Alþýðublaðið - 23.04.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.04.1961, Blaðsíða 7
í NÝJU íbúðinni að Hátúni 4 var. veitt kaffi í fyrsta sinni 18. apríl sl. Tvær ,,húsmæður“ Ihöfðu nóg að gera við að hella uipp á könnuna í vistlegu, björtu eldhúsinu — og vina legur kaffiilmur barst í fyrsta sinni um þetta nýja hús. Á und an og eftir kaffidrykkju fengu gestir að skoða sig um, rápa um alla íbúð, skoða í hólf og gólf, setjast í alla stóla (ef þeir vildu), kíkja inn í skápa, strjúka borðplötur, spyrja um liti, lögun og yfirleitt allt, sem þá lysti. 18. aprí] sl. var blaðamönn um boðið að skoða hina nýju happdrættisíbúð DAS, sem dregið verður um á komandi vori. íbúðin er búin húsgögnum, máluð og innréttuð eftir nýj ustu fízku, og mun því mörg um vera forvitni á að sjá þar húsbúnað og hýfoýli, — þótt allir séu ekki svo bjartsýnir að vonast til að hljóta happið á úrslitastundinni. íbúðin var op in almenningi á sunnudaginn var, og var aðsóknin þá svo gíf urleg, að margir kusu frá að hverfa heldur en bíða í biðröð í lengri tíma fyrir utan dyrnar. Nú mun í ráði, að hafa íbúðina til sýningar í dag. — Þeir, sem ekki hafa aðstöðu til að sjá þessa „fyrirmyndar íbúð“ hafa ef til vill eitthvað gagn eða gaman af að heyra frá því, hvernig þar lítur út og skal 6kýrt frá því í fáum dráttum. . 4 Hér er um að ræða fimm her bergja fbúð og eldhús. Tvær stofumar, —borðstofa og setu stofa, eru þó svo samliggjandi, að fremur mætti tala um eina stofu en tvær. íbúðin er öll máluð í Ijósum litum, húsgögn in, sem munu fengin frá hý býladeild Markaðarins, eru mestmegnis, — ef ekki öll, úr ieakviði, um loftljós er ekki að ræða, heldur lampa, og er miðað að því að lýsa upp hvern hluta stofanna eins O’g út af fyrir sig — og að ljósið komi einmitt þar, sem þess er þörf(" í stað þess að lýsa allt upp með loftljósum, eins og fram til þessa hefur verið mest um. Enda þótt íbúð þessi sé á all an hátt nýtízkuleg, björt og vistleg, — er þó ekkert sérstak lega ,,nýstárlegt“ þar að sjá, sem ekki hefur sézt hér áður, nema hvað að í eldhúsinu er lítið „barborð", sem sjaldséð mun í íslenzkum eldhúsum, og sem ef til vill einnig þarna á að gegna einhverju öðru hlut verki, en að þar sé skenktur vínandi tii gesta. Frú Guðrún I. Jónsdóttir, hý býláfræðingur, annaðist niður Þannig er umhorfs í toppíbúð DAS við Hátún, þeirxi sem sögð er kosta milljón. og millján króna lyfta skipan húsmuna og innanhúss „skreytingu". Við vékum máli okkar að henni og spurðum. hana, hvers helzi væri að gæta við hýbýlaskreytingu yfirleitt, hvaða reglum hýbýlafræðingur inn fylgdi, hvaða litir og efni væru ráðandi í ár og báðum hana að segja okkur frá öðru þvi, sem nýtt væri á sviði hý býlafræðinnar, en frú Guðrún er, eins og mörgum mun kunn ugt, nýlega komin frá námi er lendis. Hún hefur á stuttum tíma unnið sér álit í sinni grein, og hún er sérlegur ráðunaut ur hýbýladeildar Markaðarins, þar sem hún er til viðtals tvis var í viku fyrir þá, sem vilja frá ráðleggingar um niðurskip un húsgagna, liti, efni eða ann að slíkt, sem hýbýlainnrétting varðar. — Fyrst er að gera sér ljósa afstöðu hlutanna, raða niður fyrir séí hvar húsmunir eiga að standa í herberginu, síðan er að huga að litum á veggjum og lofti, lýsingu, þá ákveða efni og lit gluggatjaldanna, og loks kemur röðin að smáhut unum, sem ef til vill setja hvað mestan svip á heimilið. — Fyrsta skilyrðið er kannski tal ið nú, að hafa ekki of mikið af húsgögnum, hteinar línur, og með þvi að fylgja þessari reglu skapast róleg heildarmynd. E£ til vill mætti orða þetta þann ig, að einfaldleik'inn og fast form væri það, sem er undir staðan. — Taka verður með í reikninginn, hvar komið er inn, hvað fólkið sér fyrst, hvað það á að sjá fyrst, hvað mest á að vera áberandi, hvað dregur að sér athyglina og þar fram eftir götunum. — Litir eru nú að miklum meiri hluta mildir og ljósir; skerandi liti eða veggi í öðrum lit, sem stingur í stúf við annað, er varla um að ræða nema í einstökum til fellum. — Hvað viðvíkur efni, er það að segja, að teak virð jst heldur á undanhaldi — þótt enn sé það mikið notað. T. d. er teak mjög gott í borðplöt ur, hillur og ýmislegt slíkt, þar sem borðfætur jrrðu aftur sterk ari úr eik. — Fólkið virðist eins og vera farið að gera sér Ijóst, að eik og ýmiss annar viður er einnig til — ekki að eins íeak. Var gott að innrétta þessa í búð. — Já, — og ég vil taka það fram, að mikil og góð samvinna var ríkjandi milli þeirra, sem hér íögðu hönd að verki, og þvi var allur vandi auðleystur. Axel Sigurðsson, verzlunar stjóri í hýbýladeild Markaðar ins, var þarna og tii staðar. — Hann sagði, að ef sá heppni hefði dálltið af peningum í pokahorninu fengi hann ekki einungs öll húsgögnin frá Mark aðinum, heldur tæki hýbýla deild Markaðarins af honum all ar áhyggjur, byggi húsið hús gögnum, heimilistækjum, öllu, sem þörf væri á í húsi, meðan eigandinn væri í sumarfríi — ef hann bara vildi — (já, sem sagt, e£ hann ætti peninga til að borga greiðann). Ekki minnt ist Axel á, hvort Markaðar menn vökvuðu blórr.in— með an húsbóndinn væri að heiman — en það hlýtur einnig að vera fáanlegt. Þórunn Egilsson og Olga Hallgrímsson renndu til sand blásnu glerhurðunum í eldhúa skápunum, heltu meira kaffi á könnuna og sögðu, að það værl ánægjuegt að vinna í eldhúa jnu. Tif þess að vera viss um að ganga ekki framhjá neinum nefnum við engin r.öfn í sam bandi við byggingu þessa húss, sem annars er fyrsta húsið, sem byggt er úr íslenzku sementi, var byggt upp á 8 dögum (níu hæðir), og þar sem efsta hæðin er happdrættisvinningur DAS. Lyftan í húsinu er kapítuli út af fyrir sig. Hér er um að ræða fullkomnustu iyftu á ís landi og er þar allt sjálfvirkt. — Sá, sem hreppir íbúðina á efstu hæðinni, verður því ekki einungis fyrir því láni, sem felst í því að eignast nýja, glæsi lega ibúð fyrir 30 kr„ með tveim svölum og dýrlegu út sýni. heldur fær hann tækifæri til að ferðast oft á dag í lyftu, sem ein út af fyrir sig kostaði eina milljón króna. Alþýðublaðið — 23. apríl 1961 y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.