Alþýðublaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 13
Stofnskrá ræd< í Strasbourg RÁÐGJAFAÞING Evrópu- ráðsins kom sarnnn til funda í Strasbourg 1.—3. marz. Fjallað var um tvö mál fyrst og fremst: samstarf ríkjanna í Evrópuráð- inu og stofnskrá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OEC D). Gcrðar voru sanil>ykktir um bæði þessi mál. í samþykktinni um samstarf ríkjanna í Evrópuráðinu er lagt til, að h: : inir verði árleg- ir fundir fullt úanna á ráð- gjafaþinginu og ráðherranna í ráðherran. Evrópuráðsins. Er lagt til, að fyrsti fundurinn með þessu sniði verði í september n. k. og þar rætt um samvinnu Evrópuríkjanm og vanþróaðra landa svo og um þátt Evrópu- ráðsins í ríkjasamstarfi innan álfunnar, einkum með tilliti til OECD. Eins og kunnugt er af fyrri fréttum hefur stofnskrá OECD verið undirrituð <af hál-fu Banda rfkjanna og Kanada, sem ekki voru fullgildir aðilár að Efna- hagssamvinnustofnuninni (OEE Cþ sem OECD er ætlað að leysa af hólmi. í samþykktum ráðgj afarþingsins um hina nýju • stofnun segir m. a.. að þingið ■ fagni hinni nýju skipan mála og mæli með því, að stofnskrá OECD verði staðfest hið fyrsta. Jafnframt er lögð áherzla á nauðsyn þess, að reynt verði að koma á viðskiptabandalagi í Evrópu og leyst verði vandamál þau, sem upp koma vegna stofn unar tollabandalags sexveld- anna og friverzlunarsvæðis sjó veldanna. Ráðgjafaþingið bendir á nanð syn þess, að þing eða þing- mannafundir fjalli um málefni OECD til að efla starfsemi stofn unarinnar og auka skilning á henni. Ráðgjafarþingið lýsir sig andvígt því, að komið verði á fót nýju alþjóðlegu þingi til að gegna þessu hlutverki, þar sem fjölgun slíkra þinga feli i sér sóun á tíma, starfskröft- um og fé og leiði til þess, að ár- angur verði minni en ella og traust almennings á gildi sam- starfs ríkja í milli dvíni. Legg- ur ráðgjafarþingið því tíl, að skýrslur um starfsemi OECD verði sendar því og ræddar inn an vébanda Evópuráðsins, eins og verið hefur um skýrslur frá OECD hingað til. Var kosin nefnd til að semja um samband OECD og Ráðgjafarþings Evr- ópuráðsins. Samur við ALLTAF leggst Gilja- kristi eitthvað til, varð mannj að orði, ,sem var að lesa bandaríska frétta tímaritið Newsrveek. ___ Hann hafði séð þar get- ið um Andrew Gilchrist, aðairæðismann Breta í Chicago, ejj hann var ambassador Breta á fs- landi, þegar þorskastríð- ið hófst og stóð sem hæst. Brezka sjónvarpið sýndi nýlega kvikmynd frá Chicago, sem hneykslaði aimúga stór- Iega. Þar var á raunsæj- an hátt sýnt Ijótt með fögru, nautum slátrað, rónar í ,,hafnarstræti“ bor-jarínnar, morð í negrahverfi ©g fleira slíkt. ■*] Chicagohúar urðu æfir af reiði. Borgarstjórinn, Richard J. Daley, sagði þetta enn eina ýkjufrá- sögn af Chioago og bauðst t:l að flytja per- sómileg mótmæli í enska sjónvarpinu. Blöð in réðust á Breta og sjónvarpsstöðin WBKB l>orðj varla að sýna kvik myndir á heimavígsföðv unum. " Þegar óveðrið stóð sem hæst, sagði Gil- christ ' (sem gárungar hér liciina nefndu Gilja kríst) við blaðámenn: Nú get ég sótt um á- hættulaun eins og ræðis menn okkar í Kongó! Gilchris er hressileg og frumleg persóna, sem sat v'ið píanóið í brezka isendiráðinu við Laufás- vge og lék Chopin, með an grjótkastið dundi á húsinu hér urn árið og steinar komu gegnum rúður. Hann hafði blaða menn heimspressunnar hjá sér, og þeir stóðu við símann til að koma lýsingum á þessum dramatísku athurðum urn víða veröld. Skyldi Gilchrist liafa fengið áhættugreiðslur fyrir að vera ambassa- dor á Islandj í þorska- stríðinu? T oppkomm- ar í Mongólíu ROM, 13. marz. (NTB-AFP). Fréttastofan Continentale, er einkum hefur lagt sig eftir 'fréttum frá járntjaldslöndun- um, tilkynnti í kvöld að hún hefði fengið skeyti um það frá Góður afii línubáta frá Eyjum Vestrh.eyjum í fyrrad. Hér hefu,. verið hið versta veður í dag. Þrátt fyrir það fengu línubáta góðan afla, og allt rtpp í 20 tonn. í gær var einn ig góður afli hiá línubátiun, og hárust þá á land 550 tonn. Aðia sögu er að segja af neta hátunum, sem afla mjög treg- lega. I óveðrinu í dg misstj vél- báturinn Björg héðan frá Eyj um radarinn. Önnur óhöpp vegna veðursins eru ekki kunn. Reykjafoss er búinn að vera hér í tvo daga, og hefur verið lestað úr honum miklu af vörum. Eru !>að fyrslu vör- unar, sem koma ltingað utan- lands frá síðan verkfallið hófst. P.Þ. Prag, að þeir Krústjov forsæt- isráðherra Rússa og Mao Tse- Tung, foringi kínverskra komm únista, muni bráðlega hittast og ræðast við i nokkra daga í Ulan líator, höfuðborg Ytri- Mongólíu. Að því er fréttastöfan segir mun fundur þeirra verða í til- efni 40 ára afmælis mongólska kommúnistaflokksins. Muni leiðtogar flestra kömmúnista- flokka í heiminum taka þátt í hátíðahöldum í tilefni þess. Prag-skeytið segir enn, og hefir það eftir góðum heimildum stjórnmálamanna þar í borg, að Mao Tse-Tung muni ekki hafa í hyggju að skipta rnn stefnu eða afstöðu til dægur- mála vegna þeirra vandamála sem nú hrjá kínverskan land- búnað. Húseigendur Nýir og gamlir miðstöðv arkatlar á tækifærisverði. Smíðum svalar og stiga handrið. Viðgerðir og upp setning á olíukynditækjum, heimilistækjum og raargs konar vélaviðgerðir. Ýmiss konar nýsmíði. Látið fagmenn annast verk ið. FLÓKAGATA 6, sím, 24912. konurnar June Havoc og Helen Hayes eru í lefk- flokk, scm nú er lagður upp í ferðalag til þriggja heimsáifa. Flokkurian mun sýna í Suður-Ame- ríku, Evrópu og Asíu. — Áður en liann lagði af stað, höfðu June og Helen viðkomu í Hvíta húsinu og heilsuðu upp á Kenne- dy forseta. Hér er hann að gefa þeim efntak af hók sinni „Straíegy of Peace.“ __, Góð íeik- sýning á Öiafsvík LEIKFÉLAG Ólafsvíkur frumsýndi sl. fcstudag sjónleik inn „Aumingja Hanna“ eftir Horne fyrir fullu húsi. Með að- alhlutverkið, Hönnu, fór Sig- urdís Egilsdóttir, og gerði hún því ágæt skil. Aðrir leikendur voru: Elínborg Ágústsdóttir, Magn ús Jónsson, Bárður Jensson, Ragnhildur Helgadóttir, Hrefria Björnsdóttir, Gréta Jóhannsd. og Magnús Ágústsson. Leikstj. var frú Steinunn Bjamad., leikkona. Áhorfendur skemmta sér vel og tóku leiknum vel. — Á sunnudag voru svo tvær sýrt- ingar fyrir fullu húsi. Leikrit þetta er annað verkefni félags- ins á leikárinu. Stjórn félags- ins skipa þessir menn; Bárður Jensson, Bjami Ól- afsson og Magnús Antonsson. Alþýðublaðið — 15. marz 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.