Alþýðublaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 2
, .'KwHði'ar: Q!sll J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Qrðndal. — Fulltrúar rii- ) l£3ðmar: S','(valdl HJálmarsson og IndritU G. Þorsteinsson. — Fréttastlórl ÍSjðrgvln GuOmund- n. — Simar: 14 909 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasimi 'i KtCS, — ASsetur: AlþýðuhúsiS. — PrentsmiSJa AlþýSublaSsins Hverfis- i ,yötu 8—10. — Askriftargjald: kr. 45,00 ð mánuSi. 1 lausasölu kr. 3,00 eini " ’ínafand,: AlþýSullok inn. — Framkvaemdastiári: Sverrir KJartanssoo Þjóðsagan um vextina '! ÞJÓÐSAGA FRAMSÓKNAR um vextina hefur nú verið 'hrakin með tölum á svo augljósan hátt, ■að skynsamilr menn geta ekki verið þekktir fyrir að nefna ihana framar. Tíminn hefur nötað það sem haldreipi til varnar hinni áhyrgðarlausu i tverðbólgulausn í kjaradeilunni, að atvinnuveg irnir gætu greitt þessa hækkun, ef vextir væru lækkaðir. j Norðlenzka lausnin er í stórum dráttum á þá leifð, að 10% kauphækkun er veitt strax með ! hlunnindum, sem jafngilda 4%, en eftir eitt ár kemur aftur til skjalanna 4% hækkun. Hér er því um að ræða 18% hækkun kaupgjalds á einu éri. Þessi hækkun mundi kosta um 540 milljónir króna fyrir þjóðarbúið al'lt, og er óhugsandi ann að en reikna með henni álmennri. j Nú eru allir vextir, sem viðskiptabankarnir taka af öllu lánsfé sínu um 300 milljónir, þannig I að ekki dygði til að greiða kauphækkunina, þótt allt lánsfé þeirra iværi vaxtalaust með öllu. Eng j tun mun hins vegar koma til hugar, að vextir j gætu lækkað meira en 2% til viðbótar þeirri 1 lækkun, sem varð um síðustu áramót. En 2% ] vaxtalækkun mundi aðeins spara atvinnuivegun 1 um 60—70 milljónir króna, og sér hvert manns barn þá, að eftir væru að minnsta kosti 470 | tnilljónir. Hefur engin ríkisstjóm nokkru sinni ætlað íslenzkum atvinnuvegum að taka á sig slíkan bagga, sérstaklega ekki sjávarútveginum, og hlyti því að fara svo, að slík hækkun lenti ' tneð óhjákvæmilegum þunga á landsfólkinu : sjálfu. Og hverju væru menn þá nær? Skammgóður vermir ] ÞAÐ ER ATHYGLISVERT við þá samninga, i sem þegar hafa iverið gerðir af Vinnumálasam ; bandi samvinnufélaganna og nokkrum öðrum aðilum, að þeir eru uppsegjanleglr, ef verðlag ; liækkar um 5% eða ef gengislækkun verður. Nú er augljóst mál, að 14% kauphækkun á ; fyrsta ári og 4% til viðbótar eftir eitt ár getur ■ því miður ekki orðið án þess að þeim kostnaði verði rneira eða minna ivelt yfir í verðlag, eins Og gerzt hefur hvað eftir annað undanfarin ár. Er því óhjákvæmilegt, að innan fárra mánaða mundu skapast þær aðstæður, annað hvort 5% hækkun eða gengislækkun, sem leiddu til upp sagnar samninganna og nýrrar kaupdeilu. IHér er því alls ekki verið að leysa kaupdeilu eða forða verkfalli, heldur tryggja áframhald andií deilur, sem vel gætu leitt til verkfalla eftir tfáa mánuði. HANNES Á HORNINU 'þV Vinnudeilur með nýju sniði. 'fc Útlit borgarinnar versnar. Stöðvið ekki sorphreinsimina. •fc Rottuplága í borginni. ÉG HEF áður bent á pað, að v4”kfiöllin nú eru rek'in með öðrum hætti en áður hefur verið, Ég vona að framliald verði á bví, en þó má gera ráð fyrir, að þegar sverfa tekur að verkafólk- inu, þá neyðist forystumenn verkfállsins til þess, að sverfa betur að. Það myndi ég telja mjög miður farið. Það er al- mennt álitið, að í verkföllum beri að stöðva allt, sem beinlín- is kemur við vinnukaupendur, en ekki annað. í UPPHAFI verkfallsins hefur þessi stefna líka ráðið, hversu raun hefur verið .gerð til þess, lengi sem það verður. Engin til- að skapa óyfirstíganlega erfið- leika fyrir heimlin. Næg mjólk fæst, einnig matvæli enn sem komið er. Strætisvagnar fá að ganga og sorphreinsunin hefur ekki verið stöðvuð það sem af er. Ég vil mælast til þess við þá, sem stjórna verkfallinu, að þeir skoði hug sinn vel og vanid- lega áður en þeir stöðva sorp- ■hreinsunina. Það á ekki að stöðva neitt annað en það, sem er arðbær atvinnuvegur fyrir vinnukaupendur. BORGIN er að versna í útliti Götuhreinsun hefur ekki farið fram í hálfan mánuð. Bréfarusl og annar óþverri þekur göturn- ar Ég mæltist til þess um dag- inn, að hver reyndi að gera hreint fyrir sínum dyrum. Hins vegar skil ég ekki, að stöðvun gatnahreinsunar hafi nokkur á- hrif á úrslit vinnudeilanna. Hún er í eðli sínu aðeins þjónusta við almenning. Enn vil ég hvetja borgarana til þess að hreinsa sína gangstétt alveg eins og hann hreinsar sinn garð. MÉR HEFUR verið tjáð, að nýr rottufaraldur sé farinn að gera vart við sig í borginni. Ég býst ekki við, að stöðvun vinnu hafi valdið nokkru um það, þvi til sögu áður en verkfall hófst. að þessi nýja plága var komin Hér er aðeins um það að ræða, að það er ekki unnið nógu vel gegn þessum vágesti. Um þetta mái fékk ég eftirfarandi bréf í gær: ÚTSVARSGREIÐANDI skrif- ar: „Fróðir menn segja að nú sé bærinn að fyllast af rottum, en á tímabili virtist þeim hafa fækkað mjög, þó þeim hafi aldr- ei verið að fullu útrýmt. Þetta er óhugsanlegt. En við eftir- grennslan kemur í ljós að litlum fjármunum sé varið til rottueyð- inga, enda aðeins tveir menn, sem annast þetta starf. Eru þeir taldir mjög vel færir við þetta vandasama verk, en verður að vonum lítið ágengt, enda knapt á útgjöldum haldið, að sögn fróðra manna. MÉR ÞYKIR sennilegt að út- svarsgreiðendur mundu fúslega fallast á að varið yrði nokkrum milljónum króna í nokkur ár til að hægt væri að ráða niöurlög- um rottufaraldursins. Ef ekki þykir fært að eyða meiru fé en nú er gert í þessu skyni til að hægt væri að komast hjá útsvars hækkunum þessvegna þá vil ég benda á, að hægt mundi að spara mikið fé, — sennilega milljcnir króna, — sem árlega er varið í tilgangslaus veizluhöld og ann- að tilsvarandi tildur, og verja þeim peningum til hreinlætis- mála í bænum, — fyrst og fremst rottueyðinga“. Hannes á horninu. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem tfærðu mér 'gjafir eða á annan hátt sýndu mér vináttu og virð- ingu á sjöfcugsadlmæli mínu. GUÐMUNDUR VI-LHJÁLMSSON. ÚTBOÐ Tilboð óskast um eftirfarandi magn af gangstétt arhellum vegna gatnagerðar Reykjavíkurbæjar- Hellur 50X50 cm 45.600 stk. Hálfhellur 25X50 cm 16.000 stk. Hymur 800 stk. Útboðslýsing fæst í skrifstofu vorri, Tjarnargötu 12, 3. hæð, gegn kr. 100,00 skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurbæjar. ÍU kalt stríð Washington (UPI). RÚSSAR nota nú olíu til aS ylja upp kalda stríðið. Olíu fraimleiðsla Rússa hefur farið ört vaxandi undanfarið og hafa þeir nú tekið upp þá stefnu að selja olíu sína á lægra verði en vestræn fyrirtæki. Takmark þessara sala er almennt álitið það, að reyna að koma á trufl unum á sölu fyrrnefndra fyrir tækja og nota olíuna til að ná einhverju tangarhaldi á verzlun hinna frjálsu og óháðu þjóða. Vestræn olíufyrirtæki eiga nú í nokkrum erfiðleikum af þessum sökum, ac þeir gela ekki keppt við hið lága verð Rússanna, en þau ríki semi flytja inn olíu krefjast hins vegar æ meiri hlutdeildar í ágóða félaganna. Eins og er nemur olluverzl un Rússa á heimsmarkaðmun aðeins 5% og veldur því enn sem komið er ekki alvarlegum truflunum Erfiðleikar af þesa um sökum eru samt fyrirsjáan legir, því búizt er við, að RÚS3 ar hafi nú þegar farið fram úr, Venezueila í olíuframleiðsju, en það hefur verið annað mesta olíuframleiðslulaad heims og leggja þeir nú allt kapp á að ná Bandaríhjamönn um á þessu sviði. 1946 fram leiddu Rússar aðeins tíunda hluta þess magns sem USA framleiddi af hráolíu en nú ei} þetta hlutfall komið upp í einn þriðja. Rússar nota nú olíulindl ir sínar eins og mögulegt er, en Bandaríkin hafa hins vegar orð ið að halda nokkuð affcur af framleiðslugetunni vegna of framleiðslu. Olíuverzlun Rússa til landa, se.m ekki eru á áhrifasvæði þeirra, jókst um 63% frá 1958 til 1960 og xnun þar að auki hafa aukizfc veru lega á síðastliðnu ári Ríki keppast nú um að kaupa olíur frá Rússum á sama hátt og þegar konur keppast um að fá sér hatta á útsölu. Ýmislegt gruggugt kemuu í Ijós í olíu verzlun Rússa þegar betur er að gáð. Árið 1958 seldu Rússar Argentíun olíu fyrir ca. 65,00 kr. tunnuna, en nágrönnum sín um og bandarriönaum Pólverj um seldu þeir hins vegar olí una á ca. 115,00 kr. Kemur hér berlega í ljós að sú olfa sem þeir selja er ekki aTltaf verðlögð með tilliti til fram leiðslukostnaðar. Sú nefnd Bandaríkjastjórn ar sem tók þessi mál til athug unar sagði að innrás Rússa á olíumarkaði vestrænu ríkjaana myndi áreiðanlega eiga efíir að auka á spennu kalda stríðsins. 2 14. júní 1961 — Alþýðublaðlð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.