsetgendafélag s---------------- Bifreiðasalan dreymt, um slíkt hús. Það var sumpart úr blágráu tré, sum- part úr grágrænum steini og óeðlilega hátt eins og það gæti fokið við minnsta blástur. Dean laekir nam staðar fyr- ir utan húsið. „Bíðið hér ung- frú Thorne“, sagði hann og steig út úr bílnum og gekk inn um dyrnar sem voru með glugga úr lituðu gleri. Jenny fannst að þetta hlyti að vera martröð. Hér sat hún dóttir Eniðar Ambrose, hér við húsið Castaníu. — Fyrir tuttugu árum síðan hafði önn- ur kona farið upp þennan sama vg, saklaus, auðmjúk og þakklát fyrir að fá að þjóna Feliciu, Þetta nafn klingdi fyrir eyrurn hennar. Hvað mundi þakklátssemi og virðing stoða Feliciu nú? Hún hafði ekki legið undir grun fyrir tuttugu árum. Sheila Ambrose áleit hana ekki hafna yfir allan grun. Hún sýknaði engan í þessu húsi. „Ef guð leyfir mér að vera hér, skal ég komast að sann- leikanum“, hvíslaði Jenny. Og svo heyrði hún rödd Feliciu áður en hún sá hana: „En Roger“, sagði hún og rödd hennar var full af þrá. hljóðalaust. Ljósið var að baki hennar og Jenny hélt niður í sér andanum, Feli- cia var svo fögur. „Yilduð þér koma með mér inn í herbergi mitt, ungfrú Thorne? Mig langar til að tala við yður, ef Dean lækn- ir leyfir það. Hann heldur, hélt hún áfram, meðan lækn- irinn hélt dyrunnum opnum fyrir þær, „að þér væruð ef til vill fáanleg til að vera hér í nokkrar vikur og .... aðstoða mig.“ „Og nú þegar við erum orðnar einar,“ sagði hún með breyttri röddu um leið og dyrnar luktust að baki þeim, „get ég sagt yður hvað það eiginlega er, sem mig langar til að tala um við yður.“ Það var erfitt fyrir Jenny að koma í veg fyrir hve mjög hún starði á herbergið. Bæði herbergið og eigandi þess voru óvenjulega aðlað- andi. Herbergið líktist helzt innra borði skeljar, kremgult, blátt og grænt í veikum, fölum litbrigðum. Það var auðsjáanlega her- bergi konu. Teppið á gólfinu var svo þykkt að ekkert fótatak heyrðist. Felicia benti henni að setjast S Ftamhaldssaga eítlr KATHRINE N. BURT og leigan 19 Sími 19092 og 18966 Kynnið yður hið stóra ÚS val sem við höfum af alls konar bifreiðum. Stórt og rúmgott sýningarsvæði. Bifreiðasalan og fefgan Inaólfsslræti 9 "1 Sími 19092 og 18966 Bifreiðasalan Frakkastíg 6 Salan er örugg hjá okkur. Rúmgott sýningarsvæði s Bifreiðasalan Frakkastíg 6. Sími 19168. Gudlaugur Einarssou Málflutningsstofa Aðalstræti 18. Símar 19740 — 16573. Ólafur R. Jónssonr B.á« löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi úr off á ensku. — Sími 12073. VÁGN E. JÓNSSON s s s s V s s- s s s S Málflutningur — Innheimtá S Austurstræti 9. S S Símar 1 44 00 og 1 67 66 S Alþýðubiaðið -A 21. öki.l 1960 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.