Alþýðublaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 7
DEILUR um dauðarefsingu hafa staðið yfir árum samaii' í flestum löndum, þar sem slík refsing hefur verið við höfð. Ekki hafa deilurnar verið livað minnstar í Bretlandi, þar sem jafnaðarmannastjórnin afnam dauðarefsingu á sínum tíma. Dauðarefsing var hins vegar upp tekin þar að nýju skömmu síðar fyrir þrjár teg- undir afbrota, sem farið höfðu nokkuð í vöxt við afnámið. — Þar gildir nú dauðarefsing fyr ir 1) morð á lögregiuþjóni, 2) ráðn-morð. og 3) endurtekn- ingu á morðafbroti. Gallup- könnun, sem fram fór þar í landi í marz s. 1., leid'di í Ijós, að 78% manna voru fylgjandi dauðarefsingu en 15% á móti henni. Umræður og deilur um þessa refsingu hafa orðið nokk uð heitari í Englandi nýlega, vegna aftöku tveggja, ungra manna 10. september s. 1., en þeir höfðu framið morð í þeim tilgangi að ræna íórnarlambið 25. júní s. 1. Atburðir voru sem hér segir: Fjórir náungar, svokallaðir ,,teddv-boys“ eða svaxtstakk- ar, sem allir höfðu fasta vinnu — héldu venjulega hópinn á kvöldin, drukku dálítið, gerðu „sprell“ og stálu dálítið en eyddu aðallega tíma sínum í að vera „kaldir gæjar“. Þeir hétu Norrnan Harris, 23, vöru- bílstjóri, Francis „Floss“ For- syth 18, Christopher Darby, 23, kolamaður, og Terence Lutt, 17, yerksmiðjuverkamað ur. 24. júni hafði Allan Jee, verkfræðinemi, trúlofazt Jac- queline Herbert, sem hann var búinn að þekkja lengi, og eytt mestu af peningum sín- um í að kaupa hringinn. — Kvöldið eftir bauð hann unn- ustu sinni í bíó og gekk síð- an heimleiðis upp úr 11 um kvöldið eftir illa lýstum göt- um útborgar Lundúna. Rúm- um sólarhring síðar lézt hann í sjúkrahúsi. Hvað gerðist? „Köldu gæj- arnir“ höfðu drukkið nokkra potta af bjór um kvöldið og þegar barirnir lokuðu um ell- efu leytið voru þeir úti á götu og vissu ekki hvernig þeir áttu að drepa tímann, en eigr- uðu um götur Hounslow með hendurnar í vösunum. Harris stakk upp á innbroti, en það var ekki talið nógu gott, og þá var það, sem yngsti mað- urinn í hópnum, Lutt, stakk upp á að ræna einhvern. — Þetta var samþykkt, og þeir tóku sér þegar í stað stöðu við dimman stíg. Ekki liðu nema nokkrar mínútur, er fótatak heyrðist. Allan Jee var á íeiðinni heim frá unnustunni. Og nú segir einn „köldu gæjanna“ frá: — „Við heyrðum fótatak hans, og þegar hann kom á móts við okkur, gekk Lutt að honum og sagði: ,'Halló, elskan“, og gaf honum um leið hnefa- högg“. Hvers vegna sagði Lutt Halló elskan? — Lutt sagð- ist ekkert vita um það né hvers vegna hann sló. Vafa- laust vegna þess, að hann er „kaldur gæji“, eins og Floss sagði. — Hann sló aðeins einu sinni, og Jee féll. Harris flýtti sér að Jee sem Lutt hélt föst- um á jörðinni, til að leita í vösum hans. Floss stóð hjá þeim, en Darby var á verði skammt frá. „Ég fór með hend ina niður í vasann innan á jakkanum hans, en fann ekk- ert, alls ekkert“, sagði Harris, ,,en svo fann ég að blæddi úr honum inn í vasann. Við ætl- uðum þó ekki að drepa hann, ekki gera honum neitt alvar- lega til miska“. Floss ætlaði heldur ekki að drepa Jee, en Jee hafði hróp- upp yfir sig: „Hvað ætlið þið að gera við mig“ og nú stundi Þeir sem kunnugir voru hinum dauðadæmtlu biðu þess að þeim jrði tilkynnt að aftakan hefði fariö fram. Fólk beið ailan af- tökudaginn, en tilkynn- ingin kom aldrei hann og barðist um. „Og þá varð ég“, sagði Floss, „að sparka tvisvar í hausinn á honum svo að hann hætti. Ég var á mjúkum skóm og hélt ekki að þeir gætu gert hon- um mein“. En- mjúku skórnir vóru líka með mjórri tá, og þegar fjór- menningarnir flýðu, lá Jee eft ir nær dauða en lífi, og dó svo á sjúkrahúsinu — FYRIR EKKERT. — Fyrir ekkert, vegna þéss, að þeir fundu aldr ei tíu shillinga seðilinn, sem hann átti í jakkavasanum. Floss taldi, þegar hann var handtekinn ásamt félögum sínum, að hann mundi í mesta lagi fá fimm ára fang- elsi, auk þess sem hann taldi það til málsbóta. að þeih höfðu engu getað stolið. Alveg fram á síðustu stund hélt hann, að hann mundi sleppa við heng- inguna. Hann hélt, að innan- ríkisráðherrann, Butler, — mundi breyta dómnum í lífs- tíðarfangelsi. En enginn maður á Bret- landseyjum gat séð, að „köldu gæjarnir“ frá Hounslow hefðu nokkrar málsbætur. Ekki var hægt að skýra gerðir þeirra með erfðum né fátækt. Þeir voru allir kömnir af heiðar- legum verkamannaættum, — höfðu allir lifað rólega æsku og hlotið venjulega menntun. Floss og Harris voru dæmd ir til dauða og teknir af lífi 10. september s. 1., Darby, — sem hafði staðið vörð og ekki tekið beinan þátt i morðinu, var dæmdur í lífstíðarfang- elsi, en Lutt, sem var jafnsek- úr og Floss og Harris, fékk lífstíðaríangelsi, þar eð hann er aðeins 17 ára, Hefði Floss sem sagt verið nokkrum mán- uðum yngri, hefði hann slopp ið, því að dauðarefsing mlðast við 18 ár. Og hvernig tekur svo fólk þessum fréttum? Fyrir utan félagsskap þeirra, sem berjast gegn dauðarefsíngu, virð’st andinn álmennt vera sá, sem felst i orðum Jacqueline Her- bert, unnustu Allan Jee, er hún var beðin um að skrifa undir áskorun á stjórnarvöld- in um að náða Floss og Harris, „Þeir fá það, sem þeir eiga skilið“. Helzta röksemdafærsla and- stæðinga dauðarefsingar gegn líflátsdómum er sú, að dauða- dómur hafi aldrei hrætt mor-3 ingja frá því að fremja glæp sinn, og viti menn, sama dag- inn sem Floss og 'Harris. voru teknir af lífi, drápu tveir ,,teddy-boys“ varðmann í banka í Durrngton, Sussex, er þeir hugðust ræna bankann. Bréf: leyfð til leiguöksíurs ALÞÝÐUBLAÐINU hefur- borizt eftirfarandi bréf: Eins og flestir vita kom tak mörkun á leigubi'freiðum til framkvæmda vorið 1956, en síðan hefur leiguakstur verið lokuð atvinnugrein j hálft fimmta ár. Það er enginn vafi’ á því að bílstjórar mega mjög vel við una, að hafa fejigið þessi lög. Það sjá allir því'ík trygging þetta er einni stétt, einu atvinnugreininni á land- inu, að því er bezt er vitað, sem hefur slíka tryggingu, — enda hefur bifreiðum fækkað stórlega á þessum árum en í- búafjöldi auðvitað aukizt. Nú gæti maður ætlað að út- hlutun þeirra fáu leyfa sem. til hafa fallið, en þau eru trú- lega um 30 yfir þennan tíma, gæti gengið eðlilega fyrir sig, þ. e. a. s. eins og reglugerðin mælir fyrir um. Þag hefur ekki verið. Þeir sem eru fyrir bifreiðastjórafé- lagið í úthlutun, sem á runar ekki að vera nema 1 maður, hafa gert allt sem þeir mega til að tefja og torvelda úthlut un leyfa. í núverandi reglugerð um þetta segir að úthluta skuli leyfi fyrir hvert pláss sem losnar. Það hefur ekki' veríð hægt, þar sem bifreiðastjóra- félagið hefur komið því til leið ar að ekki skuli' úthluta fyrr en 10 leyfi eru laus, en eins og nú er, getur það tekið háift ár. Nú er það svo, að 2 úthlut- unarmenn, annar fyrir bif- reiðastjórafélagið, hinn skip- aður af ríkinu. Virðist ekki. ósennilegt að löggjafinn hafi ætlazt til að þessir aðilar réðu þessu saman og þá eðlilega t.il helminga ef ekki væri sam- komulag. Síðastliðið sumar var úthlutað 11 leyfum. eftir mikið þras. þar sem ekki var um samkomulag að ræða frek ar en áður milli úthlutunar- manna. Skar ráðuneytið úr og það á þann hátt að bifreiða- stjórafélagið ráðstafaði 10 leyf um, en sá sem er fyrir ríkið aðeins einu. Þannig hefur ver ið látið undan áróðri af hálfu bifreiðastjórafélagsins. Nú er ekkert líklegra en bifreiðastjórafélagið vilji ganga á Iagið og ráðá eitt hverjir fái atvinnuleyfi og hvenær. Er þá eins gott að rík- ið hefði aldrei skipað mann í þetta Eitt er enn — umsóknirnar Framhald á 5. síðu. AlþýSuhlaSiS — 13. des. 1960 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.