Alþýðublaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 1
 42. árg. — Miffvikudagur 14. júní 1961 — 131. tbl. Framsókn ber ábvrgðina fs.f ÞAÐ ER Framsóknarflokk- urinn, scm- ber höfuðábyrgðina á þeim tilraunum sem nú eru gerðar til þess að koma af stað jnýju kapphlaupi m'illi kaup- gjalds og verðlags sagði Ernil Jónsson félagsmálaráðherra á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í gærkveldi. Eng- inn reiknar lengur með komm únistum sem ábyrgum stjórn- málaflokki, sagði Emil en Framsóknarflokkurinn hefur nú jafnvel gengið enn lengra en kommúnistar í ábyrgðar- leysinu, sagði ráðherrann. Emil sagði, að kauphækkun sú, er miðlunartillaga sátta- semjara gerði ráð fyrir, hefði verð sú mesta, er unnt var að gera sér vonir um, að færi ekki út í verðlagið. Sagði Emil, að ríkisstjórnin hefði verið búin að ákveða að gera sitt ítrasta til þess að koma í veg fyrir verðhækkanir af völdum þeirra kauphækkana, er sáttatillagan Framhald á 15. síðu. mtWWWWmWMWMWWMMWMWWMMWWtWWMMWV Island reyndist æði svalt BREZKA skemmtiferða- skipið Andes snýr skutnum upp í kuldagjóstinn, sem næddi um Reykjavík í gær. I>að var með rösklega 400 farþegá, og virtust sumir því fegnastir að komast aft- ur um borð í hlýjuna (mynd in hér neðra). Andcs er 25,675 tonn, áhöfnin 451 maður. Skipið var byggt 1939 og kom hingað í stríðs byrjun leynilegra erinda. — Það hélt héðan í gær til Noregs. WWMiWMMWiWMMWWWMVWWWMMWWmiWlllMMMW ÞAÐ KEMUR fram í árs- skýrslu Sambands íslenzkra sam vinnufélaga, sem Iögð var fram á aðalfundi þess í gær, að ágóði SÍS síðastliðið ár mundi engan veginn nægja til að greiða þá 14% kauphækkun, sem Sam- bandíð hefur þegar samið um i v Iþróttðsíöan er I > 10. síðan ár, hvað þá 18%, sem hækkunin verður eftir eitt ár.. Afkoma Sambandsins hefur reynzt mun betri, en forráða- menn þess bjuggust við, og þrátt fyrir allar hörmungar viðreisn- arinnar, sem /ýst hefur verið i áróðir, er afkoman 5,9 milljóna tekjuafgangur eftir 9,7 milljóna afskriftir. Ætla má af skýrsl- unni, að Sambandið hafi greitt um 50 milljónir í vinnulaun, og mundi 14% kauphækkuu af þvi nema 7 m'illjónum, en 18% næsta ár 9 milljónum, þó að ekkert nnnað hækki. Hér er því SÍS stefnt í beinan hallarekstur ef kauphækkunum verður ekki velt yfir í verðlagið og þarmeð lagðar á almenníng í landinu. í fyrra námu tekjuafgangur og afskriftir samtials 16 milljón- um, og er það í skýrslunni kall að „lágmarks“ árangur af starf- semi Sambandsins, enda velía þess mjög mikil. Þá var — eins og nú — kvartað um óeðílíega ströng verðlagsákvæði og talin þörf á bættum fjárhag stofnunar innar. Nú er afkoman sú, að tekjuaf- gangur, og afskriftir nema lægri upphæð, 15,38 milljónum. Samt hefui stjórn Sambandsins talið sér fært um að semja um kaup- hækkun, sem nemur strax 14% og eftir ár 18%, og samrýmist það ekki afkomu fyrirtækisins, nema önnur sjónarmíð komi til, eða treyst sé á nýja verðbólgu. ! í ársskýrslunni segir svo meðal annars: „Samvinnuhreyfingin verður einnig að gera sitt til þess að skapa traust efnahagslif á ís- landi. Hún verður að stuðla að hagtsæðari þr.óun efnahagsmála.,! Þetta er þó ekki nema að nokkru Framhald á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.