Alþýðublaðið - 19.04.1961, Page 8

Alþýðublaðið - 19.04.1961, Page 8
ic STRJÚKA AÐ HEIMAN í NÆSTA mánuði verð ur hafin herferð manna í ýmsum löndum fyrir því að þúsundir unglinga margra þjóða fá> að losna úr frönsku útlendingaher- sveitinni og að bannað verði að ráða unga menn til þjónustu þar án feng- ins leyfrs ættingja og vandamanna — og ríkis- stjórna híutaðeigandí ríkja. Það er sérstakur félags- skapur á Italíu sem stend ur fyrir þessu. Félagsskap urinn hefur náið samstarf við Sameinuðu þjóðirnar í ýmsum málum. Forstöðu- maður hans er ítalskur pró fessor við Genúa-háskóla, Grammatica að nafni. Prófessorinn segir að líklega muni Útlendinga- hersveitin leysast upp þeg- ar friður er kominn á í Al- sír, en þó muni Frakkar sennilega þurfa að hafa á einhverju liði að skipa til þess að halda uppi lögum og reglu í Sahara. Hersveitin ræður menn á aldrinum 18 ára til fer- tugs í þjónustu sína. Flestar erlendar ríkisstjórn ir láta það afskiptalaust ef fullorðnir menn eru skráð ir til herþjónustu í Útlend ingahersveitinni en þeirra á meðal eru oft forhertir glæpamenn. Hins vegar mótmæla þær eindregið að ráðnir séu drengir á gelgjuskeiði sem strjúka að heiman vegna uppsteits gegn foreldrunum eða ganga í hersveitina vegna< rómantískra draumóra. Venjulega láta Frakkar þessa unglingspilta taka upp ný nöfn og segja rangt til þjóðernis cg afneita með öllu að þeir hafi gengið í Útlendingahersveitina ef erlendir ræðismenn spyrj- ast fyrir um það Mörg lönd Vestur-Evrópu hafa mót- mælt harðlega þessari „ó- mannúðlegu“ afstöðu Frakka, en þeir segja sjálf ir, að það sem um útlend- ingahersveitina sé sagt sé undantekningarlítið rógur og illmælgi. Svissneskur herráðsfor- ingi í Bern hefur látið svo um mælt, að ef spurzt sé fyrir um hvort einhver á- kveðinn unglingur hafi gengið í Útlendingaher- sveitina sé svarið undan- tekningarlítið neikvætt þangað til dag nokkurn að foreldrum er stundum til kynnt að hann hafi fallið eða að hann er sendur heim fársjúkur. Þá verður svissneska stjórnin að sjá þeim farborða það sem þeir eiga eftir ólifað, segir þessi svissneski herforingi. * FLÓTTATIL- RAUNIR Þótt frönsk lög banni að fieiri menn en 32.000 séu í Útlendingahersveitinni hafði hún allt að 60 þús hermenn undir vopnurn þegar Indó-Kína styrjöld- in stóð sem hæst. Um 300 Svisslendingar 'féllu í orr- ustunni um Dien Pien Pu. Um 50% allra hermanna Útlendingahersveitarinn- ar eru enn sem fyrr Þjóð- verjar og Austurríkis- menn. Haft er eftir alsírskum upreisnarmönnum að ein- hver „Si Mustafa majór“, sem áður fyrr var Berlínar búinn Hans Mayer, hafi tekizt að koma rúmlega 3.000 þýzkum hermönnum úr Útlendingahersveitinni aftur til Þýzkalands. sælustu ENN birtum við til gam- ans lista yfir tíu vinsæl lög. Við höfum birt lista vinsælla laga í Englandi og í Noregi, en nú snúum við okkur að Bandaríkjunum. Þetta voru sem sagt vinsæl ustu lögin í Bandaríkjun- um í síðustu viku: 1. Blue Moon (The Mar- cels). 2. Anache (Jörgen Ing- mann). 3. Dedicated to the one I love (The Shirelles). 4. Runaway (Del Shann- on). 5. On the Rebound (Floyd Cramer). 6. But I do (Clarence Henry). 7. Surrender (Elvis Presley). 8. Don’t worry (Marty Robbins). 9. Mother in Law (Ernie K. Doe). 10. Walk right back The Everly Brothers). 'Vinsælustu hæggengu plöturnar virðast vera „Calcutta11 með Law- rence Welk, „G. I. Blues“ með Elvis Presley og „Ex- odus“ úr samnefndri kvikmynd. FÁUM hefði dottið 1 hug.að myndunum tve: og sama persóns ir Susannah Yo ensk yngismær farin að leika í um. Myndin a: 11m - w mtHKtinimm VARÚD ! Ef stefnumót um í eða þurfið að ge áríðandi skulið ykkur! Sálfræði nefnilega, að Um alllangt skeið hafa ljótar fréttir borizt frá ýmsum löndum — t. d. Þýzkalandi, Sviss og íalíu — um að ungir menn væru tældir í útlendingaher- sveitina. En franska her- málaráðuneytið og Útlend- ingahersveitin hafa ávallt vísað allri gagnrýni á bug. •ww g 19. ap.íl 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.