Alþýðublaðið - 25.04.1961, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 25.04.1961, Qupperneq 2
4RSt]órar: Gísll J. AstþOrsson (áb./ og Benedlkt urðndal. — FuUtrtiar rlt- ■tJOmar: Sigvaldl Hjálmarsson og IndriSi G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: KOrgvin GuSmund n. — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — ASsetur: AiþýSuhúsiS — Prentsmiðja AlþýðublaSsins Hverfis- gðtu 8—10. — Askriftargjald: kr. 45,00 á mánuðl. í lausasölu kr. 3.00 eint tRgcíand.: AlþýSuflok urinn — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson Byltihgin í Algier Á SKÖMMUM TÍMA hafa tugir milljóna af hin- •um innfæddu íbúum Afríku fengið frelsi og fuli- veldi, og hvert lýðveldið á fæ'tur öðru hefur tekið við af nýlendum hinna gömlu stórvelda. Á tveim stöðum hefur þessi þróun þó mætt heiift- arlegri andspymu, syðst og nyrzt í álfunni, í Suður-Afríku og Algier. Á þessum landshomum er lóftslag mun mildara en á hitabeltissvæðum •um miðbik álfunnar. Af þeim sökum hafa hvítir menn setzt þar að í stórum hópum og telja millj- ónir. Hafa þeir margir hverjir búið í löndum þessum í marga ættliði og telja sig af þeim sök- um eiga þar sterkt tilkall. Fyrir nokkm kom fram á alisherjarþmgi Sam einuðu þjóðanna viðhorf yfirgnæfandi hluta mannkynsiíns til SuðurAfríku og apartheid-stefnu stjórnarvaldanna þar. Ekki er um sambærilega stefnu að ræða í Algier, sem betur fer, en heift fer þar geysileg milii hinna innfæddu Frakka og hinna innfæddu Araba. Til skamms tíma. var aimenningsálit í Frakk- landi að miklu leyti á bandi Frakkanna í Norð ur-Afríku. En það hefur, fyrir viturlega forustu de Gaulle forseta, breytzt veruiega, og er ástæða til að ætla, að allur þorri frönsku þjóðarinnar líti nú raunhæfari augum á þetta vandamál, Það þýðir ekki að ætla tveim milljónum Frakka að ríkja og ráða yfir átta milljónum Arabá. Þar verður að koma til jafnréttl um yfirráð atvinnu tækja og pólitísk stjórn og fullkomin mannrétt- indi til handá öllum. Svo virtist til skamms tíma sem de Gaulle væri að leiða þetta eriiða mál til friðsamlegra lykta. Hann haífði fengið foringja Serkja tíH að Jofa að setjast við samningaborð, en það hlaut að þýða, að hinir síðarnefndu eygðu möguleika á lausn, sem þeir teldu viðunandi. Nú hafa afturhaldsöfiin meðal hinna frönsku Norður-Afríkumanna náð yfirtökunum og þeir hafa, með ráðum sínum í franska hernum, gert uppreisn. Víðtæk samstaða virðíst vera í Frakk landi gegn þessari uppreisn, og hafa öll verka- lýðssamböndin til dæmis lýst sig andvíg henni. Verður að vænta þess, að stjórn de Gaulles tak- ist að ráða niðurlögum byltingarinnar og knýja fram lausn á Algiermálinu, sem er í samræmi við anda samtíðarinnar. Áskrifiarsiminn er 14900 2: 25. apríl 1961 —•. Alþýðubiaðið 100 klukkustundir KARLAKÓR Reykjavíkur heldur fyrsta samsöng sinn af fimm fyr.ir styrktarfélaga í kvöld kl. 7,15 í Austurbæjar bíói. Stjórnandi kórsins er Sig urður Þórðarson tónskáld, ein söngvarar Guðmundur Jónsson og Guðmundur Guðjónsson óperusöngvarar, en undirleik ari er Fritz Weisshappel. Vonir stóðu til að Stefán íslandj óp erusöngvari, sem margoft hef ur verið einsöngvari með kóm um, gæti komið til landsins og sungið með kórnum að þessu sinni, en af því gat ekki orðið, því að hann er bundinn við störf við Konunglegu óperuna í Kaupmannahöfn. Söngskrá kórsins er að vanda mjög fjölbreytt, og verða flutt lög eftir innlend og erlend tónskáld: Árna Thor steinsson, Björgvin Guðmunds son, Karl O. Runólfsson, Sig valda Kaldálóns og söngstjór ann, Sigurð Þórðarson, Grieg, Hándel, Donizetti, Schumann og fleiri. í tilefni af 35 ára afmæli kórsins hafa margir gam’lir kór félagar æft með kórnum í vet Sigurður Þórðarson, söngstj. ur, og koma fram á þessum samsöngvum. Verða því sum lögin sungin af 100 manna kór’, og mun þetta vera algjör nýj ung í starfsemi karlakóra hér á landi. Karlakór Reykjavíkur 35 ára Starfsemi Karlakórs Reykja víkur stendur með miklum blóma. Á starfsárinu, sem nú er að ljúka, hefur kórinn a!lg efnt til 48 samsöngva hérlend is og erlendis, og þá oftas; í söngförinni til Vesturheims, sem var ein óslitin sigurför, eins og áður hefur komið fram. Auk þess hefur kórinn sungið við mörg önnur tækifæri og inn á hljómplötur. Til gamans má geta þess, að láta mun nærri að kórinn hafi staðið á söngpalli í samanlagt 100 klukkustundir á þessu starfsári, og eru þá ekki með taldar þær mörgu æfingar, sem nauðsynlegar voru fyrir Vest urferðina og fyrir samsöngva kórsins nú. Karlakór Reykjavikur held ur nú fimm samsöngva, eins og áður sagði, þann siðasta laug ardaginn 29. april, og verða þá nokkrir aðgöngumiðar seldir í Austurbæjarbíói, Sá samsöng ur hefst kl„ 16. it Kuldaleg vorgyðja. 'Á' Táknræní um líf okkar. 'Á' Ágæt sumardagskrá dr. Brodda. ýý Selurinn með gúmmí gjörðina- og afbrota hneigðin. ÞAÐ VAR sólarlaust á sumar, daginn fyrsta. Þegar ég sá vor gyðjuna í sæti sínu á bifreið ínni, henni var kalt, golan lék um lokka hennar og föt og þann ig átti hún að sitja um Ianga hríð, datt mérlí hug, að hún væri táknræn fyrir líf okkar og veðr áttu í landinu. Við höldum sum iardaginn hátíðlegan samkvæmt almanakinu og skiftum okkur ekkert að veðr.inu. Veturinn er faúinn — þó að enn sé vetrarveð ur. Sumarið er komið þó að enn sé sumarveður langt undan. VIÐ VIÐURKENNUM nefni lega ekki staðreyndir, en lifum samkvæmt von okkar. Þetta er mergurinn málsins. Ekki er ég a n nes h o r n i n u að leggja til að við bíðum eftir sumarveðri og frestum sumar komunni þangað til veðrið hlýn ar. Og að líkindum er það harla gott. Þannig höfum við verið í öllu okkar lífi. En það er meira en varhugavert að taka alltaf for skot á sæluna. Litla stúlkan var vitanlega glænepjuleg í kuldan um og ekki síður meyjarnar við fótskör hennar, sem áttu fullt í fangi með að halda fötum sínum í skefjum. Og svo syngjum við: „Vorið er komið og grundirnar gróa1’, þó að enn sé ekki komið vor í veður og enn þeki snærinn landið næstum því frá fjöru til fjalls. ÉG VIL b.era fram þakkir mín ar til dr. Brodda Jóhannessonar fyrir dagskrárþáttinn í útvarp inu á sumardaginn fyrsta. Þetta var listavel samantekin dagskrá og veitti ekki af að hlýja okkur •hið innra eftir kulda dagsins. Broddi er tvímælalaust einn af okkar beztu útvarpsmönnum. Ég man ekki til að honum hafi nokkru sinni .mistekist. Honum ætti að fela fleiri dagskrárstörf í útvarpinu. i þætti sínum síðasta vetrarkvöld, vera mjög óánægðir með félags líf sitt og deyfðina og drungann, sem ríkir í Háskólanum. Allir virtust þeir hafa mikinn áhuga á því að gera umbætur, en ráðin voru ekki mikils virði og virt: ist manni einna helzt skorta á hugmyndaflug um verkefni og hugsjónir. Vitanlega ættu að vera sterkir straumar í Háskól anum og þeir að berast þaðan út til þjóðarinnar. ÞANNIG er þetta ekki því mið ur Straumarnir virðast miklu fremur koma frá vinnuklæddu fólki á sjó og landi. Það væri sannarlega verkefni fyrir stúd entana að rannska það hvað* veldur þessu, því að Háskólinn, er háborg íslenzkra mennta og við höfum reist hana og berum hana uppi til Þess að auka mennt un þjóðarinnar, þekkingu, víð sýni, vísindi og göfgi. ! Framh. á 12. síðu. Herbergi óskast til ieigu sem fyrst. Til boð nierkt nr. 10 sendist til afgreiðslu Alþýðublaðsins. STÚDENTARNIR virtust í

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.