Alþýðublaðið - 05.01.1961, Page 2

Alþýðublaðið - 05.01.1961, Page 2
.Btrtjörkr: Gldl J. Astþórssan (áb.) ug Benedlkt Gróndal. — TulltrOar rtt- Xtour: Stzvaldl Hjílaanrason og IndrlBl G. Þorsteinsson. — Fréttastjón; ■ Wfcgvln GuBmundsson. — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýslngaslnút MMO. — AOsetur: AlþýðuhúsiB. — PrentsmlBja AlþýBublaBsins. Hverfla- „iBta 8--10. — Askriftargjald: ir. 45,00 á mðriuðf. f lausastju kr. 3,00 elnt ..StjMandi: AlþýBuflokkurlrm. — FramkvaEtndastíórí: Sverrlr Kjartanason. Tveggja kosta völ { ALLAH LÍKUfí benda til, að höfuðátök í efna- hagsmálum þjóðarinnar séu framundan. Alþýðu- samband íslands hvetur fólk til að fara ekki til i verstöðva. og forseti þess beitir sér fyrir því, að ! sjómenn á Suðurnesjum taki ekki tilboði um all miklar kjarabætur, sem samniínganefnd þeirra • gat fengið, en krefjist enn meiri hækkana. Þann : ig er sýnilega unnið að stöðvun á höfuðvertíð, sem mundi valda þjóðinni stórfelldum tekjumissi. Á þessum tímamótum er rétt fyrir hvern vinn- andi mann að íhuga vand'lega, hvernig kjörum : hans muni bezt borgið við þær aðstæður, sem : ríkja í þjóðfélagi okkar. Um þetta sagði Emil : Jónsson meðal annars í áramótagrein sinni: ,,Það furðulega hefur skeð að undanförnu, að þrátt fyrir það að tímakaup verkamanna hefur nærri þrefald azt á sl. 10 árum, hefur kaupmáttur tímakaups I að heita má staðið í stað. Þetta hefur gerzt hér samtímis því, að í öllum nágrannalöndum okkar hafa lífskjör almennings batnað mjög verulega. í Vestur-Þýzkalandi er til dæmis talið, að lífskjör almennings hafi á síðustu 10 árum batnað um 70%. En hér hafa þau að heita má staðið í stað. Hér hefur verðbólguhítin gleypt þá kjarabót, sem hefði átt að verða möguleg“. Ef nú verða knúnar fram verulegar kauphækk- anir, riðlast hið nýja efnahagskerfi og verður þá strax að igrípa til uppbótakerfis á ný og leggja á nýja skatta til að standa undir bótum til útgerð arinnar. Kauphækkanirnar yrðu óhjákvæmilega : gleyptar af þeim álögum á skömmum tíma, eins og gerzt hefur undanfarin ár. Ef nýja efnahagskerfið fær að standa enn, á verðlag nú að haldast stöðugt. Verði árferði sæmi legt og skili hin nýju veiðiskip eðlillegum afla á : land, mun hagur þjóðarbúsins batna skjótlega, og : verður þá unnt af lækka eða afnema innflutnings : gjöld, lækka þannig verðlag og auka kaupmátt : launa, en halda samt festu í efnahagslífinu í stað : verðbólguástands, sem stjórnarandstaðan er ólm að innleiða. Sé skynsamlega hugsað um þetta tvennt, hljóta ' allir ábyrgir þegar að velja síðari kostinn. Það er ' svo margreynt, að uppbótakerfi og verðbólga foæta ekki kjör almennings, en stefna landiinu í ! voða með hallarekstri út á við, sem getur aðeins endað í þjóðargjaldþroti. | Áskriftarsíml ! Alþýðublaðsins f er 14900 ýíj- Útvarpið á gamlárs kvöld. 'Á' Leitað að skemmtun. Álfabrenna á skeið- velli. 'Á' Fuglar í vanhirðu. MENN bíða alltaf með nokk- urri óþreyju eftir því að heyra hvað útvarpið hefur tii skemmt- unar á gamlárskvöld. Þáttur Vilhjálms útvarpsstjóra hefur þegar fyrir mörgum árum tek- ið sér hefð, og þó að hann hafi stundum sætt nokkurri gagn- rýni, þá hef ég ekki getað tekið undir hana. Mér, hefur alltaf þótt annáll Vilhjálms vera glöggur og viðeigandi þetta kvöld. Ég hcid jafnvel að þátturinn hafi aldrei verið eins góður og hann var að þessu sinni. :EN SEGJA MÁ að þátíurinn sé fremur til hátíðabrigða en beinlínis til skemmtunar. Það eru skemmtilegheitin og gam- anið, sem fyrst og fremst hefur haldið fólkinu við tækin sín. í ölíum löndum er það áliyggju- efnf útvarps-forráðamanna hvað a n n es t o r n i n u þeir eigi að finna upp á til skemmtunar á gamlárskvöld. — Helst verður það að vera frum- legt og ekki minna um of á þætti, sem fluttir hafa verið hin síðustu gamlárskvöld. Ég veit að víða er, löngu fyrir gamlárs- kvöld, efnt til samkeppni um slíkan þátt, en samt gengur mis jafnlega að finna við hæfi. — Danska útvarpið hafði, til dæm- is, þann hátt á að láta tvær per- sónur, sem lokaðar voru í lyftu millj hæða allt kvöldið ræða um liðið ár og viðburði þess. NÚ TÓKST útvarpjnu hér mjög vel. Sérstaklega var góður vísindalegi þátturinn um músik fornmanna. Hann var frumleg- ur og hann var svo skemmtileg- ur að fát'ítt er um þætij í út- varpi, enda var hann og meira en græskulaust gaman, hann gerði og gys að ýmsum visinda- legum fullyrðingum sérfræðinga — ekki aðeins í músíksögu held- ur og fjölda mörgu öðru. Ég veit ekki hver samdi þennan þátt, en hann er áreiðanlega fundvís á skemmtilegheit og þátturinn var vel fluttur. MÉR ER SAGT, að ástæðan fyrir því, að ekki er efnt tj.1 áifa- brennu og álfadansleiks sé sú, að ekki sé hægf að fá íþróttavöll inn fyrir slíka skemmtun. Þetta mun stafa af því að brennaa skemmi völlinn, en ekki trúi ég öðru en að hægt sé að búa þann ig um hnútana að vöUurina sþillist ekki. Hvað sem þvl líð- ur, er það mjög miður að ekkl skuli vera höfð álfabrenna á Laugardalsvellinum, því að þar er fullkomið áhorfendasvæði og varla annars staðar i bænum. — Nú efnir Hestamannafélagíð til brennu og álfadans á Skeiðveli- inum við Elliðaár. Þetta er bótl í máli þó að þar sé ekki gott svæði fyrir marga áhorfendur. K.S. SKRIFAR: „Ofan við Laugaveginn, um 125 metra beint suður frá hinu forna húsi Dýraverndunarfélagsins, Tungu, stendur skúrskrífli, þar sem geymdir eru alifuglar, hænsni og endur. Endurnar, sem þarna voru í sumar munu hafa veriðS hinir óhreinustu fuglar á land- inu. Þær höfðu ekkert vatn tii að baða sig í, ekki einu sinni bala, en voru að reyna að þjóna sínu eðli og ráku nefin ofan i forarvilpuna utan við kofann. Þessum skúr hafði verið tjaslað saman úr spítnarusli og heldufl hvorki vindi né vatni. ROTTUR hef ég aftur á móti aldrei séð hjá þessu húsi, enda ekki við því að búast að þær vilji halla sér að svona bústað. Sjálfsagt er þessi fuglarækt rek- in af hinni mestu fátækt, en lögin um dýravernd leyfa ekki svona meðferð. Vill ekki ein- hver stjórnandi Dýraverndunar- félagsins sjá um að þessu verði kippt í lag“. Hannes á horninu. 1 mmmma STIGHÆSTIR SKÁKMENN I ÁR Á ÁRINU 1960 var skáklíf með meira móti innanlands sem utan. Við eignuðumst nýj an íslandsmeistara en heim- urinn nýjan heimsmeistara. Ég ætla nú að rekja helztu 'skákviðburði ársins innan- lands. Friðrik Ólafsson varð skák- meistari Reykjavíkur. Sigraði með yfirburðum í sterkri úr- slitakeppni en Ingi R. varð annar. — Björn Þorsteinsson varð hraðskákmeistari Reykja víkur. Næsta meiriháttar mót var íslandsþingið, Var það teflt eftir monradkerfi í átta um- ferðum. Freysteinn Þorbergs- son varð skákmeistari ísiands en Guðmundur Pálmason næstur honum. Friðrik og Ingi voru ekki meðal keppenda. — Ingvar Ásmundsson varð hrað kákmeistari íslands í heldur veiku móti. Á síðastliðnu hausti var hald ið minningarmót um Eggert Gilfer skákmeistara. Ingi R. Jóhannsson varð sigurvegari, en næstur var Friðrik og þriðji Arinbjörn Guðmunds- son. Fjórði varð gestur móts- ins, Norðmaðurinn Svein Jo- hannessen, skákmeistari Norð urlanda. Hlaut hann hálfum öðrum vinningi færra en Ar- inbjörn. Næsti stórviðburður var koma Roberts Fiseher, skákmeistai'a Bandaríkjanna, stórmeistara og undrabarns. Fischer sigraði fyrst í sex manna ihraðskákmóti en síðan í fimm manna kappskákmóti en þar var Ingi R. annar en Friðrik þriðji. Arinbjörn og Freysteinn ráku lestina. Björn Þorsteinsson varð skákmeistari Taflfélags Rvík- ur, Jón Ingimarsson skákmeist ari Norðurlands. íslendingar tefldu nokkuð erlendis á árinu. Friðrik dvald ist mánuðum saman í Argen- tínu tefldi á tveimur mótum og stóð sig vel á báðum. Lands liðið styrkt með Arinbirni tefldi á Olimpíuskákmóti og stóð sig vonum betur og var frammistaða Arinbjarnar frá- bær. Loks tefldi Friðrik á svæðismóti og sigraði með glæsibrag. Tefldi hann marg- ar skákir á mótinu og mun ég birta þær í næstu þáttum. Af heimsviðburðum var það mark verðast að Tal vann heims- meistaratitilinn af Botvinnik. Að endingu birti ég tvo lista sá fvrri er íslenzka landsliðiS 1£60: l ■ ‘i 1. Freysteinn Þorbergsson 2. Guðmundur Pálmason 3. Gunnar Gunnarsson 4. Kári Sólmundarson 5. Guðmundur Lárusson \ 6. Ólafur Magnússon 7. Ingvar Ásmundsson 8. Páll G. Jónsson 9. Jónas Þorvaldsson ■ 10. Halldór Jónsson. ] Sá síðari er skrá yfir tíia beztu skákmenn landsins, —< samkvæmt útreikningi Áka Péturssonar. Áður en ég birti listann vil ég taka það fram að við út- reikning hefur eingöngu ver- ið tekið tillit til árangurs skákmanna innanlands. Að sjálfsögðu er ekki með nokkru móti hægt að vega skákstyrk manna svo öruggt sé meS svona útreikningum en samt tel ég að Ákastigin gefi tals- verða vísbendingu um sterk- ustu skákmenn okkar á hverj- um tíma. Ég vara menn ein- dregið við því að taka stiga- töfluna of bókstaflega. Þá kem ur listinn. 1. Ingi R. Jóhannsson 4950 í 2. Friðrik Ólafsson 4918 ! 3. Arinbj. Guðm.ss. 4598 i 4. Guðm. Pálmason 4485 1 Framh. á 14. síðú. 2 5. janúar 1960 —- Alþýðuþlaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.