Alþýðublaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 2
JtPSrtJðrw; GlaJl J. Ástþórsaon íáb.) og Benedlkt Grðndal. — TuHtrúar rlt- atócmar; Sigvaldl Hjálmarsson og IndriSi G. Þorsteinsson. — Fréttastjórl; iUtrgvin GuSmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýslngasínui | JéOSS. — ASsetur: AlþýðuhúsiS. — PrentsmiSja AlþýðublaSsins. Hverfis- Í:|at« 8—10. — Áskriítargjald: kr. 45,00 á mánuSl. í lausasClu kr. 3,00 elnt. ^tfiafandl: AiþýBuílokkurina. — Framkvasmdastjóri: Sverrlr KJartanason. Réttarbót gamla fólksins i UM ÁRAMÓTIN kemur til fraxnkvæmda mikils- i verð breyting á tryggingalöggjöf þjóðarinnar, er ■ svoneínt skerðingarákvæði á ellilaunum verður ■ afnumið. Hingað til hafa þeir, sem rétt eiga til ellilauna, ekki mátt hafa teljandi tekjur, án þess að þær væru dregnar frá ellilaunum. Nú verða þessi laun greidd án tillits til þess, hvort viðkom- i andi gamalmenni hefur tekjur eða ekki. Á þessu máli eru tvær hliðar. Annars vegar er . vitað, að allmargt sæmilega efnað fólk, sem hefur j ýmsar og oft allmiklar tekjur, tær frá ríkinu elli- ; laun þar á ofan. Hins vegar munu þeir, sem geta unnið og vilja vinna, fá tækifæri til að gera það : án þess að rnissa ellilaunin, sem þeir oft hafa : ærna þörf fyrir án tillits til vinuunnar. Segja má einnig um aðrar ahnannatryggingar, , til dæmis fjölskyldubætur, fæðingastyrk o. fl., að : ástæðulaust sé að greiða þetta til vel efnaðra borgara. En sé sú leið valin aö greina á milli ■ rnanna eftir þörfum, kemur til framkvæmda geysi i umfangsmikið og erfitt mat og fiokkun borgar- anna. Þá verða tryggingarnar að fátækrastyrkj- \ um. Heilbrigðara og skynsamlegra er að hugsa mál- ið á þennan hátt: Borgarar þjóðfélags okkar greiða til ríkisins í alls konar sköttum og skyldum alla ævi eftir getu. Þar er stórum meira tekið af hin- ■um efnaðri en hinum efnaminni. Hins vegar eru tryggingar eins og önnur borgaraleg réttindi, sem allir fá jafn í sinn hlut, eiga jafnan rétt á. Félags- . legu réttlæti er fullnægt, þegar peningarnir eru teknir inn í ríkiskassann, ekki með því að skipta , fólki í ölmusuþega og' efnamenn, þegar greitt er. Það er mikil réttarbót fyrir fjölda gamalmenna, , sem nú fæst, er skeröingarákvæðið hverfur. Hið . góða við þessa ráðstöfun mun margfaldlega vega ' á móti því, að einhverjir fái ellilaun, sem gætu ■ komizt af án þeirra. Stofnun íslenzkra fræða : ÞÓRHALLUR VILMUNDARSON flutti 1. des- : ember athyglisverða ræðu, þar sem hann lagði fram tillögu um Stofnun Jóns Sigurðssonar, er þjóðin ætti að koma upp á 150. afmæli forsetans ! og 50. afmæli Háskólans. Slík stofnun ætti að , verða miðstöð rannsókna 1 íslenzkum fræðum, • utgáfu handrita og slíkra verkefna. Hér er um gagnmerka tillögu að ræða. Þó hefur engin rödd heyrzt um þetta mál úr hópi fræði- , manna okkar, sem eiga á þessu sviði að standa öðrum framar. Hvað veldur áhugaleysi þeirra? Finnst þeim hlutur íslendinga á þessu sviði við- unandi, eins og hann er? ;2 13/des. 1960 — Arþýðublaðiö H a n n es h o r n i n u ýý Vandræði togaraút- gerðarinnar. Helgisögnin missir ljóma sinn. -jíf Sjómaður tekur til máls. VANDRÆÐIN með togarana eru nú á hvers manns vörum. Ef til vilj er helgisögnin að fölna. Allt bendir til þess að þjóðin muni nú snúa sér í æ ríkar.i mæli að iðnaði og hverfa frá því, að eiga örlög sín að mestu Jeyti undir sjávarútveginum. Hér er bréf um þetta mikla vandamál, SJÓMAÐUR SKRIFAR mér bréf það, sem hér fer á eftir: „Eitt mesta vandamál íslenzku þjóðarinnar nú til dags, er hrað- minnkandi afli togaranna, ekki einungis hér við land; heldur é fjarlægum miðum. Þetta er svo j alvarlegt, að öll önnur vanda- mál hverfa í skugga þessa. Það ■er vafamál að sum þessara skipa hafi aflað meira síðustu mánuð- ina, en fyrir hinum erienda kostnaði, er þarf til . rekstrar þeirra. þá þar með talið afborg- un og vextir af erlendum !án- um. --•mr'’ NÚ GÆTU MENN freistast til að halda, að þetta fiskileysi væri tímabundið, en allar ]í!iur benda til þess að fiskur á fjar- lægum miðum — þ. e. a. s. plls- staðar utan lögsögu fiskveiði- línunnar, sé að ganga til þurrðar. I'iskaflinn við New Foundland er lítill og mest smákarfi, er líka á þrotum. Fiskibankarnir við Grænland að þurrkast. Við Svalbarða er afli sáralítill og sama er að segja á hinu víðáttu- mikla fiskisvæði við Norður- Noreg. ENGUM MANNI, sem vill skoða þetta vandamál frá sjén- armiði heilbrigðrar skynsemi, dettur í hug að afli á þessum fyrrnefndu svæðum aukist á næstu árum,- ábyggilega mun hann enn halda áfram að minnka. Þá er það sú stóra spurning, hvað á að gera við hina velbúnu íslenzku togara? Nú er þegar búið að binda 2 af þessum nýju skipum, sem kosta mun hvort um 40 milljónir ís- lenzkra króna. 4 eða 5 eða ;‘afn- vel fleiri liggja óvirkir og iítil sem engin von að koma þeim út í bráðina. ÉG MAN EKKI TIL að nokk- urntíma á 50 ára togaratímabili okkar haf; útlitið verið svona afar ískyggilegt. Verðfall á fiski mjöli og lýsi er hér ekkert verk- andi á útgerð þessara skipa á móts við aflatregðuna. Hún er höfuð meinið, sem ekki veröur gengið fram hjá. EN IIVAÐ HUGSA hinir ráð- andi menn- Þetta er ekki mál örfárra manna, þetta er örlaga- ríkt mál allrar þjóðarinr.ar í dag, sem á eftir að sýna geig- vænlegar afleiðingar. Hér duga engar skottulækningar, t. d. ein- hver óveruleg vaxtalækkun fyr- ir útgerðina, sem þó væri sjáif- sagt nauðsynleg inndn tíðar, eins og boðað hefir verið, hér duga engar falskar verðuppbæt- ur eða annað þvíum líkt. Mfiðan þessi skip fiska lítt fyrir er- lendum kostnaði, eins og fyrr er sagt, er ekkert að gera nema b.mda þau við garðinn. Hvorki bæjarfélög eða einstaklingar geta borgað með hverri veiði- ferð 100—200 þús. kr. til að hægt sé að halda þeim úti. Þetta er beiskur sannleikur, en réttur HEYRST HEFUR að einn eig- andi þessara nýju skipa, sem talin eru kosta um eða yfir 40 millj. króna, sé að leita fyrir sér að selja skip sitt úr landi. Ekki lái ég lionum það. Á síð- ustu mánuðum hafa komið 5 togarar til landsins, sem kosta munu samtals um 200 millj. kr. Eru það: Narfi, eign Guðm. Jör- undssonar útg.m., Maí, eign Bæj arútgerðar Hafnarfjarðar, Sig- urður, eign hlutafélags, sem Einar Sigurðsson alþingismaður mun standa að, Freyr, eign ís- björnsins h.f. í Rvík og Víking- ur, sem er eign fiskimjölsverk- smiðjunnar á Akranesi. Vafa- laust má telja að þessi skip standi undir sér, enda þótt afl- inn ykist talsvert frá því sem nú er. NÚ MUN rikissjóður vera í mikilli áhættu fyrir ábyrgð á lánum (erlendum) til bessara skipa. Hér verður ekki um það dæmt hve mikil hætta er á að nkissjóður verði á sínum tíma að greiða þessar ábyrgðir. Eit eitt fyndist mér ekki óskynsam- leg, að sá sem er í stærstu ábyrgð unum, þ. e. ríkissjóður tæki nú þetta mál strax til athugunar. hvað hægt sé að gera þessum dýru og stóru skipum til bjarg- ar. —-'wwy ' ER NOKKUR LEIÐ til dæmis að senda þau til veiða á ennþá fjarlægari mið? Eða á að vinna strax að því að selja þau úr landi, jafnvel þótt með tapi væri? Og hvar eru þessi fjar- lægari mið, við Vestur-Afriku eða við Suður-Ameríku. Hér yfirsýn hinna beztu, vitrusíu og sanngjörnustu manna að koms til. Þessar 200 milljónir mega ekki liggja arðlausar eða verra en það, t. d. að hlaða á sig tugum milljóna tapi á ári um leið og þau eldast og verða einskis virðí með árunum. ÉG TEL ÞAÐ SKYLDU ríkis- sjóðs að hafa hér forgöngu á einn eða annan hátt. Það er líka áhyggjuefni að sumir hinna eldrj nýsköpunartogara svo- nefndu eru 'nú starflausir. T. d. er ríkissjóður eigandi að einum Austfjarðatogaranum, sem cng- inn vill kaupa og búinn að bggja marga mánuði starflaus í Rvíkurhöfn. Sjálfsagt verður enn um skeið reynt að ger i þá togara út, sem kosta ekkj mdra á pappírum en 5—10 milii. kr.. þótt útlitið í dag sé þeim ekki hagstætt. En fvrst af öllu þarf að finna starf fyrir þes.; i nýju togara, sem kosta landi'5 um. 200 milljónir króna eua hreint og beint losna við þá meða:: íieir eru nýir og seljaniegir eriendis. ÉG VEIT AÐ ÞETTA er heyzk ur sopi, en ég held samt ao sanr - leikurinn sé hér sagöur tunbúða laust. Því ef ekkert verður að gert strax, þá högurn. við okkur eins og strúturmn, sem stingur höfðinu niður i sandlan, þegar hann sér hættuna á næsta leiti. Það er ekki rétta aðferðm. V:ð skulum ekki blekkja okkur á því, að fundist geti nýir fiski- bankar hér í norðurhöfum. Þeir. eru ekki lengur til. Rányrkjnn og hin stórvirku veiðarfærs margra þjóða eru búin að sjá um.eyðingu þessara fisk1 miða“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.