Alþýðublaðið - 03.01.1961, Page 5

Alþýðublaðið - 03.01.1961, Page 5
AlþýSublaðið — 3. janúar 1961 HIXN des sl. var haldinn pðalfundur Lögmannafélags Is- lands. Var fundurinn einhver hinn fjölmennasti, sem haldinn hefur verið ura árabil. Lárus Jóhannesson, sem liafði verið formaður félagsins, lét af formennsku sl. vor, en þá varð hann sem kunnugt er hæstaréttardómari. Ágúst Fjeldsted hrl., sem Iiafði verið varaformaður fé- lagsins, tók við formennsku í félaginu. Flutti Ágúst á fund- Inum skýrsiu stjórnarinnar, en Btarfsárið var mjög atburða- ríkt og mörg mikilvæg mál tek- ín fyrir á árinu. Merkast þeirra var stofnun liífeyrissjóðs lögmanna, en stjórn félagsins beitti sér fyrir Stofnun hans. Var vandað mjög til lífeyrissjóðsins og er hann nú tekinn til starfa og fer sjóðs félögum fjölgandi. Þá beitti stjórnin sér fyrir því, að gerðar voru tillögur til dómsmálaráðherra um að sett- ar yrðu reglur um, hvaða störf Bamrýmast lögmannsstörfum. Sú stefna er ríkjandi í félaginu, að þeir einir eigi að stunda lög- mannsstörf, sem hafa það að að alatvinnu. en þeir sem stunda dómsstörf eða stjórnsýslustörf eigi ekki að stunda lögmanns- Störf i afnhliða. Stjórnin beitti sér fyrir því, að settur yrði Codex ethicus reglur lögmanna. Er codexinn lögmanna, þ. e. siða- og starfs- mjög ítarlegur og fjallar bæði lun skyldur lögmanna gagnvart skjólstæðinum sínum svo og um Bkyldur lögmanna gagnvart Btarfsbræðrum sínum. í ágústmánuði sL var haldið Jiér í Revkjavík mót norrænna lögfræðinga. Var mótið mjög fjölsótt, bæði af erlendum og íslenzkum lögfræðingum. Félag Ið og félagsmenn þess tóku að Bjálfsögðu þátt í mótinu. Bauð félagið erlendum lögmönnum til hádegisverðar með íslenzk- íim lögmönnum að Hótel Borg, Bvo og höfðu fjöldamargir fé- lagsmenn heimboð fyrir er- lenda lögfræðinga og konur Þakkir FYRIR hönd okkar vist- manna í Hrafnistu færi ég ykkur, sjómannafeonur í Reykjavík, innilegar þakkir fyrir hina miklu og velþegnu jólaglaðningu. I*. Björn Gíslason. þeirra, Var það mál manna, að rnótið hefði tekizt með agæt- um, Stjórn félagsins og einstök- um félagsmönnum hafa borizt fjöldi þakkarbréfa frá erlend- um þátttakendum, þar sem þökkuð er mótttakan og allur viðurgerningur, og telja þátt- takendur, að mótið verði þeim ógleymanlegt. Á fundinum voru einróma kosnir í stjórn félagsins næsta starfsár þeir Ágúst Fjeldsted hrl., formaður, Egill Sigurgeirs son hrl.,. varaformaður, Jón N. Sigurðsson hrl:, gjaldkeri, Gísli Einarsson hdl., ritari og Þor- valdur Lúðvíksson hdl., með- stjómandi. Engar nýjar álögur, þrátt fyrir 500 millj. RÚSSAR Á TROIKA RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að semja marg- þætta, stórhuga fram- kvæmdaáætlun fyrir næstu árin, og viðræður eru þegar hafnar við er- lendar fjármálastofnanir, sem lagt geta fram fjár- magn til slíkra fram- kvæmda, að því er Ólafur Thors forsætisráðherra skýrði frá í útvarpsræðu sinni á gamlárskvöld. Til- gangurinn er að forðast skort og kvalir atvinnu- leysis og skapa ört vax- andi þjóð tækifæri til að, beita starfsorku sinni, framtaki og hugkvæmni og nýta til fulls auðlindir íslands sér til bættra lífs- kjara. í ræðu sinni svaraði forsæt- isráðherra þrem spurningum, sem hann kvað eðlilegt að leggja fram um áramót: Var nauðsynlegt að grípa til jafn- róttækra efnahagsaðgerða og ríkisstjórnin gerði? Hvar erum við nú á vegi staddir? Hvað er fram undan? Ráðherrann rakti efnahags- ástand undángenginna ára og sagði ríkisstjórnina hafa séð, að engin millileið var mögu- leg. Það yrði að horfast í augu við allan vandann í einu. — Hálfkák væri verra en ekki. Reynslan hefði sýnt, að þess var full þörf. Ólafur benti á, að íslend- ingar hefðu á árinu orðið fyr ir tekjutapi vegna aflabrests og verðhrun sem næmi að mrnnsta kosti 500 milljónum. Þrátt fyrir þau áföll hefði ríkisstjórnin nú engra nýrra fórna þurft að krefjast. Ef uppbótakerfið hefði verið framlengt, er vafalaust, að nú um áramótin hefðr burft að Ieggja stórfelldar álögur á þjóðina. Erfiðum hjalla hefur verið náð, hélt forsætisráðherra á- fram. Tekizt hefur að ná jöfn- uði í gjaldeyrisviðskiptin og bæta gjaldeyrisstöðuna um á þriðja hundrað milljónir. Jafn vægi hefur náðst milli spari- fjármyndunar og útlána bank- anna. Eftir að verðhækkunar- áhrif gengisbreytingarinnar er nú komin fram, er verðbólgan stöðvuð. Athafna- og við- skiptafrelsi hefur verið stór- aukið. Óhagstæðar ytri ástæð- ur meina þjóðinni £ bili að njóta ávaxtanna af því, sem hún hefur lagt á sig, en þó hefur reynzt unnt að lækka vexti um 2 %. Af þessu dró ráðherra þær ■ályktanir, að fslendingum hafi verið nauðugur einn kost ur að leggja nokkuð á sig til að rétta við efnahagsmálin, en þær fórnir hafi þegar bor- ið nokkurn árangur. Fram undan kvað Ólafur Thors vera þann höfuðtilgang efnahagsbreytinganna að gera íslendingum kleift að fylgjast með í þeirri sókn til framfara og betri lífskjara, sem stendur yfir um allan heim. Það skiptir ekki aðeins máli, að nýtízku tækja sé aflað til at- vinnurekstrar, heldur að fram- kvæmdir séu þannig valdar, að þær skili þjóðarbúinu sem mestu í aðra hönd. Við sjáum einnig í skýrara Ijósi en fvrr, að bætt lífskiör spretta ekki upp úr kapphlaupi um hærri laun, heldur aðeins úr bættum vinnuafköstum hvers og eins og auknum afrakstri alls þjóð arbúsins. Þegar endir hefur verið bundinn á verðbólguna, höftin og uppbæturnar, þá er skapaður grundvöllur fyrir hagsýnum rekstri atvinnu- tækja, vöndun framleiðslunn- ar og góðum vinnuafköstum einstaklinga. Þá er komið inn á þá öruggu braut framfara og velmegunar, sem nágranna- þjóðir okkar hafa fylgt um langt skeið. RÚSSAR fagna nýju ári, eins og önnur jarð- arinnar börn, á margan hátt. Um áramótin er oft snjóþungt þar eystra og nota þel'r því tækifærið til ýmiss konar vetrar- íþrótta og skemmtana. — Snjórinn er grundvöllur áramótafagnaðar og vetr- aríþrótta í Sovétríkjun- um. Myndin sýnir sleða- ferð á „troika,“ eins og þeir kalla það, og Ijós- myndarmn heitir V. Shustov. "HHMtMUUMUHMMMUM* Dagsbrún Á FUNDI í Verkamannafé- laginu Dagsbrún, sem haldinn var sl. föstudag, var eftirfar- andi samþykkt með samhljóða atkvæðum: „Fundur í Verkamannaielag- inu Dagsbrún, haldinn 30. des. 1960, mótmælir þeim skilningi ráðamanna Reykjavíkurbæjar .’(á útsvarslögunum frá 3. júní 1960, að greiðsluskylda á út- svari sé bundin við áramót hjá tíma- og vikukaupsmönnum þegar útsvar hefur verið tekið reglulega af kaupi þeirra, mið- að við að síðustu gjalddagar væru 2. janúar og 1. febrúar 1961. Fundurinn krefst þess að útsvar þeirra sé frádráttarhæft frá skattskyldum tekjum þessa ár, sé það greitt 1. febrúar 1961. Jafnframt mótmælir fundur- inn því, að útsvör séu tekin af kaupi manna í desembermán- uði og allra sízt í jólavikunni, eins og nú er gert“.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.