Alþýðublaðið - 04.12.1960, Blaðsíða 13
ÆDAN SEM KOMMUNISTAR
ORDU EKKI AÐ HLUSTA Á
IV.
Með Genfarráðstefnunni í
vor lauk í bili ti'lraunum á al-
þjóðavettvangi til lausnar á
landhelgis- og fiskveiðideil-
um. Engar líkur eru fyrir
nýrri ráðstefnu fijótlega.
Ekkert bendir til þess, að á
allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðahna séu möguleikar á
því nú að ná 2/3 atkvæða fyr-
ir öðrum reglum, en þeim,
sem Genfarráðstefnan síðari
veitti mestan stuðning, þ. e.
12 mílur með aðlögunartíma í
10 ár, en segja má, að 12 mílna
reglan með þeim fyrirvara sé
nú almennt viðurkennd.
Fiskveiðideila íslendinga
við Breta hefur nú staðið í
fuli 2 ár. Á meðan beðið var
eftir niðurstöðum alþjóðaráð-
stefna um víðáttu fiskveiði-
lögsögu var ekki við því að
búast, að lausn fengist á mál-
inu með viðræðum einstakra
ríkja. Nú þegar þessum ráð-
stefnum er lokið og nýrra
ekki að vænta verða íslend-
ingar að taka til athugunar,
hvað næst skuli gera. Deiian
er staðreynd. Ef ekkert verð-
ur gert til að eyða henni ber
að athuga tvennt: í fyrsta lagi
er með öHu ófyrirsjáanlegt,
hvaða stefnu deilan getur tek
i'ð, hve víðtæk hún getur orð-
ið og hvað af henni hlýzt. Hún
spillir sambúð okkar og
granna okkar, það er víst. En
í hve ríkum mæli hún á eftir
að gera það, ef ekkert er að
gert til lausnar, veit enginn
fyrirfram. í öðru lagi getur
enginn fullyrt neitt um það
fyrirfram. hver endir deilu-
efnisins verður sé ekkert að
gert. Það er að leika sér að
fjöregginu, frelsi þjóðarinnar
og fullveldi', að horfa á illvíga
milliríkjadeilu þróast og vaxa
en hafast ekkert að til að
kanna, hvort deilan sé lejrs-
anleg, þannig að hagsmunum
þjóðarinnar sé borgið. Fyri'r
smáþjóð er það hættulegur
leikur.
En hvaða starfsaðferðir eru
líklegastar til árangurs fyrir
íslendinga og hvaða vinnu-
brögð í beztu samræmi við
viðteknar reglur urn lausn
deilumála milli ríkja. íslend-
ingar eru meðlimir Samein-
uðu þjóðanna. Þeir hafa und-
Síðari hluti
irritað stofnskrá þeirra. Þar er
á því byggt, að þjóðirnar leysi
deilumál sín með viðræðum,
en takist það ekki, þá hefur
verið stofnaður alþjóðadóm-
stóll til lausnar í réttarágrein-
ingi.
Á aUsherjarþingi SÞ árið
1959 lögðu Bretar til, að deila
íslendinga og þeirra yrði lögð
fyrir alþjóðadómstólinn. Árið
1953 bauð ríkisstjórn íslands,
að ágreiningur um útfærslu
fiskveiðilögsögunnar (árið
1952) yrði lagður fyrir þenn-
an dómstól. í landhelgisdeilu
Breta og Norðmanna var þessi
leið farin og ieiddi til Haag-
dómsins 1951, sem staðfesti í
öllu sjónarmið Norðmanna.
fyrir sér leiðum til úrlausnar
Þegar íslendingar því velta
í fiskveiðideilunni nú, verður
ekki hjá því komist að skoða
þessa leið og vega og meta
kosti hennar og galla.
Alþjóðadómstóllinn í Haag
er liður í kerfi SÞ. Öll þátt-
tökuriki SÞ eru aðilar að hon-
um, og stofnskrá dómstólsins
er óaðskiljanlegur hluti sátt-
mála SÞ, eins og segir í 92. gr.
sáttmálans.
Dómstóllinn er skipaður 15
óháðum dómendum, sem
kjörnir eru til 9 ára í senn af
allsherjarþingi og öryggisráði
SÞ, úr hópi þeirra manna, sem
tilnefndir eru af hinum ein-
stöku ríkjum, er þau hafa ráð-
fært sig við æðsta dómstól
sinn og lagaskóla. Ber að hafa
í huga, að dómurinn I heild er
skipaður þannig, að þar eiga
sæti málsvarar höfuðlögskip-
ana heimsins. Ef enginn dóm-
ari situr í dóminum sama þjóð
ernis sem aðilar í tilteknu
máli, geta aðilar sjálfir til-
nefnt slíkan dómara i því máli
Forseti alþjóðadómstólsins er
nú Norðmaðurinn Helge Klae-
stad, en auk hans eiga nú sæti
í dómnum dómarar frá Pak-
istan, Frakklandi, Bandaríkj-
unum, Bretlandi, Póllandi,
Arabalýðveldinu, Uruguay,
Sovétríkjunum, Argentínu
Mexíco, Kína, Grikklandi ,Ást
ralíu og Panama.
Síðan dómstóllinn tók til
starfa árið 1946 hefur hann
kveðið upp dóma og gefið á-
litsgerðir í nær 100 málum.
Minni'sstæðastur íslendingum
er mál Breta og Norðmanna
varðandi grunnlínur við Nor-
eg, sem dómur var kveðinn
upp í 1951. Það mál hefur orð-
ið íslendingum að miklu
gagni, en auðvitað er það mis-
skilningur, sem stundum hef-
ur komið fram, að dómur hafi
fjallað um víðáttu lögsögunn-
ar við Noregsstrendur. Hann
fjallaði aðeins um grunnlínur
í Norður-Noregi og hefur dóm
stóllinn aldrei kveðið á um
víðáttu fiskveiðilögsögu enn
sem komið er.
Meginreglan varðandi lög-
sögu dómsins er sú, að hann
hefur einungis lögsögu í þeim
Guðniundur í. Guðmundsson.
málum, sem aðilar leggja ti!
hans, en fjölmörg ríki liafa
skuldbundið sig fyrirfram til
að hlíta lögsögu dómstólsins
í nánar tilteknum málaflokk-
um, og eru þar á meðal öll
deiluatriði varðandi alþjóða-
lög. Slíkar skuldbind.ingar
hafa allar þær þjóðir Vestur-
Evrópu, sem fiskveiðar stunda
á íslandsmiðum, gefið.
Ef leggja ætti fyrir alþjóða-
dóminn deilumál íslendinga
og Breta þyrfti til þess sam-
komulag aðila. Gera má ráð
fyrir, að meðferð málsins fyr-
ir dómi tæ-ki nokkur ár. í upp
hafi máls yrði að finna lausn
á því, hvernig færi um deilu-
atriði á meðan beðið væri úr-
slita. Er þai- um tvær leiðir
að ræða: samkomulag aðila
um, að dómurinn skyldi til
bráðabirgða ákveða, hvaða
reglur skyldu gilda eða aðil-
•ar kæmu sér saman um þess-
ar reglur. Vitað er, að ekkert
samkomulag yrði hjá aðilum
um þessar reglur, nema því
aðeins að Bretar veiddu áfram
að einhverju leyti innan 12
mílnanna. Ætti dómurinn að
ákveða bráðabirgðareglurnar
megum við reikna með því,
að hann byrjaði á því fyrir-
fram að ákveða 12 mílurnar
án alls réttar fyrir Breta.
Samkomulag um bráðabirgða-
lausn á meðan dóms er beðið
er því naumast fáanlegt nema
svo mjög sé sveigt til móts
við Breta, að vafasamt er að
bíða á grundvelli þess dóms
úrlausnar í nokkur ár.
Islendingar óttast ekki úr-
lausn mála sinna fyrir al-
þjóðadómi. Þeir telja allar að-
gerðir sínar byggðar á traust-
Uffl grundvelli. Hinsvegar
virðist þeim einstætt, að sam-
komulag um reglur á meðan
beðið er dóms sé svo miklum
annmörkum háð, að nær liggi
að reyna að leysa deiluna í
heild strax. Þetta er ein af á-
stæðunum fyrir því, að Is-
lendingar telja dómstólaleið-
ina varfæma.
Vandinn er því, hvort ís-
lendingar eiga að halda að sér
höndum og haíast ekkert að
eða reyna að ræða málið við
hinn deiluaðilann í því skyni
að finna lausn. Ríkisstjórnin
hefur ákveðið að ræða við
Breta og byrjað þær viðræð-
ur.
Nú skal engu um það spáð,
hvort viðræðurnar leiða til
samkomulags eða ekki. Óaft-
urkallanleg viðurkenning á 12
mílunum er ófrávíkjanlegt
skilyrði af okkar hálfu. Þetta
veldur væntanlega ekki meg-
in erfiðleikum. Krafan um
einhver réttindi um takmark-
aðan tíma á seinni 6 mílun-
um kemur fram frá Bretum.
Þegar vitað er, hve langt þessi
krafa Breta gengur og hvað
kemur á móti frá þeim með
öðrum hætti til verndar okk-
ar fiskimiðum og fiskistofn-
um, verður að meta. Sé það
mat íslendinga sjálfra, að um
aðgengilega lausn sé að ræða,
þá er að hegða sér eftir því.
Sé lausnin óaðgengileg, þá ber
að hafna henni. Náist ekki
samkomulag heldur deilan á-
fram, en íslendingar hafa þá
reynt fri'ðsamlega lausn með
viðræðum og eru þá betur
búnir í það, sem á eftir fer
en þeir hefðu verið, ef þeir
hefðu ekki viljað gera til-
raunina.
VI.
Eg gat þess í upphafi máls
míns, að barátta ökkar íslend-
inga fyrir auknum yfirráðum
yfir fiskimiðunum umhverfis
landig hefði frá byrjun byggzt
á þremur aðalstöðum.
í fyrsta lagi á því að fá við-
urkenndar beinar grunnlínur
við ísland. Þessi meginregla
er nú viðurkennd og þær
grunnlínur, sem dregnar voru
árið 1952 verða ekki lengur vé
fengdar. Fiskifræðingar telja,
að þessi ráðstöfun ein sé mörg
um sinnum meira virði en út-
færsla frá 4 upp í 12 mílur.
I öðu lagi var gerður glögg-
ui> greinarmunur á landhelgi
og fiskveiðilögsogu. Þetta
sjónarmig hefur nú fengið ó-
tvíræða viðurkenningu og
ljóst er að á þennan hátt varð
mun lengra komist en ella
hefði orðið,
.. Loks í þriðja lagi hefur ver-
ið unnið að því að fá viður-
kénningu fyrir sem víðtæk-
astri lögsögu út frá grunn-
línum. Hefur þar verið miðað
við endimörk landgrunnsins. í
rauninni er fengin viðurkenn-
ing fyrir 12 mílunum sem
meginreglu, enda þótt enn sé
deilt um, hvei'su fljótt hún
skuli koma ti[ framkvæmda,
og að því er varðar svæðið
fyrir utan þau mörk er feng-
in viðurkenning fyrir því, að
þjóð, sem bvggi afkomu sina
á fiskveiðum sé í sérstöðu,
enda þótt ráðgert sé. að
vandamál hennar skuli' leyst
með samningum eða dómi
hverju sinni, ef hagsmunaá-
rekstur verður.
Þeir sigrar, sem unnist hafa
í landhelgismálinu eru því
hvorki smáir né þýðingarlitl-
ir. Andstaðan, sem við höf-
um mætt, hefur verið hörð og
óbilgjöm. Við höfum; þolað
ofbeldi. Við höfum séð and-
stæðinga okkar beita fortöl-
um, hótunum og fjármunum
gagnvart öðrum þjóðum sín-
um málstað til framdráttar.
Sjálfir höfum við ekkert haft
að bjóða fyri stuðning við
okkar málstað og engu valdi
getað hótað. Einarðlegur mál-
flutningur, rök og markviss
framkoma hafa verið okkar
Framhald á 14. síðu.
Alþýðublaðið — 4. des. 1960