Alþýðublaðið - 25.04.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.04.1961, Blaðsíða 4
FRÚ BARBARA ÁRNASON 21. APRÍL var opnuð í Lista mannaskálanum í Re.vkjavík sýning á verkum frú Barböru Árnason. — Hér er um afmcel issýningu að ræða, því að frú Barbara varð fimmtug 19 apr íl. Listakonan var að vinna að uppsetningu sýningarinnar sið asta kvöld vetrar, er við litum inn í Lstamannaskálann og báð um um smáviðtal í tilefni af mælisins og opnun sjmngarinn ar. Frú Barbara tók því vel og Ijúfmannlega, þótt hún efiaust hafi verið orðin þreytt á blaða mönnum, sem komið höfðu hver af öðrum og beðið um við tal Enn var ólokið við að koma ýmsu fyrir, — en nú var orðið síðia kvölds, dökkt rökk ur yfir Austurvelii, og vetur inn að kveðja. —o— — Eru þessi verk ný eða bæði ný og eldri? — Hér á sýningunn; eru bæði ný og gömul verk eða allt frá árinu 1933. Eins og þér sjáið, kennir hér ýmissa grasa; hér eru myndir, teppi, skermar, mottur o fl. — Finnst yður sjálfri, að við horf yðar gagnvart listinni hafi mikið breytzt síðan 1936? — Já, töluvert hefur breytzt. —- Breytingar eru ýmsu náðar og af margvíslegum orsökum. Tökum til dœmis þessa skerma í>eir hafa eiginlega orðið til í huga mér fyrir áhrif hinnar nýju byggingarlistar og nú c mahúsgagna, — sem heimilin eru búin nú, og sem að hafa flutzt mest frá Danmörku. — Þessir skermar falla, að mér finnst, vel inn í nýtízkulegt um hverfi, fara vel í nýjum hús uim, en aftur á móti stinga þeir í stúf við það, sem eldra er. — Hvaðan sækið þér yfir leitt ,,mótivin“ fyrir verkum yðar? — Það er nú upp og ofan, en flest verða þau þó I klega bara til í mínum eigin huga. — Oft hefj ég þó einhverjar raunhæfar fyrirmyndir í þuga svo sem þér sjáið .þarna á skerminum, þar sem eru; hani, krummi, hundur, svín. — Hvað finnst yður skemmti legast að fást við? — Því er erfitt að svara. — Eg lærði í byrjun ..decorativ art“, — þ. e skreytingalist. —• Skreytingalislin hefur þ\u' orð ið eins og grundvöllur starfs míns. en þann grundvöll hefi ég. síöan útfært á ýmsa vegu. — Einhver spu.rði mig að. því, hvað mér þætti vænzt um af því, sem ég hefi gert Því er einnig erfitt að svara, — en lík lega er það veggskreytingin í Vesturbæjarapóteki og mynd irnar með passíusálmunum, en sex myndir af þeim 50 verða hér á sýningunni. — Allir þessir skermar, öil þessi teppi, mottur, dreglar, skreytingar, málverk, teikning ar . . . hefur þetta ekki tekið gífurlegan tíma? — Er ekki seinlegt að gera svona hnýtt teppi t. d.? — Vinnan liggur aðallega í ,.kompositioninni“, þ. e. sköp un verksins í hiiga mér Þegar því er Jokið, er hitt meira tekn iskt atriði. Allt, sem ég geri er seinlegt, og ég er ekki lengur með teppin en annað. — Hvernig finnst yður að vinna úr íslenzkri ull, og hvern Fni Barbara Árnason. ig gengur að fá góð efni með réttum litum? — Ég hefi selt nokkrar mott ur og skerma úr íslenzkum efn urn til London. íslenzka efnið hefur þar vakið sérstaka at hygli, og hér er unnt að vinna góð efni. Þeir, sem ég hefi skipt við, hafa þó eins og dregið úr vandvirkninni að undanförnu. Þeir vanda sig ekki lengur eins og vera ætti við litunina. — Þeim finnst fólkið ekki áfjáð í að kaupa nýstárlega liti eða kannski ætti fremur að tala um ,,litbrigði“. — Þeir hætta þá áð framleiða nema það, sem fólk ið viil kaupa, í stað þess að reyna að bæta smekk þess. — Ýmsir litir, sem fengust í fyrra, og sem voru mjög falleg ir fást nú ekki lengur. — Mér finnst, að verksmiðjurnar, sem framleiða efni og lita ættu að fá öðru hvoru til listamenn og ráðfæra sig við þá um lita blöndun og litaval. ;— Útlend ingar, sem hingað koma eða sjá íslenzk efni erlendis, finna £(ð þessari þjónustu verksmiðj anna Myndina tók: Þorsteinn Jósepsson. — Þér hafið flutzt hingað úr fjarlægu iandi. — Hvað finnst yður einkennandi á íslenzkum heimilum? —Eða er kannski ekkert'- einkennandi við þau? — Mér finnst áberandi, hvað vlða sjást „original“ mál verk á íslenzkum heimilum og — já, það er eins og talið alveg nauðsynlegt. Hér á íslandi er listin talin nauðsynleg í dag lega lífinu. — Hafið þér unað yður vel hér? — Já, afskaplega vel. Mér finnst ísland vera land fyrir listamenn, og það finnst fleir um, sem hingað koma. — Finnst yður íslenzk nátt úrufegurð eins mikil og af er gumað? — Fyrir listamann er íslenzk náttúra ,,hráefni“ í bókstaf legri merkingu. — Hvað finnst yður falleg ast í íslenzkri náttúru? — Ég vil ekki hafa of mikið grssnt. Ég vil einnig fá að sjá kletta, fjöll og steina. — Já, ég mundi segja, að það fallegasta væru kleítar, fjöil og steinar. — Hefur það ekkert tafið yð ur né hindrað starf yðar sem listakona að vera húsmóðir og móðir? —- Ég á nú bara einn son, .—i en mér finnst, að ég þyrfti að eiga 10 til að gleyma list inni. Og kannski nægði það ekk; til? — Þér iðrist þess ekki nú, að ( hafa sagt skilið við fósturland | og þjóð og sezt að i’ér á þessu norðlæga landi, helgað því líf yðar og starf? — Nei, — og kannski ekki hvað sízt af þvi, að mér finnst, að listamenn eigi heima alls staðar í heiminum. Mér finnst þeir ekki eins háðir landi eða þjóð Mér finnst líka, að ég hafi ferðast það mikið um Evrópu, að ég viti núna, hyar ég vil vera, — og það er hér. — Nú var rökkrið úti á Aust urvellinum að verða að myrkri, — en það myrkur var gegnsætt — og eftir aðeins nokkra tíma my.ndi birta á ný, bii-ta af degi og nýju sumri. — Frú Barbara áni margt ógert ennþá, og ég kvaddi hana, þakkaði fyrir við talið og óskaði henni velfarnað ar í framtíðinni Mér varð hugs að til þess um leið og ég leit yfir sýningarsalinn, þar sem verk hennar bar fyrir augu, að frú Barbara var óvenjugóður „gestur’ý Hún liefur borgað ,,greiðannn“ vel. Og ég vissi ekki aðeins, að hún átti miklu óafiokið þetta kvöld, heldur mundi hún einnig eiga mörgu óaflokið í framtíðinni, og ég óskaði, að sú framtíð yrði góð og björt eins og áagurinn, sem bráðum risi, — fyrsti dagur sumarsins. — H. ítes..; Þetta veggteppi eftir Barböru hangir í toppíbúð DAS. LðUtl í Rússlandi FERÐAMADUR, sem ný lega var á ferð um Rússland, upplýsir að eftir þeim upp lýsingum, er hann fékk, séu launagreiðslur þannig í Rúss landi nú: 300 rúblur fa hreingem 'ingakonnr, lyftustúlkur og götusóparar. Bifreiðastjorar 600 tii 800 og jámbrautar starl'smenn svipað. Sérmennt aðir verkamenn 1000—2000. Flugmenn 4000. Pr.ófessorar 6000 til 10000. Framkvæmda stjórur við vá ,‘indastofnanir allt upp lí 15000. Allar tölur eiga við rúblur og miðað við mánaðarlegar greiðslur. Sami ferðamaður nefn'ir verð á nokkrum vör.utegund um: Smjör 28 rbl., smjörliki 17, uxakjöt 24, fiskur 10, lauk ur 4, kartöflur 2—3, kaffi 24, vodka líter 61, ölflaska 5— 9, kvenkjólar 300—500, dragt 800—1500 rúblur og skópar af sæmilcgri gerð ekki undir 250 rúblum. Framhald á 1S, síðu. <í][ 25. apríl 1861 — Aiþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.