Alþýðublaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 4
1. MAÍ er og hefur nú um langan tíma verið hátíðisdag ur verkalýðsins um heim all- an. En hann er þó í rauninni meira en hátíðisdagur. Hann er dagur uppgjörs og kröfu- gerðar, þegar verkalýðurinn gerir upp sakirnar við at- vinnurekendur og þjóðfélag- ið í heild, og setur fram kröf- ur sínar. 1. maí er líka — eða á að vera — eins konar liðskönn- unardagur, þegar verkalýð- urinn fylkir sínu liði til sókn ar fyrir betri lífskjörum. Verkalýðssamtökin á ís- landi voru framan af veik og íamenn, og áttu í ‘hörðu stríði við atvinnurekendur. En árangurinn af þeirri bar- éttu hefur orðið mikill. Hægt en markvisst þokaðist í átt- ina. Kaupið hækkaði. Kjör- in bötnuðu. Aðbúnaður á vinnustöðum varð betri, Og ekkert af þessu varð aftur tekið, heldur varð að batn- andi lífskjörum alls almenn- ings í landinu. Þegar borin er saman af- koma verkafólks á íslandi á fyrstu árum verkalýðssamtak anna við afkomuna nú er munurinn mikili. Kú vil ég ekki segja að öll sú aðför sé samtökunum að þakka. Það hefur vissulega komið fleira til. Tækniþróun þessa tíma- bils hefur verið geysiör, og hefur skapað mannfólkinu möguleika til betra lífs. En það hefur komið í hlut verka íyðssamtakanna að tryggja það, að þessir möguleikar yrðu notaðir verkalýðnum og öðrurn launþegum til hags- bófa, og beim hefur tekizt það að mjög verulegu leyti. Þjóðin hefur komizt úr fá- tækt til bjargálna. Þó að enn skorti mikið á að allir hafi nóg er þó vissulega mikili munur á afkomu hinna fá- tækustu nú og þeim sem fá- tækastir voru þegar samtök- in hófu göngu sína, enda við- urkennt að launajöfnuður sé nú meiri í þessu landi en flestum eða öllum öðrum löndum. Það hefur hér á landi verið lögð meiri áherzla á að lyfta þeim, sem við erf- iðust kjör hafa átt að búa, heldur en að launa vel þeim sem fram úr hafa skarað og 'hinum vanc^asömustu störf- um gegna í þjóðfélaginu, og þó er það einnig vissulegra þýðingarmikið og nauðsyn- legt. samtök, orðin fjölmenn og sterk, og geta miklu ráðið ekki einasta um afkomu meðlima sinna, heldur einn- ig um alla efnahagsþróun í landinu, sem nú er á vissan hátt orðin háð því hvernig verkalýðssamtökin standa að sinni kröfugerð. Á þeim hvílir þess vegna mikil á- byrgð, og miklu meiri en áð- ur. Ekki einasta gagnvart meðlimum sínum heldur og gagnvart þjóðfélaginu í heild. Það er þeim mun meiri á- stæða til að staldra við þetta atriði þar sem þróun þessara mála að undanförnu — við skulum bara segja sl. áratug — hefur orðið með öðrum hætti hér á landi en æskilegt hefði verið. Tækniþróun þessa tímabils hefur vissulega verið með þeim hætti, að ástæða hefði verið til að ætla að afkoma bæði launþeganna sjálfra og þjóðarheildarinnar hefði get- að batnað mjög verulega. Kaupmáttur launa hefur hækkað og afkoman þannig batnað hjá grannþjóðum okk ar síðastliðinn áratug meira að segja allt upp í 70%. — Það skal raunar tekið fram að þar sem hækkunin hefur orðið svo mikil — en það er í V-Þýzkalandi, munu launa- kjörin hafa verið talsvert mrklu lakari en hjá okkur við upphaf þessa tímabils. En samt, hækkunin hefur alls staðar orðið mjög veruleg, samtímis því að heita má að kaupmáttur launa hafi stað- ið í stað hjá okkur, að því er talið er af forsvarsmönn- um samtakanna allt þetta tímabil. Það er þó ekki því að kenna, að laun hafi ekki hækkað hjá okkur á þessu tímabili. Þvert á móti. Héu- hefur átt sér stað mikil launa hækkun á þessu tímabili eða um það bil 50—60% hjá þeim lægst launuðu. En þessi hækk un hefur bara horfið um leið og hún var fengin. Vöruverð °g þjónusta hefur hækkað um leið hjá þeim sem aðstöðu höfðu til þess og ríkissjóður hefur orðið að heimta skatta os tolla af Iandsfólkinu handa útflutningsatvinnustarfsem- inni til þess að hún gæti stað ið undir auknum tilkostnaði, þannig hefur launhækkun vinnandi fólks á þessu tíma- bili horfið í verðbólguhítina. Og hver er ástæðan spyrja menn. Og það er eðlilegt að spurt sé. Hvernig stendur á því að hér hefur tekist að ná sama árangri, eða svipuðum og nágrannaþjóðir okkar hafa náð síðasta áratuginn í þvi að bæta afkomu allra landsins barna? Það er sjálfsagt erfitt að svara þessari spurningu tæmandi, og verður ekki reynt hér, en á nokkur atriði má 'benda. Fjárfestingin hef- ur verið of ör til þess að nægilega mikið yrði eftir til hæflegrar aukningar í neyzlu handa þjóðinni. Þetta er ef til vill skiljanlegt og afsak- anlegt, þar sem svo mikið er ógert eins og í okkar landi. Hitt er verra, að það virðist nú svo sem þessi fjárfesting skili ekki þeim arði í þjóðar- búið sem ætla hefði mátt. Ein af ástæðunum til þess er á- reiðanlega sú, að gildi pen- inga á þessu tímabili hefur hjá okkur verið ört fallandi, og þess vegna tilhneiging hjá mörgum að festa peninga í einhverju frekar en að eiga þá og því oft ekki grundað eins og skildi hvernig peningun- um varð varið. 'Stöðugt og raunverulegt gildi peninga er undirstöðuatriði fyrir heil- brigða efnahagsþróun og aukna velmegun almennings. Aðra ástæðu vil ég einnig nefna, sem ég' 'tel fyrir því að hér fór eins og fór. Hækkan irnar hafa verið teknar í of stórum stökkum, sem at- vinnuvegimir hafa ekki ráðið við, nema með því að 'hækka vöruverð sitt cg þjónustu, og með framlögum frá hinu opin bera, sem alit hefur verið aft ur tekið af almenningi í land inu. Eíf hægar hefði víerið farið í sakirnar, má ætla að meiri líkur hafi verið til að hægt hafi verið að halda því sem náðist, og ekki óviðráð- anlegt fyrir atvinnurekendur að greiða það án verðhækk- unar eða opinberrar aðstoð- ar. Árangur sá, sem náðist fyrr á árum var fenginn fyrst og fremst á þann hátt, að ekki voru tekin stærri stökk í einu en svo, að ekkert þurfti að gefa til baka. Sem dæmi um þetta má nefna lögin um laimajafn- rétti kvenna, sem samþykkt voru á siðasta þingi, þar sem gert er ráð fyrir að fullum launajöfnuði verði náð á sex árum. Með því að taka stökk ið lallt í einu, eins og oft hafði verið reynt á undanförnum árum, náðist aldrei neinn ár- angur, sem aftur á móti tókst nú, með því að skipta hækk- uninni á nokkur ár, og það sem meira er, með því a$ gera þetta þannig, standa vonir til að hækkanirnar verði ekki atvinnurekendum ofviða, svo grípa þurfi til sérstakra ráð- stafana. Enn eitt atriði má nefna, sem átt hefur sinn þátt í að árangurinn fyrir launþega hér á landi hefur ekki orðið betri upp á síðkastið en raun ber vitni, það er að samning- ar hafa yfirleitt verið gerðir til stutts tíma, ef um nokkra samninga hefur þá yfirleitt verið að ræða. Hið ótrygga ástand á vinnumarkaðinum, og þá með verkföllum af og til, hefur gert atvinnurek- endum óhægra að verða við kröfum launþeganna. Verk- fallsvopnið er tvíeggjað og neyðarúrræði, þó að launþeg ar verði stundum áð beita því til þess að koma fram kröfum sínum, því að það er þeirra eina vopn. En þvi má ekki gleyma, að auk hins beina tjóns, sem verkamenn bíða við það að standa í verk falli, þá bíður atvinnurekand inn líka tjón, sem gerir hon um erfiðara fyrir að standa undir þeim launakröfum sem til hans eru gerðar, og sem þá getur orðið til þess að hann geti ekki haldið rekstrinum nema með því móti að velta hækkununum aftur yfir á aðra. Ró á vinnumarkaðinum skapar skilyrði til hærri launa. Þetta hafa nágranna- þjóðir okkar skilið, þar sem samningar eru víða gerðir til tveggja ára, eða jafnvel leng ur, og þó eru atvinnurekend- ur þar yfirleitt sterkari fjár hagslega en hér á landi. Enn vildi ég minnast á eitt, að lokum, og það er ákvæðis- vinnufyrirkomulagið, sem er miklu útbreiddara hjá ná- grönnum okkar erlendis held- ur en hér á landi. Það er talið alveg vafaiaust, að þar sem hægt er að koma því fyr- irkomulagi við, gefi það hin um vinnandi manni yfirleitt meiri tekjur en þar sem unn- ið er fyrir fast kaup. Síðasta Alþingi samþykkti ályktun þess efnis, að þetta mál yrði nú 'krufið til mergjar hér, og athugað hvort ekki væri unnt að koma þessu fyrirkomulagi á víðar en nú er gert. Og ég Krarnhald á 12. síðu. Nú eru verka lýðssam tökin í landinu 0g önnur launþega- |l. maí ræða Emils Jónssonar| Emil Jónsson, félagsmálaráðherra. 3. maí 1261 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.