Alþýðublaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 5
BARNAMATUR í glösum og HESNZ rnerkl® tryggir ySyr fyrsta flokks vörugædi . .. allir þekkja HEIN2 VARiETIES Handritamálið: Andar köldu i Berlingi Einkaskeyfi um handrifamálið „Fáheyrð afskipti af rétt- indum háskólans” Einkaskeyti til Alþýðublaðsins.. Kaupmannahöfn í gærkvöldi. BJARNI M. GfSLASON rit- höfundur var frummælandi á miklum fundi Stúdentafélagsins í Kaupmannahöfn á þriðjudags- kvöld, en í umræðunum tóku þátt þeir prófessor Bröndum-Ni- elsen, Viggo Starcke, fyrrver- FJ. kaupir SAS-vélina Einkaskeyti tii Alþýðubl. Kaupmannahöfn í gær. SAS-FLUGFÉLAGIÐ hefur selt DC 6 flugvélina „Arild Viking“ Flugfélagi íslands Flugvélin hefur um tíma ver ið á Ieigu hjá Flugfélaginu með SAS áhöfn á leiðinlni Reykjavík - Kaupmannahöfn. Ekki hefur verið látið uppi um kaupverðið ennþá. — Iljuler. andi ráðherra, Eigil Ivnuth greifi, fyrrv. sendiherra Ðana á íslandj og rithöfundurinn Palle Lauring. Stúdentaráðið vi'ð Kaupmannahafnarháskóla hefur einróma tekið undir mótmæli Háskólaráðsins gegn afhendingu handritanna. Stúdentarnir kalla þetta „fá- heyrð afskipti af réttindum há- skólans" og hvetja alla, sem á- byrgð bera á þessu, að reyna ai fremsta megni að koma í veg fyrir afhendinguna. Háskólaráðið er sama og stjórri háskólans og eiga í því sæti 22 prófesosrar. í ályktun. háskólaráðsins segir, að engar kringumstæður geti breytt þeiir* staðreynd, að handritin voru færð háskólanum að gjöf áricl 1720. Háskólaráðið vi!l ekki stuðla að því að breyting verði á þessum grundvallar réttindum, sem réttur háskólans til handrit anna hvílir á. Þá getur það og skipt nokkru máli, að háskólinn. Frh. á 12. síðu. n Nokkrar pylsur of eða van DÖNSKU blöðin ræða af miklu kappi um handritamálið um helgina. í Beriingske Tid- ende birtust tvær greinar um málið á sunnudaginn — og ein á mánudaginn. Tage Mortensen ræðir inálið í „pólitískum punktum“ í sunnu dagsblaðinu. Ekki er að villast um afstöíu hans til máláins. — en hann leggur mikla álierzlu á, að skylt sé að fylgja þeim fyrir- mælum, sem Árni Magnússon gaf í erfðaskrá sinni. Ilann seg- ir, að menntamálaráðherra Dana, Jörgen Jörgensen, og ut- anríkisráðherrann Jens Otto Kragh, hafi látið stjórnast af tilfinningum, en tilfinningar eígi ekki að ráða í landsmáluni, — né eftirsókn eftir „goodwilí", góðvilja, íslendinga. Honum farast m. a. orð á þessa leið: „Þessi mælikvarði á. hvað er „menningareign íslendinga" tek ur ekki aðeins til safns Ái'na Magnússonar heldur og þeirra handrita af íslenzkum uppruna, sem er að finna í Konungs bók- hlöðu, og þar sem nokkrar pysl- ur eða van eru ekki svo mikils virði í sláturtíðinni bætast hér við Flateyjarbók og hin eldri. Edda, — sem að vísu snertir ís- land ekki sérlega mikið en sem eru mjög dýrmætar, — í raun- inni algjörlega ómetanlegar og sem íslendingarnir óskuðu ef!- ir, þegar þeir höfðu fengið allt hitt, — og auðvitað fengu þeir ádgátt um að fá þetta . . Síðan segir hann, að fái ís- lendingar ha'nidritin geti Danir átt von á, að Norðmenn og enn- fremur gyðingar í ísrael krefjist þeirra „fornsagna“ sem raunar séu frá þeim og geyrnd séu í Danmörku. Hann segir, að skilj- anlegt sé, að Danir vilji niæta íslendingum með skilningi, tn „þessi skilningur á tilfinningum íslendinga hefur ekki rýrnað við þann skilningsskort, sem íslend- ingar hafa sýnt í verki á tilfinn- ingum Dana undir þeim kring- umstæðum, þegar búast hefði mátt við öðrum viðlirögðum a£ þjóð, sem svo ákaft hefur, — þegar um handritin er að ræða, — hefur höfðað til bróðurhugs. Skilningur Dana hefur heldur ekki minnkað við þær oft á tíð- um mjög einkennilegu aðferð- um, sem íslendingar hafa beitt í ibaráttu sinni fyrir að virkja hinn danska bróðurhug til af~ 'j henidingar handritanna. E£ að- eins tilfinningarnar fengiu að ráða hefðu handritin fyrir lcngu verið flutt yfir Atlantsála“ Og Tage Mortensen minnist á, að nú hafi verið hafin undir- skriftasöfnun um áskorun þess efnis, að þjóðaratkvæðagreiðsla verði látin fram fara um málið en aðeins þhigmanna geta. krafizt þjóðaratkvæðis. Helge Christensen skrifar einnig grein um íslenzku hand- ritin í sunnudagsblað B.T. — Þar er málið tekið noltkrum öðrum tökum eða saga handritanna rak in nákvæmlega frá þvi að þau fyrst voru rituð á fslandi og t;l þessa dags, að þau eru þrætuepli íslendinga og Dan-i. — Þar seg- ir m. a., að Friðrik 3. Danakon- ungur hafi verið einn þeirra fyrstu, sem uppgötvaði gildi handritanna, erida hafi það verið fyrir hans tilstuðlan, sem svo margar merkar skinnbækur kom fengið Flateyjarbók og tvær aðr ar merkar skinnbækur í gjöf frá ust til Danmerkur. Hann hafi og Brynjólfi biskupi, — en á þeim tímum hafi handritin ekki ver- ið í miklum metum á íslandi — Þær skinnbækur, sem ekki hafi verið unnt að koma til Danmerk ur hafi týnzt á ‘slandi. í greininni er ekki tekin skýr afstaða til málsins, — en aðeins lögð á það rík áherz'a, hve dýr- mæt handr’tin hnfi verið óllu andlegu lifi á Novðurlöndum, • — og að þau hafi ver.ið andleg „upp sprétta“ fyrir skáídin. „í þeim er fortið okkar, — og því hafa þau verið kær eign“. í mánudagsblaði E.T er enn rætt um íslenzku fornsögurnar, 'sem sagðar eru nútímanum við- komandi og gullvægt lestrarefni , enn í dag, — þótt gamlar séu. Af þessu sést, að enn er mikill ar andspyrnu að vænta frá Ðön- | um eins og raunar niðurlagsorð- in í grein Tage Mortensen bera vitni um: „Það er yfirleitt eklri ásireða til að haida, að þet.t.a mál vérðé svo einfaldlega útkiiáð og menntamálaráðhcrrann hefur hingað til haft tilhneygiiigu til að halda. Til þess er það oí mik ilvægt“. Síldin styg SILDVEIÐI var fremur treg í fyrrmótt. Þá kom Höfr ungur til Akraness í gær með 2000 tunnur, sem hanm liafði fengið yfir helgina. Um 200 tunnur af þeim afla fór í ís, en hitt » bræðslu. Gjafar kcm ti^ Hafnarfjarð ar með um 600 tunnur, og til Reykjavíkuj. korau bátarnir Guðmundur Þórðarson með 522 tunnur og Heiðrún með 400 tunnur. Vélíbáturinn Reyn ir kom einnig til Reykjavíkur í gær, en ekki er vitað uffl afl;a hans. Eitúhvað af bátum mun hafa verið vestur við Jökul í gær, en þar var síldin ekki eins stygg, og á þeim slóð- um, sem bátarnir hafa verið Framhald á 12. síðu. AlþýðubTaðið 3. maí 1961 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.