Alþýðublaðið - 10.03.1961, Blaðsíða 1
Vestmannaeyjum 9. nrarz.
AFLINN hjá línubátunum
»r ágætur í dag, að vísu
jkkuð misjafn cn góður í
nldina. Aflahæsti báturinn
ír með 16 tonn.
Netabátarnir voru með lé-
gri afla, enda lentu þeir marg
í vandræðum vegna hnúta í
:tunum og flæ'kju, sem stafar
af hinu slæma veðri sem verið
hefur. Aflahæsti netabáturinn
var með 15 lestir.
Nærri 300 manns kom hingað
í dag til að vinna. Um tvö
hundruð komu með Herjólfi og
Esju að sunnan og um 80 manns
með Heklu í kvöld, sem kom
hingað að austan. Fjölmargir
Framhald á 5. síðu
ALÞINGI samþykkti í
gær ályktunartillögu þá
ura lausn landhelgisdeil-
unnar við Breta, sem rík
isstjórnin lagði fram.
Voru 33 atkvæði með til
lögunni 'en 27 á móti,
þingmenn allir mættir og
ekkert fráhvarf frá
flokkaskiptingu.
Allar breytingatillögur stjórn
arandstöðunnar voru felldar
með sama 'atkvæðamun, en ein
breytingatillaga frá ríkisstjórn
inni, sem var nánast leiðrétting,
var samþykkt einróma. Nafna-
köll voru um öll efnisatriði,
samtals níu sinnum.
Umræður um málið hafa stað
ið í fjóra daga og þrjár nætur,
samtals 45—50 klukkustundir.
Mestallan þann tíma töluðu
stjórnarandstæðingar, en að-
eins þrír menn, Guðmundur í.
Guðmundsson, Bjarni Bene-
diktsson og Jóhann Hafstein,
töluðu fyrir stjórnarflokkana.
I fyrrinótt voru þingmenn
teknir að þreytast, enda ræður
stjórnarandstæðinga endurtekn
ingar á því sama aftur og aftur.
Tókst þá samkomulag mrlli
flokkanna um að ljúka umræðu
og atkvæðagreiðslu um fimm-
leytið í gær, og styttu menn þá
mál sitt, svo að það mætti tak-
ast.
Guðmundur í. Guðmundsson
utanríkisráðherra tók til máls
í gær og svaraði nokkrum atr-
iðum úr ræðum andstæðinga
tillögunnar. Hann sagði að lok-
| um, að íslendingar vildu bjarga
t hagsmunum sínum á friðsam-
legan hátt og væri fyrir því séð
með þeirri tillögu, sem nú ligg-
ur fyrir. Engu sé fórnað sem
máli skipti, en þjóðin standi
betur að vígi en áður.
Stjórnarandstæðingar voru
heitir og stórorðir undir lokin..
Hétu þeir að halda baráttunni
áfram, og þegar „íslenzk“
stjórn kæmi í okkar landi
mundum „við“, framsókn og
kommar, afnema þau smánar-
svik sem nú væru framin. Þann
ig ætla þeir, ef þeir ná Völdújn,
að segja upp viðurkenningu
Breta á 12 mílunum.
Einar Olgeirsson tók loka-
sprett skömmu cftir hádegi og
jós svívirðingum á utanríkis-
ráðherra, sem hann sagði váða
upp að hnjám í lygum og land-
Framh. á 14. síðu. *
ISLAND VANN
FRAKKA 20:13
Þórbergur
★ ÞAÐ GRUNAR sjálfsagt engan hvað liann Þórbergur
er að gera á forsíðuna. Og því síður veit fólk hvers vegna
liann heldur svona á stafnum sínum. En þetta skýrist allt,
þegar menn hafa séð kvikmynd, sem Ósvaldur Knudsen
hefur gert um Þórberg. Meistari Þórbergur er snjall í
kvikmynd og liefði vafalaust orðið mikil stjarna í Holly-
wood, sem hann sjálfsagt fyrirlítur. En fyrirlíti hann
Hollywood, þá borga kríurnar í Suðursveit fyrir hana.
Þess vegna heldur hann svona á stafnum sínum. Kríurnar
vilja nefnilega ólmar höggva í höfuð meistarans, sem
bregður á það ráð að verja sig með stafnum. (Sjá 7. síðu).
MWWUWJlMitwaWVWWVWWMmvwwVWV wvwwwwwvwwvwwvwwwwwwvwwwvww
Níu nafnaköll
* LANDHELGISLAUSNIN
var afgreidd með níu nafna-
köllum í sameinuðu þingi í
gær. Hér sést forseti, Frið-
jón Skarphéðinsson, en til
vinstri ritari Matthías Matt-
híassen og hægra megin við
forseta Skúli Guðmundsson,
ritari.
42. árg. — FöstudagUi- 10. marz 1961 — 58. tbl.