Alþýðublaðið - 04.10.1961, Side 2

Alþýðublaðið - 04.10.1961, Side 2
Æitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi rit- rtjórnar: Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Címar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- Lúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald Xir. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. ÞJÓÐSÖGU BROT j BÆRINN Maddömukot stendur norður við , .Dumbshaf. Þar bjó eitt sinn bóndi, sem Karl hét. , 'Var hann vel látinn og talinn skáld gott. i Sýslumannssetur var í þá tíð í Vík, tæplega dagleið frá kotinu. Sýslumaður hét Hermann, og ftiélt hann sig stórmannlega. Nú tók Karl í Koti að jj slá slöku við búskapinn, en venja komur sínar á ; sýslumannssetrið, og þótti honum gott með höfð- ; ingjum að vera. Á stórhátíðum flutti Karl drápur, i en lét lausavísur nægja í minni veizlum, og bar 1 jafnan lof á röggsemi og stjórnvizku sýslumanns. Einn vetur á jólaföstu gerðust þau tíðindi, að j sýslumaður hraktist úr embætti við lítinn orðstí j og reyndist sýslukassinn tómur, en skuldheimtu- > menn margir, svo að bændum líkaði stórilla. Hinn j afdankaði sýslumaður settist í afdal og lifði á lax- í veiði. Þótti hann fiskinn mjög, sérstaklega á ! bleikju. ; Nú víkur sögunni til Karls í Koti. Þóttist hann j grátt leikinn að eiga ekki aðgang að sýslusetrinu \ og saknaði mannfagnaðar umhverfis yfirvaldið. i Mátti Karl heima sitja, og gerðist viðskotaillur í ! cinangrun sinni. Tók að bera á því í lausavísum ! hans, sem fleygar urðu um sveitina, að þar var ? broddur í garð hins nýja sýslumanns, sumir sögðu | ióeiniínis níð. Þunglyndi Karls í Koti jókst nú og tók hann að s sjá ára í hverju horni. Þegar ský dró fyrir sólu, j tautaði Karl að eldur mundi í fjöllum. Þegar fólk \ i.’æddi slátrun, muldraði Karl um horfelli. Þegar j jarðýta ók um hlaðið með dynkjum og háreisti, 3 tiljóp Karl á fætur og hrópaði, að Móðuharðindi 1 væru að hefjast. ! Einhverju sinni fór heimilisfólk til vígslu á fé~ i i.agsheimili og var Karl einn heima. Birtist þá ] fiýslumaður í tröllslíki á glugga og sagði: „Yndælt þykir mér atkvæði þitt, \ snari minn en snarpi, og dillídó“. j Þá segir Karl: „Stattu og vertu að steini, stjórninni að meini, j Sýsli minn, Písli, og korríró“. Um piorguninn leitaði Karl í bæjarsundi að - fíteini — en fann ekki. Á stofuvegg hékk mynd af i iiátttrölli eftir Ásgrím Jónsson. Sýslumaður sat lengi í embætti og sýslusjóður 5 rétti við. Blessunarlega náðu móðuharðindin ekki út fyrir hugarkot Karls. ; NASSER hefur orðið fyr- ir miklu áfalli við atburðina í Sýrlandi og ómögulegt er að vita enn nema aðrir og meiri atburðir kunni að fylgja í kjölfarið. Það var svartur dagur fyrir Nasser, þegar fulltrúa hans f Damas kus, Hakim Amer, marskálki, og offurstanum Serraj, sem raunverulega kom á sam- bandinu milli Egyptalands og Sýrlands, hætti að koma saman og Serraj sagði af sér völdum sínum í mótmæla AMER skyni Þvf að það var áreiðan lega afsögn Serrajs, sem kom byllingunni af stað, þó að hann hafi sennilega ekki stjórnað henni, enda mun hann þegar hafa verið hand tekinn af hershöfðingjum Sýrlands. Óánægjan í Sýrlandi var vafalaust af ýmsum toga spunnin. Þrjú alriði munu þó hafa verið veigamest: — þjóðnýting og aðrar sósíal- istískar aðgerðir hleyptu illu blóði í hina fjölmennu kaupmannastétt, endurskipu lagningu landbúnaðar, á- samt þurrkatíð, kom illa við landeigendur og bættu lílt hag bænda, en þriðja ástæð- an kann að hafa verið einna veigamest, sem sagt sú, að Sýrlendingar eru Sýrlend- ingar og hafa alltaf litig á Egypta sem útlendinga, þrátt fyrir allar ræður um einingu Ar.abaþjóðanna. í fyrstu héldu menn, að Serraj stæði á bak við sam- bandsslitin, en siðari at- burðir virðast benda til að svo sé ekki. Svo er að sjá, sem það séu hægri öflin, sem tekið hafa við stjórnartaum- unum. Spurningin er þá, hve langt aftur á bak hafa þau fært klukkuna. Sýrlendingar hafa löngum haft orð á sér fyrir að vera sú þjóð í Austurlöndum nær, sem erfiðast hefur verið að stjórna. Menn muna ef til vill eflir því, að árið 1949 tók herinn í Sýrlandi að skipta sér af stjórnmálum og stóð svo til 1954, :að Shiks- ali, síðasta einræðisherranum í hernum, var steypt af stóli og við lók lýðræðisleg stjórn. Á næstu árum döfnuðu ,svo- kallaðir Baath—sósíalistar (sósíalistar með arabíska þjóðernisstefnu á stefnuskrá sinni), og kommúnistar veru- lega í landinu og voru miklar erjur með þessum tveim flokkum og svo þjóðernis- sinnum að auki. Vofir að sjálfsögðu mikil hætta yfir, ef þær deilur hefjast nú að nýju, því í shku andrúms- lofti eru það venjulegir kom múnistar, sem bezt kunna að koma ár sinni fyrir borð. Það voru Baath-sósíalist arnir, en Serraj v.ar einn af þeim, sem höfðu forustuna um sameininguna við Eg- yptaland, og kom þar tvennt til, hin arabíska þjóðernis- stefra þeirra og mótleikur gegn hinum sterka kommún- istaflokki Khalids Bakdash. SERRAJ Baath-sósíalistarnir gerðu að sjálfsögðu ráð fyrir að hafa; mikil áhrif á stjórnina, en með síaukinni sambeiningu NASSER (sentralísasjón) valdanna 3 Kairó mun áhugi þeirra hafa farið dvínandi, enda v.ar þeim, í æ ríkara mæli bolað burtui úr stjórn landsins. Það, sem skeð hefur virð- ist því vera það, að þjóðernis sinnaðir herforingjar hafi tekið höndum saman við hægri öflin í landinu um byltinguna og tekizt þetta vegna vaxandi óánægju al- mennings og jafnvel vaxandi áhugaleysi Baath-sósíalista og Serrajs á því að hafa á- stæðu til að gleðjast. Ef stjórnin heldur frjálsar kosn irgar, eins og hún hefur lof- að, þá hafa kommúnistar tals verða möguleika, eins og á- standið er. Ef hins vegar verð ur um hernaðareinræði að ræða, eins og tíðkaðist 1949 til 1954, hafa þeir tæplega minr.i möguleika í áróðurs- starfsemi s’nni Annað atriði, sem ef til vill er enn veigameira í þessu máli öllu saman, en ástandið í Sýrlandi sjálfu, er það, hver áhrif þessir alburðir hafa á Nasser og stöðu hans. Hann getur að vísu sagt, að það hafi ekki verið hann, sem óskaði eftir sambandinu við Framhald á 14. síðu. 2 4. okt. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.