Alþýðublaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 16
Innbrot I Nesti INNBROT var framið aðfara nótt 2. í hvítasunnu í Nesti við Elliðaár. Farið var inn iim af- greiðsluglugga. Stolið var 600—800 krónum í peningum, allmiklu magni af sígarettum og vindlum, auk sælgætis. BROTIZT hefur verið ný- lega inn í sumarbústað við Elliðaárvaln. Þaðan var stolið tveim veiðistöngum, skátastöf- um, hnífum og fleiru. ÞAÐ er ótrúlegt en satt: Mannkrílið, sem öjr- in bendir frá, slapp 6- meiddur. Húsið, fjögurra hæða hótel £ Portland, Oregon — tók upp á því, að detta um koll, þegar verið var að rífa það. — Maðurinn sá livað verða vildi, tók til fótanna og varð sekúndubroti fljót- ari en fjallið. WWtWWWWWVWWMWvvw 42. árg. — Mrðvikudagur 24. maí 1961 — 113. tbl. íslendingur finnst látin erlendis Arbeiderbladet norska birtir þá frétt 19. maí sl. að Jón Eiríksson, cand. mag. hafi fundist látinn í rúmi sínu í stúdenta- bænum að Sogni. Bana- meinið er talið liöfuðkúpu brot. Lögreglan, sem hef- ur rannsakað málið, hef- ur ekki fundið neitt, sem bendir til að um glæpsam legan verknað sé að ræða Jón Eiríksson, 34 ára að aldri, fannst liggjandi á grasflöt í stúdentabæn- um. Nokkrir stúdentar báru hann til herbergis hans. Síðar um nóttina urðu menn varir við að bann var látinn í rúininu. Kallað var á lækni. Hann fann sár á hnakka Jóns og þá var lögreglunni gert aðvart. STÓRBRUNI varð í Hafnar- firði á annan hvítasunnudag. Slökkviliðið var kvatt klukkan 7,30 um morguninn að Suður- götu 14, en þar er bakarí Ás- tnundar Jónssonar til húsa. Hús •ð stórskemmdist og vörubirgð *r einnig af eldi, reyk og vatni. Húsið er 4—500 fermetra, 2ja og 3ja hæða steinsteypt með timburloftum, nema neðsta loftið í austurhluta hússins er steinsteypt. Húsið var alelda þegar «lökkviliðið kom á vettvang og iogaði upp úr þekju þess. Kl. um 8,30 hafði tekizt að yfirbuga eldinn að mestu, þó svo, að logaði í glæðum hér og jþar. Þekja hússins er gjörónýt, tiangir uppi, víðast sliguð nið- nr, sama er að segja með timb- Vrgólf hússins. Suðurendi hússins, sem er yngsti hluti þess, slapp að mestu, svo og neðsla hæð húss in, þar sem bökunin fer fram, ^n þar flóði allt I vatni að slökk vistarfi loknu. Sölubúð áföst bakaríinu iskemmdist ekki. Á efri hæðum hússins var •geymt mikið af alls konar varn ingi, sem gjörónýttist, svo sem sykri fyrir tugi þúsunda, ýms- ar kryddvörur, kringlur í sekkj um og kössum og mikið af umbúðapappír. Mikið af hveiti var geymt í suðurhlula og neðstu hæð hússins og skemmdist það eitthvað af vatni og reyk. Viðgerð á þekju hússins stóð yfir og því samfara var mikið geymt af timbri og þakpappa uppi á lofti, er notast átti í þekj una og brann það allt. Þá gjör VOR- HRET REYKVÍKINGAR hafa nú fengið illyrmislegan grun um það, að veturinn eigi enn nokkur ítök hér á norðurhvel'i. Alþýðublaðið sneri sér af því tilefni til Veðurstofunnar og •Framh. á 5. síðu.. ónýttist rúðugler í heilt hús, er geymt var á efsta lofti. Þá var á annarri hæð geymt mikið af þilplötum, sem brunnu í ösku. Einnig voru á efri hæð- um ýmsar vélar, t. d. rafalar, og dót, sem eyðilagðist. Eldsupptök hafa senr.ilega orðið í rafmagnstöflu uppi yfir öðrum bakaraofninum, en sá var oft lítið eða ekkert notaður nú orðið. Eignatjón hefur orðið gífur- légt, þó svo að hús hafi verið tryggt. Bakaríið er óstarfhæft og hlýtur að verða það um sinn, þó svo að skemmdir í bökunarsal hafi ekki orðið miklar af eldi. Menn er leið áttu um hjá bakaríinu um kl. 7 urðu ekki varir neins reyks, en þegar þeir eru komnir lengra suður í bæ- inn sprakk hiólbarði á bílnum hjá þeim og eftir að hafa átl. við hann sjá þeir reyk mikinn leggja upp af bakaríinu og gerðu þegar viðvart á lögreglu stöðina sem er þar skammt frá, en lögreglan gerði viðvart í slökkvistöð, en þar er vakl alla sólarhringinn. Ekki var verið að vinna í bakaríinu, þar sem þetta var á helgidegi. MÁNUDAGINN 15. maí var byrjaö að ryðja snjó af vegin- um á Breiðadalsheið'i, en það er fjaitavegurinn milli ísafjarðaii og Önundafjarðar. Verkið hefur. sótzí seint því mjög mikill snjór er á heiðinni og vinna þó fjór- ar stórvirkar ýtur að mokstrin- um. — Bé. Seliáfur og rækjur ísafirði, 18. maí. EINS og áður hefur verið sagt frá í Alþýðublaðinu, þá er ísfirzki rækjuveiðiflotinn að veiðum norður í Húnaflóa, — út af Seiskerjum og Ingólfsfirði, og 1 Iiefur fengið þar ágætis veiði. M. b. Ásbjörn flytur aflann til ísafjarðar. Landeigendum norður þar mun hafa þótt ísfirð- ingarnir nokkuð nærgöngulir selalátrum, sérstaklega við sker ið fram af Munaðarnesi en þar kæpir selurinn, og er svæðið frið lýst. Sagt er, að ísfirzki veiði- flotinn hafi verið kærður af þessum sökum. — Bé. Á hvítasunnudag var veður gott á Siglufirði, sólskin og blíða. Mun hafa snjóað mikið víða á Norðurlandi í dag og nótt sem leið. ENN EKKI BOÐAÐ TIL VERKFALLA. Ekki hefur enn verið boð að neitt verkfall hér á Siglu- firði og er það því rangt, er frá var skýrt í Þjóðviljanum, að verkfall hafi þegar verið boð- að. Hins vegar hafa fundir í Þrótti og Brynju samþykkt heimild til vinnustöðvunar en verkföll hafa ekki verið til- kynnt. J. M. NÝR PRÓFESSOR Fregn til Alþýðublaðsins. Siglufirði í gær. MIKIL snjókoma hefur verið hér í dag og er nú ökla- snjór á Siglufirði. Fjöll eru hvít og Siglufjarðarskarð hef- ur lokazt. ísafirði, 18. maí„ HEYRZT hefur, að Ósvald Knúdsen, kvikmyndatökumað- ur, áformi að taka í sumar kvik- mynd af bjargsigi í Hornbjargi. Ráðstafanir vegna myndatökunn ar munu hafa verið gerðar, svo sem útvegun nægilegs mannafla o. fl„ Sagt er, að Arnór Stígsson, húsgagnasmiður, á ísafirði, sem er ungur maður og þaulvanur fyglingur frá því hann dvaldi í átthögunum nyrðra, verði aðal- sigmaðurinn. Einnig eru aðstoð- armennirnir flestir frá ísafirði. Kvikmyndatakan er sögð hef j- ast urn 10. júní n. k. — Bé. FORSETI ÍSLANDS hefur skipað Tómas Helgason lækni prófessor í geðlæknisfræði við læknadeild Háskóla íslands. Prófessorsstaðan er veitt frá 1. ágúst næstk. Mikið tjón í elds- voða í Hafnarfirði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.