Alþýðublaðið - 10.03.1961, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.03.1961, Blaðsíða 8
„Millord"), en hún hafði frí þetta kvöld. * EINS OG JÁRN- BRAUTARLEST. Fyrst léku hljóðfæraleik- ararnir nokkur lög og vakti trommuleikarinn Ed Thyg pen úr tríói Petersons mesta hrifningu áheyrenda. Eftir hléið birtist Ella á sviðinu og söng fyrst lagið LA MESTA jazz-söngkon- an? Hver er það? Allir vita að hún heitir Ella Fitzger- ald. Hún er nú á hljóm- leikaferð um Evrópu með Lou Levy kvartettinum og Oscar Peterson tríóinu. í síðustu viku skemmti Ella í Olympíu-músiksaln- um í París og voru fagnað- arlætin svo gífurleg að þak ið ætlaði bókstaflega að rifna. Þarna skemmtir Ed- ith Piaf (fræg fyrir lagið „Too Close for Comfort“. Þegar hún byrjaði á laginu „Cheek to Cheek“ eftir Ir- vin Berlin er sagt að hún hafi drunað eins og eim- reið. Ella hefur notið mikilla vinsælda í París alllengi. Hún kann ekki stakt orð í frönsku nema „Merci“ (takk) og notaði hún það orð líka óspart. Þegar dró að lokum hljómleikanna bað Ella áheyrendur um ^ 10. marz 1961-— Alþýðublaðið OSCAR PETERSON tillögur og létu þeir ekki á sér standa með það. Ella valdi lagið „Times Have Changed“ (Tímarnir breyt- ast) og gall þá í einhverj- um í fremstu röð: „Já.“ — Þetta var skilið sem tákn ánægju með að Ella skyldi syngja aftur en ekki sem staðfesting á heiti lagsins. É! IGU * SKALF AF ÓTTA. Ella er 43 ára gömul, fædd í Virginíu. Upphaf- lega ætlaði hún sér að verða dansmær, en hætti við það á síðustu stundu, þegar hún átti að koma fram á sviði í Harlem. Hún skalf svo mjög af ótta, að hún efaðist um að fæturnir gætu borið hana. Hún á- kvað því að fara inn á svið- ið og gera nokkuð, sem hún var vissari um að hún gæti: syngja. Og það gerði hún. Hún söng lag nokkurt, sem allir eru búnir að gleyma, nema hún sjálf, — „Judy“ eftir Carmichael, höfund lagsins „Stardust.11 Þetta var nokkurs konar samkeppni og vann Ella fyrstu verðlaun. 25 dollara og að auki söngkonustarf hjá hljómsveitarstjóranum Chick Webb. Hann sá strax að hér var á ferðinni stúlka, sem var með jazz- inn í blóðinu og hafði til að bera furðulega rythma- tilfinningu. Nokkrum árum síðar sló hún í gegn með laginu „A Tisket A Tasket“. Þótt henni bærist fjöldi freist andi tilboða var hún um kyrrt hjá Harlem hljóm- sveit Chick Webb. Þegar hann andaðist árið 1939 tók Ella við stjórn hljóm- sveitarinnar og stjórnaði henni allt til ársins 1942, þegar svo margar hljóm- sveitir leystust upp vegna stríðsins. ★ Á LÍFSTÍÐAR- SAMNING. Allir þekkja Ellu af lög- unum á síðustu hæggengu plötunum hennar, Mack the Knife og EUa Sings the Cole Porter Song Book. Þetta er það bezta, sem frá henni hefur heyrzt á síð- ari árum og þegar maður hlustar á þessar plötur, skilur maður hvers vegna Norman Granz hefur ráðið hann upp á lífstíðar samn- ing. Sagt er, að Ella byrji venjulega tónleika sína á rólegum „Ballöðum", sem hún heldur mikið upp á, en síðan hleypi hún í sig hitamóð og syngi meðal- hröð lög. Þar er hún bezt heima og slík lög hæf a rödd hennar bezt. Skal að- eins bent á lög eins og „Lady Be Good“ og „How High the Moon“ þessu til sönnunar. Sem fyrr segir, er Ella nú á hljómleikaferðalagi með Oscar Petersen. Hófst það fyrir mánuði í Berlín og lýkur £ ísrael £ næsta mánuði. iKlauf bæjarbúa i jtvær andstæður Madame Blanche Ker- moal bæjarstjóri mun halda áfram afskiptum sínum af stjórnmálum þrátt fyrir dóm sem hún hefir fengið (fyrir fjársvik) og megna óánægju all- flestra samborgara hennar. Þessi vígamóða fimm- tuga rauðhærða kona hef- ur klofið bæjarbúa í Lef- frinckoucke skammt frá Dunkirk í tvær andstæður og verið öðrum Frökkum aðhlátursefni vegna grát- broslegra viðburða, sem þar hafa átt sér stað. Madame Blanche Ker- moal drottnaði yfir bæn- um með harðsnúinni vinstri stefnu, unz kona nokkur, sem áður starfaði við ráðhúsið, fór til lög- reglunnar og kærði bæjar- stjórann fyrir að eyða af almannafé í bíl handa sjálfri sér, stinga kampa- víni handa gamalmenna- hæli £ vínkjallara sjálfrar sín, og skreyta heimili sitt fyrir peninga ætluð- um skólum, og loks kærði konan borgarstjórann fyr ir að taka af peningum skattgreiðenda til þess að kaupa handa sér sjónvarps tæki og ísskáp. Þá kærði konan borg- arstjórann fyrir að hald- ast við völd með atkvæða- fölsunum. í réttarhöldum í Dun- kirk nýlega var bæjarstjór inn dæmdur £ eins árs fangelsi fyrir að misbrúka fé og falsa atkvæði. En áður en dómstólam- ir gripu í taumana og sviptu Madame Blanche völdum kallaði hún saman fund í bæjarstjórninni. — Bæjarstjórnin kaus hana heiðursbæjarstjóra og kaus ennfremur bæjarstjóra til bráðabirgða, sem gegna skyldi störfum í fjarveru hennar. Stuðningsmenn hennar sögðu furðu lostn- um Parísarblaðamanni: „Þið Parísarbúar eigið kannski erfitt með að trúa þessu, en bæjarstjórinn nýtur okkar fyllsita trausts.“ WALTER SCOl — rithöfundi skozki, sem var á árunum 177 1832 varg þess urs aðnjótandi 1832, að aðdát hans og landar i stóra myndastyt honum í Glasgo' Hún er upp á 2 hárrr súlu, sem haflega var : Georgi konungi En nú á að fjarl bæði styttuna oj una til þess að fyrir þremur brunnum, sem að tákna tjarn þrjár í Glasgow. Ýmsa sveið þe kvörðun sárt, en lertt lætur ahnei ur sér þetta í rúmi liggja. Svo ist sem Walter sé öllum gleyr jafnvel löndum um. Einnig getur að mönnum þyki erns vænt unt st af frægum möi eins og fyrr á s Nýlega var flutt stytta af David ingstone án þe nokkrum mótm væri hreyft. '■»»%%%%%%%%%%%%%%* LESA MEST N orðurlandaþj óði ^ru í hópi þeirra 7 hióða, sem lesa me segir í síðasta hefti bæklingsins „Facl Figures.“ Listinn er leið: Bretar 573 blöð s 1900 íbúa, talan er f "Ivíar 464, frá 1958, Horgarar 429, frí 'rínnar 420, frá 1 ■’dingar 389, fr: T "ðmenn 368, fr. Danir 357, frá 195£

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.