Alþýðublaðið - 27.01.1961, Qupperneq 15
foann en þau, að hann varð
má'lgefnari en fyrr.
„Ég skil ekki hvað hefur
orðið áf George,“ sagði Caro-
line loks og notaði sér hlé,
sem varð á orðaflaumi herra
Trench. „Hann hefði átt að
vera kominn“
„Þér þurfið ekki að hafa á-
hyggjur af George, unga
kona,“ sa-gði Trencn þUrr á
manninn. „Hann hefur fengið
sér að borða eiihvers staðar.
Ég hugsa að hann hafi ekki
viljað borða heima, eins og
þér víst vitið er hann í ónáð
hjá afa Sínum og móður. Þau
skilja víst ekki að hann er
orðinn fullorðinn maður. Góð
ur náungi George! Orðinn
það fullorðinn að hann þarf
að skemmta sér af og til,“
„Hann er orðinn það full-
orðinn, að hann ætti að skilja
hve ilXt það er fyrir hann að
rífast við afa sinn,“ svaraði
Caroline. „Það er mjög slæmt
fyrir hann ef þér ýtið undir
þá óvináttu."
Hún þagnaði og hlustaði
eftir fótataki í forstofunni.
Svo heyrði hún að útihurð-
inni var skellt. Hún stökk á
fætur og gekk að glugganum
og sa sér til óumræðilegrar
skelfingar að frú Pomfret
hvarf yfir götuna. Caroline
Xeit á herra Trench.
„Frú Pomfret er farin út!“
„Rétt, madam,“ viður-
ikenndi herra Trench bros-
andi. „Farin að heimsækja
vini sína. Góð kona Belila!
Veit að við viljum ekki láta
ónáða ökkur!“
Caroline starði á han. All-
ar hennar slæmu grunsemdir
orðnar að vissu. Hún hafði
með naumindum hemil á
þeirri löngun sinni að rj úka á
dyr og sagði kuldalega: „Það
lítur út fyrir að bæði frú
Pomfret og þér sjáilfur hafið
misskilið þetta. Ég get ekki
verið ein með yður f kvöld
og ég hef ekki gefið yður
neina ástæðu til að ætla að
ég geri það.“
Herra Trench rieis á fætur.
Hann brosti enn elskulega.
Hann gekk til hennar og tók
um handlegg henar.
„Litla via, þér þurfið ekki
að láta sem þér séuð saklaus
við mig. Ég verð að viður-
kenna aíð yður tókst í fyrstu
að gabba mig, en nú þekki ég
leyndarmál yðar.“ Hann hló
illgirnislega og dró hana að
sófanum. „Við skulum ekki
minnast meira á það. Ég er
ekki rnikið fyrir að erfa smá-
muni.“
„Hvernig dirfist þér herra
minn!“ Caroline sleit sig a£
honum“. Ég vil ekki vera hér
og láta móðga mig svona.
Leyfið mér að fara héðan!“
Herra Ttrench hristi höfuð
ið. Hann brosfí enn on í aug
um hans var andstykkilegur
glampi svo henni rann kalit
vatn milli skinns og hörunds.
Hún varð skyndilega viss um
að að baki þessa fælist ann-
að og meira en tilraun til að
fleka hana. Eitt augnablik
nafði hún iséð slíka ill-
mennáku í svip hans að hann
hryilti við, en svo hvarf það
aftur og hann varð á ný
slepjugi dóninn sem fyrr.
„Mjög sannfærandi mad-
am en það sannfærir ekki
mig! Ég var ekki svo heimsk
ur að trúa sögunni sem þér
gædduð frænku yðar á. Heim
sókn til ættingja sinna uppi
í sveit!“ Hann hló og tók
utan um hana. „Nei, hún
gekk ekki! Ég hef séð heim
inn og ég veit að engin venju
ieg saumakona hefur saum-
að kjólinn sem þér eruð í.
Þér eruð slungin góð!“
Caroline missti rfjórn á
geði sínu. Herra Ttrench
hélt um vinstri hönd henn-
ar en hún sló hann utan und
ir með hægri hendinni svo
fast að hann riðaði við. Ó-
sjáifrátt sleppti hann henni
og hún hljóp til dyra en þar
náði hann henni.
„Svo þér sýnir klærnar",
urraði hann. „Heimskulegt
af yður vinkona. Mjög
iheimskulegt. Ríki vinurinn
yðar hefur eyðilagt yður
með dékri en þó hann hafi
'látið sér griilluj. yðar lynda
geri ég það ekki. Ég skal
kenna yður rétta fram-
komu!“
Þau heyrðu að vagn nam
'Staðar fyrir utan dyrnar og
'skömmu seinna var barið
fast að dyrum. Caroline barð
ist um í örvæntingarfuliri
tilraun ti'l að losna en hann
ihló aðeins að henni og dró
ihana innar í herbergið.
„Þetta er bara George vin-
an“, sagði hann stríðnislega.
„Og hann skiptir sér ekki af
þessu. Hann veit betur en
svo, já. Hann gerir það sem
honum er sagt að gera. Það
•er rétt að kenna yður það
líka svo ekki fari illa fyrir
yður. Svona nú kyissið mig!“
Hann dró hana að sér og
víntækjn var að kæfa hana.
Caroline varð gripin skelf-
ingu og veinaði ó hjálp. Hún
hafið heyrt þernuna opna
dyrnar og vonaði að George
sviki hana ékki. „Sleppið
mér, skrílmennið yðar,“
hvæsti hún. „Sleppið mér!
George! George!“
Það var hlaupið eftir gang
inum og isalardyrunum slengt
opnum, en það var ekki Ge-
orge Creswe.1'1, isem stóð í dyr
unum. Caroline etarði fyrst
skiilningssljó á manninn. svo
stundi nú léttara, reif sig af
herra Trench og staulaðist á-
fram með útbreiddan faðm-
inn. Herra Ravenshaw tók ör
uggum höndum útan um
Ihendur hennar og sagði ró-
iega og kunteislega: „Það
gleður mig að hafa loks fund
ið yður ungfrú Creswéll, því
ée hef leitað yðar um alla
London í dag. Ég kem til að
bjóða yður til mágkonu minn
ar og ég vona að þér sýnið
henni þann ;heiður að þiggja
boðið. Hún vonast til að þér
dveljið hjá henni fáeina
daga.“
Caréline kinkði kolli, hún
hafi ekki skilð fjórðapartinn
af því sem hann isagði, það
teina sam hún skildi var að
hann hafði enn einu sinni
bjargað henni. „Guði isé lof
fyrir að þér komuð,“ hvís'laði
'hún titrandi röddu. „Takið
mig með yður.“ „Með mestu
ánægju,“ sagðj hann rólega.
„Ég er með vagn fyrir utan
og farangur yðar í honum.
Frændi yðar var svo vin-
gjarnlegur að sjá um það.“
Svo fór hann úr dyragættinni
og sagði ytfir öxl: „Komið þér
inn, herra Creswell. Ég er
viss um að vinur yðar bíður
eftir yður.“
George kom ófúslega í
gættina og leit hjálparvana
á hferra Trench, sem stóð og
starði sem þrumlostinn á
herra Ravenshaw, en Guy
virti hann ekki viðlits. Hann
kom auga á slá Caroline, sem
lá á stólbaki, greip hana og
lét hana yfir axlir hennar.
Svo rétti hann henni hatt
hennar og hanzka.
„Við skulum 'koma, ma-
dam,“ sagði hann rólega.
„Jane bíður yðar. Ég héld að
þér ættuð efcki að kveðja
herra Trenc.“ Hann leit
kuldalega og hæðnislega á
manninn, en herra Trench
svaraði engu. Vonbrigðin
skinu úr svip herra Raven-
shaw, en hann sagði ekkert,
snerist aðeins á haali og
fylgdi Caroline á braut.
Það var ekki tfyrr en þau
faöfðu ekið sm'áspöl, isem Ca-
roline fékk mlálið aftur. Guy
hafði ékki gert neina tilraun
tii að rjútfa þögnina og nún
'Sagði Jáigt: „Eg veit ekki
hvernig þér fóruð að því að
rata þangað, en ég hef aldrsi
orðið jafn fegin að isjá neinn
alla mlína sevi og ég varð að
sjá yður.“ Hann svaraði engu
og eftir smáþögn sagði hún
feimnislega: „Yður finnst það
sennilega einbennilegt að ég
skyldi fara þangað, en frú
Fenton var ékki heima og ég
átti enga peniniga og ég vissi
ekki hvert ég átti að fara • ■“
Orð hennar dóu út og hún
sat og tfiitlaði við hanzkana
Isína, •
„Ég iskiil þetta allt, ma-
dam,“ sagði hann kuldálega.
,,Ég skil vel að þér voruð í
vanda stödd. Hins vegar skil
ég ekki að þér skylduð
treysta Trenoh betur en
mér.“
Hún mótmælti veiklulega,
en hann hélt jafn kuldalega
áfram: „Því í herrans nafni
leituðuð þér ekki til mín?
Þér efuðust iþó ekíki um að ég
myndi hjálpa yður?“
„Nei! En hvernig hefði ég
getað gert það? Ég hetf þegar
valdið yður svo miklum ó-
þægindum og ég hatfði ekki
leyfi til að koma yður í frek-
ari vanda.“ Hún reyndi að
hafa stjórn áisér, en það mis-
'heppnaðist algerlega því þeg
ar ku'ldi hans bættist við ailt
það, sem hún hafði orðið að
bera, gat hún ekki meira.
Rödd hennar bra'st og í ann-
að skipti þennan viðburða-
ríka dag grét Caroline Cres
well.
Áhrifin létu ekki á sér
standa. Reiði herra Raven-
shaws hafði verið eðlileg af-
leiðing af ótta faans um vel-
ferð hennar og nann iðraðist
sárlega. Hann hafði alltaf lit-
ið fyrirlitlega á konutár, en
nú skipti 'hann um skoðun.
'Hann 'tók bláitt áfram konuna
f faðm sér og isagði blíð’lega:
„Veslings barnið mitt, grátið
ekki. Það er viðurstyggi'legt
af mér að korna Isvona fram
við yður efftir aRt, isem þér
hafið orðið að þola í dag.“
Caroline mótmælti ákaft,
Eftir Sylvia Thorpe
en það heyrðist varla, því
andlit hennar hvíldi við þykk
an ulllarfrakka hans. En eftir
augnablik skildi hún hve
framferði þeirra var ósæmi-
legt og hún sleit sis af hon-,.
um og itautaði: „Mér finnsfí
leitt að ég siku'li haga mér,
svo heimskulega og ég skil,
ekki hvers vegna 'þér eruð
svona góður við miig. Ég á
það ekki ski'lið."
Hann sleppti henni og hún 1
settist upp og þerraði augu
sín. Svo reyndi hún að ná
aftur sjálfsstjórn sinni, en..
það var ekki auðveit. Hún,
óttaðist að hún faefði komið .
upp um sig, því hjarta hfenn-
ar sló ótrúlega hratt og það
var eklki vegna erfiðleikanna,,,
sem ihún hafði ient tí. Og það:!
gladdi hana að hann sá ekki
andlit hennar ij myrkrinu.
,,Ég ætti að fflengja yður,
því það ættuð þér skilið,“
sagði Guy stríðnislega. „Ég
vildi ekki lifa þennan daga
upp aftur fyrir öll auðæfi.*
heimsins!“ "*
Þessu var ekki hægt að"
svara. Caroline snýtti sér,v
lagfærði hatt sinn og batt ^
böndin fastar u'ndir hökunni.
„Hvert eruð þér að fara mfeð
mig, herra?“ spurði hún auð- .:
mjúk.
„Til mágkonu minnar eins
og ég sagði yður áðan.“ Rödd
hans titraði af ni ðurbældum
hlátri. „Heyrðuð þér ekki'
hvað ég sagði, ungfrú Crfes-
well? Eða faéiduð þér ef til
vill að það væri kurtJeisiLeg ,
lygi til að dylja ósæmilegar ,
ætlanir?" Hann Ibeið um
stund, en þegar hún svaraði
engu hló hann lágt. „Allt í
lagi. Ég skal ekki stríða yð-
ur meira. Þér getið búið feihs 1
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
1
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
S
s
s
s
s
s
s
DAGURINN var honum
óvenjuerfiður. Hann átti
bágt með að sitja kyrr. Ein
hver órói var í honum. Það
var eitthvað svo óvenju-
erfitt að sitja svona og telja
þessi blöð, flokka þau og
bunka, þetta sama nudd
upp aftur og aft'ur. Bara,
að hann mætti fara út og
gera eitthvað annað, —
vinna.
Jafnvel tilbreytingar-
laust pikk ritvélarirmar
æsti iiann. Stúlkan, sem
sat við að vélrita, minnti
hann svo mikið á Rúnu,. —
lítil, þybbin, með stóran
munn. Hann langaði að
segja þessu öllu í helvíti,
en hann hafði heitið því
að sitja á sér, láta sem ekk-
ert væri, vera rólegur, ekki
æðrast. Hann skyldi Ifka
hafa það af.
En þessj dagur var ó-
venjuerfiður. Kannski var
það af því veðrið var svo
gott. Strax í morgun var
allt leiðinlegt:
Þetta er upphaf af smá-
sögu eftir nýjan höfund:
Franklín Þórðarson. Sagan
heitir „Sögulok“ og birt-
ist í Vikunni. Tryggið ykk-
ur eintak í tima.
V
S
s
s
s
s
s
s.
s
s.
S'
s
S'
s
s
s
s
s>
s
sr'
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
V
Alþýðublaðið — 27. jan. 1961 Jjjj'