Alþýðublaðið - 05.11.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.11.1960, Blaðsíða 3
De Gaulle hótaði að rjúfa þing ef. ennedy ieggur nú áherzlu á suðrið París, 4. nóv„ ('NTB-AFP). BE GAULLE, forseti, aðviar aði andstæðinga sína í dag um, :að hann mundi ef ]>örf krefði, rjúfa þingið og efna til þjóðaratkvæðis í Frakklandi til að ljúka stríðinu í Algier og bjarga lýðveldinu. Utvarps og sjónvarpsræða forsetans, — sem beðið var með mikilli eft irvæntingu, snerist næstuni eingöngu um Algiermálið, en ekki væru í henni neinar nýj- Bonn. (NTB—AFP). Alfred Frenzel, sem fyrir skemmstu var tekinn fastur, á- kærður um njósnir, hefur sagt af sér þingmennsku, sagði jafn- aðarmannaflokkurinn í dag. — Hafði flokksskrifstofan fengið tilkynningu um þetta frá for- Seta þingsins, Eugen Gersten- maier. ar tillögur um lausn málsins. Hann staðfesti stefnu.sína um algierskt Algier og lét í ljós von um vlopnahlésvjðræður. De Gaulle gagnrýndi algi- ersku uppreisnarle.ðtogana fyr ir að hafa valið sér einræðis stjórnir að verndurum. ,,Það getur lengt stríðið og leitt til sovézks Algier“, sagði hann. Forsetinn varaði við óeirð- um í Frakklandi og kvað það geta valdið ringulreið og óför- um í landinu, ef tveir fjandsarn legir hópar, talsmenn afdrátt- arleysisins og hinir, sem öllu vilja sleppa, nái árangri að villa um fyrir almenningi. „Það er hugsanlegt, að þingið felli stjórnina, en það mun fá forsetann tif að leysa upp þing ið, þar sem ekki mundi frá þeirri stundu vera neinn já- . kvæður meirihluti þar innan veggja", sagði de Gaulle. Washington, 4. nóv. (NTB-AFP). • BÆÐI Nixon, forsetaefni re- públikana, og Kennedy. forseta- efni demókrata, við forsetakosn ingarnar n. k. þriðjudag hafa í hyggju að „hafa síðasta orðið“ . í kosningabaráttunni, sem lýk- ur um miðnætti á mánudag. — Samkvæmt reglunum skal ltosn ingabaráttunni lokið við tólfta kukkd^lagfð í höfuðborginni,, Washington D,. C. á mánudags- kvöld. Kennedy hefur tilkynnt, að hann muni ávarpa bandarísku þjóðina um sjonvarpsstöðvar CBC útvarpsfélagsins frá ki 23, 00 til 24,00 á mánudagskvöld. Jafnframt hafa aðalstöðvar re- públikana kunngert, að Eisen- hower og Nixon muni 'halda ræður um sjónvarpsnet félag- anna C5BC. ABC og NBC frá kl. 22,30 til 24,00. Nixon fer til Alaska á sunnu- dag, en kemur aftur til New York á mánudag til að taka þátt í sjónvarpinu. Strax að sjón- varpssendingunn; lokinni fer hann vestur á bóginn til Los Angeles, þar sem hann mun dvelja kosninganóttina, þriðju dag til miðvikudags. Eisenhower mun sennilega dvelja kosninganóttina í bæ sínum í Gettysburg í Pennsyl- vania, en þar mun hann greiða atkvæði sitt Kennedy mun bíða úrslit- anna í Hyannis, fyrir suð-aust an Boston. Kennedi kom í dag til Nor- folk í Virginiu, hinu fyrsta af .,vafasömu“ ríkjunum í suður- ríkjunum, sem hann hyggst heimsækja i síðustu lotu fyrir kjördag. Virtist Kennedy mjög ánægður yfir móttökunum í Kaliforniu og skýrslu Johnsons vara-forsetaefnis, um andrúms- loftið í Texas. Samkvæmt síð- utsu fregnum styðja 51% demó krata en 45% repúblikana í Iandinu sem heild. Ekki virðist vafi á, að að- gerðir baptista gegn kaþólikk- anum Kennedy hafi valdið all- miklu róti. Þess ber þó að geta, að nokkrir kirkjuhöfðingjar mótmælenda birtu áskorun í dag þess efnis að láta trúmál ekki hafa áhrif á hvernig menn greið atkvæði. París, 4. nóv. (NTB-AFP). I ORÐRÓMUR kom upp um það í Vínarborg í dag, að Krúst ! jov, forsætisráðherra Sovétríkj anna, hefði verið steypt af stóli við hyltingu í Kreml, rétt í þann mund, er helztu kommún- istaleiðtogar heims söfnuðust þar saman ti lað taka þátt í hátíðahöldunum vegna 43 ára afmælis stofnunar Sovétríkj- anna, í fréttum, sem prentaðar | voru í Víinarblöðunum í morg- I un, sagði, að byltingin í Kreml' hefði verið gerð kl. 4 í nótt, og að Georgji Malenkov, sem j Krústjov rak frá völdum, er 1 hann tók v*ð, hefði aftur gerzt! forsætisráðherra. Orðrómi þessum var strax harðlega neitað af sendiherrum Scvétríkjanna í Vín og öðrum r jr Askorun írá 33 myndlistarmönnum ÞRJÁTÍU og þrír myndlist- armenn í Reykjavík hafa undir ritað áskorun og sent alþingi, þar sem skorað er á alþingis- men lað samþykkja frumvarp ,til laga um Listasafn íslands, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu. Þessir myndiistarmenn undir rituðu áskorunina: Sveinn Þórarinsson, Karin Þórarinsson, Jón Þorleifsson, Jón Eagilberts, Jón Stefáns- son, Hörður Ágústsson, Jón Benediktsson, Guðmundur Benediktsson, Hjörleifur Sig- urðsson, Guðmunda Andrés- dóttir, Hrólfur Sigurðsson, Sig- urður Sigurðsson, Gréta Björns son, Örlygur Sigurðsson, Sverr- ir Haraldsson, Bragi Ásgeirs- son, Jóhannes Jólhannesson, Hafsteinn Austmann, Veturliði Gunnarsson, Benedikt Gunnars Framhald á 5. síðu. liöfuðborgum. en armars hafði fréttinni verið tekið með mik- illi vantrú í höfuðborgum vest urvelldanna. Talsmaður sovézka sendiráðs ins í Vín kallaði fregnina algjör lega ranga og sovézkur talsmað ur í Haag kvað fregnin vera egningu og svívirðilega lygi. — Við sendiráðið í London var því lýst yfir, að menn undruð- ust þar, að vitiborið fólk skyldi veita fi'egnum þessum slíka at- hygli. Franski upplýsingamálaráð- herrann, Terrenoire, sagði þó í kvöld, að diplómatar í Moskvu hefðu á tilfinningunni, að eitt- hvað væri að gerast. Ekki var um nein viðbrögð að ræða þegar í stað frá Moskva — en Tass-fréttastofan talaði í dag um Krústjov sem „yfir- mann rússnesku stjórnarinnar“ í fregn af sýningu kvikmyndar af komu hans til Vínar í ár. Erlendir fréttamenn í Moskva tóku ekki eftir neinu óvenju- legu í dag og rússeskir flug- menn,. sem sýnd vcru Vínar- blöðin, er þeir komu þangað 1 dag, yísuðu fregninni á-bug sem áróðri. MOBUTU MÓÐGAÐUR Leopoldvile, 4 nóv. (NTB-AFP). MOBUTU ofursti, yfirmaður Kongóhers, mótmælti í dag þeim ásökunum gegn hernum. sem felast í nýjustu skýrslu Hammarskjölds, framkvæmdia- stjóra SÞ„ f yfirlýsingu, er hann sendi fréttastofunni BELGA, leggur Mobutu áherzlu á, að hann hafi í raun og veru komið í veg fyrir, að til mikilla blóðsúthellinga kæmi. Hann sakar SÞ líka um að hafa staðið aðgerðarlausar hjá, er þær horfðu upp á pólitísk af- Lrot og ýmsar aðgerðir, er beind ust að því að veikj a hið löglega vc d í landinu. Að því er varðar að kalla sam an þingið, segir Mobutu, að á meðan hinir raunverulegu full trúar héraðanna £ Kongó séu ekki við í Leopoldville verði þingið ekki kallað saman. Talsmaður Mobutus sagði í dag, að menn yrðu að vera á verði gegn samsærum, er mið- uðu að því að gera landið að gæzluverndarsvæði SÞ. Kvað hann lið frá Ghana, Guineu og Marokkó mundu verða með í að framkvæma það. RÆNDU Berlín. (NTB—AFP). Austur-þýzka „alþýðulögregl an“ hefur rænt amerískum lið- þjálfa og haldið honum síðan 1. september, segir vestur- þýzka innanríkisráðuneytið í dag. . Alþýðublaðið — 5. nóv. 1960 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.