Alþýðublaðið - 19.04.1961, Side 5

Alþýðublaðið - 19.04.1961, Side 5
AFLASKÝRSLA frá 1. jan. : til 31. marz 1961, í Grindavík: Kg.: K.: Þorkatla 485,600 42 Þorbjörn 422.700 41 Þorsteinn 315.950 36 Júlíus Björnss. 250.830 33 Hrafn Sveinbj. II. 427.560 41 Hrafn Sveinbj. 371.105 45 Sæfaxi 368.160 31 Ársæll Sigurðsson 223.420 18 Máni 378.120 41 Hafrenningúr 249.640 33 Guðjón Einarsson 314.590 31 Stjarnan 325.670 37 Sigurbjörg 317.880 35 Arnfirðingur 337.840 39 Heimir 342.500 ' 38 Flóaklettur 268.405 36 Fjarðarélettur 266.440 31 Fróðaklettur 358.690 30 Faxaborg 248.370 19 Áskell 412.370 39 Vörður 365.865 37 Óðinn 191.150 31 Stefnir 215.460 22 Stella 79.745 12 Millý 38.380 6 7576.000 801 Minni bátar: Ólafur 135.238 29 Sigurvon 64.600 25 Var aflinn á sama tíma í 'íyrra 10.163.302 kg. í 1071 róðri 7775.838 855 UM kl. 9,30 í gærkvöldi var bifreidin R5273, sem er Ford '36, á leið vestur Hringbraut á talsverðri ferð. Þegar bifrerðin var komin rétt að gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar, dat annað afturhjólið skyndi- lega undan með þeim afleiðing- um, að ökumaður missti stjórn á farartækrnu. Lenti bifreiðin á steinsteyptum staur, sem brast við áreksturinn 0g „hengdi hauslnn“ á eftir, eins og hann væri að hneigja sig. Katlakór Reykjavíkur heldur söng- skemmtun KARLAKÓR Reykjavíkur heldur hinar árlegu söngskemmt anir sínar fyrir styrktarmeðlimi dagana 25 —29. þ. m. í Austtir bæjarbíói Söngstjóri er Sigurður Þórðarson, tónslcáld, en hann hefur verið stjórnandi kórsins frá stofnun hans 1926 og á kór. inn nú 35 ára afmæli. í tilefni afmælisins syngja alls 100 manns á þessum skemmt unum og eru þar komnir til liðs við kórinn um 60 eldri félagar — þar af tólf sem sungu á fyrstu söngskemmtuninni. Einsöngvarar verða óperu söngvararnir Guðmundur Jóns son og Guðmundur Guðjónsson, en einnig eru líkur til þess að Stefán íslandi, óperusöngvari, sem er gamall félagi í kórnum, komi heim frá Höfn til þess að halda upp á afmæli kórsins með því að syngja einsöng með hon um. Undirleikari er hinn góðkunni Fritz Weisshappel. Karlakór Reykjavíkur söng í haust’ nokkur lög inn á hæg genga hljómplötu fyrir Monitor í New York og tókst sala svo vel á henni, að fvrirtækið hefur boðið kórnum að syngja 15—20 lög inn á aðra plötu strax og tækifæri gefst. mmwwwwMwwMwwww Söng við mikla hritningu HIN UNGA bandaríska söngkona; Martina Arro- yo, hélt tónleika í Austur bæjarbíói í gærkvöldi við mikla hrifningu áheyr- enda. Martina er aðeins 25 ára að aldrr, en hefur þegar skapað sér mikla frægð fyjrir söng sinn. — Ilefur hinni fögru rödd hennar m. a. verið líkt við sópranrödd spænsku söngkonunnar Victoría de los Angeles. Söngkonan kemur að- eins tvisvar fram hér á landi og eru aðrir tónlerk- ar hennar í kvöld. Koma hcnnar hingað er upphaf tónlistarferðar til Evrópu, en það er þriðja söngferða lag hennar til Evrópu. LÖNG LANGA Þessi langa langa er á leiðinni upp á vörubíls- pall í Vestmannaeyjum. Eins og siá má á mynd- inni, er hér um stóra skepnu að ræða, hvork- meira né minna en 190 cm á lengd. Það var vélbáturimi Báran frá Vestmannaeyj- um, sem kom með löng- una að landi nú í síðustu. viku. Skipstjóri á Bárunni er Tryggvi Kristinsson, en myndina tók Trausti Jakobsson. <• t> r' t‘ t‘ ■ ' (• | $ % $ 1 <ö Stikker for- stjóri NATO París, 18. apríl. (NTB—Reuter) FASTARÁÐ Atlantshafsbanda lagsins óskaði í dag eftir því við Dir,k Stikker, fyrrverandi utan ríkisráðherra Hollands og núver andi fastafulltrúa lands stíns hjá NATO, að hann gerðist fram kvæmdastjóri bandalagsins. Er staða þessi laus eftir afsögn Paul Henri Spaak, belgíska jafn aðarmannaforingjans, er tók aft ur upp þráðinn í belgískum stjórnmálum. Ákvörðunin um málaleitan þessa við Stikker var gerð ein róma í ráðinu og komu’ ekki fram uppástungur um aðra menn — þótt áður hefði heyrzt að Frakkland hefði áhuga fyrir að fá ítalann Manlio Brosio í stöð una. Áður en Stikker getur tek ;ð við hinni nýju stöðu sinni verður hann að lá.ta af embætti sem fastafulltrúi lands síns hjá NATO Dirk Stikker er 64 ára gamall og þekktur sem ákafur talsmað ur evrópskrar samvinnu. Hann var formaður Efnahagssamvinnu stofnunar Evrópu (OEEC) 1950 —1952 og hafði þar áður verið ambassador lands síns í London og utanríkisráðherra þess. FræðsJukvöld Framhald af 16. síðu. trjárækt og hirðingu trjáa, en dr. Björn Sigurbjörnsson um grás og grastegundir. — Er að vænta þess, að marga muni fýsa áð heyra mál þeirra, og ætti erig inn áhugamaður um garðrækt a:ð sitja sig úr færi til að afla sér þeirrar þekkingar, sem þarjta verður völ á, á hagnýtum rækt imarmájum. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Fyrra fræðslukvöldið var á mánudaginn var í Háskólanum. Björn Kristjánsson garðyrkju maður flutti inngangsorð, en s;ö an flutti dr. Björn Jóhannessc.n mjög greinargott og fróðlegt ir indi um jarðveg og myndun á nýjum jarðvegi. Hann svaráSi síðan fyrirspurnum fundár manna. Að lokum sýndi Óli Val ur Hansson ráðunautur ):t skuggamyndir. — Þótti kvöldið takast mjög vel. Athygli er vakin á, að *á fræðslukvöldinu í kvöld ge::a menn gerzt félagar í Garðyrkfu félagi íslands, og er árgjaldi'ð 75 krónur. EFTIR 12 umferðir í einvígi Botvinniks og Tal hefur Botvinn ik 7 Vi vinning gegn ái/ó, 13. skákin var tefld í fyrradag og fór hún ií bið. Er talið fullvíst að Botvinnik vinni þá skák. Er Panchen Lama allur? Nýja Delhi, 18. apríl. (NTB—Reuter). BLABIÐ Hindustan Tim es hafði þa'ð í dag eftir flóttamönnum frá Tíbet, að Panchen Lama, andlegt yf irvald Tlíbet, væri látinn og hefði fallið fyrir kínverskri hendi. Panchen Lama naut áður trausts og stuðnings kínverskra kommúnista. Blaðið kveðst hafa fréttir þessar eftir tíbetskum flóttamönnum, er fyrir hálfum mánuði komu til Sikkim. — Ekki hafa ind versk yfirvöld enn staðfest frétt þessa. Aðalfundur ; Mjólkurbús Flóamanna AÐALFUNDUR Mjólkurbus Flóamanna var haldinn IIvoli, Hvolsvelli, í fyrradag. i Um 700 manns sóttu fundinp, : sem er hrnn fyrsti austan Þjóra ár og jafnframt fjölmennasfi ! aðalfúndur MBF, sem haldin a hefur verið. í skýrslu stjórnar kom m. n. fram, að um 2,5 millj. kr. var ; varið á árinu til að reisa ný~ ! byggingar og auka vélakort búsins. Innvegið mjólkurmagni jókst um 5,79% á árinu. Úr stiórn áttu að ganga séra Sveinbjörn Högnason og Sigítr 'grímur Jónsson, en voru báðir endurkjörnir. í stað Egils G:\ Thorarensen var kjörinn Ágúrt i Þorvaldsson, alþingismaður. Alþýðublaðið — 19. apríl 1961 C\

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.