Alþýðublaðið - 05.01.1961, Síða 8

Alþýðublaðið - 05.01.1961, Síða 8
Drakk einum of mikið Bezfu myndir 1960 Nefnd úr ráði kvik- myndagagnrýnenda í Bandaríkjunum hefur kos- ið myndina „Synir og elsk- endur“ beztu kvikmynd ársins 1960. Leikstjóri hennar, Jack Cardiff, var kjörinn bezti leikstjórinn. — Mynd þessi er gerð eftir sögu D. H. Lawrence, en hann er sem kunnugt er höfundur bókarinnar Elsk hugi lafði Chatteleys. Að- arhlutverkið í mynd þess- ari, sem tekin var í Eng- landi, leikur Trevor How- ard. Rezta erlenda kvikmynd in, sem sýnd var í Banda- ríkjunum á árinu var að áliti nefndarinnar ind- verska myndin „Heimur Apu“. Er þetta þriðja myndin í kvikmynda- flokki um líf fólks á Ind- landi. Fyrsti hlutinn vann sömu verðlaun 1958 og ann ar hlutinn, „Aparajito“ var þriðja bezta erlenda kvikmyndin að áliti þess- ara aðilja í fyrra. Robert Mitchum var val- inn bezti leikari ársins fyr- ir leik sinn á áströlskum fjárhirði í myndinni „The Sundowners“ og fyrir leik sinn í myndinni „Home From the Hill“. Greer Gar- son var tilnefnd bezta leikkonan fyrir leik sinn á Eleanor Roosevelt í „Sólar uppkoma í Campobello, sem nýlega eru hafnar sýn- ingar á. Næstbezta mynd ársins að dómi gagnrýnendanna var mynd John Waynes, Alamo, „The Sundowners“ var nr. 3. — Af öðrum myndum má nefna Elmer Gantry (5) og „Rökkrið í stigagatinu“ (10). Bezta leikkonon í auka- hlutverki var valin Shir- ley Jones fyrir leik sinn á vændiskonu í myndinni Elmer Gantry. Bezti leik- arinn í aukahlutverki var valinn George Peppard fyrir leik sinn £ hlutverki sonar Bob Mitchum í mynd inni „Home From the Hill“. VIÐ sögðum frá því í Opnunni } fyrir skömmu, að fiðlusnillingurinn heimsfrægi, Yehudi Men- huin, hefði eftir nokkurt þref fallizt á að leika í þýzkri kvikmynd, aðallega til þess að hressa upp á fjárhaginn, sem er víst heldur bágborinn hjá hon um, enda stendur hann í húsbyggingum. Menhurn og Sabina Myndin heitir Sabína og 100 mennirnir — og sjást þau Sabína og Men- huin saman á litlu mynd- inni. Er Sabína myndar- inna’t' mjög ! s:kikkanJ|eg stúlka og langt frá því að vera vandræðabarn. — Ætti myndin því að vera nokkur hvíld frá hinum fjölmörgu kvikmyndum, sem fjalla um uppreisnar- gjarna unglinga. Sabína er £ góðum félagsskap. Er faðir hennar hljómsveit- arstjóri í 100 manna hljóm sveit og gerist Sabína framkvæmdastjóri henn- ar. Þetta er £ fyrsta sinn sem Yehudi Menhuin leik ur £ kvikmynd. Leikur hann aðalfiðluleikara hljómsveitarinnar. !Sést hann á stóru myndinni og heldur hann á fiðlu sinni, i<2m etr Qin ^ú frægasta sinnar tegundar. Fiðla þessi var keypt af hinum fræga fiðlusmið, Stradivari, árið 1732, er hann var níræður að aldri. Gaf síðasti eigandi hennar fiðlusafnarinn blindi, Hen ry Goldman, Menhuin hana árið 1929 eftir að hann hafði heyrt hann leika á hljómleikum. Willi Knipp hafði áhyggj ur af maganum. — Hann sagði, að hann hefði orðið að leita á náðir margra lækna vegna hans og að það hefði kostað hann drjúgan skilding. Hann neyddist meira að segja til þess að fá sér klukkustund- ar blund á hverjum degi sökum hans. Eftir hádegi lokaði hann dyrunum hjá sér £ Innanríkisráðuneyt- inu í Bonn. Ef einhver kom og spurði um hann, sögðu samstarfsmenn hans, dyra- verðirnir; „Willi lagði sig. Þú veist, að hann er slæmur í maganum“. Það sem Willi raunveru- lega aðhafðist var að ljós- mynda leyniskjöl og her- áætlanir, sem voru í vörzlu ráðuneytisins, fyrir Rússa £ Austur-Þýzkalandi. — Höfðu þeir séð honum fyrir sérstaklega útbúinni myndavél, sem hægt var að fela £ tannbursta. í fjögur ár útvegaði Willi ljósmyndir af 16.000 skjölum, sem merkt voru trúnaðarmál eða leyndar- mál. Þannig fengu Rússar staðgóðar upplýsingar um varnir á landamærum Þýzkalands, — herstöðvar NATO og viðbúnað Þjóð- verja, ef stríð bæri að höndum. Willi komst yfir nokkur leyndarmálanna, er talið var að hann væri að fá sér hádegislúr. Yfir önnur skjöl komst hann með því að nota þjófalykil Eitt sinn missti hann tannburstann, sem myndavélin var falin í, á gólfið, og skrifstofustúlka spurði hann hvað þetta væri. Willi lét sér ekki bregða, og sagði, að þetta væri nokkuð sem laglegar stúlkur mættu ekki vita. Öðru sinni gabbaði hann einkaritara af veikara kyn inu til þess að yfirgefa skrifborð sitt með því að segja henni, að hann hefði soðið handa henni egg á næstu hæð fyrir neðan. Á þetta tiltæki hans sér á- reiðanlega fáar hliðstæður í sögu njósna. En eins og með magann á Willi — og kostnaðinn sem honum fylgdi af rýr- um launum hans —, sem orðið hafði til þess, að hann gerðist njósnari, gegnir svipuðu máli með hvernig upp um hann komst. — Kvöld nokkuð reiknaði hann út hvað Rússarnir greiddu honum fyrir hvert leyniskjal, og komst að þeirri niðurstöðu, að það væri ekki nema sem svarar 20 kr. Fannst honum sem von var þetta vera harla lítið. Svo að Willi fór að brjóta heilann. Því meir sem hann velti málunum fyrir sér, því ver leið hon- um í maganum. Loks fékk hann sér ærlega neðan í því og kvartaði sáran við drykkjubræður sína. Af- leiðingin var sú, að þeir afhentu hann lögreglunni. Magaveikislegri en nokkru sinni sagði Willi upp alla söguna í dómsaln- um í Karlsruhe skömmu fyrir áramót hlaut hann þann þyngsta dóm fyrir njósnir, sem gefinn hefur verið £ Þýzkalandi síðan eftir stríð — 10 ár. Mozart njósnari! GATA nokkur í Prag var látin heita í höfuðið á Moz- art, sem bjó þar, er hann samdi Don Juan. Eins og svo margar götur austan járntjalds hefur hún verið skýrð upp á nýtt. Spannst um þetta saga um lítinn strákpatta, sem dag nokk- urn gekk þarna um og upp gövaði sér til mikillar undr unar, að gatan hét ekki lengur Mozart-gata. Sagði hann þá við mömmu sína: — Mamma, hvern hefur Mozart njósnað um? Nei, maður minn. Þetta er lögreglustöðin. Bank- rnn er í næsta húsi. ÞETTA er c Francos — einr; herra á Spáni. lét sig ekki vant brúðkaup Bah og Fabiolu og þess mun hún nýgift. Franco hennar varð ar fyrir aðkasti n; í neðanjarðarka klaustursins í hinna föllnu“, k garðr þeirra er fi spönsku borgara öldinni. Fólkið í kapell hafði' kropið á ki drjúpt höfði í bæ Slökkt hafði ve öllunr kertaljc Aðeins var látið á einu kerti, lýsti upp stórt h líkneski. Þá heyrðrst í einu rödd kalh „FRANCO ER í ARI!“ Varð að v< uppi fótur og fi Ruku allir, ráðh jafnt sem Falat ar (fasistar Fra upp til handa og og tóku í Iurgi dónanum, sem r< rst vera Alonso 1 ales, 22 kennari. ara Refsingin sem 1 hlaut fyrir að ó\ yfirmann ríkisiní ára fangavrst. AMHMUUMMWM g 5. janúar 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.