Alþýðublaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 9
i *m unnu í happdrætti Alþýðublaðsins, Kristinn Breiðfjörð pípulagningameistari og, frú Sigurlaug óttir og 6 ára dóttir þeirra. IWllMffllWiHHMMMlifflBaiWMi—W—WHPtWttHiM——I——WB—M—MWI HÚSGÖGN Sófasett, 11 gerðir. Svefnsófar — Svefnbekkir Svefnstólar — Skrifborð Klæðaskápar — Kommóður Sófaborð — Vegghúsgögn — Dívanar. BÚ S LÓÐ Sími 18520 — Skipholti 19 (Gengið inn írá Nóatúni). Sálarrannsóknarfélag Islands heldur aðalíund í Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 17. “ apríl kl. 8 30 e. h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Að þaim loknum verður flutt stutt erindi. Stjórnin. Áskriftarsíminn er 14900 Alþýðublaðið — 16. apríl 1961 .0 ast með íöfðingja á þann :t skyldi ta sunnu H. Fyrst i undan þeir öfl- hörfuðu mtu ekki en þeir vel fyrir ðinganna )rgina. síðu. FYRIR NOICKRU var dregið í Happdrætti Al- þýðublaðsins um vinning, sem marga dreymdi um að eignast. Hann var eins og allir vita ferð fyrir tvo umhverfs jörðina á 80 dögum. Þegar dregið var korn upp númerið 899, og kom í ljós að eigandi mið- ans var Kristinn Breið- fjörð, pípulagningarmeist- ari. Tíðindamaður blaðsins skrapp heim til Kristns þegar honum var tilkynnt, að heppnin hefði verið með honum, og að í haust gæti hann ,,skotizt“ ásamt konu sinni umhverfis jörðina. Þegar Kristinn kom til dyra, og við höfðum sagt honum hverra erinda við værum komnir varð hann auðvitað glaður við og bauð okkur til stofu. Eg hélt að þið væruð að fá mig til að leggja pípur, sagði Kristinn og náði í konu sína, Sigurlaugu Sig urfinnsdóttur fram í eld- hús. Þegar við spurðum þau, hvort þau hefðu nokkru sinni farið út fyrir land- steinana, svaraði Sigurlaug því neitandi, og sagði að hún hefði ekki einu sinni komið til Vestmannaeyja! 'Við vorum einmitt að hugsa um að reyna að kom- ast til Norðurlanda í sum- ar, sagði Kristinn og brosti. Ég er nú búinn að vinna í 20 ár, og hef ekki tekið mér sumarfrí í allan þann tíma. Sigurlaug hafði setið þsgjandi meðan við vor- um að tala við mann henn- ar, svo okkur datt í hug að spyrja hana, hvort hún hefði áhyggjur af því að geta kannski ekki komið börnunum fyrir meðan á ferðinni stæði. Nei, það er allt í lagi, sagði Sigurlaug og hló. Við eigum ekki nema einn krakka, 6 ára stelpu, sem m^mma myndi ugglaust sjá um. Kristinn grein nú fram í, og sagði að hann hefði aldrei haft trú á neinum happdrættum, og hefði ekki búizt við vinningi í þessu fremur en öðrum. Ég endurnýjaði miðann minn daginn áður en dreg ið var, en ég hef átt tvo miða frá byrjun. Við sýndum nú hjónun- um kort og lýstum fyrir þeim ferðinni, sem þau eiga í vændum. Þegar við sögð um þeim að þau gætu far- ið landleiðis yfir hluta af Afríku, þ. e. á milli hafna, sem skipið kemur til, spurði Sigurlaug hvort ekki væri þarna fullt upp af óþjóðalýð. Við sögðum henni að þeirra yrði gætt af örugg- um fylgdarmönum og þetta væri alls ekki hættulegt. Mér er ekkert vel við að fara í haust, sagði nú Krist inn, þá fer vinnan aftur að aukast hjá mér, og þetta er svo skrambi mikið vinriu- tap. Ég ætti bara að nota ferðapeningana til að kaupa mér nýjan Volvo. Mig hefur aldrei dreymt um að geta farið svona ferð, sagði Sigurlaug. — Svona tækifæri koma ekki nema einu sinni á ævini. Þetta hlýtur að vera stór- kostlegt. Þegar við kvöddum sagði Kristinn: Jæja, við verð- um nú að fá að hugsa okk ur um í nokkra daga. — Svona nokkuð skeður ekki á hverju kvöldi. Nú er rétti tíminn til að glerja nýja húsið og skipía um gler í því gamla. Búið yður í tíma undir að Iækka hitakostnaðinn á komandi vetri. CUDO—einangrunargler sparar yður stór útgjöld án fyrirhafnar. Það sem er varanlegast er alltaf ódýrast. 5 ára ábyrgð. Á milli glerskífanna er blýlisti, sem festur er við rúður.nar með sérstöku plastefni sem hefur ó trúlegan teygjanleika. Glerskif urnar eru EKKI fa-st bræddar við blýlistann. CUDO — rúðan þolir því betur öll veðurátök, titring og högg. Þegar rúðan svignar eða þe.nsla verður í glerinu gefur plastefnið eftir án þess að samsetningin* skaðist og glarið brotnar því síði ur. Blýlisti Glerskífur. CUDOGLER h.f. Bautarholti 4 — Sími: 12056.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.