Alþýðublaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 3
Monnoð geim- far senn S™, MOSKVA, 14. marz. (NTB-REUTER). Krústjov lýsti yfir því í dag, að ekki yrði þess langt að bíða, vinnu en ekki þröngva því til hennar. Jafnvel hross gerir ekki sitt bezta þegar því er þröngvað og maðurinn því síður, sagði Krústjov. ♦ að Rússar sendu upp mannað geimfar. L.ýsti hann yfir þessu á ráðstefnu landbúnaðarverka- manna í Kaskahstan. Hann kvað árangur Sovét- ríkjanna í geimvísindum vera að þakka vinnusemi og sjálfs- afneitun þjóðarinnar en þó um- fram allt kommúnistaæskunni, er hefði haft forystu um að halda út til hinna óræktuðu svæða í austurhluta landsins. Jafnframt réðst hann að þeim flokksfjandsamlgu hópum er snerust móti nýræktar-áætlun- inni er hún kom fram fyrsta sinni. Hópar þessir voru kring- um þá Molotov, fyrrv. utanrík- isráðherra, Kaganovits. fyrrv. varaforsætisráðherra, Sjepilov, fyrv. utanríkisráðherra, en all- ir voru reknir úr stöðum sín- um er Krústjov komst til valda. Krústjov kvað 44 milljörðum rúblna verið varið til nýrækt- arinnar til þessa. Eftir þriggja ára vinnu væri framleiðslan á nýræktunarsvæðunum orðin þriðjungur hveitiframleiðslunn ar í Armeníu. Ráðherrann kom enn víðar við í ræðu sinni og réðst m. a. á drykkjuskap manna. Bezta meðferð, sem fylliraftur getur fengið er að reka hann úr flokknum, sparka honum út og setja hann í vinnu, sagði hann. Þá sagði hann 'að í hernum væri nauðsynlegt að gefa skipanir, en í jafnfrið=ömu starfi og kornrækt ætti að hvetja fólk til INGO skuldar skatt MIAMI BEACH. 14. marz (NTB—REUTER). Er Ingemar Johansson kom til búningsklefa síns að aflokinni keppni um heimsmeistaratitil- inn við Floyd Patterson, Ráðherrafundi í Stokkhólmi lokið tóku á móti honum full- trúar skattlieimtu ríkis- ins og lögðu fram stefnu á hendur honum. Krefj- ast yfirvöldin einnar milljónar dollara af hon um í tekjuskatt fyrir keppnj Patterson og hans nú og í fyrra. Jafn framt stefnunni var Jo- hannsson afhent skrif- legt bann við því að fara úr landi. Tekur það strax gildí og hefur öllum flugfélögum verið til- kynnt um þetta. Johannsson skuldar skatt að upphæð 1.009.- 801 milljón dollara, eða í ísl. krónum um 40 millj- ónir. (Meðfylgjandj mynd sýn ir Johannsson standa upp eftir rothöggið í einvíginu í fyrra.) STOKKHÓLMI, 14. marz (NTB—TT). Utanríkisráð- herrar Norðurlandanna luku í dag vorfundj sínum. Var hann haldinn að þessu sinni í Stokkhólmi, A fundinum, sem haldinn var í húsakynnum ut- anríkisráðuneytisins sænska, var fjöhnargt rætt m. a. ium viðhorfið til Sameinuðu þjóð- anna, um norræna samvinnu á sviði geimrannsókna, afstað an til hinna vanþróuðu landa o. fl. Ráðherrarnir og sendiherr- ar iþeirra í Stokkhólmi voru í dag boðnir til m'álsverðar til sænsku konungshjónanna og sænska stjórnin bauð þeim til veizlu á Grand Hotel í kvöld. Fyrir norsku sendinefnd- inni var Hallvard Lange, Jens Otto Krag fyrir þeirri dönsku, Undén fyrir þeirri sænsku, Ralf Törngren fyrir þeirri finnsku og Guðm. í. Guð- mundsson fyrir þeirri ás~ lenzku. I Skotið á tvo stóra Stevenson, aðalfulltrúi j; | Bandaríkjanna hjá SÞ, tók S j! í gær í fyrsta skrpti við j; !; formennsku í Öryggisráði. ;i ;! Hér er nýjasta myndin af !> j! bandaríska fulltrúanum. j; jj Þeir gera að gamni sínu, ;! ;! hann og Hammarskjöld, á j; !j meðan blaðaljósmyndar- j; j j ar taka af þeim myndir. !! iMWWWMWWMMMWWWW HOLTAVÖRÐUHEIÐI var ófær í gærmorgun, en ætlunin var að reyna að opna hana í gærdag, þannrg, að stórir bílar gætu ekið yfir hana. Töluvert snjóaði á heiðinni í fyrradag, og veldur það enn frekari erf- iðlerkum við moksturinn. Öxnadalsheiði var fær í gær og Brattabrekka opnaðist og í gær. Var brekkan rudd með það fyrir augum, að áætlunar bíllinn kæmist hana. Flestir fjallvegir voru ann- ars færir í gær, og færð al- mennt góð á þjóðvegum. Washington, 14. marz (NTB). Bandaríski varautanríkisráð- herrann Chester Bovvles varaði í dag þjóð sína við of mikilli bjartsýni um lausn kalda stríðsins og friðsamlega sam- búð við Rússa. í ræðu sinni, er flutt var á fundi landssam- bands bænda, sagði Bowles, að stjórnin myndi líta jákvæðum augum á öll sanngjörn skref er Kína eða Rússland stíga, en. liins vegar væri hún ófús til að nota öryggi og réttindi 'annarra þjóða í skiptum í samningum. Bandaríkin og bandamenn þeirra mega ekkert tækifæri láta ónotað til að koma í kring afvopnun, en þó væri annað mál stærra: friðurinn. Friðurinn verði ekki tryggður með vafa- sömum samningum, er geta þýtt varnarleysi. Þar til alls- herjar afvopnun undir full- komnu eftirliti og stjórn hefur verið komið í kring er lífsnauð synlegt að við og bandamenn vorir séum áfram nógu sterkir til að hræða þá frá árás er vildu gera hana. Bowles vísaði eindregið á bug þeirri skoðun, að Banda- ríkin ættu að velja milli Evrópu og Asíu. Slíkt val kvað hann bæði ómögulegt og óæskilegt. Chester Bowles. TÚNIS, 14. marz. (NTB-REUTER). Alsírska útlagastjórnin kom hér saman í dag og ræddi lað hve miklu leyti hinar leynilegu viðræður í Frakklandi gefi til- efni til friðarsamninga og við- ræðna um sjálfstæði. Jafn- framt var lagður fram listi yf- ir fallna Frakka síðustu daga sem áminning þess |að stríðið væri enn háð. Alþýðublaðið — 15. marz 1961 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.