Alþýðublaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 2
<n»tJ6rar: Glsll J. Astþórsson (áb.) og Benediki irröndoi. — ruUtrúar rit- .djómar: Sigvaldt Hjálmarsson og Indri'öi G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri Wjðrgvin GuSmund ' n. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími i«906. — Aðsetur: AlþýSuhúsið — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfis ttðtu 8—10. — Askriftargjaid: kr. 43,00 á mánuði. í iausasölu kr. 3.00 eint 'tgclsnd.: Albýðuflok urinn — Framkvsemdastjóri: Sverrir Kjartanssoc Blað Islands fátæklinga | EINHVERN TÍMA ihefði það þótt ótrúlegt, að ‘ dagblaðið Tíminn ætti eftir að koma út litprent- ■ að með tvo rauða fána á forsíðu og upp taldar kröfur verkalýðssamtaka um hækkað kaup, styttri vinnutíma og fleiri hlunnindi. En þetta \ gerðist síðastliðlnn sunnudag í tilefni af 1. maí, , hátíðisdegi verkalýðsins. Þar að auki birti blað ið á innsíðum allmörig viðtöl við forustumenn ! verkalýðsfélaga, flest þeirra hófleg og skynsam leg. Og svo kom endahnúturinn á hátíðarútgáf una í veigamikilli igrein, sem hét „Kveinstafir ís lands fátæklinga£t, og var kröfubréf frá 1771. Erfitt er að verjast þeirri hugsun, að þessi stuðn ingur Tímans við verkalýðinn væri ánægjulegri, ef hann væri í samræmi við stefnu blaðsins gagn vart launþegum áður fyrr. Hvernig tók Tímínn baráttu verkalýðsfélag- ! anna fyrir grunnkaupshækkunum sumarið og 1 'haustið 1958? Var hann ekki einn allra dagblaða \ á íslandi á móti því, að verkalýðurinn fengi þá 6—9% hækkun? Hver var afstaða Tímans tíl verkfallsins mikla árið 1955? Var hann ekki hið skeleggasta stjórn arblað við hlið Morgunblaðsins í þá tíð og lítið um rauða fána á forsíðunni 1. maí? Hvoru megin stóð Tíminn í verkfallinu 1952, skömmu eftir gengislækkun og „hllðarráðstafan- ir“, sem Framsókn hafði staðið að? Var hann ekkí stjórnarmegin í það sinn? Er ekki forsaga Tímans, allt aftur fyrir gerðar í dóm, á sömu bókina lærð? Þrátt fyrir það mætti gleðjast yfir stefnubreytingu, ef um slíkt væri að ræða. En svo er ekki Hér er aðeins um tæki- færissinnaðan hringsnúning að ræða. Tíminn mun snúast aftur á sama andartaki og Framsókn kemst í stjórn. Þá verða ekki lengur rauðir fánar á for ^ síðu blaðsins 1. maí. Tölur, tölur, tölur i í SAMBANDI við kaupgjaldsdeilur, sem yfir s standa, er mikið vísað í álit og upplýsingar hag : fræðinga og stctfnana. Virðast allir aðilar jafn dug legir að finna tölur, sem sanna þeirra skoðanir, ; þótt öndverðar séu. Er það furðulegur galli á vel menntuðu þjóðfélagi, að það skuli ekki koma sér saman um tölulegar staðreyndir, hvað þá annað. Einn miðar allt við, að verkamenn hafi um 50.000 kr. árslaun, annar segir skattskýrslur sýna, að þeir hafi 75.000 að meðaltali, og þannig mætti lenigi telja. Getum við ekki fund'ið einhvern að- ila eða stöfnun, sem allir geta trúað í þessum efn um? 2 3. maí 1961 — MÁL TAKA stundum furðu-, lega stefnu. Örlög sinfóníuhljóni sveitarinnar hafa velzt milli ein- staklinga og stofnana í lieilan mánuð eða meira — og loks hr'iníu allir því frá sér og vís- uðu til „bremsu“-nefndar. Ef til vili reka menn upp stór augu. Hvað er „bremsunefnd“? Hér er um að ræða samkundu þriggja manna, sem á að hafa eftirlit með mannaráðningum opinbsrra stofnana. Iíún á að svara jái eða neii við þvi að ríkisstofnanir bæti við starfslið sitt. I*etta á víst að vera heiðarleg tilraun til þess að nýta vinnukraft ríkisins sem bezt og koma í veg fyrir offjölg- un ríkisstarfsmanna. NEFNDIN á sem sagt að stíga á hemlana þegar forstjórar rík- isstofnana vilja fara of geyst í því að hrúga upp starfsliði. — Þess vegna er hún kölluð „bremsu“-nefnd — og margt hef ur hún vel gert. ÓLÍKLEGT er að nefnibn hafi verið sett á laggirnar til þess að ráða fram úr vandasömum mál- efnum lista í landinu. Hins veg- ar getur vel verið, að hlutverk hennar sé að ákveða hvort við höfum ráð á því að gera þetta eða hitt, án tillits tii nauðsynj- ar — og ef svo er, ,þá er ekki nema eðlilegt að örlög hljóm- sveitarinnar verði ráðin í „bremsu“-nefnd. Útvarpsráð hafði rætt sinfóníuhljómsveitina á nokkrum fundum. Lagt hafði verið til að útvarpið tæki hana að sér að fullu — og bætti þar með milli 30 og 40 nýjum opin- berum starfsmönnum við. EKKERT SAMKOMULAG náð ist í útvarpsráði og munu tveir fulltrúanna, og annar þeirra var formaður ráðsins, hafa verið and vígir tillögunni, en einhverjir hinna jafnvel hikandi. Þetta velt ist fyrir mönnum og var ákaf- lega erfitt úrlausnar. Loks kom það upp úr kafinu, að er.gin rík- isstofnun hefði rétt á slíkum á- kvörðunum án samþykkis „bremsu“-nefndar Og þar með ■ var málinu vísað til hennar. ,Bremsu“-nefnd virðist hins veg ar ekki hafa flýtt sér til fund- arhalda, því að enn hefur eng- in ákvörðun verið tekin. í „BKEMSU“-NEFND eiga sæti: Eggert Þorsteinsson, múr ari og alþingismaður, Sigtrygg- ur Klemenzson, ráðuneytisstjóri og Magnús Jónsson frá Mel, bankastjóri og alþingismaður. Allir þessir menn hafa haft nokk urt ónæði undanfarna daga, því að minnsta kosti tvær sendi- nefndir frá hljóðfæralaikurum og öðrum heimilismönnum hljómsveitarinnar, liafa gengið á fund þeirra. En róðurinn er erfiður, því að nefndarmennirn- ir munu allir sannfærðir um, að þetta nái ekki nokkurri átt — og geta þeir mótmælt þessum orðum mínum, ef rangt er — og sagt sendinefndunum það. ÚRSLITIN eru hins vegar ekki ráðin, en málið verður ekki sam- þykkt einróma í nefndinni. Ef handjárnum verður beitt og þumalskrúfum, munu tækin ef til vill duga á suma, en ekki alla. Það verður heldur ekki samþykkt einróma í útvarpsráði, en þar bendir þó ýmislegt til þess, að handjárn og þumalskrúf ur muni duga að nokkru til þess að sannfæringin þoki fyrir vald- inu, sem er þó ekkert vald. HLJÓÐFÆRAIeikarar úr hópi Sinf óníuhlj óms veitarinnar hafa, þegar þeim hefur reynzt róðurinn þungur í samræðum við einstaka menn í „bremsu“- nefnd beitt hótunum. Þeir hafa lýst því yfir, að ef þeir verði ekki ráðnir opinberir starfs- menn hjá ríkinu, þá fari þeir af landi brott og ráði sig hjá er- lendum sinfóniuhljómsveitum „Gott og vel“ svaraði einn nefnd armannanna. „Ætli við látum þá ekki plöturnar duga“. ÉG HEF ÁÐUR sagt álit mitt á þessu máli og margir liafa spurt um það síðan. Það er leit- un að mönnum, sem v'ilja að þannig verði í einni svipan auk- ið starfsmannalið ríkisins um 30 til 40 menn. — Það er líka allt, sem bendir til þess, að talan komist á skömmum tíma upp f 60, því að í raun og veru telja hljómlistarmenn, að svo fjöl- menn þurfi hljómsveitin að vera til þess tað geta gegnt hlutverki sínu til fulls. Ég þekki líka illa mitt heimafólk ef ekki verður fjölgað í sveitinni upp í þessa tölu eftir að allir le'ikararnir eru komnir á rikisjötuna með öilum þeim hlunnindum, sem því fylg- ‘ir. MÁLIÐ er og miklu víðtæk- ara. Við ætlum með þessu að fara allt öðruvísi að en allar aðr- ar þjóðir. Það þekkist ekki að aðrír séu teknir í slika hljóin- sveit en þeir, sem taldir eru mjög góðir listamenn hver með sitt hljóðfæri. Hver á að dæma um það hér? Það er líka stað- reynd tað sífellt er vcrið að skipta um menn í slíkum hljóm- sveitum. En allir, sem ráðnir hafa ver'ið opinberir starfsmenn njóta vissra réttinda fram yfir hin fastákveðnu launakjör. Hvernig á að leysa það? I) EINSTAKLINGAR og samtök með stuðningi opinbcrra stofn- ana, eiga að reka sinfóníuhljóm sveitina. Á þessum tímum aS m'innsta kosti, þegar stjórnar- völdin biðja fólkið um biðlund, svo að hægt sé að lcoma efna- hagsmálunum á örnggan grund- völl, geta þau hin sömu stjórn- arvöld alls elcki ráffist í slíkt. fyrirtæki — og Iagt byrgðar á þjóðina af helberum misskiln- ingi — og jafnvel öðru verra.. FLOTTRÆFILSIIÁTTUR er alltaf hVimleiður. Við eigum allt af að koma til dyranna eins og v'ið erum klæddir. Fjöldi lífs- nauðsynlegra verkefna bíffur okkar. Ef „bremsu“-nefnd segir nei koma einsaklingar og sam- tök þeirra til skjalanna — og finna lífsb.iörg handa hljóm- sveitinni. Ég veit það. En skemmtilegt er það efÞ'r allt sam an — og þó öllu heldur grát- broslegt, að ,.bremsu“-nefna skuli eiga að ráða úrslitum. Hannes á liorninu. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.