Alþýðublaðið - 15.09.1961, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 15.09.1961, Qupperneq 7
UM SÍÐUSTU helgi efndu nokkrir áhugamenn um ferða- lög tif könnunar á nýrri öku- leið í óbyggðum. Var ekið inn í Hvanngii á Fjallabakr.vegi, en síðan þaðan suður að Ems- truá syðri, sem skilur afréttar- lönd, Jivolhreppinga og Eyfell inga, Ernstrur og Almenniriga. Leiðin úr Hvanngili að Emstruá syðr hefur ekki áðilr verið farin á bílum í förinni voru 26 manns á þremur bil- um. Fararstjóri var Jóhannes Kolbeinsson, en bílstjórar Gísli Eiríksson, Guðjón Jónsson og Ásgeir Jónson. Gaðjón og Ás- geir voru á jeppum, eh Gísli á hinumnýja og glæsilega fjalia- bíl sínum, sem hann festi kaup á snemma á þessu ári. Er hann einhver traustasti og fuUkomn asti fjallabíll landsins. Ekið var inn í Hvanngii á laugardag og gist þar í tjöld- um um nóttina. Er ieiðin þang að allgreiðfær, enda nýrudd að kalla. Á sunnudagsmorgun var haldið suður á bóginn, alla leið MMMUVWmUWMMMWMMM Varizf vind- r sængur > VINDSÆNGUR eru mik- ið notaðar á baðsíröndum Evrópu, bæði á meginland- inu og Bretlandseyjum. Á hvprju sumri rekur nokkra baðgesti á h'af út á vind- sængum og enda flestar sl’k ar. ferðir með dauðadaga. Féiag eitt á Bretlandseyj- um hefur nú hafið baráttu fyrir því, að bannað verði að nota vindsængur á strönd um Englands vegna hinna mörgu, sem árlega týna lifi sínu af þessum sökmn. — Ýmsar verkstniðjur, sem framleiða vindsængur háfa nú með þeim leiðbeiningar. þar sem varað er við því að nota þær á sjávarströndum. Sportvörukaupmönnum á baðströndum hefur einnig verið bent á að brýna fyrir fólk að fara varlega í þess- um efnum, þó sérstaklega unglngum, en það eru aðal- lega þeir, sem týnst hafa á þennan hátt. MMMMHMWMMMMMHUMW að Emstruá syöri. Á þeirri leið er þrjú vatnsfó’li yfir að fara: Kaldaklofskvísl, Bláfjailakvísi og Emstruá nyrðri, sem er þeirra mest og verst yfirferð- ar. Annars er leiðin tiltöiulega greiðfær bílum, mestmegnis sandar og melöldur. Brött og strýtumynduð fell eru þarna meðfram leiðinni, býsna girni- leg fjallaprílurum á að líta: Stóra-Súla, Hattfell, Mófell og Stórkonufell. Emstruá syðri er ailmikið og straumþungt vatnsfail, feliur hún víðast hvar í þröngum gljúfrum. Hefur hún til skamms tíma aðallega verið farin á jökli, enda talin iilfaér mönnum og skepnum á annan hátt. Á síðustu árum hefur jö.k. uilinn hins vegar e5?ðst og stytzt þarna að miklum mun, og feliur hún nú á eyrum fram undan jökulsporðinum. Virðist ekki ólíklegt að finna megi þar bílfært vað, en ekkert skal þó fuilyrt um það. Hins vegar . þyrfti vegýtu t'l lagfæringar skriðunni niður að ánni, sem er snarbrött, íil þess að hún yrði ökufær. Með nokkurri iag færingu á leiðjnni er hugsanleg ur möguleiki á bílfærum vegi' af Fjallabaksleið um Emstrur og Almenninga alla leið niður í Þórsmörk. Annars gæti einn ig komið til greirta að sytja göngubrú á Emstruána. Allt er þetta svæði girnilegt íyrir ferðamenn og fjallg ingumenn, og gaman væd að f.i sæíuhús einhversstaðar á þessum slóð- um, t. d. í Hvanngili eða Gras- haga. Þess má geta, að hílstiórarn- ir í þessari ferð, og ekki síður fararstjórinn, hafa aliir komið við sögú áður í könnun á nýj- um ökuleiðum í óbvggfíum landsins Asge’t var t. d. for- göngumaðu- cg þátttakandi á- samt nokkrum öðrum áhuga- mönnum (..M'nnsta ferðafé- lagið“) í fyrstu ferð á bílum um Fjallabaksleið syðri, sem farin var árð 1948, sömuleiðis um Vonarskarð árið 1950, og Gísli og Guðjó’i fóru á bifreið- um í Hvannalindir sumarið 1958 og hafði það ekki verið áður gert. Þá hefur Jó- hannes Kolbeinsson haft for- göngu um fjölmargar könnun- arferðir í óbyggðum og verið fararstjóri, enda áh.ugasamur og farsæll ferðamaður. Veður var hið bezta um helgina þarna austur um ó- byggðirnar, sérstaklega þó á sunnudaginn, og ferðin öl] hin áiiægjuiegasta. G.G. De Gaulle I hættu MAÐURINN, sem reyndi að ráða de Gaulle Frakklandsfor- seta af dögum fyrir helgina segir í játningu sinni, að Raoul Salan, hershöfðinginn, sem dæmdur. hefur verið til dauða, sé yfirmaður neðanjarðarhreyf inarinnar, sem ,ileyniherssam- tökin“, (OAS) hafa skipulagt í Frakklandi. Eins og frá hefur verið skýrt heitir tilræðismaðurinn Mart- ial de Villemondy, 35 ára að aidri og fyrrum þulur við Sai- Martial de VILLEMONDY gon útvarpið í Indókína. Einn hinna samseku heitir Domini- que de la Prade, en tilkynnt var að þrír aðrir hefðu tekið þátt í tilræðinu Samt telja kunnugir, að fleiri hafi tekið þátt í því, en þeif fimm, sem hafa verið nefndir. Fer huldu h ö f ð i . Þetta er í fyrsta sinn að tal- að hefur verið um það opin- berlega að Raoul Salan sé yf- irmaður Leynihersins. Síðan hann var dæmdur til dauða fyrir þátttöku í byltingartil- rauninni í Alsír í apríl hefur hann farið huldu höfði í öngþveitinu, sem fylgt hef- ur í kjölfar banatilræðisins við de Gaulle, hefði það heppnast, hefðu hin velskipulögðu leyni samtök getað fært sér það í nyt, komið á fasistískri stjórn í Frakklandi jafnframt því, sem Salan hershöfðingi hefði tryggt sig í sessi í Alsír og myndað þar stjórn, en hann var áður yfirhershöfðingi þar og hefði getað notið stuðnings Alsírbúa af evrópskum ættum, sem eru um milljón talsins. Ekki ú t d a u 11. Óttast er að fullyrðingar stjórnarinnar um að forystu Leynihersins hafi verið komið fyrir kattarnef séu ekki á rök- um reistar og að starfsemi hans haldi óhindrað áfram þrátt fyr- ir handtöku hershöfðingjanna Vanuxem og Crevecoeur. Furðu hefur, vakið hversu vel tilræðið var skipulagt otí hefur þetta gefið ttlefni til nokkurra spurninga: 1. Hvernig vissu tilræðismenn að forsetinn ákvað á síð- ustu stundu að dvelja að sveitasetri sínu um helg- ina? 2. Hvernig vissu þeir ná- kvæmlega hvenær bíll for- setans færi fram hjá mal- arhrúgunni við vegkantinn, þar sem sprengiefninu var komið fyrir. 3. Voru nánir samstarfsmenn forsetans, útvaldir lög- reglumenn og lífverðir for- setans í vitorði með tilræð- ismönnunum? 4. Hvers vegna liefur lögregl- an yfirleitt skirrzt við að handtaka andstæðinga de GauIIes? Þótt grunur hefði legið lengi á hershöfðingjunum Vanuxem og Crevecoeur, voru þeir ekki handteknir fyrr en tilræðið hafði farið út um þúfur. Sama máli gegnir um fjárhirði Leynihersins, kaupsýslumann- inn Maurice Gingembre, sem var handtekinn í flugvél á leið frá París til Alsír á föstudag. Gingembre hafði lengi verið á skrám lögreglunnar. iVe 1 skipulagt. Skipulagning tilræðisins ber vott um mikinn dugnað og góða skipulagningu og sú stað- reynd, að sprengingin mistókst má að mikiu leyti kenna ó- heppni Engin skýring hefur fengizt á því, að tilræðsmað- urinn gerðist svo djarfur að halda aftur til staðarins með bílinn fulian af heimagerðum sprengiútbúnaði. M a s s u í M e t z . Núna um helgina bárust fregnir af fyrrverandi sam- starfsmanni Salans, leiðtoga OAS leynihersins, sem nú er horfinn. Með þessum samstarfs manni er átt við engan annan en Jacques Massu hershöfð- ingja Hijótt liefur verið um hann í lengri tíma og í 19 mán- uði hefur hann ekki fengið að gegna embætti í hernum. En nú um helgina var hann gerð- ur að herstjóra í Metz, sem er á landamærum Þýzkalands og Frakklands. í setuliðinu í Metz eru margir fallhlifahermenn, sem sendir hafa verið heim frá Alsír. ■ Massu er 53 árá og honum iikaði meinilla .við. að vera kominn á ellilaun Til að leið- ast ekki lífið, lék hann tennis, hljóp eða gekk nokkra vega- lengd á degi hverjum til þe:s að halda sér í ,,formi“ og la» reyfara, en sagt er að það sé hans eina andlega iðja. S æ t t i r tstkast, Massu komst aftur í náð hjá de Gaulle með því að láta ekk- ert á sér kræla meðan á bylt- ingu hershöfðingjanna stóð í vor. Á hátíð, sem haldin var til þess að minnast frelsunar Frakklands sættust þeir Massu og de Gaulle heilum sáttum og áttu langar og vingjarnlegar viðræður Reyndar hefur Massu verið Gaullisti síðan 1940 og ávallt borið mikla virð- ingu fyrir de Gaulle. ^ Veknr g a g n r ý n i . Skipun Massus í embætti her stjóra í Metz mun eflaust vekja gagnrýni. Jafnaðarmenn, undir forystu Guy Mollets: eru sjálfsagt ekkert hrifnir af því, að fallhlífaliðshershöfðingi sé herstjóri í Metz Þegar rætt var um það í vetur, að skipa Massu í embætti herstjóra í Lille, mætti það svo harðri gagnrýni vinstri manna, að hætt var við allt saman. — Lille er líka höfuðvígi jafnað - armannaforingjans Mollet. Raoul SALAN Aðvörun.... Framhald af 4. síðu. blæða með skurði e'a hjarta- stungu EKKERT DÝR MÁ DEYDA MEÐ HÁLSSKURDI, M.ÆNU- STUNGU NÉ HJARTA- STUNGU, HVORKI Vl» HEIMASLÁTRUN EÐA I SLÁTURHÚSI. Hross, nautgripi og svín skal deyða með skotvopni, sauðfé og geldfé annaðhvort með skot vopni eða helgrimu. Að marggefnu tilefni skal vakin á þvi athygli að brynna þarf og gefa íóður þeim slát- urdýrum, sem geyma verður á sláturstað yfir nótt eða helgi". Alþýðublaðið — 15. sept. 1961

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.