Alþýðublaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 10
Ritstjóri: Örn Eiðsson Handknattleikur: Fram Rvíkur meisfari Sigraði ÍR í geysispennandi teik FRAM sigraði ÍR í úrslita- leik Reykjavíkurmeistaramóts- íns í handknattleik á sunnu- dagskvöld með 9 mörkum gegn 8. Leikurinn var geysispenn- andi og jafn. — Fram er því Reykjavíkurmeistarar í hand- knattleik karla 1960 og vinnur í fyrsta sinn hinn fagra bikar, sem Almennar tryggingar h. f. hifa gefið GANGUR LEIKSINS ÍR-ingar byrjuðu með knött- inn og léku hratt og skemmti- lega. Sókn þeirra endaði með skoti Gunnlaugs, sem fór fram hjá. Fram snýr vörn upp í sókn, en missir knöttinn. Skömmu síðar er Gunnlaugur enn í skót- færi og nú sendir hann knött- inn í netið með hörkuskoti. Á- gúst jafnar fyrir Fram skömmu síðar með ágætu skoti, en ÍR- ingar ná aftur yfirhöndinni, — það var Hermann sem skoraði. ~ Einn af leikmönnum Fram er nú í góðu skotfæri, en ÍR- ingar brjóta af sér og dómar- inn, Karl Jóhannsson dæmir vítakast, sem Ingólfur skorar örugglega úr. Fram leikur nú þvert fyrir framan vörn ÍR, Gunnlaugur kemst á milli ’og nær knettin- um. Hann dribblar upn völlinn, en áður en honum gafst tæki- færi til að skjóta, hindra Frammarar hann háskalega og Gunnlaugur skorar úr víta- kasti. Fram tekst að opna vörn ÍR-inga næstu mínúturnar og skorar þrjú mörk í röð, Ágúst tvö og Sigurður Einarsson eitt áf línu. Gunnlaugur minnkar þilið úr vítakasti og 2 mín. fyrir hlé skorar Matthías mjög skemmtilega, aftur er jafnt — 5—5! Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks er svo vítakast á ÍR og Ingólfur skorar. — Þannig endaði fyrri hálfleikur 6—5 fyrir Fram. Fyrsta mark síðari hálfleiks skorar Gunnlaugur mjög skemmtilega af línu, eftir á- gæta sendingu Matthíasar. — Þegar 5 mín. eru af síðari hálf- leik skorar Gunnlaugur enn og nú er ÍR aftur með mark yfir. Fram leikur af meiri öryggi og teflir ekki í tvísýnu næstu mín útur og tvisvar hafnar knöttur- inn í ÍR-markinu, það voru Ing- ólfur og Hilmar, 8—7 fyrir Fram, en aftur jafnar ÍR með skoti Hermanns, 8—8 og nokkr ar mínútur til leiksloka. Fram leikur með knöttinn fyrir framan vörn ÍR-inga og hugsa um að missa hann ekki — þeim nægir jafntefli til sig- urs og dýrmætar mínútur líða. Reykjavíkurmeistarar Fram í handknattleik með hinn fagra verðlaunagrip, fremri röð, talið frá vinstri: Hilmar Ólafsson, Gunnar Gunnarsson, Sig- urjón Þórarinsson og Karl Benediktsson, fyrirliði. — Aftari röð: Jón Friðsteins son, Ágúst Þ. Oddgeirss., Ingólfur Óskarsson, Sig- urður Einarsson, Guðjón Jónsson og Svan Friðgeirs son, fomiaður handknatt- leiksdeildar Fram. Ljósm. Sv. Þormóðsson, ÍR-ingar siá að við svo búið má ekki standa og hefia nú að leika tízkufyrirbrigðið svokall- aða, ,,maður á mann“. — En Frammarar eru við öllu búnir, Ágúst er allt í einu frír, en er Framhald á 5. síðu- MMHMWttMMMMMMMtMMM Hinn gamalkunni handknatt leiksmaður Hilmar Ólafsson í dauðafæri. nskð knattspyrnan STAÐAN í ensku deildarkeppn- inni eftir leiki helgarinnar: Tottenh. 21 18 2 1 68—25 38 Everton 21 13 4 4 54—33 30 Wolves 21 13 4 4 55—40 30 Sheff. W 20 12 4 4 37—24 28 Burnley 20 13 1 6 58—37 27 Aston Villa 2112 2 7 46—41 26 Arsenal 21 10 2 9 38—36 22 West. Ham. 20 93 8 49—46 21 Blackburn 21 93 9 46—46 21 Fulham 21 93 9 45—55 21 Chelsea 20 92 9 55—46 20 Leicester 21 84 9 40—39 20 Manch. C. 19 74 839—4418 Cardiff 21 6 5 10 27—40 17 Manch. U 20 6 4 10 35—42 16 Newcastle 21 7 2 12 49—61 16 Birmingh 21 7 2 12 31—45 16 W. Brom. 21 6 2 13 32—43 14 Notth. For. 21 5 4 12 30—46 14 Bolton 20 5 3 12 28—43 13 Preston 20 5 3 12 21—38 13 Blackpool 20 4 3 13 33—46 11 Armann vann í I. flokki Flokkaglíma Reykjavíkur fór fram að Hálogalandi á sunnudaginn. — Þátttakendur voru 19 frá UMFR og Ár- manni. Áhorfendur voru fáir og glíman dauf. Sigurvegari í I. flokki (80 kg. og þyngri) var Ármann J. Lárusson, UMFR. Hilmar Bjarnason, UMFR, sigraði í 2. flokki. f drehgja- flokki 16—19 ára sigraði Jón Helgason, Ármanni. Austurríki sigraði Ítalíu í landsleik í knattspymu með 2—1. Leikurinn fór fram í Na- poli á laugardagin. Staðan í hálfleik var 1—1. II. DEILD: Sheff. U. Liverpool Ipswich Norwich Scunthorpe Southampt. Middlesbro Plymouth Sunderl. Derby C. Rotherham Charlton Leeds U. Bristol R. Portsm. Leyton O. Brighton Luton Lincoln Huddersf. Swansea 22 15 1 20 12 4 21 12 3 21 10 6 21 9 7 21113 20 8 8 2010 3 21 6 9 21 20 21 20 20 20 19 21 20 21 20 20 85 67 67 74 74 65 64 64 64 64 54 45 6 42—26 31 4 43—25 28 6 46—31 27 5 34—25 26 5 42—32 25 7 52—40 25 4 43—37 24 7 41—32 23 6 37—30 21 8 40—40 21 7 28—26 19 8 45—47 19 9 36—42 18 9 37—46 18 9 34—48 17 9 27—36 16 11 33—43 16 10 34—42 13 11 29—40 16 11 29—40 14 11 26—39 13 Koma sænsku meistararnir hingað ? Heyrst hefur að Knatt- spyrnuíélagið Valur, — sem verður 50 ára næsta vor, hafi boðið hingað sænska félaginu Heim, sem er sænskur meistari í handknattleik og mjög sterkt lið. Valur mun svo eiga að endurgjalda heim- sóknina síðar og er um skiptiheimsóknir á jafn- réttisgrundvelli að ræða. WMWMMMWIWMMIMtWW 10 13. des. 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.