Alþýðublaðið - 05.11.1960, Side 1

Alþýðublaðið - 05.11.1960, Side 1
 41. árg. — Laugardagur 5. nóvcmber 1960 — 252, tbl, TOLLGÆZLAN í Reykjavík íann mikinn smyglvarning í Lag arfossi á fimmtudagsmorgun, — þegar skipið kom til landsins frá New York. Leitinni hefur verið haldið áfram síðan. Inn- kaupsverð smyglvarningsins, sem þegar hefur fundizt, nem- ur hátt á annað hundrað þúsund krónur. Þegar Lagarfoss kom á ytri höfnina í Reykjavík á fimmtu- dagsmorgun hóf tollgæzlan mikla leit í skipinu. Var meðal annars leitað vandlega í klefum skipverja. Þegar leitað var yfir lofti klefanna fannst felustaður, þar sem komið hafð'. verið fyrir miklum smyglvarningi. Frágang urinn var það góður, að ilimögu- legt var að gera sér í hugarlund að átt hefði verið v.ið loftið. — Ekki hefur enn ver.’ð gefið upp, hjá hversu mörgum skipverjum smyglvarning'.r* hefur fundizt, en þeir eru alimargir. Leit hélt áfram í skipinu í gær, svo ekki hefur enn feng- izt fullnaðar skýrsla yfir varn- inginn, en blaðinu er kunnugt um að fundizt hafa 180 dúsin af brjóstahöldurum, 60 dúsin af nælonsokkum, 54 dúsin af sokkabuxum, 10 dúsin af leik- föngum, 220 kvenpeysur, 72 pör af kvenskóm, 24 öskjur af tyggigúmmí, 30 þúsund Camel og Chesterfield sígarettur, 4 dúsin af segulbandsspólum og 9 innanhússímatæki. Verðmæti þessa smyglvarn- ings er hátt á annað hundrað þúsund krónur miðað við inn- kaupsverð úti í Bandaríkjunum. Flestar þessar vörur eru há- tollavörur, svo raunverulegt verðmæti er margfalt meira. Rannsókn þessa smyglmáls, sem er hið mesta sem tollgæzl- an hefur lengi haft til meðferð ar, er í fullum gangi hjá saka- dómaraembættinu. Málið er í höndum Hauks Bjarnasonar, rannsóknarlögreglumanns, en blaðið gat ekkj náð tali af hon um í gærkvöldi, til að afla nán- ari upplýsinga. IMWMWWWMMWMWWVMW SÍÐA ER LAUGAR- DAGSSÍÐA Kastabist 9 metta Ekið var aftan á bifreiðina R-8273 í fyrrinótt, þar sem hún stóð fyrir utan húsið nr. 11 við Flókagötu. Líklega hefur þettaj gerzt á milli klukkan 2 til 3. Áreksturinn varð mjög harð- ur og kastaðist fyrrgreind bif- reið, sem er af Morris-gerð, níu metra áfram. Stórskemmdir urðu á bifreiðinni og eru þær lauslega áætlaðar um 20 þús- und krónur. Bifreiðinni, sem árekstrinum olli, var ekið burtu, en hún mun vera mikið skemmd. Líkur benda til að hún sé rauð að lit. ,Geti einhverjir gefið upplýs- ingar um atburð þennan, eru þeir beðnir að gera rannsókn- arlögreglunni aðvart, svo eig- andi bifreiðarinnar hafi mögu- leika á að fá tjón sitt bætt. Hér er stærsta brosið, sem við fundum í fyrra- dag, þegar við skutumst bak við tjöldin í Þjóðleik- húsinu, Það var lokaæfing á „Eiginmaður í öngum sínum“, Molliére-leikrit- inu, sem frumsýnt var í gærkvöldi. Það var ys og þys á æfingunni, sem vænta mátti, mátulegur taugaskjálfti og lítill tími til aukabrosa fyrir ljós- myndara. Svo að við meg- um vel við una. Eftir á að hyggja: Sú brosmilda heitir Stella Holm Ólafsdóttir. WWWWWWMM Pólland vann Leipzig, 4. nóv. PÓLLAND vann ísland með 3:1. Arinbjörn gerði jafntefli við Plater, Doda vann Gunnar, Ólafur á lakari biðskák vð Kots ro, og Filipovicz vann Guð- mund. — Ólafur fékk jafntefli út úr biðskákinni, þannig að íslendingar hlutu 1 vinning gegn 3, eins og fyrr segir. Krústjov fallinn? 919 DANMÖRK VANN Danmörk vann ísland í B- riðlinum á Olympíuskálcmót- inu í Leipzig með 2 Vá vinning 'gcgn llá. Arinbjörn vann Nil- esn Kölvig vann Gunnar, Ól- afur gerði jafntefli við Peter- - loi.i Viaíin iíara. DEILURNAR um land- helgina við Breta mega gjarnan halda áfram sagði Finnbogi Rútur Valdimars son, talsmaður kommún- ista í málinu, í efri deild í gær. Hann taldi að deilan hefði ekki skaðað íslend inga, löndunarbann gerði ekkert til, enda hefðum við komizt út úr slíkú áð ur. Loks gerði hann ekk ert úr jpeirri hættu, sem það mundi stofna sjómönn um í, ef Bretar færu aft- ur inn fyrir mörkin með togara í herskipavernd. Umræðunum um frumvarpið um lögfestingu reglugerðarinn- ar um landhelgismál var haldið áfram, og talaði fyrst Páll Þor- steinsson, en Finnbogi síðan út allan fundartímann. Auðheyrt var á Finnboga, að hannhefur meiri áhuga á að deilan við Breta haldi áframt sem lengst, en að henni verði á einhvern hátt komið út úr heiminum, og hann lætur sig engu skipta, hvaða hættur fylgja því. Hann reiknar sýni- lega með, að áframhaldandi deilur okkar við vestrænar þjóðir mundu leiða til þess, að Framhald á 14. eíðu. H L EMÐ Blaðið hefur hlerað — AJE) þeir félagar Einar Olgeirsson og Kristinn E. Andrésson séu á förum til Moskvu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.