Alþýðublaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 8
Tvíburasystur, sem
fæddust fyrir 70 árum með
einnar mínútu millibili,
létust svo til samtímis fyr-
ir skemmstu. Frú Collins
andaðist að heimili sínu í
Brighton eftir að hafa tek-
ið inn of stóran skammt af
svefnlyfjum. — Fáeinum
stundum síðar barst skeyti
frá Höfðaborg { S-Afríku,
þar sem sagði, að tvíbura
systir hennar, frú de Vries
hefði látizt úr hjartaslagi.
fyrra á miðju Pusjkin-
torgi í Moskva. Stærsti
bíósalurinn tekur 2500
manns í sæti. Auk þess eru
tveir minni sem rúma 200
manns hvor
ÍC Timburmaðurinn
Douglas Mist í Southend,
Essex, Englandi, var ný-
lega dæmdur í 1000 kr. sekt
fyrir að hafa skráð ketti
sína á manntalinu undir
nöfnunum Ginger og Tint
Mist. í þokkabót lét hann
þess getið, að hann mundi
arfleiða kettina að eigum
sínum, þegar hann félli
frá.
ic KHAMA, fyrrum
ættarhöfðingi brezka
verndarsvæðisins, Bechu-
analand, sem er umlukt á
allar hliðar af Suður-Af-
ríku, hyggst snúa aftur til
heimalands síns á næst-
unni. Hann og Ruth Willi-
ams, kona hans, gerði
Bretastjórn brottræka úr
Bechuanalandi 1950.
Stærsta bíói Rúss-
lands var komið fyrir í
it CHARLES Strauss
og Allied Artists kvik-
myndafélagið hafa tryggt
sér rétt til að framleiða
kvikmyndina „Hitler,“ ævi
sögu þýzka einvaldans. —
Sam Neuman og Charles
Strauss hafa gert handrit-
ið.
Auglýsing!
RÚMLEGA 3 þúsund
þyrstir menn og langt
leiddir í bænum Kobe á
Japan þustu inn á bar einn
þar í bæ til þess að verða
við þeirri bón barsins, að
þeir drykkju upp allar vis-
kýbirgðir hans fyrir ekki
neitt!
Setið var að sumbli frá
því snemma um morgun-
inn og þegar líða fór á eft-
irmiðdaginn, gerðust menn
harla glaðir. En um níu-
leytið þótti lögreglu staðar
ins nóg komið og greip í
taumana.
Fílefldir lögregluþjónar
vippuðu sér léttilega inn
fyrir dyrnar á barnum, —
heldur gustmiklir og hand-
sömuðu um 20 hreifa bar-
gesti.
Lögreglumennirnir komu
því næst að máli við eig-
anda vínstúkunnar, góðlát-
legan mann á áttræðis-
aldri, sem er klókur kaupa
héðinn, þótt heldur lítill
sé hann fyrir mann að sjá.
Báðu lögreglumennimir
vínstúkueigandann að
skera niður viskýgjöfina og
láta hverjum nægja tvö
glös til viðbótar.
Þar sem eigandinn er
skilningsríkur maður og
samvinnuþýður, varð hann
við þessari iögreglubón og
lýsti yfir því, að húsinu
yrði lokað um miðnætur-
skeið.
En japanska viskifirmað
sem stóð á bak við þessi
ósköp hótaði því að halda
áfram að bjóða ókeypis
viský allan næsla mánuð.
Þetta ókeypis viský mun
hafa verið liður í auglýs-
ingaherferð fyrir ágæti
viskísins — bezta drykk
jarðarinnar að öllum öðr-
um ólöstuðum.
Leiðrétting
í greininni „Háþróað
músiklíf“ slæddust inn
nokkrar meinlegar prent-
villur vegna mistaka í
prófarkalestri. Eftirnafn
greinarhöfudar féll til
dæmis alveg niður, en
hann heitir Oiaf Klamand.
I stað ártalsins 1950 stóð
1930; í stað Anton stóð
Aston og loks stóð í stað
klassíska tímabilsins júlí-
anska tímabilið !
þeir þrjá mánuði í senn á
skipinu. Þetta eru allt
ungir piltar frá öllum
fylkjum Þýzkalands og
hafa siglt víða um höf á
skipinu eins og til Mad-
eira, Miðjarðarhafsins og
Suður-Ameríku hafna.
Sjóliðarnir hafa unað
sér vel hérna í Reykjavílí
undanfarna daga og hafa
til dæmis farið í hópferðir
út á land, til Gullfoss og
Geysis og ef til vill fleiri
slaða. Þá voru þeir á dans
leik í Lido á föstudaginn
og töpuðu fyrir ICR í
knattspyrnu.
Þegar við skruppum nið
ur að höfn til þess að virða
fyrir okkur skipið voru
þar margir komnir sömu
erinda. Mest bar á krökk-
um og voru margir strákar
að prútta við sjóliðana, —
selja þeim eldspýtur o.s.
frv.
Við spurðum sjóliðann,
sem stóð vörð við land-
göngubrúna hvort þeim
þætti ónæði af strákunum.
Hann sagði, að því færi
víðs fjarri. I Suður-Ame-
Framhald á 12. síðu.
ÞÝZKA skólaskipið
„Gorch Fock“, sem verið
hefur hér í Reykjavíkur-
höfn í tæpa viku er nú
farið til Frakklands, en
skipið kom frá Kiel. Þetta
er stærsta briggskip þýzka
flotans, sem notað er í
þessu skyni, en annað og
stærra er til, en það skip
er ekki notað vegna gagn-
rýni út af Pamir sjóslys-
inu, sem varð fyrir nokkr-
um árum. Er „Gorch“ því
stærsta briggskipið, sem
nú er j notkun hjá þýzka
sjóhernum.
Ahöfn-in er 260 manns,
þar aí 180 foringjaefni.
Veran um borð er hluti af
herskyldu þeirra og eru
I Persíu er ekl
veldara fyrir hjór
að fá skilnað. I
hin fráskildu hji
þess, að taka san
grípa lögin í tau
þverlaka með ölh
viðgangist. Og þ
amm
g 24. maí 1961
Alþýðublaðið