Alþýðublaðið - 19.04.1961, Síða 13

Alþýðublaðið - 19.04.1961, Síða 13
ins af hálfu stjórnarinnar? Mundi það ekki fremur auð velda það verk okkar að styðja réttan málstað, ef útlendir stjórnarerindrekar í Suður Af ríku eiga kost á að halda fram skynsamlegri skoðun og sann girni gagnvart þjóð og stjórn Suður Afríku. Vér skiljum vel að þetta mál veki djúpar tilfinningar hjá sendinefndum Afríkuríkja, en oss finnst að Sameinuðu þjóð irnar eigi e\m á ný að fara varlega í sakirnar, og einmitt til þess að reyna að fremsta megni að spilla ekki aðstöðu né hagsmunum hins mikla mei.r:hluta af blökkumönnum, sem Suður Afríku byggir. íslenzku sendinefndinni finnst tillaga sú, sem hér ligg ur fyrir frá Ce.ylon, Malaya og Indlandi, ná betur þeim til gangi að hjálpa milljónum blökkumanna í Suður Afríku, og vera líklegri til þess að hafa góð áhrif í þá átt. Sú ályktun gerir sterkar, jákvæða.r kröfur. í>ar eru endurteknar allar fyrri umkvartanir og tilmæli, og farið fram á að stjórn Suður Af ríku endurskoði stefnu sína i kynþáttamálum í samræmj við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og skyldur sínar henni sam kvæmt Vér munum bessvegna greiða henn; atkvæði. og í Þeirri von, að málstaður rétt lætisins muni bráðlega mega s'n betur. Að lokum vil ég segja, herra formaður, að íslenzkra sendi nefndin er lítt trúuð á þá að ferð að hóta refsiaðgerðum. Samkvæmt stofnskrá vorri, ber að gæta mestu varúðar við að beita slíkum aðgerðum, og tal ið, að þær séu fyrst og fremst á verksviði öryggisráðsins Því baráttan fyrir frelsi hins mikla meirihluta af íbúum Suður Af r’ku er ekk; háð af neinum hefndarhug, heldur stjórnast liún af ósk um að vinna bug á ranglátri og skaðlegri stefnu og hennar aðferðum, og til að bæta hag og kjör hins svarta kyns í Suður Afríku. Réttlátur Framhald af 4. síðu. núverandi dómsmálaráðherra ísraels, og Dr. Moshe Smoira, fyrsti forseti hæstaróttar. Ár ið 1940 gerðist hann dómarL og skipaði brezka stjórnin hann dómara í Haifa. Þegar ísrael fékk sjálfstæði, varð hann dóm ari í héraðsdómstóli og 1953, þá 41 árs að aldri, var hann. skipaður i hæstarétt. Landau er kvæntur og eiga þau hjón þrjár dætui. Erlend tíðindi Framhald af 4. síðu. ekki nokkurn skapaðan hlut. Nú, þegar Tshombe hyggst lag færa það, sem þá var gert, senda SÞ her á móti honum, og það er einmitt indverskt lið, sem sent er. Persónulegur full trúi Hammarskjölds í Kongó er líka Indverji. Þetta er væg ast sagt óheppileg tilviljun og fremur til að vekja grunsemd ir í Kongó en draga úr þeim. Mexikcborg (UPI) Framfærslukostnaður í Mexikó óx um 54% á árunum 1954 til 1959 en Mexikó var þó eitt þeirra ríkja þar sem hann óx minnst. Vöxtur verð bólgunnar Varð nfinnstur í Perú. eða 52% á sama tíma- bili. í Kólumbíu var verðbólg an hins vegar naest eða 62%. Til samanburðar má geta þess að verðbólgan óx um 9% á þessum tíma í Bandaríkjun- um. Stríðsbrak orðið að barnaglingri Á EYJUM og ströndum Kyrrahafsins má víða sjá minjar frá heimsstyrjöld inni þótt liðin séu 16 ár síð an henni lauk. Iíálfónýtir flugvélabúkar, bálar og eyðilögð skip eru á mörg um eyjum uppáhaldsstaðir barnanna til leik*,, Tfir gefnar failbyssur og hvers kyns hernaðartæki eru þeim furðuverk sem gam an er að skoða og leika sér í. Allt eru þetta dapurlegar minjar um dauða og tor timingu og bardaga í stvrj iif dinni þótt börnin geri sér það ekki Ijóst. Gróður sæld og frjósemi Suðurhafs eyja haía verið fljót að vefja þessa framandi undra gripi vafurviðum og gróðri þar sem frumskógurinn hefur náð til þeirra. Fegurð náítúrunnar er fljót a® hylja ummerki eftir mistök reaanamta og grafa meniar stríðsguðsins í sendna strönd eða þétta skóga. SENDINEFND íslands hefur ekki viljað taka þátt í hinni löngu,langdrægu og næsta ein hliða umræðu, sem hér hefur farið fram um mál það, sem kallast: Suður Afríkanska kyn þáttadeilan, sem sprottin er af apartheid stefnu stjórnarinnar í Suður Afríku. Leyfið mér, herra formaður, að gera stutta grein fyrir afstöðu vorri til þeirra tveggja tiliagna, sem liggja fyrir þessari nefnd, er nú verður gengið til atkvæða um. ísland er eitt þeirra landa, sem stóð að tillögunni um að .þetta mál skyldi tekið á dag skrá þingsins. Siðan málið fyrst kom fram á allsherjar þingj Sameinuðu þjóðanna 1952, heíur ísland á hverju ári greitt atkvæði með tillögum, þar sem skorað var á stjórn Suður Afríku að endurskoða s-tefnu sína í þá átt, að veita öllum kynþáttum í landi sínu fullt frelsi og öll mannréttindi En þegar árið 1947, þegar mál éfni Indverja í Suður Afríku voru á dagskrá allsherjarþings ins, veittist mér tækifær; til að taka fram, að það væri ein dregin skoðun vor, að „öllum þjóðum heims tun gjörvallan heim berj að veita sömu mö-gu leika og sömu réttindi, og að mannúð og. lýðræði skyldi r:kja“. Vér komumst mjög á kveðið að orðum um skoðun vora: „Hvar sem er minnsti skuggi af efa um að fullrar mannúðar sé gætt, þá verður sá skuggi að hverfat’. Vér höf um ekki breytt um skoðun. Oss finnst að ekki sé hægt að leyfa að haldið sé áfram að neita milljónum manna í Suð ÍSLENDINGAR hafa tekið ákveðna af- stöðu gegn kynþátta stefnu Suður-Afríku stjórnar. Hinn 7. apr íl gerði Thor Thors sendiherra grein fyr ir viðhorfum okkar í ræðu í hinni sér- stöku stjómmála- nefnd Sameinuðu þjóðanna, og birtist ræðan hér með. ur Afríku um mannleg rétt indi. Afstaða sendinefndar minn ar til hinna tveggja tillagna, sem hér liggja fyrir, miðast við það eitt, hvernig þessum til gangi bezt verði náð. Oss þyk ir miður að hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að þær að ferðir og aðgerðir, sem ráð er fyrir gert í tillögu hinna 25 Af ríkuríkja, muni ekki gagna þeim tilgangi, og munum því greiða atkvæði gegn tillög unni, Sérstaklega finnst sendi nefnd minni, sem refsiaðgerð ir þær, sem 5. grein tillögunn ar mælir sterklega með, muni ekki koma hinu blakka kyni í Suður Afríku að neinu gagni. Setjum svo að öllum skipum, sem sigla undir fána Suður Af ríku væri bannað að koma í nokkra útlenda höfn. Hverjir myndu gjalda þess? Það myndi vitanlega skaða hagsmuni skipaeigenda, en myndi það ekki koma enn harðar niður á sjómönnum og hafnarverka mönnum, þegar til lengdar léti, og þeir færu að missa atvinnu sína. Gerum ennfremur ráð fyr ir að eigendur útlendra skipa ættu að banna þeim að sigla tii Suð(ur Afríkanskra hafna — hverjum kæmi það harðast niður á? Ekki hinum færri hvítu mönnum, heldur hinum mörgu svörtu. Það myndu verða þeir, sem fyrstir yrðu sviptir atvinnu og látnir líða skort á daglegum nauðsynjum. Hvað væri við það unnið? Dett ur nokkrum í hug að hægt sé að beita stjórn Suður Afríku beinni kúgrm? Ekki bendir for tíðin til þess Það virðist aug ljóst að stjórn landsins muni aldrei láta undan neinni þving un af hálfu Sameinuðu þjóð anna. Spurningin er hvort stjórnin muni einhverntíma láta undan skynsamlegum rök um og skilja stefnu vorra tírna. Hverjum getur dottið í hug í alvöru, að slit stjórn málasambands við Suður Af ríku, eins og tillaga Afríkuríkj anna fer fram á, muni stuðla að skynsamlegri íhugun máls ALþýðublaðið — 19. apríl 1961 í J

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.