Alþýðublaðið - 05.11.1960, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.11.1960, Blaðsíða 7
ayl 3* í> •!> íí #t> «> #•> Mark Twain hefur verið nefndur: * * NÚ eru liðin 50 ár frá dauða Mark Twain.. í raun og vera hét hann Samuel Langhorne Clemens Hann var ekki að- eins þekktur sem hlaðamað- ur, heldur fyrst og fremst sem rithöfundur og háðfugl. Annars er hann víða þelikt- astur fyrir mótmælin, sem hann birti við dánartilkynn- ingu sinni! Mark Twain skrif aði greinina í blað sem hafði birt minningargrein um hann og sagði áð „hún væri mjög ýkt“. Þetta varð síðan að heimsfrægum brandara. Um skáldskap Twains hef ur Ernest Hemingway m. a. sagt: „Nútíma skáldskapur hefst með bók eftir Mark Twain og sú bök er Huckle- berry Finn, og síðan hefur engin verið skrifuð jafn góð.“ MGM kvikmyndafélagið í Bandaríkjunum hefur ný- !ega látið taka kvikmynd af sögunni til minningar um að 50 ár eru liðin frá dauða Mark Twain. Ný barna- stjarna, Eddi Hodges, leikur Huck. en fyrrverandi heims- meistari í hnefaleikum, Ar- chie Moore, leikur svert- ingjaþrælinn Jim,. Er þar lýst þeim mörgu ævintýrum, sem þeir félagar lenda í á Missisippiánni. Á myndinni sjáum við í skínandi litum og á breiðtjaldi flótta þeirra félaga á timburfleka niður eftir ánni. Huck er úrræða- góður og snjall á hverju sem gengur, hvort sem það er á ánni eða þurru landi. Hann leikur á þrælaveiðara, verð- ur yngsti Ijónatemjari í heimi og alltaf kom'ast þeir félagar áfram. Eftir ævin- týralega ferð blasir frelsið við þeim. Þeir verða samt að skilja og kveðjuorðin eru ó- gleymanleg: „Ætlar þú ekki að skrifa mér, Bill?“ .,Eg kann ekki að skrifa, Jim.“ „Það gerir ekkert til. Ég get hvort eð er eklci lesið heldur.“ Auk þessara tveggja höf- uðpersóna eru í bókinni all- ar þær merkilegu manngerð- ir bæði góðar og slæmar, sem Twain skapaði með ríku ímyndunarafli og vafalausí eftir fjöldamörgum lifandi fyrirmyndum. Mark Twain þekkti Missi- sippifljótið og fólkið á strönd þess bæði út og inn. Sjálfur hafði hann verið stýrimaður á fljótabát. Þegar faðir hans dó, varð hann að hætta í skóla og byrja sem hlaupa- drengur hjá eldri bróður sín- um, sem gaf út dagblað fyrir héraðið. Seinna gat hann komizt að sem stýrimanns nemi og greip strax tækifær ið. Þar var hann þangað tíl borgarastyrjöldin brauzt út.. Síðar er hann þurfti á dul- nefni að halda notaði hann sér nafn frá sjómannstíman- um. Þiað var Mark Twain, sem þýðir tveggja faðma dýpi, eins og það var kallað á bátunum, þegar dýpið var mælt. Saniuel Langhorne Cle- mens varð undirforingi í sjóher Bandaríkjamannia í borgarastyrjöldinni. Þegar hann var afskráður gerðist hann gullgrafari, en hafði ekki gæfuna með sér, svo mennskunni. hann sneri sér aftur að blaða í San. Francísco hitti hann rithöfund, sera hvatti hann til að snúa sér að skáldsagna gerð. Þá var hann aðeins 29 ára. Ári seirsna fékk h'ann biría frásögn eftir sig í blaðí einu í New York og varð á svipstundu frægur maður fyrir fyndnj og fjörlega frá sögn. Svo seiidi dagbltð eitt hann til Hawai til að skrifa ferðapistla. Þegar hann kom heim úr þeirri ferð var hon- mn boðið að ferðast hvcrt sem hann vildi á blaðsins kostnað og rita frásagnir unt það, sem fyrir augað bæri. Twain kaus að sigla ti! Mið- jarðarhafsins og fara tií Pal estfnu. Að þeirri ferð lok- ínni skrifaði hann bólíina „Innocents Abroad“ (Sak- leysingjar í útlöndum“) og varð heimsþekktur fyrir. Um svipað leyti kynntist hann ríkri ungri konu og giftist henni 1870. Mark Twain feafði sérsíak an hæfileíka til að leggja fé í vafasönt fyrirtæki og tap- aði þá oft stórfé.. Einu sinni setti hann allt fé sítt í út- gáfufyrirtæki, sem varð gjaldþrota. Árið 1895 lagði hann af stað í fyrirléstraferð um hnöttinn tií að hressa upp á fjárhagiim, c-n meðan á þeirri ferð stóð, dó dóttir hans Susan. Eini sonurinn, sem hann eignaðist hafði dá- íð uugur og nú fylgdi hvert dauðsfallið á fætur öðru. eig ítikona hans, svo dóttir hans Jean. unz dóttir hans Clara var ein á jífi í fjötskyídunnl. Einkaííf hans varð ömurlegt, en á hinn bóginn varð frægð hans æ meiri. Háskólanr Framhald á 14 síðu. «•> tt> <> $ | S •!> $ : <e $ $ % í <*> <> ?> f!> 0> I | 1 «> í> e> é} s> $ I $ •!> 1 $ AUHMMmmWtmtmmmWIMMMMMMIMWMV MMMMMMUMMMMMMMHMMUMMMlMHMWMMnMWMMMMMWnWHUMmMMMMWMWMMWV) Framhald af 4. síðu. Almenna bókafélagsins og for seti Sögufélagsins. Þorkell kvæntist haustið 1935 Hrefnu Bergsdóttur bónda á Ökrum á Mýrum Jónssonar, traustri og mynd- arlegri afbragðskonu. S lfur- brúðkaup þeirra er því nýlið- ið. Var hjónaband þeirra ein- staklega ástúðlegt, og meðal annars voru þau afar samhent um ræktun og umhirðu garðs ins síns, gróskumikils og fal- legs. Þau eiga eina dóttur barna, Helgu, tíu ára að aldri. III. Eftir að Þorkell átti hlut að því að hleypa af stokkun- um 1. desember-blaði há- skólastúdenta 1924, sinnti hann sleitulítið ritstjórnar- störfum um meira en aldar- þriðjuugs skeið. Hann var ritstjóri Samvinnunnar 1927—31 og Nýja dagblaðs- ins og fylgirits þess Dvalar 1933—34 og var stofnandi þess tímarits. Ritstjóri And- vara og Almanaks hins ís- lenzka þjóðvinafélags hefur hann verið allt frá 1936. Frá upphafi (1942) hefur hann og verið í ritstjórn Sögu ís- lendinga, og þar hefur hann samið um tímabdin 1750— 70 (VI. bd„ 1943) og 1770— 1830 (VII. bd., 1950). Meðal helztu rita hans annarra er að nefna doktorsritgerðina, Die Stellung der freien Ar- beiter in Island bis zur Mitte des 16. Jahrhunderts (1933), Aldarminning Búnaðarfélags íslands (1937), Ömefni í Vestmannaeyjum (1938), Al- þingi og atvinnumálin (1948) og fyrsta bindi af ævisögu Tryggva Gunnarssonar (1955), þar sem tvö bindi voru enn fyrirhuguð og allnokkuð er til í handriti, þótt því miður vanti mikið á, að verkinu sé lokið. Við Mfagnús Steph- ensen lagði Þorkell einnig mikla rækt og hefur m. a. skrifað um hann í Skírni 1933 og Andvara 1944. Af útgáfum hans eru mestar ævisagna- safnið Merkir íslendingar í sex bindum (1947—57), Bréf og ritgerðir Stephans G. Stephanssonar (1938—48) og Andvökur (1953—58), bvort um sig í fjórum bindum. Annars eru rit- og útgáfu- störf Þorkels svo umfangs- mikil, að ekki verða greind hér nánar, en vísast til Skrár um rit háskólakennara. Með Þorkeli verða þáttaski] í íslenzkri sagnfræði. Áður hafði hún löngum verið úrvinnslulítil fróðleikssöfnun og persónusaga. Þorkell fjallar einna fyrstur að ráði um atvinnusögu okkar og einkum hagsögu. Hjá honum er og víðast hvar meiri yfir- sýn, traustari orsakatengsl og samfelldari heildarmyndir en við áttum áður að heilsa. Hann hefur sagnfræðina úr heimildatíningi upp 4 svið gagrýnimia vísinda, úr ein- staklingasögum til þjóðarsögu. En engan veginn hverfur hon- um þó hinn mannlegi kjarni. Ljóst er til að mynda af ýms- um þáttum hans í Sögu ís- lendinga, hve vel hann kann að auðkenna menn með fáum, en skýrum dráttum. Eru þær mannlýsingar margar í senn meitlaðar og lifandi. Stíll Þorkels er vandaður og þéttur fyrir eins og höf- undurinn sjálfur. IV. Ætla mætti, að sá er hlot- ið hefur slík forustuhlutverk og mannaforráð sem Þorkell Jóhannesson hefði verið heimsmaður mikill. Ríkara var þó í honum eðli bónd- ans, traustleiki, verklund og gát. En vel kunni hann að blanda geði við aðra menn og var þá hýr og hlýr. Hann var rólyndur maður og vel skapi farinn, en þó einarður og á- kveðinn. Honum fórst oft farsællega að bera góð mál fram til sigurs með hógværð sinni, sanngirni og prúð- mennsku. í návist hans leið mönnum. vel. Hann vai- drengskaparmaður. Ásamt jafnvægi sínu off skynsemi bjó Þorkell yfii- skáldlegri tiífinningu, og vai“ hrifning hans þeim mutv sannari sem hann bar han:jw sjaldnar fram og hógværleg- ar. Er þetta m. a. ljóst af fallegri grein, Tveimur skáld— um, í Andvara 1946. Meðal þess fyrsta, sen> Þorkell birti, er hann var enn_ í skóla, var ritgerð um Ein— ar Benediktsson í Eimreiðinnir 1924. Dregur hann þar franv hið alheimsborna ættarmót. lífsins í kveðskap skáldsins. Og nú lézt Þorkell á afmælis— dégi Einars. Er ég flyt héi** aðstandendum og öðrum ást- vinum Þorkels Jóhannesson— ar alúðarkveðjur og votta» honum virðingu og þakkir, vií ég taka með honum undii- þessi orð Einars Benedikts— sonar: Þó holdið sjáKu sér hverík sýn, þó hismig vinni sér dánar- lín, er lífið þó ’sannleikur, dauð- inn draumur. Síeingrímur J. Þorsteinsson» Alþýðublaðið 5. nóv. 1960 'yr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.