Alþýðublaðið - 23.04.1961, Blaðsíða 4
mg
um léððhreinsun
Samkvæmt 10.. 11. og 28. grein heilbrigðissair^þyk'ktar
fyrir Reykjavík er lóðareigendum skylt að 'halda lóðum
sínum hreinum og þrifalegum og sjá um. að lok séu á
sorpílátunum.
Umráðamenn lóða eru hér með áminntir um að flytja
nú þegar burt af lóðum sínum allt, sem veldur óþrifnaði
og óprýði og hafa lokið því eigi síðar en 14. maí nk.
Hreinsunir. verður að öðrum kosti framkvæmd á kostn
að húseigenda.
Þeir. sem kynnu að óska eftir tunnulckum. hreinsun
eða brottflutningi á rusli. á sinn kostnað. tilikynni það í
síma 13210 eða 12746.
Úrgang og rusl íkai flytja í sorpeyðingarstöðina á Ár-
túrþhöfða á þeim tíma sem hér segir:
Alla virka daga frá kl. 7.30—23.00.
Á helgidögum frá kl. 10.00—18.00.
Hafa ber samráð við starfsmenn stöðvarinnar um losun.
Sérstök athygii ska| vakin á því. að óheimilt er að
flytja úrgang á aðra staði í bæjarlandinu. Verða þeir
látnir sæta ábyrgð. sem gerast brotlegir í þvá efni.
Reykjavík, 21. aprí] 1961.
BÆ J AR VERK FRÆÐINUR.
Sumarsýning
elgina:
I DAG er opnuð ný mynd
listarsýnign i húsi Ásgrims
Jónssonar, Bergstaðastræti
74. Hún er sú þriðja li röð
'inni síðan safnið var opn
að 5. nóv. sl., og mun hún
standa fram eftir sumri.
Með þessari sýningu er
leitast v'ið að sýna þróun
li list Ásgríms um þvi nær
sex áratuga skeið, og þá
m. a. haft í huga ferða
fólk. — Elzta verkið á
sýningunni er frá 1899. en
það yngsta frá 1958.
Nú er sýnd í fyrsta sinni
frummymlin að' stærstu
eidgosmynd Ásgrims, sem
hann nefndi Sturluhlaup,
og er síðasta ofiumyndin
sem listamaðurinn vann að,
Geíið hefur verið út á
vegum Asgrímssafns lítið
upplýsingarit, á fjórum
tungumálum, um málarann
og safnið.
Ásgrímssafn er opið á
sunnudögum, þriðjudögum
og fimmtudögTim frá kl.
1,30—4 Aðgangur er ó
keypis.
i*
FÁIR IILUTIR eru eins
dularfullir í íslenzkri pólitík
og hin miklu peningaráð
kommúnista. Þá skortir aldrei
fé. hvort sem þeir þurfa að
kaupa milljónafasteignir í
Reyk.javík, reisa stórhýsi við
aðalgötur borgarinnar, leggja
hundruð þúsunda í ný áróðurs
félög eða senda menn sína út
og suður. Engum heilvita
manni dettur í hug, að þessar
milljónir fáist með fjársöfn-
un hjá íslenzkum alþýðu-
mönnum. Hvaðan koma pen-
ingarnir?
Til að fá svar við þessari
spurningu er fróðlegt að
kanna, hvað upplýst hefur
verið um slík rnál erlendis. í
Vestur-Evrópu er nákvæm
lega sömu sögu að segja af
öðrum kommúnistaflokkum.
að þá skortir aldrei fé, en þar
hafa séð dagsins Ijós mjög
athyglisverðar upplýsingar
um þessi mál.
Þegar eftir að rússneska
bvltingin var gerð, hófst fjár
styrkur frá Sovétríkjunum til
kommúnistaflokka utan
þeirra. Þá var engin leynd
yfir hjálpinni. Hinn 26. desem
ber 1917 var gefin út opinber
tilskipun um slíka hjálp til
..hins alþjóðlega arms komm-
únismans“ og veitt til þess
fyrstu tveim milljón gullrúbl-
unum. Eftir því sem skipu-
lag Komintern, alþjóðasam-
bands kommúnista, batnaði,
urðu upphæðirnar fleiri og
hærri. Þegar leið fram yfir
1930, fór að bera á vaxandi
leynd yfir þessum peninga-
straumi. Þá voru notaðir sér-
stakir, leynilegir sendimenn
til að fara með peninga á
milli, og komst starfsemin
upp um suma þeirra, til dæm
is Zaslavski og Borodin. —
Fyrrverandi kommúnisti í
Danmörku, Rich. Jensen hef-
ur í endurminningum sínum
lýst því, hvernig danskir
kommúnistar fengu peninga
sína frá Rússum.
Eftir síðari heimsstyrjöld-
ina var þessi peningahjálp til
kommúnistaflokkanna endur
skipulögð. Kominform, eins
og alþjóðasambandið hét þá,
hélt fund um þessi mál í
Szklarska Poreba í Póllandi
og samþykkti, að peninga-
hjálpin skyldi framvegis
klædd í búning löglegra við-
skipta.
Einn af fremstu foringjum
ítalskra kommúnista. sem
síðar var rekinn úr flokknum,
Eugenio Reale, hefur upplýst,
hvernig hin nýja aðferð var.
Hann skýrði það með dæmi,
sem kom fyrir þegar á fund-
inum í Póllandi. ítalskir
kommúnistar áttu í miklum
erfiðleikum með blað sitt. Un-
ita, og óskuðu eftir styrk.
Zdanov hringdi þá þegar til
Stalins, sem gaf fyrirskipun
um að innflutningsdeildir
Sovétríkjanna skyldu kaupa
20.000 smálestir af sítrónum
og appeisínum á Ítalíu.
Italskir kommúnistar komu
sér upp verzlunarfyrirtækj-
um, og létu eitt þeirra kaupa
ávextina fyrir lægsta fáan-
legt verð á Ítalíu. Síðan
greiddu Rússar yfirverð fyrir
vöruna og fór greiðslan fram
í dollurum, en ítalski Þjóð-
viljinn losnaði úr fjárhags-
vandræðum sínum um sinn.
Fyrirtæki ítalska kommún-
istaflokksins, sem<notuð eru
til að fela hjálpina frá Rúss-
um, heyra innan flokksins
undir sérstaka stjórn, sem
kallast „Ufficio Studi“ og var
Eugenio Reale lengi formað-
ur hennar, svo að ekki verð
ur efast um, að hann veit,
hvað hann er að segja.
Þessi viðskiptahjálp er þó
ekki öll sú fjárhagsaðstoð,
sem Rússar veita 'kommún-
istaflokkiun Vestur Evrópu,
í Frakklandi hefur Auguste
Lecoeur, sem áður var fram-
kvæmdastjóri franska flokks
ins' upplýst, að um slík við-
skipti hafi komið til Frakk-
'lands um 1 milljón franka,
árlega, en eftir öðrum leiðum
5 milljónir. Hann skýrði frá
því, að þessi fjárframlög hafi
verið dulin með því að stofna
til svokallaðrar fjársöfnun-
ar meðal franskra kommún-
ista og kalla féð hluta af þeim
tekjum.
í sumum löndum hafa
kommúnistaflokkarnir ekki
beint samband við Sovétrík-
in með þessar fjárgjafir,
heldur við flokkana í ná-
grannalöndum sínum. Þannig
heyrir svissneski kommún-
istaflokkurinn undir ítali og
fær sitt rússneska fé L'á ít-
alska flokknum.
Þessar upplýsingar leiða
hugann óhjálcvæmilega að
ýmis konar starfsemi komni
únista á íslandi. Það er vissu
lega ekki tilviljun, að ein-
mitt hokkrum árum eftir
stríð byrjuðu þeir — flokkur
verkanianna og öreiga — að
stofna ný heildsölufyrirtæki,
Þessi fyrirtæki hafa blómg-
ast og reka mikil og margvís
leg viðskipti. Þeirra á meðal
eru Mars Trading Co., Borg-
arfell h.f., Baitic Trading Co.,
Istorg og sjálfsagt einhver
fleiri. Er það skoðun kunn-
ugra. að þessi fyrirtæki séu
einmitt stofnuð í þeim til-
gangi að framkvæma stefn-
una frá Szklarska Poreba og
skapa tækifæri til að flytja
Framhaid á 11. síðu.
4 23. apríl 1%1 — Alþýðubiaðið