Alþýðublaðið - 10.03.1961, Síða 2

Alþýðublaðið - 10.03.1961, Síða 2
f Ritstjórar: Gísli J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Gróndal. — Fulltrúar rit- \ •tjómar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmund: son. — Símar: 14 900 — 14 902 ~ 14 903. Auglýsingasími ' 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfis- ; fiö u 8—10. — Askriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. j íDtgefandi: Alþýð'iflok. urinn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson. Farsælt mál leitt til lykta [ í GÆR var þingsályktunartillaga ríkisstjómar •] innar um lausn fiskveiðideilunnar samþykkt á | alþingi. Höfðu umræður um málið -staðið í fjóra daga samfellt og stjórnarandstaðan haldið uppi j látlausu málþófi. Var það greinilegt þegar í upp j tiafi umræðnanna um málið, að stjórnarandstað an hygðist draga þær sem mest á langinn til ' þess að geta gert sér sem mestan áróðursmat úr I imálinu. Máiflutningur stjórnarandstöðunnar 'hef ! ur hins vegar verið með miklum endemum, ekk ! ert nema upphrópanir um nauðungarsamninga • og uppgjöf en ekkert jákvætt lagt til málanna. | Hefur það vakí'ð mikla undrun almennings, að í framsóknarmenn sku'li hafa staðið með kommún í istum að því að sverta það samkomulag sem feng : izt hefur við Breta, þar eð vitað er, að framsókn Ihlýtur að telja samkomulagið farsælt þegar það er haft í huga, að Hermann Jónasson beitti sér fyrir því í vinstri stjórninni að gerður yrði samn I ingur, sem var mun óhagstæðari en sá sem nú | fæst. j Mikill meirihluti þjóðariínnar fagnar þeirri far sælu lausn, sem nú hefur fengizt á fiskveiðideilu : íslendinga og Breta. Ályktun alþingis um sam komulagið við Breta markar í rauninni tímamót í landhelgissögu þjóðarinnar. íslendilngar færðu fiskveiðilandhelgi sína út í. 12 sjómílur 1. sept ember 1958 en þeir hafa orðið að berjast fyrir 1 viðurkenningu þeirrar landhelgi í 2% ár. Fullur sigur í þeirri baráttu vinnst með lausn deilunnar við Breta, sem alþílngi samþykkti í gær. Sam- kvæmt ályktun alþingis sendir utanríkisráðherra ! nú orðsendingu til brezku ríkisstjórnarinnar og um leið. og fallizt hefur verið á þá orðsendingu ' gengur - samkomulagið í gildi. Bretar hafa áður í viðræðum við fulltrúa íslenzku stjórnarinnar ! fallfet á öll atriði orðsendingar utanríkisráðherra Islands svo að orðsendingaskiptin eru fyrst og fremst formsatriði. Meginatriði samkomulagsins er að sjálfsögðu viðurkenning Breta á 12 mílna fiskveilðlandhelgi íslands svo og grunnlínubreyt ingarnar sém í rauninni eru ný landhelgisút- færsla. Á mótil fá Bretar takmörkuð veiðirétt- 1 indi á ytri 6 mílna belti fiskveiðilögsögunnar : næstu 3 ár. Samtök sjómanna og útvegsmanna ' og ýmis önnur samtök hafa fagnað þessari lausn ! fiskveiðideilunnar og telja hina nýju útfærslu, er grunnlínubreytingarnar hafa í för með sér, : mjög mikilvægar fyrir íslenzkar fiskveiðar. Eng ir eru dómbærari á þessi mál en sjómenn og út vegsmenn. Ánægja þeirra með lausn málsins sýn ; ir, að ríkisstjómin hefur farsællega leyst fisk- væiðideiluna við Breta og tryggt sigur þjóðarinn ar í miiklu hagsmunamáli íslendinga. 1. marz. ÖL-L helztu Stokkhólmsblöð in, að Stockholms-Tidningen ifrátöldu, ræða samkomulag íslendinga og Breta um fisk veiðilögsöguna á leiðarasíð- um sínum í dag. Eru þau á einu máli um, að samkomu- lagið verði að teljast sigur fyrir . Islendinga og þeirra málstað. Dagens Nyheter skrifar: „Ekkj verður annað isagt en Bretar hafi gefið mest eftir, — en íslendingar hafa fallið frá hinni svo mjög þýðingarmiklu kröfu um ótakmarkaðan rétt þegar f stað til 12 sjómílna fisk-# veiðasvæðis \úð ströndina. Upprunalega kröfðust Bret- ar fiskveiðiréttinda í tíu ár inn að sex milna mörkum, buðu síðan fimm ára tíma- bil, en íslendingar hafa hing að til ékki viljað leyfa neinni erlendri þjóð veiðar innan 12 mílna. Hér hefur náðst samkomulag. Því má bæta við, að „íslandsveiðar11 Svía koma hér ekki við sögu, — þær veiðar fara fram lengra frá landi. Þetta þýðir ekki, að málið snertj ekki aðra fiskveiði- hagsmuni Svía. — Samkomu lag Breta og Norðmanna í fyrrahaust hlýtur að vera leiðarljós Svía í vænt anlegum samningum við | Dani og Norðmenn.“ Aftonbladet rekur stutt- lega sögu málsins og lýsir hinu nýja samkomulagi og skrifar síðan: „England var á móti einhliða aðgerðum ís lendinga og háfa Bretar lát ið herskipaflota vernda veiði skip sín á íslandsmiðum. Það hefur alltaf verið lýð- um ijóst, að íslendingar ætl uðu ekki að láta undan og spurningid var hvað Bretar gætu unnið með þrjózku sinni. Þessi spurning varð á- sæknari eftir að Bretar féll- ust á 12 mílna fiskveiðitak- möi’k við Færeyjar, enda þótt þeir fengju þar 10 ára „náðartíð“ á svæðinu frá 6 —12 mílum. Og skömmu seinna gerðu þejr sams kon ar samkomulag við Norð- menn. Eftir þetta var ljóst, að brezk-íslenzka stríðið ‘hlaut að taka enda. íslend- ingar voru ekki nægilega öflugir til þess að þvinga Breta til uppgjafar, en þeg- ar bæði Danir og Norðmenn lcgðust á sömu sveif, —■ með siðferðilegum stuðningi margra annarra ríkja, urðu Bretar að láta undso. Bretar hafa þrjózkast eins og mögulegt var vegna ihinna þýðingarmiklu fisk- veiða við ísland. En fiskveið- arnar eru langtum þýðingar- meiri fyrir íslendinga. Þær ei’u aðalatvinnuvegur þeirra og lífsspursm'ál.“ •Svenska Dagbladet ræðir málið allýtarlega og skrifai' síðan: „Enda þótt lausn málsins feli í sér eftirgjöf frá báðum hliðum, þá eru það augljóslega Englending- ar, sem hafa gengið svo langt í samkomulagsátt, að ssmningurinn er að lang- mestu leyti íslenzkur sigur. Bretar hafa ekki aðeins við- urkennt 12 mílna mörkin —• annað var, er til lengdar lét, ekki hægt, — heldur einnig sætt sig við óvenju- stutt millibilstímabil. — Að Framhald á 12. síðu. 10. marz 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.