Alþýðublaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 7
Sjúkratryggingar / flestum löndum NU ER svo komið að öll lönd Evrópu hafa sjúkratryggingar fyrir þegna sina. í Ameríku hafa öll lönd að Uruquay und- ariskyldu, opinberar sjúkra- tryggingar í einhverri mynd, en í mörgum þeirra eru þær mjög takmarkaðar, t d. nær hún í nokkrum þeirra aðeins til barnsfæðinga. í svörtu heimsálfunmi er hvergi að finna sjúkratryggngar af hálfu hins opinbera, nema í einu landi, Libyu. Asía er komin mun lengra áleiðis á þessu sviði, þar er um einn tugur landa sem hefur opinberar sjúkratryggingar, og eru þær meira að segja mjög fullkomn- ar í sumum þeirra t. d. Nýja Sjálandi og Ástralíu. Sjúkrasamlögin hófu sigur- göngu sína í Evróp’u. Hið fyrsta var stofnað að tilhlutan Bis- marcks í Þýzkalandi 1883 og önnur lönd fylgdu fljótt í kjöl- far þess, Austurriki 1888, Ung- verjaland 1891, þá Sviþjóð sama ár, Dainmörk árið eftir og Framh. á 14. siðu. ÞAÐ skyldi enginn, sem á þess nokkurn kost, setja sig úr færi um að taka sér sunnudagsgöngu árdegis í sumarbyrjun. Þá er ekki einungis bærinn að vakna heldur og vorið, sem er fegurst allra árstíma. Það var fátt á götunum á sunnudaginn var. Nokkrir bílar voru þó á ferðinni, og á Sóleyjargötunni gengu dálítil hjú — ekki eldri en svo sem fjögurra ára, en þau leiddust hönd í hönd og hröðuðu sér áfram, enda var herrann að gráta. — Hvers vegna ertu að gráta? spurði ég. — Hann meiddi sig, — sagði vinkona hans. Eg sá, að hann hafði dottið á ennið — og það blæddi dálítið. — Meiddir þú þig á enn- inu, elskan litla, sagði ég. — Eyrun á honum eru líka full af blóði, sagði sú litla kotroskin og togaði í drenginn. Mér fór ekki að lítast á blikuna — og vildi fá að sjá eyrun á honum. En við það var ekki komandi — þau hröðuðu sér áfram — hann grét dálítið öðru hverju, — en hún kallaði til mín, að hún ætti heima á Baldursgötunni og allt væri í lagi. Fyrir sunnan Fríkirkj- una var drengur á hjóli. — Er þetta nokkuð Landspítalinn? — spurði hann og benti á Fríkirkj- una. — Nei, Landspítalinn er þarna, — sagði ég og benti yfir holt og hæðir í rétta átt. Falleg eldri kona í peysu fötum og hlýleg á svipinn var að þurrka af bekknum fyrir framan Fríkirkjuna með hanzkanum sínum, .— svo settist hún niður og horfði út á Tjörnina, — al- ein, í virðulegri ró. Glánalegii strákar á sparifötunum sínum og augsýnilega að koma bein- ustu leið úr „partýi“ eða nætursamkvæmi eins og það heitir á góðri íslenzku hímdu á Tj arnarbakkan- um og horfðu á endurnar. Það var þeim ofraun að horfa á endurnar, sem ým- ist syntu á bylgjandi vatn- inu eða stungu sér mjúk- iega í kaf. Þessar hátt- bundnu hreyfingar vatns- in9 og andanna ollu þeim, ógleði — og þeir kúguðust dálítið yfir Tjörninni. — Samt höfðu þeir rænu á að segja „svaka skvísa“ í kveðjuskyni. Fjallagarpar voru að bú- ast til ferðar í Austur- stræti. Stórir bílar stóðu í röð og voru þegar orðnir hálffullir af sólbrúnu ferða fólki, konum á miðjum aldri, ungum mönnum, eldri görpum og ungum stúlkum í litríkum skíða- peysum. — Jæja, — sagði ég, — og svo höfðum við ekki meira að segja. Sjórinn var dálítið ygld- ur á að líta, fuglarnir líkt og flugu upp á öldu- hryggina, en þeim skaut jafnharðan niður í djúpa öldudali. Nokkrir einstak- lingar voru á rölti um höfnina, og nokkrir höfðu hópazt að skipinu, sem verið var að landa úr síld. •— Finnst þér hún ekki falleg? spurði einn. — Jú, mér fannst hún falleg, —svo silfurgljáandi og rennileg. — Þeir eru búnir að vera að í alla nótt, — sagði maðurinn. Gullfoss lá við bryggju —•• og síðustu farþegarnir voru að tínast í land, Enn voru nokkrar móttöku sendinefndir til staðar og umföðmuðu gestina, sem voru að koma — ýmsir sjálfsagt eftir langa fjar- veru. — En stór hópur hafði augsýnilega aðeins komið af forvitni — kann- ski til að finna anganina af hinum stóru, fjarlægu útlöndum, sem jafnan fylg ir millilandaskipum — eða kannski hafa þeir bara ver- ið á sunnudagsgöngu eins og ég — og átt leið fram- hjá? — Já, við verðum að gera eitthvað, sagði hinn. — Þetta er dauður dag- ur, sagði annar. — Já, þette er dauður dagur, sagði hinn. — Við verðum að skemmta okkur, sagði ann- ar. — Já, við verðum að skemmta okkur, sagði hinn. — Svo tóku þeir bíl og óku burt. Á Laugaveginum stóðu menn í anddyri kaffistofu og sáu hvorki daginn né veginn. — Við verðum að gera eitthvað — sagði annar. Nú var farið að rigna — og morgninum var að ljúka. Ofarlega á Laugarvegin- um mætti ég strákhokka. — Af hverju rignir, — spurði hann. — Eg veit það ekki, sagði ég, — kannski hefur guð þurft að þvo bæinn ... Stuttu seinna hafði stytt upp. — Bærinn var hreinn eins og nýiaugað ungbarn, — og morguninn var orð- inn að degi. H. (HUUWWMWlHWWWWVWWtWVWWWWVWWWWWUWWWWVWMUWWWWMiWWI Alþýðublaðið — 3. maí 1961 y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.