Alþýðublaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 3
Askur brann Keflavík, 12. desember,. AÐFARANÓTT síðastliðins sunnudags var slökkviliðið í Keflavík kallað niður að liöfn- ! inni kl. 3,15,. Þegar að var kom- ið, geisaði þar mikill eldur í vélbátnum Aski KE-11. Sérstaklega var eldurinn magnaður í vélarúmi bátsins, en þar sem lágsjávað var, — reyndist erfitt um vik við allt slökkvistarfið. Það var því ekki fyrr en um 4-leytið, að slökkvistarfið hófst fyrir alvöru og síðar kom slökk viliðið á Keflavíkurfulgvelli til aðstoðar. Síðan var dælt sjó í bátinn, þar sem hann var niðurkominn, en kl. 6 um morguninn gerðist það, að báturin«ökk við bryggj- una. Marar hann nú þarna í hálfu kafi á hliðinni við bryggj una og er talinn alveg ónýtur. Það eina, sem bjargaðist úr eldinum, var nælon síldarnót, óvátryggð, sem mun vera um 500 þús. kr. virði. Eigandi Asks er Angantýr Guðmundsson, sem jafnframt var skipstjóri á bátnum. H.G. Ellilaunin Framliald af 1. síðu. bandi við niðurfeilingu skcrð- ingarákvæðanna, sitja í fyrir- rúmi, en halda síðan áfram starf sínu 'að öllu leyti. Er efni frumvarps þessa í samræmi við það. Gert hefur verið ráð fyrir afnámi skerðingarákvæða við samningu fjárlagsáætlunar Tryggngastofnunar ríkisins og fjárlagafrumvarps fyrir ár- ið 1961. Þetta frumvarp hef- ur ekki í för með sér breyting- ar á þeim áætlunum“. I fyrstu grein frumvarpsins eru ákvæði, er stuðla eiga að því, að afnám skerðingarákvæð anna verði ekki til þess að draga úr starfsvilja gamals fólks, Hingað til hafa skerðing- arákvæðin komið í veg fyrir, að þetta fólk ny-ti lífeyris en óvíst er hve margir hefðu ella frest- að töku hans. Ekki er æskilegt, að ellilífeyrisákvæðin dragi úr starfsvilja og jafnframt er talið rétt að stuðla að því að menn sjái sér hag í að fresta töku líf- eyris, þar til störfum er hætt. Er því í fyrstu grein frv gert ráð fyrir mun meiri hækkun en áður þegar frestun á sér stað og ennfremur er það nýmæli, að farmvegis nýtur eftirlifandi ■maki af hálfu þeirrar hækkun- ar, sem maður hefur unnið sér rétt til með frestun áður en hann andaðist. Afnám skerðingarákvæð- anna hefur fyrst og fremst á- hrif á hæð ellilfeyris. Er áæt.1- að, að gamal fólkið fái 27 millj. kr. meira í ellilífevri næsta ár en á yfirstandandi ári og mun sú hækkun fyrst og fremst stafa af afnámi skerðingará- kvæðanna. Adlai Stevenson Dean Rusk sagði við blaða- menn í dag, að hann vissi, að hann væri að taka við ábyrgð- armiklu embætti, miklar þjóð félagslegar byltingar gengu yfir heiminn. Rusk sagði, að Kennedy væri að sínu áliti einn fremsti maður Bandaríkj anna í dag og hann hrósaði einnig Bowles. — Kennedy kvaðst fyrst hafa hitt Rusk fyrir viku. Aðeins tvær ráðherrastöð- ur eru enn óskipaðar í stjórn Kennedy, landvarnaráðherra og fjármálaráðherra. Chester Bowles París, Alsír, 12. des. ('NTB). DE GAULLE, Frakklands- forseti fer á þriðjudag heimleið is til Parísar frá Alsír, einum degi fyrr en til stóð í upphafi. Talið er að hann muni hraða undirbúningi að sjálfsstjórn í Alsír. Hinar miklu óeirðir, sem orðið hafa í stærstu borguin landsins undanfarna daga liafa sannfært forsetann um, að allt er í voða ef ekki verður strax unnið að Iausn Alsírmálsins. — Ofgamenn úr hópi manna af frönskum uppruna í Alsír ótt- ast nú, að almenningur í land- inu snúist gegn þeim, og þá er það aðeins franski herinn, sem getur verndað þá. Tíu manns féllu í götubardög um í dag er múhammeðstrúar- menn reyndu að ryðjast inn í hverfi Evrópumanna en lög- regla og fallhlífalið varnaði því. Alls hafa 80 manns fallið í ó- eirðum undanfarna tvo daga og 1500 særzt. í Frakklandi hafa 300 menn verið handteknir í dag. Þeir eru allir úr hópi öfgamanna til hægri, en undanfarið hafa marg ir þeirra verið teknir höndum. För de Gaulle til Alsír hefur sýnt, að herinn stendur bak við forsetann. Debré forsætisráðherra hélt ráðherrafund í dag og var Als- i írmálið rætt. I Hroðalegt var um að litast í Algeirsborg í dag, göturnar voru þaktar glerbrautum úr brotnum búðargluggum og alls staðar gat að líta sprengjubro'. og benzíndunka, sem varpað hafði verið að bílum hersins. Fallhlífarhermenn úr frönsku útlendingahersveitinni halda vörð í borginni og eru 12.000 þeirra þar nú. Það voru menn úr útlendingahersveit- inni, sem börðu niður uppreisn- ina í Alsír í vetur. í morgun voru blöð kommún- ista og öfgamanna til hægri gerð upptæk . Fcrhat Abbas, forsætisráð- herra útlagastjórnar Alsír- manna sagði á fundi með blaða mönnum í Túnis í dag, að hann væri andvígur Alsírtillögum de Gaulle en mundi sætta sig við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu í Alsír, sem fram færi undir um- sjón Sameinuðu þjóðanna. — Ilann kvaðst hafa sent Dag Hammarskjöld bréf og beðið um aðstoð Sameinuðu þjóð- anna til þess að vernda mú- hammeðstrúarmenn í landinu. Öfgamennirnir fjórir, sem flúðu frá París fyrir nokkru, er þeim hafði verið leyft að ganga lausum gegn drengskap arorði meðan mál þeirra í sam- bandi við uppreisnina í vetur var í athugun, eru í Madrid og er talið, að Lagaillarde hyggist mynda einhverskonar nefnd öfgamanna. Washington, 12. desember. | (NTB). John F. Kennedy, kjörinn1 forseti Bandaríkjanna, upplýsti í dag, að hann mundi skipa Ðean Rusk utanríkisráðherra í stjórn þeirri, er tekur við völd- um 20. janúar næst komandi. Jafnframt var tilkynnt að Ad- lai Stevenson yrði fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og Chester Bowles aðstoðarutanríkisráðherra. Dean Rusk er 51 árs að aldri, doktor í lögum, stundaði nám við Kaliforníuháskóla og Ox- ford. Hann starfaði í utanríkis- ráðuneytinu í forsetatíð Tru- mann en hefur frá 1952 verið forstjóri Rockefellerstofnunar- innar, sem eins og kunnugt er annast ýmiskonar fjárhagsað- stoð til vísindastarfa í mörgum löndum. Á sínum tíma var liann lielzti sérfræðingur Tru- manns í málefnum, sem snertu Asíu. Adlei Stevenson er sextugur að aldri, hann hefur tvisvar ver ið í framboði til forseta í Banda ríkjunum en tapaði í bæði skiptin fyrir Eisenhower. Hann er lögfræðingur að mennt og var um hríð ríkisstjóri í Illi- nois. hann gegndi ýmsum opinberum störfum £ valdatíð Roosevelts og Trumans, einkum í sam- bandi við efnahagsmál. Hann var helzti ráðgjafi Trygve Lie, er hann var framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Bowles Chester Bowles er 59 ára, var um hríð sendi'herra á Ind- landi en áður var hann ríkis- stjóri í Connecticut. í fyrri viku bauð Kennedy Stevenson að vera fastafulltrúi hjá Sameiuðu þjóðunum, en bað um frest til að íhuga mál- ið. Talið er að hann hafi verið að bíða eftir hver yrði fyrir val- inu sem utanríkisráðherra og þykir sýnt að hann sætti sig vel við Rusk. Kennedy tilkynnti þessar embættaveitingar í Palm Beach í dag og sagði hann við það tækifæri, að utanríkisstefna hans yrði ekki aðeins andvíg kommúnistum, heldur einnig í þágu frelsisins. Alþýðublaðið — 13. des. 1960 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.