Alþýðublaðið - 27.10.1960, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 27.10.1960, Qupperneq 13
DANSKA bókaforlagið Gyld- endal í Kaupmannahöfn befur nýlega sent frá sér nýja, veg- lega útgáfu íslendingasagna. Fyrir 30 árum síðan efndu Gyldendal og sérstakt félag, sem stoínað var til útgáfu ís- lendingasagna til mjög vand- aðrar útgáfu íslendingasagna í þremur stórum bindum. Var Ihér um að ræða þýði'ngar þekktra danskra skálda ásamt einni þýðingu eftir Gunnar Gunnarsson, auk ýtarlegra for mála fyrir hverju bindi, sem Johannes V. Jensen, Gunnar Gunnarsson og Vilhelm And- ersen skrifuðu. Verkið var skrýtt fjölda teikninga eftir Johannes Larsen, og mjög tii útgáfunnar vandað á allan hátt. Þetta merka verk, sem lengi hefur verið uppselt, er nú komið út aftur í nýrri og mjög smekklegri' útgáfu. í hinni nýju útgáfu fylgja landakort og ættartöflur Ihverri sögu, —■ lesandanum til hægðarauka. í ÞESSUM mánuði eru 50 ár liðin síðan Portúgalar losuðu sig við konungdæmið með byltingu og komu á fót lýðveldi. Það voru fvrst og fremst frjálslyndir mennta- menn ásamt miðstéttunum, sem að henni stóðu. Verka- lýðurinn hafði þá enn ekki fengið neina stéttarvitund og hefur það. varla enn þann dag í dag. ítök og áhrif kaþ- ólsku kirkjunnar voru mikil og almenningi haldi'ð niðri í megnustu fáfræði. Það var með aðstoð hers- ins, sem bylting tókst, sér- staklega sjóhersins. Bylting- in hófst 4. október með skot- árás á konungshöllina og jafnframt var öllum sam- sjálft og allar nýlendur þess. Að 60 árum liðnum tókst Por- túgal samt að endurheimta sjálfstæði sitt, en urðu þá smám saman mjög háðir Bret um bæði í fjármálum og við- skiptum, svo að nærri mátti líta á það sem brezka hjá- lendu og segja má, að þetta ástand hafi haldizt allt til þessa dags. Napóleon hafði landið um tíma á valdi sínu, og fór konungsfjölskyldan þá í útlegð til Brazilíu, sem þá var portúgölsk nýlenda. Þeg- ar hún hvarf heim til Lissa- bon 1822, lýstu Brazilíu- menn yfir sjálfstæði sínu, og Portúgalar misstu um leið dýrmætustu nýlendu sína. f Þeffa eru portugalsk ir vínyrkjumenn með byrðar sínar af akrin- um. AR I PORTUGAL gönguleiðum til borgarinnar lokað. Brátt gekk allur sjó- herinn og stór hluti landhers ins í lið með uppreisnar- mönnum og sá hluti hersins, sem trúr reyndist konungs- stjórninni varð fljótt að gef- ast upp. Á öðrum degi upp- reisnarinnar var lýðveldið svo stofnað. Konunginum, Manuel II., sem aðeins var 21 árs gamall, tókst að flýja til Englands, þar sem hann bjó til dauðadags. Vilji menn fá einhvern skilning á þessum atburðum, verða menn að vita eitthvað í sögu Portúgala á 19. öld. Á miðöldum var Portúgal mesta siglinga , og nýlenduveldi heims, en þegar ganrla kon- ungsættin dó út árið 1580, lagði Philip n. Spánarkon- ungur bæði undir sis? landið Allt fram að stofnun lýðveld- isins stóð varla á öðru en stöðugum stjórnmáladeilum og uppreisnum innan hers- ins. Ástandið skánaði ekki mikið við lýðveldisstofnun- ina, því að á tímabilinu til 1926 áttu sér stað 26 upp- reisnir og valdarán, eða nærri tvær á ári. Árið 1926 bað þáverandi stjórn Anton- io Oliveira Salazar, sem var ungur háskólakennari í hag- fræði, að taka að sér fjár- málastjórn landsins, sem komin var í algert öng- þveiti. Tók hann starfið að sér gegn því, að fá einræðis- vald á því sviði, Stjórnin varð við þeirri ósk hans og Salzar tók við fjármálaemb- ættinu. En að ári liðnu hafði hann náð allri stjórn lands- ins undir sig og gerðist ein- ræðisherra Portúgala, bann- aði alla stjórnmálaflokka annarra en síns sjálfs, kom upp strangri ritskoður. og lét handtaka andstæðinga síná. Hann kom einnig á fót sam- tökum, sem unglingar voru skyldugir að taka þátt í og líktust Hitlersæskunni og æskulýðshreyfingu þeirri sem Mussolini stofnaði. Það er sem sé alls ekki lýðræði í Portúgal, þótt þar megi teljast lýðveldi, enda eru þar margir í fangelsi af stjórn- málaástæðum. Stjórn Salaz- ars hefur þó verið talin mild- ust allra einræðisstjórna í Evrópu. Innanlands st.vður hún sig fyrst og fromst við kaþólsku kirkjuna. Portúgalar tóku virkan •þátt í fyrri heimsstyrjöld- inni við hlið 'Vesturveldanna, en Salazar hélt Portúgölum utan við seinni heimsstyrj- öldinni, var stefna Salazars fremur kuldaleg gagnvart Vesturveldunum, en því hlýrri gagnvart Franco. En þegar gæfan fór að snúa baki við Þjóðverjum, féllust Por- túgalar á að leyfa Vesturveld unum að koma upp flugbæki stöðvum á Azoreyjum, sem kom að ómetanlegu gagni við að verja siglingaleiðina milli Evrópu og Ameríku. Eftir stríðið hafa Portúgalar hald- ið áfram þessari vinsamlegu stefnu gagnvart Vesturveld- unum og eru nú í Atlantshafs bandalaginu. Alþýðúblaðið — 27. okt. 1960 |3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.