Alþýðublaðið - 10.03.1961, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 10.03.1961, Blaðsíða 11
SVÍAR HRÓSA ÍSLENDINGUM Stokkhólmi í gær. Einkaskeyti til Alþýðubl. Sænsk blöð skrifuðu geysi- mikið um lið íslands, sérstak- lega eftir að úrslit voru kunn í ieiknum gegn Tékkóslóvakíu. íþróttafréttamönnum er sér- staklega tíðrætt um Karl Jó- hannsson, en hann var bezti maður leifesins. Skot hans eru eins og fallbyssukúlur sagði eitt blaðið. Þau báru einnig mikið lof á Hjalta Einarsson, sögðu hann einn bezta mark- vörð heimsins. Samt voru allir sænsku fréttamennirnir vissir um sænskan sigur gegn fslandi. Að leik loknum sögðu blöðin, að íslendingar hefðu ekki sýnt eins góðan leik gegn Svíum og Tékkum, en sérstaklega á- nægju þeirra vakti, að Svíar sýndu sinn langbezta leik í langan tíma. Gunnlaugi og Kristjáni Stefánssyni er hrós- að mjög. Af Svíum fær Lind- blom mesta lofið, hann hafi bókstaflega varið næstum allt. Að lokum segir í skeytinu, að Svíar hafi grandskoðað Karl í leiknum gegn Tékkunum og tekið hann réttum tökum. ís- lendingum er samt hrósað á hvert reipi og taldir hafa komið á óvart með getu sinni og skipu lagi í leik. Haraldur. sunnudag héldu margir að þök in myndu fjúka. Það hefði fyrst getað farið í Dortmund, þegar Rúmenía vann Dani með Framh. á 14. síðu. ÞESSI mynd er frá heimsmeistarakeppnnni. ÞaS eru íslendingar og Danir sem eigast við í hinni glæsilegu íþróttahöll í Karlsruhe. íslendingar eru í sókn, en ekki vitum við hvort þeim heppnað- ist að skora mark úr upp- hlaupinu. Frá starfi hins ný- stofnaba körfu- knattleikssamhands ! Um þessar mundir fer mest- ur tími stjórnar KKÍ í að und- irbúa landsleikina, sjá um fjár- öflunarleiki og svo framvegis. En mörg verkefni eru aðkall- andi. Sambandið byrjaði með tvær hendur tómar og verður 1 að byggja starfsemi sína upp frá grunni. Verið er að ganga frá nýjum mótareglum, sem Ummæli sænska RYÐHREINSUN & MÁLMHÚÐUN sl. GELGJUTANGA - SÍMI 35-400 verða notaðar á næsta íslands- móti. Helzta nýmæli er, að nú verður í fyrsta skipti keppt í I. flokki, en aftur verður óheim- ilt að senda A og B-lið til keppni í meistaraflokki. Verkefni þau er bíða KKÍ eru óteljandi, en fjárskortur dreg- ur óhjákvæmilega úr fram- kvæmdum. En stjórnin er á- hugasöm og einhuga umi að vinna, sem bezt að framgangi körfuknattleiksíþróttarinnar í landinu og góður vilji getur miklu áorkað. KKÍ verður sjálft að kosta ferðir landsliðsins til og frá útlöndum, en gestgjafar munu Framhald á 15. síðu. Nauðungaruppboð Iprótta- blaðsins SÆNSKA íþróttablaðinu hef ur orðið mjög tíðrætt um ís- lenzkan handknattleik undan- farið og í tbl. þess s.I. mánu- dag er tveggja dálka fyrirsögn: „ísland lið dagsins“. í grein- inni, sem skrifuð er af hand- knattleikssérfræðingnum BOO, segir m. a.: „Það verður að fara að byggja sterkari þök á hand- knattleikshallirnar. Þegar leik- irnir í lokakeppni HM hófust í Stuttgart og Dortmund, á á bifreiðinni G—840 I.F. A. Horch-diesel vörubifreið fer fram við lögreglustöðina í Hafnarfirði í dag, föstudag kl. 2 e. h. Enn fremur verður seld Fed'eral bifreið, óöku- fær. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. S.G.T.FÉLAGSVISTIN 1 G. T. húsinu í lcvöld kl. 9. Góð verðlaun. Dansinn hefst um kl. 10.30. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 13355. ÁRSHÁTIÐ Kvenfélags Hallgrímskirkjti verður haldin mánudaginn 13. marz kl. 20,15 Framsóknarhúsinu, uppi. Skemmtiatriði og Dans. Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gestL Upplýsingar í símum 14359 — 14659 — 12297. jgff! Skemmtinefndin. Ingólfs-Café Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9. Dansstjóri: Kristján Þórsteinsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8, sími 12826. Forstöðukonustíiða Við leikskólann í Brákarborg er iaus til um- sóknar. Staðan veitist frá 1. jún 1961. Umsóknum sé skilað í skrifstofu Sumargjafar, Naulungaruppboð á 9 stk. netadrekum, fer fram vi!ð Löreglu stöðina í Hafnarfirði laugardaginn 11. mar^ kl. 11 f.h. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Arsliátíð Vélskólans verður haldin 10. þ. rn. í ÞjóðleHkhúskjallaa* anum :og hefst með borðhaldi kl. 6,30 s. d. Upplýsingar gefnar í símum 10191 — 33520 12630. Nefndin. i Sigurför sannleikans nefnist fræðsluerindi fyiií almenning, sem Júlíus Gr£i mundsson flytur í Aðveni kirkjunni í kvöld kl. 8,3$, Alþýðublaðið — 10. marz 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.