Alþýðublaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 4
☆ 3. Aðalfundur Landssambands ísl. útvegsmanna er nýlega af- , staðinn í Reykjavík. Fundinum var að vísu ekki ' lokið, því ákveðið var, að hon- um skyldi framhaldið 12. des. ) r,k. Ýmislegt hefur heyrzt frá t þessum fundi út um lands- ■ byggðina varðandi ástand og . horfur í sjávarútvegsmálum íslendinga. Það verður naumast álitið : af þessum fregnum, að bjart hafi verið yfir þessum fundi, . þar sem því var slegið föstu, . að ennþá einu sinni sé „botn- . inn“ í sjávarútvegsmáiunum . „suður í Borgarfirði“, og því gallað og beinlínis hættulegt sem það reyndist. Það skal hins vegar viður- kennt, að uppbótakerfi í ein- hverri mynd hlaut að vera ó- umflýjanlegt, meðan gengis- skráningin var fölsk. En upp- bótarkerfi okkar íslendinga var með þeim hætti, að það beinlínis gróf jafnt og þétt grunninn undan efnahagslíf- inu og skildi að lokum eftir sig þau spor, sem e. t. v. verður erfitt að afmá, en að þeim skal vikið hér á eftir. Hér skulu aðeins rifjaðir upp nokkrir gallar uppbóta- kerfisins. 1. Uppbótakerfið byggist á halla á utanríkisviðskiptun um Eins og allt var í pott- inn búið, varð innflutning- urinn að vera meiri en út- flutningurinn, að öðrum kosti rak kerfið í strand. 2. Útflutningsframleiðslan isvaldsins á hvers kyns óreiðu, fyrirhyggjuleysi og glæíva- mennsku, en þjóðfélagið var látið borga öll ,,slysin“ dýru verði. Og nú er bezt að lita snöggv ast á nokkrar staðreyndir í þessu efni: Árlega er milljónatugum, ef ekki hundruðum, eytt og sóað í veiðarfæri, sem er hent og grýtt á báða bóga ein:; og fánýtu skrani. Þetta eyðslu- og eyðilegg- ingaræði nær hámarki sínu á vertíðinni á Suðurlandi. Þar mun það t. d ekki vera í tízku iwvwwwvtwwwwwwwwfwvwwwvwmwwww BLAÐIÐ Skutull á ísafirði birti 2. des. síðastlið- inn athyglisverða grein um rji.vr.rútvegsmál. Al- þýðublaðið birtir greinina bér í heilu lagi, en hún hófst á eítirfarandi formála: Það er nauðsynlegt að skapa traustan grund- völl fyrir heilbrigðan atvinnurekstur til lands og sjávar. En atvinnurekendur verða um leið að læra sína eigin lexíu í stað þess að einhlína á endalausa ríkisframfærslu. wwwwwwwwwvwwwvwvwwwwwwvwwwwvwwwwwv verði nú að smíða nýjan botn fyrir næstu vertíð með stór- felldum opinberum stuðningi eða tiisvarandi aðgerðum. Fiescum landsmönnum mun þykja þetta váleg tíðindi um þýðingarmesta atvinnuveg þjóðarinnar eftir allt, sem á undan er gengið. Þó eru þar samt ekki allir á einu máh. Atjórnarandstaðan, sem um þessar mundir er að deyja úr iöðuriandsást, kann sér bók- stafiega engin læti af fögnuði, enda reynir hún ekkert að fara dult með gleði sína, held- ur hlær hún bæði hátt og dátt sínum „þjóðholla“ framsókn- arhlátri raddsettum af komm- únistum. En hér skal ekki frekar rætt •um þessi viðbrögð stjórnav- andstöðuflokkanna, sem alltaí hafa kosið þá leið að hlaupa frá vaiidamálunum í stað þass að leysa þau. Hér verður aftur á móti vik ið nokkrum orðum að útgerð- armálunum sjálfum og jafn- íramt islenzkum útvegsmönn- •um. 1R.ÍKISTRYGGÐ ÆVINTÝRA MENNSKA Með lögum um gengisskrán- ingu o. fl., er sett voru á önd- verðu þessu ári, var gamla uppbótarkerfið leyst af hólmi. Við þetta vandræðakerfi hafði þjóðin þá þegar búið nógu lengi, svo stórkostlega lagaði sig eftir útflutnings- uppbótum fremur en verð- laginu á erlendum markaði. Útflytjendur gátu með öðr- um orðum lagt kapp á að framleiða vöru með háum uppbótum, en lágu mark- aðverði (ríkið borgaði brúsann) og látið undir höf uð leggjast að sinna þeirri framleiðslu, sem vel seldist á erlendum markaði, af því að uppbætur voru þá lægri. 3. Síhækkandi verðlag í land- inu samfara stöðugt harðn- andi ríkisframfærslukröf- um LÍÚ kallaði endalaust á hærri og stórfelldari upp- baetur, sem aftur var svo velt yfir á verðlagið, og þannig koll af kolli. 4. Alls konar svindl og stór- felld vörusvik þróaðist í skjóli þessa ólánskerfis. 5. Uppbótarkerfið hefur svo síðast en ekki sízt átt sinn ríka þátt í því að leiða það ábyrgðarleysi og þá ævin- týramennsku til sætis í út- vegsmálum okkar, sem á- reiðanlega fyrirfinnst hvergi annars staðar um víða veröld. Uppbótarkerfið var með öðr um orðum ekki einungis ó- að sigla atvinnuvegunum umflýjanlegt neyðarúrræði til gegnum helsjúkt fjármála- kerfi, heldur var það um leið eins konar kascotrygg;ng' rík- SKIPAKAUPIN Svo virðist sem tilviljun ráði oft skipakaupum fslend- inga, en engin fyrirhyggja. Þjóðin hefur eytt svimandi upphæðum í kaup á ails konar fiskiskipum, sem reynzt haía nær ónothæf við ísleuzkar að- stæður. Og nú kaupum viö 40 milij. kr. togarabákn, enda þótt hver lieilvita maður hafi fyrir iöngu séð, að reKstur slikra skipa er fyrirfram dauða- dæmdur, m. a. vegna aflaieys- is á öllum togmiðum, bæði nær og fjær. MEÐFERÐ BÁTA OG VÉLA Með vaxandi snúningahraða hringavitleysunnar i útvegs- málunum hafa sífellt stæiri og stærri vélar verj.5 settar í iiskibátana. Síðan reynist auð velt að gera sterkustu skip að ónothæfum beyglum á skömm um tíma. En þar með er ekki öll sagan sögð. Vélarnar eru líka keyrðar í rúst á j.afnvel ennþá styttri tíma. Þá munu ennfremur finn- ast allmörg dæmi bess, að á- gætum vélum hafi verið hent úr bátum, af því að þær þóttu ekki lengur móðins. MEÐFERÐ OG NÝTING VEIÐARFÆRA Þá tekur ekki beíra við, þegar komið er að meðferð og nýtingu veiðarfærauna. Grein úr Skutli iengur að greiða flóka á lín- unni. Þeir eru bara einfald- iega skorntr úr, safnað sam- an í heil bílhlöss og keyrt á öskuhaugana með pomp og pragt. Sú var tíðin, þegar komið var út á mið í tvísýnu veðii, að skipstjórar reyndu, áður en línan var lögð, ag gera sér grein fyrir, hvort mögulegt reyndist að draga, ef lagt væri. En ofurkapp ævrntýra- mennskunnar leyfir ekki ieng ur slíkar vangaveltur, ekki við Suðurland a. m.- k. Þar skal línan í hafið, hvað sem tautar og raular, þótt ailt sé undir brot og slit, bara ef karlarnir gætu einhvern yeg- inn lafað á þilfarinu við iagn- inguna. Stundum veröur svo að snúa beint til lands, um leið og síðasta beignum er kastað. Stormur og hofrót fá að hirða allt hafurtaskið, cg n æsta dag er siglt á miðin með ný veiðarfæri, MARGFÖLD OG VÍSVIT- ANDI EYÐILEGGING Ekki má heldur gleyma þorskanetjastyrjöldinni við Suðurland. Þar eru aðfarirnar hreint og beint eins og á víg- velli í stórorustu. Fjöldi báta æðir á sjóinn með tvöfalt eða þrefalt fleiri trossur en mög'ulegt er að draga á einum deg'i. Netin eru svo e. t. v. látin 4 13. des, 1960 — veltast í sjónum 3—5 daga, eða hver veit hvað eftir á- stæðum. Ef stormar og haf- rót hirðá ekki netin með öllu. eru þau meira og minna rif- in og slitin eftir svo langar- legur. Við því er svo baro eitt ráð: Bara fleygja be'.m í rusla kistuna og kaupa önnur ný! Með þessum aðförum er svö ofan í kaupið ekki verið að sækja í hafið glænýjan þorsk og góða útflutningsvöru, held- ur blóðhlaupin og morkm hræin af hrygningarfiskinurn. sem koma þeirra erinda upp á þennan vígvöil að viðlialda fiskistofninum við strendur ís lands — en það er önnur saga. Þegar þessum villimenjjsku- veiðum lýkur á vorin, setja sumir kórónuna á allt saman með því að fleygja öilum net- unum, sem eftir eru, hafx pau verið bleytt í sjó, jafnvel þó að þau hafi ?kki verig lögð nema aðeins einu sinni! GLÆFRASPILIÐ MIKLA Með hverju árinu, sem lið- ur, eru síldveiðarnar að verða stórkostlegra glæfraspil. Þar hafa ný tæki og veiði- tækni rutt sér til rúms með leifturhraða. Slíkt er auðvitað gott og blessað út a£ fyrir sig. En er það ekki he'.zt íií „flott“ að láta svo að segja allan flotann flej'gja frá sér öli um síldarútbúnaði k sama árinu og kaupa annan nýjan, sem varla hefur verið nægi- lega xeyndur? Það hefur t. d. heyrzt, að sl. sumar hafi fjöldí sildar- nóta reyiizt ónothæt'ur nema með stórfelldum breytingum, af því að næturnar voru ekki rétt felldar með tilliti til kast- blakkarinnar. Og hvað hefur svo verið gert til þess að kenna rnönn- um að fara með hin dýru fiskii leitartæki og nýja gerð veiðar færa? Það er nákvæmlega ekki neitt. Síldarútgerð, skip og veið- arfæri, sem kosta margar milljónir króna, er fengin í hendur manna í tugatali, sem ekki hafa fengið neitt tæki- færi til að afla sér kunnáttu og reynslu í sambandi við þessa nýju tækni. Þannig er flotanum á svip- stundu breytt í happa og glappa — skólaskip, þar sem hver verður að gruíla sig á- fram eftir því sem hann er maður til. Það þarf 4 ár til að læra að baka vmarbrauð og að klippa maunshöfuð sómasamlega, en síldveiðiskipstjóra tr hægt aö senda út á hafið með milljóna virði vandmeðfarinna tækja og veiðarfæra og það vega- nesti eitt, að hann skuíi spjara sig á eigin spýtur. Eru þessi ævintýri ekki þeg- ar orðin nokkuð dýr- HvaS segir reynlsan? UPPSKURÐUR Á LÍÚ Á næsta framha'dsaðal- fundi LÍÚ í næsta mánuði Framhald á 3. síðu. Aiþýðubiaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.