Alþýðublaðið - 05.11.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 05.11.1960, Blaðsíða 13
Gunnar Ormslev tenór saxo- fónleikari er hættur hjá Birni R. Einarssyni, fyrir nokkru. Nú hefur Gunnar verið ráðinn til K. K., en þar munu verða breytingar inn an skamms. Jón Páll gítar- leikari mun hætta hjá K.K. við hans sæti tekur Ólafur Gaukur, en Gaukur hefur jú' verið þar fyrr. Sömuleið is Gunnar Orsmlev sem nú tekur sæti hjá K. K. Þá mun Ester Garðarsdóttir taka við af Ellý Vilhjálms. Ester hef ur sungið á Röðli undanfar ið. fegurðardrottning íslands er kominn aftur á Röðul og syngur þar með hljómsveit Árna Elfar, en Sigrún var þar í sumar og var mjög vel tekið af gestum Röðuls. Gamli Bing CrosJy, venð i Lon- don undanfarið og sungið í sjónvarp og útvarp, auk þess sem hann söng inn á marg- ar hljócmplötur og þótti gott að taka upp í Englandi. Var sem sagt mjög ánægður með útkomuna. söngvari ætl- ar að kvik- mynda söguna „Anna Kar- enína“ og kona hans, leik- konan Elisabeth Haylor mun fara með aðalhlutverkið. 'Seg ist Eddy hafa fengið mörg tilboð um le gu á Studio en segir að sér J.angi mikið til að taka kvikmyndarinnar fari fram í Rússlandi, ef samningar gætu tekist um það. Anna Kiarenína er saga eftir Rússann Leo Tolstoj, oa hefur verið flutt nú undan- farið í úvarp Reykjavík sem framhaldsútvarpsleikrit. ðthygli í Osló VESTMANNAEYINGAR hafa ávallt verið vakandi fyrir tónum og tónlist. Má vera lað brimhljóðið við klettana skapi þann á- huga, sem ríkt hefur fyrir tónum í Eyjum. Þar er að finna góða lúðrasveit und ir stjórn hins kunna tón- listarmanns Oddgeirs Kristjánssonar, sem er landskunnur fyrir mörg dægurlög. Þá er og starf- ræktur tónlistarskóli í Eyj um. Mikið sönglíf er þar einnig. Þá hafa komið það an þekktir danshljómsveit armenn, þ. á m. Haraldur Alltaf Guðmundsson trompetleik ari, sem var með sextett í Eyjum í langan tíma. Har laldur dvelur nú á Norð- firði. Þá er það Guðjón Pálsson píanóleikari, sem hefur verið með hina vin- sælu liljómsveit í sam- komuhúsum. Guðjón er einnig kirkjuorganleikarií Eyjum, en er nú setztur að í Reykjavík. Þá komum við að efninu, sem við ætl um að rita um nú. Það er ný lijómsveit, sem stofn- uð hefur verið í Vest- mannaeyjum og er hún undir stjórn hins vinsæla fjor i Guðni Her- mansen og hjómsveif tenórsaxófónleikara Eyja- manna, Guðna Herman- sen, en Guðni hefur leikið í mörg ár, og þá í hljóm- sveitum Haraldar og Guð- jóns. Með Guðna eru ung- ir og áhugasamir menn. sem vilja gera það sem í yjum þeirra valdi stendur til að skemmta gestum Alþýðu- liússins í Eyjum. En þar eru þeir ráðnir til að leika í vetur, bæði gamla og nýja músík, hvort heldur er rokk eða roll. Atþýðu- húsið í Vestmannaeyjum liefur verið huggað mikið til, málað og prýtt. For- stöðumaður þess er Ang- antýr Einarsson. Húsið verður opið á fimmtudög- um og sunnudögum frá kl. 8.30—11.30, en á laug- ardögum er almennur dansleikur, sem sagt allt- af fjör í Eyjum. Syngur inn á píöfur fyrir norska R.C.A. SIGRÚN JÓNSDÓTTIR söng- kona er nú í Noregi og- hefur verið þar síðan í september. Sigrún hefur sungið í útvarp- ið í Osló með hinum kunna norska hlj ómsveitarstj óra Kjeld Kailsen. En þetta vit- um við af því að okkur barst úrklippa úr norsku blaði þai' sem Sigrún er sögð syngja á Hótel Víking með hljómsveit Ole Kristien Salater. í norska blaðinu segir stuttlega frá ■söngferlí Sigrúnar hér á ís- landi, söng hennar með KK- sextettinum og með Öskubusk um, Þá segir Sigrún að sig (hafi lengi la"gað til að heim- sækja Noreg og nú þegar hún sé komin gæt hún vel hugsað sér að dvelja lengi. Einnig tal- ar blaðið um að Sigrún hafi sungið inn á margar hljómplöt ur á íslandi Jú. ekki er að gleyma Lukka Gvendi og nú síðast hina vinsælu plötu ,,Ma rina“. í því sambandi er talað um að Sigrún hafi samið við hið þekkta hljómplötufyrir- tæki R.C.A. um að syngja inn á nokkrar plötur fyrir það á íslenzku. Þá vildum við bæta því við hér að það er gaman að frétta að Sigrúnu skuli gang’ti svona vel, en víarla var við öðru að búast af svo þaulreyndri og góðri söng- konu, sem Sigrún er. En Sig- rún Jónsdóttir syngur nú á Hótel Víking í Osló með Ole Kristian Salatier og hljóm- sveit og segir hann og með- limir að þeir vonist til að fá að hafa Sigrúnu sem lengst. Blaðamaðurinn segist vel skilja það eftir að hafa heyrt hana syngja. jðjjka hefur verið ráðinn i Tj arnaracfé. Með hon um verða: píanó: Guðjón Pálsson vibrafón: Reynir Sig urðsson, Trommur: Sverrir Garðarson, hann hefur ekki leikið á trommur í nokkur ár. Eigandaskipti hafa orðið í Tjarnarcafé. Egill Bene- diktsson sem rekið hefur Tjarnarcafé í 25 ár ;er nú hættur og við tekur Krist- ján Gíslason sem rekið hef ur Selfossbíó undanfarin ár. er hættur hjá 1 Karli Linniandahl og fer til Björns R. Einars- sonar á Bor.gina. En í Lídó fer Edvin Kaaber sem verið hefur í Þjóðleikhúskjallaran- um. Edvin Kaaber hefur ver ið á Akureyri í nokkur ár og leikið þar með Atlantic hljómsveitinni. Neó Iríóið ^tU<S hver þeir félagar halda með Kristinn Vilhelmsson í far- arbroddi. S. 1. miðvikudag léku þeir í Skíðaskálanum. Söng í mynd meö Tommy • * . Steel syngur á Röðli bréðum Chas McDevitt og Shirley Douglas eru væntanleg til að skemmta á Röðli í næstu viku. Chas McDevitt er ensk- ur hljómsveitarstjóri, söngv- ari og gítarleikari, varð fræg- ur fyrir Iagið Freight Train (Lestin brunar), söng það og lék í kvikmynd með Tómmy Steele, sú mynd var sýnd í Austurbæjarbíóí fyrir nokk- ru/. Che/j McDevitt ferða/st með hljómsveit sína um Bandaríkin í hljómleikahald. Einnig hefur hann ferðast um meginlandið. Söngkonan Shir ley Douglas er ein af topp- söngkonum á Englandi. Hún hefur sungið margar hljóm- plötur með Chas McDevitt, auk þess sem hún er góð söng kona, leikur hún á bassa — Chas Mc De- vift og Shirley Douglas (rafmagnsbassa) og mjög skemmtileg í framkomu. Síð- astliðið ár var hún kosin ein af 10 beztu söngkonum af brezka blaðinu „Musical Ex- press“ og sömuleiðis var hljómsveit Chas McDevitt kosin ein af 5 beztu litlum hljómsveitum (combo). Verð- ur sjálfsagt gaman að sjá og heyra þetta víðreista söngpar á Röðli um helgina. SIÐAN Ritstjóri: Haúkur Morthens. 'i Alþýðublaðið — 5. nóv. 1960 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.