Alþýðublaðið - 26.04.1961, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 26.04.1961, Qupperneq 2
áttUtjórar: GIsll J. Astþórsson (áb.) og Benedlki Crröndal. — Fulltrúar rit- ■tjómar: Sigvaldl Hjálmarsson og Indriði G. I>orsteinsson. — Fréttastjóri: Wörgvin Guðmund n. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfis- Sötu 8—10. — Askriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint ðTtgafand.: AlþýSuflok. urinn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartans&on HANDRITIN ÞAU TÍÐINDI hafa gerzt, að ríkisstjórn Dan i merkur, undir forustu Viggo Kampmanns for- sætisráðherra og Jörgen Jörgensen menntamála- ; ráðherra, hefur gert íslendingum tilboð um lausn handritamálsins. íslenzka ríkisstjórnin hef ur samþykkt tilboðið og aðrir aðilar iínnanlandis, s'em til hefur verið leitað, styðja þá afstöðu. Ef sú andstaða, sem verður í Danmörku innan þings ’ og utan, ekki fær stöðvað málið, sem er harla ó- ' líklegt svo framarlega sem ríkisstjórnin stendur að því, ætti þetta síðasta deilumál milli Dana og íslendinga að leysast endanlega eftir stuttan tíma. Komi handritin heim, verður það einn mesti viðburður í allri menningarsögu íslendinga, sem mun gefa tilefni til meitri og einlægari þjóðhátíð ar en haldin hefur verið, síðan 1944. Handritin, þessi ómetanlegu listaverk, sem geyma sjálfan kjama íslenzkrar tungu og menningar auk þess sem þau skipa veigamikinn sess í heimsbókmennt um síns tíma, koma aftur heim. Á 50 ára afmæli Háskóla íslands fær þjóðin aftur í hendur þá gripi, sem verið hafa og eru henni helgastir allra. íslendingar munu gera sér ljóst, að með afhend ingu handritanna munu Danir vinna verk, sem er einsdæmi í mannkynssögunni, því þess eru eng in dæmi, að fjársjóði listaverka sé á þann hátt skilað aftur til upprunalands síns eftir að margra alda sambandi við nýlendu er slitið. Með tilliti til þess viðhorfs, sem ríkt hefur um allan heim í slíkum málum, er andstaða vísinda- og háskóla manna í Danmörku skhjanleg. En fulltingi hinna, sem hafa stutt íslendinga í málinu og gerð þeirra, sem taka á sig höfuðábyrgð af lausn þess, er því virðingarverðari. íslendingár munu seint fá fullþakkað þá afstöðu. Komi handritin heim, leggst á íslenzku þjóð- ina þung skylda. Hún verður að búa um þessa dýrgripi til frambúðar, eins og þeim sæmir. Hún verður að skapa rannsóknum og fræðistörfum íslendinga jafnt sem erlendra gesta fyrirmyndar aðstöðu Þjóðin verður í öllu menningarlífi sínu að varðveita betur en nokkru sinni fornan arf. Alþýðiiblaðið vantar ungling til að bera blaðið til kaupenda á Freyjwgötu Afgreiðsla Alþýðublaðsins, sími 14900. "2 26. aprfl 1961 — Alþýöublaðið „Teddybúðin'" ný harnafataverzíun FYRIR nokkru var opnuð hér í bæ ný verzlun er nefnist Teddy buðin. Verzlun þessi dregur nafn sitt af vorumerki Barnafatagerð arinnar sf., og mun verzlunin að allega hafa á boðstólum vörur frá þeirri verksmiðju. Barnafatagerðin hefur um langt skeið framleitt allskonar barna og unglingafatnað undir þessu merki, og hefur sú fram leiðsla náð miklum vinsældum, enda munu vörur verksmiðjunn ar að engu gefa eftir samskonar innfluttum fatnaði Teddybúðin er opnuð með það fyrir augum að auka þjónustu við kaupendur. Eins og fyrr seg ir verða þar fyrst og fremst á boðstólum allar framleiddar Teddyvörur, þannig að kaupend i ur fái aðstöðu til að sjá og velja þessar vörur á einum og sama staðnum. | Verzlunin mun einnig hafa á boðstólum margvíslegan annan barna og unglingafatnað, inn lendan og erlendan eftir því, sem við verður komið hverju sinni. Eigendur og stofnendur Barna fatagerðarinnar svo og Teddy búðarinnar, eru forstjórar fyrir tækisins þeir Ásbjörn Björnsson og Þórhallur Arason. fH a n nes á h o r n i n u ýý Lýsing á aðbúnaðiniun í fæðingardeildinni. Hann er alveg óþol andi. ýý Kvenfélögin verða að hefjast handa. Álfianes og gróðurleys ið þar. L. SKRIFAR: „ í pistli þínum nýlega segir: „Mig furðar stór lega á því, hve lítið er talað um ófremdarástand það er ríkir í flestu því er jítur að la'knishjáip verðandí mæðra“. í sama pistli er talað um allt það sem má bíða nema handritahöll. Máttu ekki allar þessar halir, sem hróflað hefur verið upp síðustu 10 árin bíða — en stækka hús næði þessarar stofnunar um helming? Það er skr.fað of mik ið og prentað of mikið og talað of mikið, en byggt of Iitið fyrir verðandi mæður. VÉR breytum ekki ráðstöfun náttúrunnar eða Guðs, sem send ir stundum 10—13 konur á sömu klukkustund í fæðingu. Sumar þurfa aðgerðar við ef til vill. Hvað dugar þá klukkukonan, sem raðað hefur sjúklingum í viðtalstíma? Bráðir sjúkdómar, slys, já, fæðingaslys, og allt, sem fæðingum getur fylgt, skekkir aila regubundna tímavinnu lækna, og það skilja skynugir og góðgjarnir þjóðfélagsþegnar. LÆKNISHJÁLP mæðravernd ar hefur safnast um einn Ia:rð asta og víðförulasta lækn, þjóð arinnar. Það þarf þolinmæði, mannúð og fórnarlund til að vinna við þessi vinnuskilyrði — engin dagstofa er til á neinni af þrem hæðum. Þegar sjúklingar fá fótavist, verða þeir að ráfa um gaiagana. Furðulegast er að feð ur og verðandi feður, skuli ekki vera fyrir löngu búnir að stækka húsnæðið. IIVERS VEGNA á ekki Fæð ingadeildin happdrætti, vildi t. d DAS ekki sína kvenþjóðinni einhverja hollustu, knattspyrnu félögin gefa nokkra kappleiki? Er ekkert rúm fyrir þetta starf i nýju viðbyggingu Landsspítal ans, meðan feðurnir eru að byggja við gömlu deildina og tengja hana Landsspítalanum nánar. Timinn er kominn og tækifær; til að hefjast handa nú þegar“. ÞETTA eru orð i tima töluð. Vilja ekki kvenfélögm sameúi ast um þetta mál fyrst karlmenn irnir kunna ekki að skammast K. S. SKRIFAR: „Þegar vorar- leggja margir leið sína út á Álftanes, því hvað sem um nesiS verður sagt, þá er útsýnin irái því fögur í allar át.tir. Fyrip land; fljóta litlar skeljar veiði manna, sem eru að vitja ura hrognkelsanet, og fuglalífið er. þarna svo fjölskrúðugt, að engu er líkara en fuglinn sé friðaður, á þessu nesi. ■—■ Eitt er þó sorg legt við Álftanes, það eru órækt armóar og melar og uppblástur, sem fylgja þjóðveginum á löng um köflum út að forsstabústaðn um á nesinu. AÐ ÞESSUM bústað heíur ver ið búið vel og smekklega unj alla framtíð og er það vel faíið, en þeir menn sem ríkið hefur sett til að sjá um landgræðslu, verða hér að láta til sín taka. Kostnaðurinn við þessa ræktun er nauðalítill. Það hefur bezt komið í ljós á ýmsum stöðum I nágrenni bæjarins, í sumarbú staðalöndum Reykvíkinga, þar sem eins hefur hagað til. Urffar melar og móar hafa víða á einu sumrj verið ræktaðir, með þvi einu að bera síldarmjö. á órækt ina og óðar er kominn grænn gróður, sem þekur þessi Ijótu sár. SANDGRÆÐSLUSTJÓRI Og skógræktarstjóri, uudir hvorn ykkar sem þetta mál heyrir, sýn ið af ykkur þá rögg, að ræktai allbreitt belti báðum megin via þjóðveginn út að Bessastöðum, öllum til ánægju, sem um veginn fara Látum svona ömuriegb svæði hvergi vera við alfaraveg kringum höfuðborgiaa1'. Hannes á horninu. j sín.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.