Alþýðublaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 4
SAGT var frá því í blöSum
bæjarins á sínum tíma, að
Hannesi Péturssyni, skáldi,
skáldi, hefðu verið veitt bók-
menntaverðiaun að upphæð
50 000 kr. á afmælisdegi
Gunnars Gunnarssonar, rit-
höfundar, — en Ragnar Jóns-
son, eigandi bókaútgáfunna.-
Helgafells stofnaði til þessara
verðlauna á sjötugsafmæli
Gunnars Gunnarssonar árið
1959. Var ráð fyrir því gert,
að verðlaunin yrðu í fyrsta
sinn veitt á afmælisdeg'i Gunn
ars Gunnarsson, hinn 18. maí
1961, og síðan á þeim degi
árlega eða þegar dómnefnd
sú, er um þau skyldi fjalla,
teldi ástæðu til. Við úthiutun
verðlaunanna koma einkiun
til greina skáldverk ungra höf
unda, ljóð, leikrit og sögur.
Dómnefnd, sem skipuð var
til úthlutunar verðlaunanna,
ákvað að veita Hannesi Pét-
urssyni værðlaunin í þetta
sinn „fyrir rnikilsvert fram-
lag til íslenzkrar ljóðlistar".
Svo segir í greinargerð dóm-
nefndar: „Hannes Pétursson
er ungur maður, en hefur þeg
ar gefið út tvær merkar ljóða-
bækur, Kvæðabók og í sumar
dölum. Báðar þessar bækur
bera ótvíræðan vott um þrosk
aða skáldgáfu og öruggan,
persónulegan stíl. Jafnvægiog
festa, djúpstæð og fáguð ljóð-
ræn tilfinning, hóglát, drama-
tísk frásagnargáfa og sér-
kennilegt ímiyndunarafl ein-
kenna skáldskap Hannessr.
Hann hefur auðgað hefðbund-
in, íslenzk listform að i.ýjum
tilbrigðum og gætt söguleg
yrkisefni nýjum hugbiæ. —
Hannes Pétursson er menntað
skáld, og hefur á farsælan
hátt samlagað erlend áhrif is-
lenzkri menningarerfð'b
Á blaðamannafundi þeim,
sem haldinn var í tilefni vero-
Hannes Pétursson.
launaveitingarinnar, lýsti
Hannes Pétursson því yfir að
hann mundi nota verðlaunin
til þess að ritlauna menn,
sem hann fengi til að skrifa
ritgerðir um skáldverk Gunn
ars Gunnarssonar, Fjailkirkj-
una. Þessar ritgerðir yrðu sið-
an gefnar út í safni, undir
umsjá lians sjálfs, og mundi
hann ennfremur velja þá
menn, er ritgerðirnar skrif-
uðu.
Tómas Guðmundsson talaði
fyrir hönd dómnefndar. Sagði
hann, að .gömlum ljóðasmið
væri það sérstök ánægja, að
afhenda ungum skáldbróður
þessi verðlaun. Ætti Ragnar
Jónsson og mikla þökk fyrir
að hafa efnt til þessara verð-
launa
Hannes Pétursson þakkaði
fyrir þann heiður, sem honum
hefði verið sýndur cg sagði,
að Það gleddi sig, að kvæð:
hans væru talin makleg þess
vitnisburðar, sem dómnefndin
hefði gefið þeim. Hann sagði,
að alltaf væru skiptar skoðan-
ir um réttmæti úrskurðar
dómnefnda sem með verðiaun
hefðu að gera, mat á listum
væri afstætt, og ugglaust
myndu margir telja niðurstöð
ur þessarar dómnefndar rang-
ar. Árið 1959 hefði Almenna
Bókafélagið veitt honum verð
laun sín, — en það mætti
kannski kalla það broslega
sveitamennsku sína, — að
hann gæti ekki nú staðið Sig
við að stinga í eigin vasa öðr-
um fimmtíu þúsundum í verð
laun fyrir ljóðagerð. Hann
hefði ákveðið, þegar er hann
heyrði, að honum myndu
falla þessi verðlaun í skaut,
að verja þeim til útgáfu rit-
gerðarsafns um Fjallkirki-
una, en Fjallkirkjan væn aö
sínum dómi eitt af öndvegis-
ritum íslenzkra bókmennta,
en persónulega, mæti hanu
Gunnar Gunnarsson einna
mest íslenzkra skáldmanna.
— Mér fannst, að með því að
veita mér þessi verðlaun væri
verið að bera í læk, sem þeg-
ar væri bakkafullur, — þar
eð AB veitti mér verðlann sín
árið 1959. —Ég vona, að með
þessari ákvörðun minni hafi
ég ekki brotið nein óskráð
lög . . .
Sögur að norðan, eftir
Hannes Pétursson kom.i út í
haust.
— Eru þetta smásógu'-,
Hannes?
— Smásögur eða þættir eða
eitthvað svoleiðis.
— Hvenær eru þessar sögur
skrifaðar?
— Að mestu leyti í suma’-.
— Þú varst erlendis í sum-
ar, var það ekki?
— Jú, ég fór í fimm mánaða
ferðalag Dvaldist ég þá eink-
um um kyrrt í Kaupmanna-
liöfn, Vínarborg, Róm og kom
við í Sviss í bakaleiðinni,
— Tilgangur ferðarinnar?
— Bara að sjá mig um. —
og ég fór dálítið á söfn o. s.
frv. 3
— Hvað viltu segja um
þessa nýju bók?
— Um hana er ekkert að
segja.
Gunnar Gunnarsson, rit-
höfundur, lét í Ijós ^érstaka
ánægju sína yfir því, að Hann
es Pétursson hefði hlotið bók-
menntaverðlaunin, en ák.vörð
un hans um að verja þeim til
útgáfu á ritgerðasafni urn
Fjallkirkjuna kvað hann að
vísu „vel hugsaða — en van-
hugsaða“.
— Það er alltaf vanhugsað,
að afsala sér peningurn, sagði
Tómas Guðmundsson, sltáld.
— Eruð þér að vinna að
nýrri bók, Gunnar?
— Ja, ég veit ekki, hvað
á að segja nm það. Ég hef
kannski verið að dútla að bók,
en . . .
— Hvað viljið þér segia um
hana, — hvenær er útkomu
hennar að vænta?
— Ég segi aldrei neitt um
bækur fyrirfram. Maðul' veit
aldrei, hvað úr þessu verður,
--------kannski ekki ueitt
— Hvenær kom síðasta bck
yðar út?
— Það er ævalangt siðan,
— ég man það ekki einu sinni
. . ég hef verið bundinn við
þessar heildarútgáfur . .
— Hver er afstaða yðar til
heildarútgáfna? Breytið þér
í nýjum úgáfum?
— Já, hverju sem mcr sýn-
ist.
— Það er a. m. k. óhæt.t að
breyta í nýjum út.gáfum ljóða.
Fólk er hætt að lesa ljóð nú-
orðið, sagði Tómas Guðmunds
son, skáld.
Og svo fóru þeir að óska
Jakob Thorarensen til ham-
ingju með daginn.
H.
punktar
EINN af sonum Hannibals
lét fyrir lielgina birta viff
sig viðtal í Þjóðviljanum,
undir fyrirsögninni: „Niður
með múgmorðtækin, fleiri
háskóla“. Þjóðviljinn slepp-
ir alveg að nefna, að á af-
vopnunarráiistefnunni S
Genf, sem fjallar um tak-
mörkun á kjarnorkuvopn-
um, standa Sovétrikin nú
þversum fyrir nokkru sam-
komulagi,
• • •
ALMENNINGUR hefur
veitt athygli hinum mikln
styrkjum, sem veittir hafa
verið úr vís/indasjóði, bæði
hugvísinda- og raunvisinda-
deild. Enda þótt fslendingar
geti ekkl enn greitt sér-
mcnntuðum mönnum éins
hátf kaup og aðrar þjóðir
gera, hefur starfsemi þessa
sjóðs gerbreytt aðstöðu
manna til rannsókna hér á
landi. Sjóðurinn var stofn-
aður fyrir forustu núverandi
menntamálaráðherra, og
Bfjárhag hans hcfur verið
borgið meðal annars mcð
því að láta liluta af gróða
Seð'Iabankans renna til sjóðs
ins. Vísindasjóður á vafa-
laust eftir að verða megin-
Istoð íslenzkrar fræði-
mennsku og rannsókna f
framtíðinni.
• • •
ÞAB er eriitt tímabil fram
undan hjá Framsóknar*
flokknum. Líkur i'Iokksins
til þátttöku í stjórn stór-
minnkuðu við kjördæma-
breytinguna, og nú bætast
við innanflokksátök. Earátt
an út af samstarfinu viff
kommana er aðeins einn
þáUur þeirra átaka. Hitt er
örlagaríkara fyrir flokkinn,
iað nú er komið að kynslóða-
skiptum Eysteimi og Her-
mann hafa verið alráðir S
flokknum í 28 ár. Nú er
komin frarn gerólík kynsló'ð
með menn eins og Jón
Skaftason, Ilelga Berg3,
Tómas Árnason, .Tóhannes
Elíasson og marga fleiri. —
Þessir menn hafa skoðanir
á stefnu og framtíð flokks-
ins. sem hljóta a'ð verða í
vaxandi andstöðu við gömlu
kynslóðina, sem enn ræður
öllu.
• • •
SAMBANDSSTJÓRN
ungra framsóknarmanna
hélt nýlega fund og gerði,
etins og venja er slíkra
funda ,almenna stjórnmála-
ályktun. Tíminn valdi á-
gæta fyrirsögn, er hann
b'irti ályktunina: ENGIN
ÁSTÆÐA TIL SVART-
SÝNI.
24. maií 1961
Alþýðublaðið