Alþýðublaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 2
ÆartJOrar: Glsll J. Astþórsson (áb.) og Benedlkt uröndal. — Fulltrúar rlt- i 4|ómar: Slgvaldl Hjálmarsson og IndriBi G. Þorsteinsson. — Fréttastjórl j WOrgvin GuSmund n. — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími ; 14 90*. — ASsetur: AlþýðuhúsiS. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfis- j tðtu 8—10. — Askriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3.00 eint i VtgaEcmL: Alþýðuilok urinn. — Framkvæmdastjórl: Sverrlr Kjaríansaon. Stefnir í rétta átt ' FREGNIR bárust um helgina um kynþáttaó eirðir í Alabama í Bandaríkjunum. Þurftu yfir tvöld að grípa til sérstakra ráðstafana til að hafa hemil á hópum hvítra öfgamanna, sem hugðust gera árásir á blökkumenn og hvíta fylgijsmenn þeirra. Um þessar mundir eru liðin 100 ár, síðan þrælastríðið var háð í Bandaríkjunum. Þar börð ; ust þeir menn til siigtgrs undir forustu Abraham Lincolns, sem vildu afnema þrælahald: Síðan hef , ur hlutskipti svartra manna í landinu farilð stöð ugt batnandi, en réttindi blökkumanna aukizt stórkostlega og efnahagur þeirra batnað hraðar en hvítra, sem sýnir að þeir eru óðum að brúa 'bilið á því sviði. Enda þótt enn vanti mflkið á, að fullkomið jafn rétti ríki milli hvítra og svartra í Bandaríkjun um, igiétur það engum dulizt, að stöðugt miðar í rétta átt. Þing. stjórn og dómstólar standa með jafnréttindum og gegn misrétti. Með hverju ári vinnast nýir si’grar í þessarii baráttu, sem mun enda á því áður en mar.gir áratugir líða, að full ikomið jafnrétti kemst á. Trjágróður í Reykjavsk [ REYKJAVÍK hefur aðstöðu til þess að verða ,,'græn‘‘ borg, þar sem mikið er um hvers konar gróður innan um malbik og steinsteypu. Bera sum eldri hverfi borgarinnar, þar sem vinna hef ur verið lögð í ræktun, þess glöglg merki. Umhverfi bæjarins er yfirleitt hrjóstrugt og hin nýju hverfi eru ber oig auð fyrst eftir að byggingum lýkur. Þar eru nokkur opin svæði, sem í framtíðinni eiga að verða lystigarðar. Mik ið mundi vinnast, ef reynt væri að gróðursetja tré strax á þessum svæðum, enda þótt ekki sé unnt að ganga frá skipulagi garðanna fyrr en eftir 10 ár. Það munar miklu fyrir bæjarbúa, ef hinn sameiginlégi trjágróður fær 10 ára forskot og garðarni!r verða því fyrr til augnayndis og á nælgju. Hví ekki að planta 10 000 trjám strax í Mikla túnil? Vilja ekki einhverjar stofnanir í bænum gefa trén og félög gróðursetja þau í sjálfboða vinnu? [ Auglýsisigasímii Alþýðublaðsins er 14906 AÐALFUNDUR félagsins Frjáls menning var haldinn í VR-húsinu laugardaginn 13.' maí sl. Formaður félagsins Tómas Guðmundsson skáld, setti fundinn og skipaði Eyjólf K. Jónsson fundarstjóra og Ei- rík Hrein Finnbogason fundar- ritara. Þá flutti formaöur. Tóm as Guðmundss., skýrslu stjórn- arinnar, en að ræðu hans lok- inni flutti gjaldkeri félagsins, Lúðvík Gizurarson, skýrsiu um reikninga félagsins. Nokkrar umræður urðu um skýrslu íor manns og gjaldkera, en að þeim loknum var gengið t;l stjórnar kjörs, en stjórn félagsins skipa sextán menn auk heiðursfor- seta, sem er Gunnar Gunnars- son skáld. Þessir voru kjörnir 1í stjórn félagsins: Dr. Jóhann es Nordal, bankastjóri, Tómas Guðmundsson, skáld, Eyjóli'ur K. Jónsson, ritstjóri, Ármann Snævarr, rektor, Einar Magn- lín, rithöfundur, Baldvin Tryggvason, framkvæmda- stjóri, Lárus Guðmundsson, stud. theol. og Ævar Kvaran, leikari. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Guðni Þórðarson, framkvæmdastjóri og Þór Vil- hjálmsson, lögfræðingur. í fundarlok kaus hin nýja stjórn sér formann, Dr. Jóhannes Nor dal, bankastjóra. í skýrslu sinni rakli Tómas Guðmundsson, skáid, helztu verkefni félagsins frá stofnun þess 23. marz 1957. Opinber fundarhöld hafa verið veiga- mikill þáttur í starfsemi félags ins, en á fundum þess hafa oft talað erlendir gestir þess auk innlendra ræðumanna Af er- lendum gestum Frjálsrar menn ingar má nefna ungverska rit- höfundinn George Faludi, sem kom hingað upp á ársafmæli ungversku byltingarinnar, danska stjórnmálamanninn Frode Jacobsen, ungverska Stalínverðlaunahafann og flóttamanninn, Tamas Aczel, indónesíska prófessorinn Takd- ír Alisjahbana svo og Þjóðverj- ann Dr. Köhler. Eftir morðin á Imre Nagy og fleiri Ungverjum beitti Frjáls menning sér fyrir úti- ússon, menntaskólakennari, Þórir Kr Þórðarson, prófess- or, Benedikt Gröndal, ritstjóri, Eirikur Hreinn Finnbogason, cand. mag., Einar Pálsson, leik ari, Svanhildur Þorsteinsdótt- ir, frú, Þorsteinn Hannesson, óperusöngvari, Páll Kolka, læknir, Guðmundur G. Haga- H a n n es á h o r n i n u | ýV Hvað á að gera í Við ey. Er nokkuð að marka loforðið? ýý Er hægt að reisa þar Ifangelsi? ýV Um ferðaæði og feg urðarsamkeppni. ÍEYJARNAR við bæjardyr | Reykjavíkur eru í niðurníðslu t og t'il skammar fyrir höfuðstað- | arbúa. Morgunblaðið hóf loks- ins til máls fyrir nokkru um þær, og þá sér,staklega Viðey eftir að blaðamaður frá því hafði farið í rannsóknarför til eyjarinnar. — Oft hefur verið minnzt á þesSi mál og lengi liafði H veríð nöldrað út af Árbæ áður en hafizt var handa, en nú er, þar myndarlegt heim að líta og þangað að koma. Morgunblaðið hefur boðað aðgerðir í Viðey, og við skulum vona, rað þegar blað bæjarstjórnarmeirihlutans tekur af tvímæíi og lofar einhverju, þá sé að marka það. Ekki veit ég hvað gera skuli við Viðey, en ég fæ br.éf um málið og sjálf- sagt að geta þess, sem þar er l;agt . til. Hér eftir fer eitt þessara bréfa. PÁLL SKRIFAR: „Blöðin hafa skýr frá því, að gömlu höf- uðbólin Engey og Viðey, séu nú í megnri niðurníðslu. Er sorg- legt til þess að vita, ef Viðey, þetta gamla höfuðból og höfð- ingjasetur, á að verða eyðilegg- ingu að bráð vegna hirðuleysis- eiganda. .FANGELSISMÁL landsir.s hafa mikið verið rædd undan- farið og er allt útlit fyrir að nú- verandi dómsmálaráðherra hafi hug á, að bæta það ófremdar- ástand, sem ríkir hér á landi. Fyrst og fremst þarf að reisa við unandi fangelsi. Aðalríkisfang- elsi á ekki að vera í Reykjavik, en þó ekki langt iþaðan. Mér hef- ur ávallt virst Viðey tilvalinn staður fyrir fangelsi. Þar er hægt að reka stórbú, sem fangar gætu unnið að. AUÐVITAÐ þyrfti að reisa þarna fangahús, en starfsfólk gæti notað gömlu húsin þegar búið verður að endurbæta þau og talsvert er þar af góðum pen- ingshúsum. Þá virðist, að ólíkt hentugra væri að nota Engey til fundi á Læjartorgi til ao mót- mæla hryðjuverkunum og var sá fundur afar fjölmennur. Hin opinberu fundarhöld hafa ekki verið nema einn lið- ur í starfsemi Frjálsrar menn- ingar. Frá upphafi hefur fé- lagið leitast við að fylgjast eft- ir megni með gangi ýmissa mála erlendis og hefur ekki láf ið sitt eftir liggja að senda mót mæli gegn hvers konar ofbeldi og ógnunum við andlegt frelsi. Þannig hafa verið send mót- mæli gegn pólitískum ofsókn- um í Alsír, Tyrklandi, Suður- Afríku og Indónesiu auk margg konar mótmæla, sem send hafa verið austur fyrir tjald, bæðl til Ungverjalands og Rússlands m a. vegna Pasternakmálsins. Er það fréttist út um heiminn á árinu 1958, að Frakkar mis- þyrmdu föngum í Alsír, ritaði Frjáls menning hér bréf til syst urfélaganna á Norðurlöndum og óskaði eftir því, að félög þessi færu í sameiningu þes3 á leit við aðalstöðvar samtak- anna í París, að skipuð yrðj nefnd til að grafast fyrir um hið sanna í málinu. EitthvaS varð róðurinn þungur í fyrstu gagnvart þáverandi ríkisstjórn Framhald á 12. síðu. dvalar fyrir þá stétt manna, semi nú dvelur að Kvíabryggju. Þar væru þeir betur geymdir“. „ÍSLENDINGAR fylgjast vel með flestum nýjungum, sem eiga uppruna sinn erlendis, eínk um á sviði skemmtanalífs og þæginda. Við erum að nálgast það að vera mesta „túristaþjöð** í heimi, það er að segja ferðast allra þjóða mest til útlanda. Svo eru veitinga- og skemmtistaðiff bæði í bæjum og sveitum um- fangsmeiri að tiltölu en víðast hvar annars staðar. Ekki má þéi heldúr glevma þátttöku okkar í alþjóðastofnunum og alþjóðai- þróttamótum. Þar stöndum viJJ flestum þjóðum framar að þátt- töku, þó bezt sé að hafa sem fæsfi orð um afrekin. i FEGURÐASAMKEPPNI Is- lenzkra kvenna er að verða tals- verður atvinnuvegur fyrir þ§ sem að því standa. Þátttaka er mikil því ungu stúlkunum er sagt, að þetta sé örugg leið til þess að þær geti orðið kvik- myndastjörnur, eða að minnsta kosti sýningarstúlkur í erlendum tízkuhúsum, en það kvu opna leiðir í ýmsar áttir, — en sjaldan þó í hjónasængina, enda er það allt of hversdagslegt fyrir úrvala „fegurðardísir“. DANIR hafa „flutt út“ nokkr- ar „fegurðardísir“. Nú sitja tvær í fangelsi, önnur í París, en hin í Róm. Vonandi sleppa íslenzkar „fegurðardísir“ við slík ævin- týri". Hannes á liorninu. 2 24 maí 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.