Alþýðublaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 7
Stórhrikaleikur tilver- róumn UM ekkert er einp mikið tal að þessa dagana og um geim rannsóknir og geimferðir, síð an Rússar skutu Gagarin í eld flaug umhverfis jörðu og ná$u honum niður aftur, heilum á líkama og sál — Með þessu afreki hafa Rússar sýnt óyggj andi yfirburði fram yfir aðrar þjóðir á sviði tækni og geim vísinda, — og ýmsir yggja nú um hag Bandaríkjamanna, sem dregizt hafi aftur úi og hljóti brátt ásamt með öllum heimin um að lúta íorystu austursins. Blaðið sneri sér til Gísla Hall dórssonar, verkfræðings, sem eins og flestum mun kunnugt hefur allra manna á íslandi mest kynnt sér þessi mál og fyigzt með framförum geimvís indanna. G-ísli Halldórsson er ennfremur meðlimur nr. 14-11 '1 ameríska eldflaugafélaginu, einn af eldri meðlimum brezka geimsiglingafélagsins og hann hefur fundð upp tæki, sem not 'uð eru til framleiðslu á mjög sterkum eldflaugadrifefnum. Árið 1951 hélt G-ísli erinda flokk um geimvísindi í íslenzka ríksútvarpinu. Erindum þess am var ætlað að koma út í foókarformi, — en allir útgef endur töldu á þessunr árum van vit að gefa út bók um þessi mál efni, sem almenningur mundi eingöngu líta á sem ótrúleg ævintýri, sem ástæðulítið væri að kynnast. — Er Rússar skutu fyrstu eldflaug sinnj á loft, — í>. e. Sputnik 1. vaknaði áhug ínn fyrir erindum Gísla, sem iþá voru gefin út með viðbót í foók, sem nefnd var Til fram andi hnatta. Við vissum því, að það var ekki í geitahús að leita sér ullar að spyrja Gísla Halldórs son um nýjustu uppgötvanir á sviði geimvísihda, afleiðingar þess árangurs, sem nú hefur náðst og möguleikar framtíðar innar. — Við gefum honum orð ið. —- Afrek Rússa, að senda mann í eldflaug, — eða réttara sagt gosílaug, umbverfis jörðu og út fyrir lofthjúp og aðdrátt arafi jarðar, tel ég hiklaust að megi segja merkasta tæknileg an viðburð, sem nokkurn tíma hefur átt sér stað. í rauninni er iofthjúpurinn og aðdráttar aflið um hverfis jörðina líkast ibrimi, sem erfitt er viðfangs. Brimi, sem erfitt er að brjót ast út í gegnum og aftur til baka. Þegar erfiðleikarnir við þetta hafa verið yfirstignir, er örðugasta hjallanum náð. Síð an koma spurningar um þol manna, matvælaflutning og annað slíkt, — en þeim spurn ingum verður tiltölulega auð velt að leysa úr. Ýmsir áætla, að á komandi árumi, veroi geiir.^iglingar sem þessar stöðugt algengari og algengari og með tímanum. verði gerð nokkurs konar geim höfn, sem gangi um hverfis jörðina. Mannaðar eldflaugar héðan af jörðinni verði siðan sendar til geimhafnarínnar, en þaðan gangi léttari geimskip út til hinna ýmsu átta. Þessi skip gætu verið mjög fín.byggð og léttbyggð, líkt og kinverskir pappírsdrekar, þar eð þau þurfa ekki að yfirvinna neitt verulegt aðdráttarafl. Einnig hefur verið stungð upp á þeim möguleika að senda héðan mjög stóra eldflaag beinustu leið til tunglsins. — Við vitum ekki náið af eld flaugasmíðum Rússa, en við vitum nú, að Rússar hafa smíð að mun sterkari goshreyfla — eða eldflaugahreyfla — en Bandaríkjamenn. — Bandaríkjamenn hafa aft Ur á móti í smíðum geysistór ar eldflaugar, að jafnri stærð og einnig miklum mun .stærri eldflaugar en þá, sem Rússar sendu nú umfoverfis jörðu — Þrjár stærstu eldflaugagerðir Bandaríkjamanna nefnast Cen taur (þar er broddurinn 4 tonn — þ. e. a. s. af svipaðri stærð og farkostur Gagarins), Sat urn (þar mun broddurinn véga um 15 tonn) og Nova, sem er upp undir 70 metra á hæð og margfalt stærri, en hinar tvær Eldflaugin Nova vegur mörg þúsund tonn, — En nokkur ár munu enn Hða, þar til þessar stærstu eldflaugar Bandaríkja manna verða tilbúnar. — Næsta stig, sem við get um búizt við frá Bandaríkja mönnum, er, að þeir skjóti mannaðri eldflaug vissan spöl upp á við. Þar á eftir verður næsta skref að skjóta mannaðri eldflaug út í hringrásina. — Þetta ætti að verða á þessu ári. — Ég tel, að Bandaríkjamenn muni allt að 5 árum á eftir Rússum i el'dflaugatækni — Þetta kemur til af því, að bandarískir ráðamenn vanmátu þýðingu geimrannsóknanna og létu hjá líða að nýta kunnáttu hinna þýzku sérfræðinga, sem fluttust til Bandarikjanna, þar sem Rússar aftur á móti þurrk uðu upp alla vitneskju, sem hjá þeim tæknisérfræðingum var að hafa, er til Sovétríkj anna fluttu, og héldu síðan áfram verkinu án þess að spara neitt íil. — Þar sem Rússar lögðu áherzlu á að byggja öfluga goshreyfla, lögðu Bandaríkja menn höfuðáherzlu á að smíða létt tæki, til þess að þeir þyrftu ekki eins stóra hreyfla, — én þetta starf þeirra kemur svo aftur að gagni, er þeir nota þess ar stóru eldflaugar og koma þá með fleiri tækjum, sem svo aftur gefa meiri upplýsingar. — Fyrst iiggur fyrir að kynna sér nánasta umhverfi jarðar: tunglið, Venus, Marz og Merkúr, en þar á eftir ytrí hnetti °g tungl þeirra, Líkleg ast er, að við síðari geimflug verði lent á tunglum þessara hnatta, en ekki hnöttimum sjálfum, þar eð það er auðveld ara viðfangs. í ferðalögum sem hverju geimskipi, — heizt mætti farþegatalan ekki fara niður úr þrem. Ýmsir telja, að kvenfóik væri að ýmsu leyti betur fallið til' geimferða en kariar. Bent er á til stuðnings þeirri kenningu, að konur séu í eðli sinu rólegri en karlmenn og iíkamsþarfir kvenna minni — Að sjálfsögðu skapast vandamál, þegar lent er á tungl inu eða tunglum annarra hnatta. Geimfararnir verða að stíga út i sérstökum geimbún jngum, hafa með sér allar nauð synjar; fæðu, súrefrii, vatn og taltæki. — Ekki þykir mér ólíklegt, að síðar verði reist á tunglinu nokkurs konar nýlenda. Þarf þá fyrst að byggja einhvers kon ar skála, þar sem fyrir yerður komið vélum, sem framleiða allt það, sem mennirnir þarfn ast til að geta haldið lifi við þær aðstæður, sem þar eru. Gisli Halldórsson Rætt við Gísla Halldórsson, verk- fræðing um nýjustu framfarir á sviði hnattferða og geimvísinda þessum verður eitt erfiðasta viðfangsefnið að flytja nægar vistir, — með vistum er átt við fæðu, vatn, súrefnj og annað það, er maðurinn þarfnast. — Nú þegar fara fram til raunir um .notkun sérstakra þörunga, sem dafna ákaflega fljótt, en þörungarnir geta nýtt kolsýruna, sem myndast við öndun geimferðamanna og breytt henni í súrefni og fæðu, sem raunar er hætt við að verði leiðigjörn til lengdar. — Meðan orka geimskipa er tiltölulega takmörkuð verður að hagnýta hraða og afstöðu viðkomandj hnatta með því að skjóta geimskipunum út á heppilegum tímum, sem mynd ast með nokkuð löngum milli bilum. Hljóta því ferðir sem þessar að taka nokkuð langan tima, þar eð sæta verður færi um brottferð og heimkomu og gæta mikillar. nákvæmni úm leiðarval. — Ég tel nauðsynlegt að senda fleiri en einn mann. í • — Hugsa mætt sér, að far þegi sem ætlaði til tunglsins, stigi í eldflaug hér, héldi til geimhafnarinnar, sem áður er gert ráð fyrr að komið hafi ver ið á fót og, sem svifi umhverfis jörðina. Á geimhöfninni stigi hann á fjöl geimskipsins, sem flytti hann á hringbrautina um hverfs tunglið, en þar færi hann í léttari eidflaug, sem nefna mætti „geimferju", Hún væri útbúin með f jaðrandi lend ingarfótum, og í geimferjunni ienti tunglfarinn á tunglinu. — Ég tel líklegt, að í okkar sólkerfi finnist einhvers konar burknalif og ef til vill nokk urs konar bakteríugróður en ekkj neinar lífverur í manns eða dýralíki. En ég.tel aigjör lega öruggt, að í ýmsum öðr um sólkerfum finnist háþrosk aðar verur, sem standa okkur framar — Mér hefur oft dottiðd hug að hugsanlegt væri, að lif gæti borizt milli sólkerfa í formi gróa eða tiltölulega stórra sam eina, — sbr. kjarnasýrusam eindirnar, sem taldar eru ein frumstæðasta eining lífsins. — Að einingar þessar, sem kynnu að hafa kastazt út í geiminn við árekstur, gos eða sprengingar á framandi hnöttum, hefðu síð an siglt hraðbyri fyrir þrýsting frá ljósi einhverra sólkerfa, — unz þær bárust. inn á aðdráttar svæði jarðar eins og svo marg ír loftsteínar, sem hér hafa hafnað Slikar geimagnir gætu hafa flutt með sér líf til jarðar innar. — Nýlega hafa borizt loft steinar, sem bera þess merki, að í þeim hafi verið lífræn efni, — og standa nú yfir rann sóknir á því. Jafnframt fara fram tilraun. ir á kveikingu lífs fyrir áhrif útfjólublárra geisla á vissar ammóniaklofttegundr, og virð- ast þessar tilraunir ætla ao bera árangur. — Með hvoru tveggja þessu móti gæti iíf stöðugt verið að Framh. á 14. síðu Alþýðublaðiö — 16. apríl 1961 y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.