Alþýðublaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 10
eeir teiKir um neigma Þróttur-Valur 2:2 Fram-Víkingur 1.0 KNATTSPYRNAN er byrjuð. Reykjavíkurmótið hófst um sl. helgi_ Fjögur félög hafa þegar verið „í eld'inum. Valur og Þróttur léku á sunnudaginn, en Fram og Víkingur á mánudag- inn, 1. maí., Landskunnur knattspyrnu- maður, sem lagt hefir skóna á hilluna fyrir nokkrum árum, en fylgist jafnan vel með gangi mála á knattspyrnusviðinu, sagði um fyrri leikinn, að hann hefði verið svo jafnlélegur, að fljótt á litið hefði hann bara virzt allgóður, en við nánari at- hugun hefði annað orðið uppi á teningnum Þó þetta sé kald- hæðnslega að orði komizt, hittir það samt naglann á höfuðið-að vissu leyti. í heild vitnaði leikurinn um það, að liðsmenn beggja aðila voru illa fram gengnir eftir vet- urinn, að því er til úthalids og þols tók, því er á leið síðari hálf- leikinn mátti segja að úr þeim væri yfir leitt allur dugur dreg- inn. Að vísu skal það sagt og viðurkennt, að völlurinn var mjög laus og því erfiður að l hlaupa á, líkur sandkassa. En vel þolþjálfaðir menn á bezta skeiði, hefðu samt ekki átt að láta slíkt svo mjög á sig fá Um leikskipulag, samleik og send- ingar er líkt að segja og þolið, enda geta þollitlir og úthalds- lausir leikmenn lítt „útfært11 af því sem knattspyrnan krefst, ef vel á að vera. Leiknum lauk með jafntefli 2:2. Eftir fyrri hálfleikinn var staðan 2:1 Þrótti í vil. Þróttur skoraði bæði sín mörk fyrst. Það fyrra er um 30 mínútur voru af leik, það gerði v. innherjinn Ól- afur Brynjólfsson, ekki ólaglega með „vippu“ yfir markvörðinn, sem kom fram gegn honum. Hitt kom 7 mínútum síðar eftir skot frá Axel Axelssyni. Rétt fyrir leikhlé skoraði svo Björg\’in Daníelsson fyrra mark Vals, var markið gert með snöggu skoti rétt út við stöng og neðarlega, enda erfitt fyrir markvörðinn að koma vörnum við, eins og raun varð á Er 11 mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum, jafnaði Matt Ihías Helgason fyrir Val, með Frammarar sækja iað marki Víkinga. HWMMMHMMMIUMMMMUMMMWMMMWMMtMIWMtlMW * Ármann vann Á laugardag fór fram handknattleikskeppnr í 4. flokki á vegum Fram og Víkings. Keppni var geysi hörð, en um útsláttar keppni var að ræða, það lið, sem tapaði var úr leik. Armami sigraði Víkrng í úrslitum með 8—7. I næsta leik á undan lék Víkingur gegn Haukum og vann 17—12 eftir þrí- framlengdan leik. Myndin er af sigurveg- urum Ármanns. Sundmót KR er í kvöld í kvöld fer fram Sundmót í Sundhtöllinni og hefst kl. 20.30. Keppendur á mótinu eru 55 frá 8 félögum og bandalög- um. Kekkt verður í 11 greinum og má búast við geysiharðri keppni í þeim öllum. Hrafn- hildur og Ágústa keppa um ! Flugfreyjubikarinn í 100 m. skriðsundi. — Hrafnhildur hef- ur sigrað á 2 undanförnum mótum, en Ágústa hefur að sjálfsögðu fullan hug á því að rétta hlut sinn. Sigurður, Ein- ar, Guðmundur og Hörður taka þátt í 100 m. bringusundi. Guð- mundur Gíslason er með 1 þrem greinum, 50 og 100 m. skrið- Isundi. Guðmundur Gíslason er | með í þrem greinum, 50 og 100 'm. skriðsundi og 50 m. bak- ! sundi. Rúsínan í pylsuendan- um er svo 4X50 m. bringuboð- i sund, þar sem ÍR og Ármann Iberjast um sigurinn. góðu skoti af alllöngu færi. Fleiri mörk voru ekki gerð, en þæft á báða bóga það sem eftir var leiksins, sem lauk eins og fyrr segir með jafntefli og voru það engan veginn ósanngjörn úr slit, eins og allt var í pottinn bú- ið, á báðar hliðar. FRAM—VÍKINGUR 1:0 Það tók Fram alls 75 múiútna „baráttu“ að tryggja sér sigur- inn yfir Víking. Það var mið- herjinn, Gretar Sigurðsson, sem skoraði úr sendingu, sem hann fékk frá innherja. Var skot Gretars gott, fast og lágt, því erfitt fyrir markvörðinn að verj as því. Annars var leikurinn all- ur lélegur, og mun lakari en leik urinn á sunnu'daginn og sannaði málsháttinn: Lengi getur vont versnað. Samleikur af meira en skornum skammti á báða bóga, leikmenn hrúguðust saman áviss svæði á vellinum, líkt og 4 fl. væri að leika, eða einhverjir ný- græðingar í leiknum. í liði Fram var aðeins einn maður, sem eitthvað kvað að og virtist standa fyrir sínu, svo sem hann hefir og jafnan áður gert, það var miðframvörðurinn Rúnar Guðmannsson. En í haild /oru bæði liðin með sama þolleysis- merkinu brennd og þau fyrri, enda leikskipulag og samleikur þar eftir, í liði Víkings var það Pétur Bjarnason sem bar af, en hann lék miðframvörð, þannig voru það miðframverðirnir i báðum liðum í þessum leik. sem risu yfir flatneskjuna. Hiusveg- ar verður að segja það að Fram kom á óvart í þessum fyrsta leik sínum á vorinu. Það hafði verið búizt við meiri snerpu og l.:ik- gleðj úr þeirri átt, en raun varð á. Dómarar leikjanna voru: Haukur Óskarsson og Gnðbjörn Jónsson. — E.B. SKIÐAFRÉTT! FRÁ ÍSAFIRÐ Oddur Pétursson. ísafirði 26. apríl. FOSSAVATNSHLAUPIÐ svo nefnda, en það er göngukeppni, fór fram 23 apríl sl. Hófst gang an við Fossavatn og var síðan gengið fjallahring að ská!a Skíðafélags ísafjarðar á Selja- landsdal. Vegalengdin er um 20 km. Veður var hið ákjósanleg- asta til keppni. Að þessu sinni var keppendum skipt í 3 ráshópa. Fyrsti hópur- inn „viðvaningar" lögðu af stað í brautina kl 14,30. 15 mínútum síðar næsti hópur „sæmilegir" og enn 15 mín. síðar „þjálfaðir göngugarpar“. Þrátt fyrir þetta fyrirkomulag var ekki um foi - gjafarkeppni að ræða, heldur þetta gert til að fá keppendur jafnar í mark Mæltist þetta vel fyrir. Fjöldi þátttakenda var 21 og luku allir keppni Fossavatnshlaupið var háð í fyrsta sinni 1935 og siðan ár- lega fram til 1939. Lagðist þá hlaupið niður ,en var endurvak- ið 1955 og gaf Ólafur Guðmunds son, forstjóri, þá bikar til kepp.i- innar. Þann bikar vann Oddur Pétursson til eignar með því að sigra í 3 ár í röð, en 1958 gaf Ólafur annan bikar og er hann í Framh á 14 síðu *WtMWMMMMMMMMMWH ÍR vann 3 bikara til eignar ÍR-ingar voru mjög sig ursælrr á Islandsmótinu í körfuknattleik, og þegar verðlaun voru afhent eft- ir lirslitaleikinn í mfl. karla, 2. fl. og 4. fl. karla. 7, sem gengu í salinn sem sigurvegarar í einstökum flokkum. ÍR-ingar unnu 3 brkara til eignar í mfl. karla og 4. flokki karla. — Einnig unnu ÍR-stúlkur bikar í 2. flokki kvenna, KR sigraði í mfl. kvenna og 3. flokki karla, en KFR í 1. flokki karla. nMWMmvmmnMwiMiwM i ð.. Ií-4 Á j«i, l 3. maí 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.