Alþýðublaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 14
miðvikudagur SLYSAVAKÐSTOFAN er o»- in allan sólarhringinn. — LæknavörSnr íyrir vitjanir ar á tana staS ki. 18—8. Skipaútgerff ríkisins. Hekla er á Aust fjörðum á suður- leið. Esja er væntanleg til R- vxkur árdegis í dag að vestan úr hringferð. Herjólfur fer frá Reykjavík kl. 21 í kvöld til Vestmannaeyja og Horna- fjarðar, Þyrill er í Rvík. Skjaldbreið er væntanleg til Rvíkur í dag frá Breiðafjarða höfnum. Herðubreið fór frá Rvík í gær vestur um Iand i hringferð. S'RÍKIRKJAN: Föatumessa í kvöld kl. 8.30. Séra Þor- steimn Björnsson. HALLGRÍMSKIRKJA; Föstu inessa kl 8.30. Gamla lít- anían sungin. Hafið passíu- sálmana með. Séra Jakob Jónsson DÓMKIRKJAN: Föstumessa ‘ kl. 8.30, Séra Óskar J. Þor- * láksson. LAUGARNESKIRKJA Föstu messa í kvöld kl. 8.30. Séra Garðar Svavarsson. MESKIRKJA: Föstumessa kl. 8.30. Séra Jón Thorarensen. KVENFÉLAGIÐ "ALDAN ílieldur fund í kvöld að Bárugötu 11. Húsmæðra- kennari kemur á fundiinn. Happdrætti. sjóði dr. Þorkels Jóhannes- sonar fást í dag kl. 1-5 I bókasölu stúdenta í Háskól- anum, sími 15959 og á að- alskrifstofu Happdræítis Háskóla íslands í Tjarnar- götu 4, sími 14365, og auk þess kl. 9-1 I Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og hjá Menningarsjóði, Hverf- isgötu 21. Tæknibókasafn IMSÍ: Útlán: kl. 1—7 e. h. mánudaga til föstudaga og kl. 1—3 e. h. Iaugardaga. Lesstofa safns. ins er opin á vanalegum skrifstofutíma og útláns- tíma. Minningarspjöld Kvenfélags Háteigssóknar eru afgreidd Ihjá eftirtöldum konum: Ág- ústu Jóhannsdóttur, Flóka- götu 35, Áslaugu Sveinsdótt ur, Barmahlíð 28, Gróu Guð jónsdóttur, Stangarholti 8, Guðbjörgu Birkis, Barma- hlíð 45, Guðrúnu Karlsdótt ur, Stigahlíð 4 og Sigríði Benónýsdóttur Barmaihlíð 7. Loftleiðir hf. Leifur Eiríksson er væntanlegur frá New York miðvikudag 15. marz kl. 8.30. Fer tiI.Sta urs, Gautaborg- ar, Kaupm.hafn ar og Hamborg ar kl. 10.00. Styrktarfélag vangefinna: — Minningarspjöld félagsins fást á eftirtöldum stöðum í Reykjavík; Bókabúð Æsk- unnar, Bókabúð Braga Bryi jólfssonar. Kvöldvaka Borgfirðingafé- lagsins er í Tjarnarkaffi á fimmtudag kl. 8.30. Margt til | skemmtunar, m. a. bingó. I Glæsileg verðlaun. Félag Frímerkjasafnara: Her | bergi félagsins _ að Amt- | mannsstíg 2, II hæð, er op- I ið félagsmönnum mánudaga I og miðvikudaga kl. 20—22 | og laugardaga kl. 16—18. * Upplýsingar og tilsögn um | frímerki og frímerkjasöfn- un veittar almenningi ókeyp is miðvikudaga kl. 20—22. Minningarspjöld Kirkjubyggingarsjóðs Lang holtssóknar fást á eftirtöldum stöðum: Goðheimum 3, Álf- heimum 35, Efstasundi 69, Langholtsvegi 163 og Bóka- búð KRON, Bankastræti. Samúðarspjöld minningar- sjóðs Sigurðax Eiríkssonar og Sigríðar Halldórsdóttur eru afgreidd 1 Bókabúð Æskunnar. Bókasafn Dagsbrúnar að Freyjugötu 27 er opið sem hér segir: Föstudaga kl. 8—10, laugardaga kl. 4—7 og sunnudaga kl. 4—7. Miðvikudagur í 15. marz 12.50 Við vinn- una 18.00 Út- varpssaga barn- anna. 20.00 Framhaldsleik rit: Úr sögu For l sytættarinnar eftir John Gals- | worthy og Mur- 1 iel Levy. Leik- | stjóri Indriði | Waage. 20.35 | Einsöngur. Enski tenórsöngv- arinn Charles Craig syngur óperuaríur. 20.50 Vettvangur raunvísindanna: Örnólfur Thorlacius fil. kan'd. kynnir enn starfsemi fiskideildar At | vinnudeildar háskólans. 21.10 1 Tónleikar: Nonetto eftir Aar- ' re Merikanto. 21.30 Saga mín, æviminningar Paderews kys; V. (Árni Gunnarsson). 22.20 Hæstaréttarmál (Hákon Guðmundsson). 22.40 Harm- onikuþáttur. 23.10 Dagskrár lok . • ® SKÁLAFELL Framhald af 7. síðu, myndum af Ásu á skíðunum sínum. Hún var með mömmu og pabba í Skálafelli yfir helg- ina og sagðist ætla að renna sér mikið og fara aftur alveg þangað til snjórinn færi, því ekkert værj eins skemmtilegt eins og að fá að fara upp í Skálafell og sofa í svefnpoka og renna sér á skíðum. Það var frísklegur hópur, sem safnaðist saman við neðri enda skíðalyftunnar í þann mund er opnun heninar skyldi fara fram. Fólkið dreif að úr brekkunum í kring og blaða- mennirnir komu heiman úr skála og voru dálítið skömm- ustulegir yfir því að vera ekki líka á skíðum og einn skíða- maðurinn hafði það á orði, hvað fólk væri að gera með hálstau uppi á fjöllum. Svo leið að því að Geir Hallgrímsson borgarstjóri opn- aði lyftuina óskaði þeim sem hana notuðu og eigendum allra heilla og setti hana síðan af stað. Fyrstir af stað upp, fóru nokkrir skíðamenn, sem lagt hafa sérstaklega mikla vinnu í þetta mannvirki og svo hver af öðrum. Við sáum Jenna, þar sem hann var öinnum kafinn við að koma fólkinu af stað og ekki leið á löngu þar til þeir sem fyrstir höfðu farið upp sá- ust koma brunandi niður vest an gilið og fóru mikinn. — Skíðamennirnir drógu að sér athyglina og það er heillandi og glæsilegt að sjá skíðamenn- ina bruna á ofsahraða niður brekkurnar og snjóinn þyrlast undan skíðunum í beygjunum. Það varð brátt löng biðröð við neðri enda lyftunnar og einn þeirra sem beið var Valdi mar Örnólfsson íþróttakennari. Örn Eiðsson, sem eins og allir vita er íþróttafréttaritari Al- þýðublaðsins, sagði Valdemar að hann væri ekki orðinn nærri góður eftir að hann tognaði í morgunleikfimi hérna um dag- inn og kenndj honum að von- um um ófarirnar. Valdemar sagði að þar hefði komið vel á vondann því að Örn hefði áreiðamlega gleymt að vakna áður en hann fór að gera æf- ingarnar og málið var óútkljáð þegar röðin kom að Valdemar að fara upp í lyftunni Það var talað um að fara heim í skála í kaffi og á leið- .nni hittum við Jenna. Ein- hver hafði leyst hann af við lyftuna. Það var talað um að taka mynd og þar sem konan hans var inni í skála að taka til kaffi handa gestunum en hinsvegar gaman að hafa stúlku með á myndinni varð það úr, að Gerður, sem var að spenna á sig skíðin, varð með. Gerður sagðist stundum fara f skíði og þykja það mjög gam- an. Þarna á hlaðinu var Páll Ingvarsson og okkur sýndist hann hafa fullan hug á að kom ast upp í lyftunni. Páll sagð- Ist ekki vera í neinu skíðafé- lagi, ekk'i emnþá, en okkur kæmi það ekki á óvart þótt hann yrði orðinn KR-ingur inn an lítils tíma. f gamla daga sögðu Fram- ararnir sem bjuggu á Sólvnii- unum að það væri ekkert gam- an að vera í KR. Það eru stelp- ur í KR, sögðu þeir. Það sýndi sig þarna í Skálafelli á sumnu- daginn, að Framararnir á Ljós- vallagötunni hafa ekki hugsað fram í tímann, því kaffiveiting arnar hjá KR-stúlkunum voru þeim til mikils sóma.Og ef ekki væru stúlkur í Skíðadeild KR hver hefði þá átt að hugsa um kaffið? Okkur þykir líklegt að strákarnir sem í gamla daga áttu heima á Sólvöllunum og gerðu grín að KR-iingum fyrir að leyfa stelpum að vera með, hafi skipt um skoðun fyrir löngu síðan. Meðan setið var yfir kaffi og heimabökuðum tertum og öðru góðgæti voru margar ræð ur fluttar. Ekki svona leiðin- legar ræður eins og svo oft eru í veizlum, heldur skemmtileg- ar ræður og það leiddist á- byggilega engum. Á eftir, þeg- ar menn fóru að tygja sig af stað, sáum við Sigurð Sigurðs- son frá útvarpinu vera að fást við skíði, og þar sem við höfð- um ekki séð Sigurð með önnur íþróttatæki en segulbönd og mikrafóna þá þótti upplagt að taka mynd Annars er þetta hálfgerð Alþýðublaðsmynd, því Örn Eiðsson frá Alþýðu- i blaðinu er líka með á mynd- inni. Það er talsverður spölur frá skálanum að melnum þar sem bílarnir stamza og það er snjallt hjá KR-ingum að hafa ekki lagt veginn heim á hlað. Allir sem til skálans koma verða að fara fótgangandj 800 metra og skíðafókið losnar við allskonar átroðning og forvitni Það er heldur enginn sannur skíðamaður eða skíðaunnan'di, sem lætur sig muna um að ganga þennan spöl. Þegar tveggja hæða „rútan“ hans Ingimars ók niður afleggjaramn var ennþá fleira fólk í brekk- unum fyrir ofan KR-skálann en þegar við komum. Lyftan var í fullum gangj og skilaði sínum tvö hundruð og sex skíðamömnum upp hverja klukkustund. Það voru líka margir á skíðum, sem alls ekki fóru upp á fjallið, heldur renndu sér neðarlega í gilinu þar sem brekkurnar eru ekki eins brattar, eða heima undir skálanum. Okkur kom í hug, hve margt æskufólk myndi í framtíðinni sækja þrótt og þroska, sem iðkun skíðaíþrótt- arimnar veitir, á þessar slóðir f framtíðinni, í Skálafelli hafa KR-ingar búið glæsilega um sig og jafnframt búið vel í hag inn fyrir framtíðina. — Sv.S. Æskulýösvíka KFUM og K í LAUGARNESKIRKJU. Fjölmennum við föstuguðs- þjónustuna í kvöld. ENDURNÝJUM GÖMLU SÆNGURNAR Eigum dún og fiðurheld ver. Einnie gæsadúns- og æðardúnissængur. Fiðurhreinsunin, Kirkjuteig 29. Sími 3-33-01. SKiPAllTa€R0 RIKISINS I Baldur fer á morgun til Gilsfjarðar og Hvammsfjarðarhafna og til Hellisands. Vörumóttaka í dag. Hekla vestur um land til ísafjarðar 20. þ. m. Tekið á móti flutningi I dag og á morgun til Pat- reksfjarðar, Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flat- eyrar, Súgandafjaröar og ísafjarðar. Farseðlar seldþ- árdegis á laugardag. áuglýsingasíminn 14906 Athöfn til minningar um manninn minn, GARÐAR HALLDÓRSSON alþingismann, fer fram í Dómkirkjunni í ReykjdVÍk fimmtudaginn 16. þ. m. og hefst kl. 10Vz f. h. — Athöfninni verður úvarþað. Hulda Davíðsdóttir. Útför mannsins míns, EINARS PJETURSSONAR stórkaupmanns, fer fram frá Dómkirfkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 16. marz kl. 2 e. h. Þeim. sem vi'ldu minnast hins látna, er vin- 'samlegast bent á líknarstofnanir. Fyrir miína hönd, barna cg tengdabarna. Unnur Pjetursdóttir. J4 15. marz 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.