Alþýðublaðið - 11.10.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.10.1961, Blaðsíða 2
 Eltstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) oe Benedikt Gröndal. — Fulitrúi rit- ctjómar: Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Eímar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- túsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald fci\ 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3.00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. ALÞINGI í ALÞINGI kom saman í ,gær. Hér á landi hefur ekki verið tekinn upp sá siður, að flutt sé í upphafi foings „hásætisræða“ eða neitt í hennar stað, þar væm ríkisstjórn gæfi til kynna, hvaða mál hún mundi helzt leggja fyrir þingið og hvert forusta ihennar muni stefna. Engu að síður liggur í augum •appi, að þetta þing muni hafa veigamikil vanda :mál til úrlausnar, sum þeirra hin örlagaríkustu á ■ mannsaldri. Þýðingarmest fyrir framtíðina verður án efa af : staða Íslands til Efnahagsbandalags Evrópu. Það mun hafa mikil áhrif á líf og afkomu þjóðarinnar ó komandi árum, hvort íslendingar verða þar þátt takendur eða ekki. Það mál er margþætt og verður lipar ekki rasað um ráð fram. Aðeins ítarleg rann 3Ókn og viðræður við sjálft bandalagið geta veitt (jpær upplýsingar, sem við verðum að fá, áður en " 'anni er að taka endanlega afstöðu. Þeir menn, sem ípegar hafa tekið afstöðu með eða móti þáttöku, móta alls ekki skoðanir sínar eftir íslenzkum hags .munum, því það er ekki hægt enn. Annað veigamesta mál þingsins verður efnahag ur þjóðarinnar sjálfrar. Líðandi ár hefur verið enn Gitt verðbólguár með stórfelldum hækkunum á kaupi og verðlagi, gengislækkun og fleiri ráðstöfun um. Hagur alþýðu manna er í óvissu, verkalýðsfé lög hafa samþykkt að losa samninga, menntamenn eru í uppreisn og hóta margir bröttflutningi úr landi. Enda þótt ríkisstjóminni hafi tekizt að forðast hallarekstur gagnvart útlöndum og þjóðin hafi ekki lifað um efni fram, síðan viðreisnin hófst, er ‘iekjuskipting meðal landsmanna sjálfra að verða í'ióknara og erfiðara vandamál en nokkru sinni fyrr. Getur alþingi fundið ráð til þess að skipta köku þjóðarframleiðslunnar þannig, að allir fái rneira en áður? Eða hvernig á að tryggja sættir í landinu og þann vinnufrið, sem er undirstaða fram líara til að auka þjóðarframleiðsluna? Almenning ur mun líta til alþingis í þessum efnum og væntir forustu frekar en málþófs fram á vor. Þriðja veigamikla mál þessa þings verður að •andirbúa og hrinda af stað næs'tu framfarsókn jpjóðarinnar. Með sampingu heildaráætlunar um alla fjárfestingu þjóðarinnar næstu fimm ár ættu þau mál að komast á fastan grundvöll, þannig að landsmenn viti hvað þeir eru að gera og hvert þeir stefna með uppbyggingu sinni. Þörf slíkrar sam útillingar er brýn, þar sem fálm og skipulagsleysi Ihafa kostað fúlgur fjár á liðnum árum. Ef til vill er það undirstaða alls annars, sem þjóðin vill gera, að þetta mál verði tekið föstum tökum og af al- vöru. Stendur aðeins yfir 3 næstu daga. Ennþá er hægt að gera góð kaup á margs konar skófatnaði. Enn fremur seljast fallegir nælonsokkar á aðeins 35 og 40 krónur. Allt með stórlækkuðu verði Skóbúð Reykjavíkur Snorrabraut 38. HANNES Á HORNINU •fa Ekki full ljós þar sem gatnalýsing er góð. Nauðsyn á endur* skoðun. Blaðamenn á hnotskóg eftir brennivíns- myndum. ■fe Ekki fjárréttir, heldur flöskuréttir. BÍLSTJÓRI SKRIFAR: Eitt er það í umfer.ðamálunum, sem nauðsynlegt er að endurskoða. Eftir að Ijósatímí er upprunn- inn, ber okkur að aka með full- um ljósum Margir brjóta þetta, og er það von. Margir aka með „park“ljósum. Ég vil benda á það, að þó að nauðsynlegt sé að aka með fullum ljósum á þjóð- vegum þar sem eng n gatnalýs- ing er, þá er það fráleitt að fyr- irsk'pa slíkt inni í borguni og bæjum, þar sem góð lýsing er. VIÐ SKULUM til dæmis taka Hringbrautina. t>ar hefur nú verið breytt lýsingu — og lield 11 bóta. Ljóskerin hafa verið lækkuð og birtan á götunni er því betri og bjartari eða að minnsta kosti finnst mér það. Það er ekkert vit í því að aka þessa braut með fullum Ijósum. því að þau endurkastast af göt- unni, sem oft er blaut, blinda vegfarenda og einnig ökumenn. Ég held að m klu betra sé að leyfa ,,park“-akstursljós innan bæjar. GAMALL BÓNDI SKRIFAR: Reykvískir blaðamenn hafa gerzt tíðförulir í skilaréttir á þessu hausti og hafa haft með sér Ijósmyndara til að ná mynd um af dýrðlnni, rétt eins og forseti vor, eða erlendir kon- ungar væru á sjónarsvið nu í SKILARÉTTUM BER venju lega mest á sauðfé, en þar næst á eigendum þess, sem koma til að heimta sauðfé sltt, sem I gengið hefur á fjöllum um sum- Jarið. Það bregður fyrir á mynd um blaðamanna nokkrum sauð kindum, en þó ekki nema ein- staka sinnum. Oftast eru mynd- irnar af réttarmönnum, sem eru að drekka Svartadauða af stút Verður af þessum mynd- um helzt ráðið, að aða'erindi manna í réttir sé að drekka brennivín, kindurnar sl:.pfa litlu máli. Ég HEF EKKERT Á MÓTI brennivíni út af fyrir sig, en Jsé enga sérstaka ástæðu til að gerðir séu út leiðangrar blaða manna og ljósmyndara ti] að auglýsa brennivínsdrykkju. —• Það er að vísu orðið lang; síðr an, en meðan ég sótti skilarétt á haustin, virtist mér á öðru meiri þörf, en að drekka brennivín. Og frá ung'ingsár- um mínum um aldamótin síð- ustu man ég eftir nokkrum bændum, sem drukku sig fulla í réttum. Sumir voru svo efn- um búnir að þeir höfðu hús- karla til að annast drátt á fó sínu, en aðr;r höfðu ekki á að skipa nema sonum sínum ui?g- um, sem urðu eftir getu að taka að sér skyldur heimilis- ins, á meðan feðurnir skemmtu sér við brennivínsflöskuna. ÞESSIR DRENGIR voru sannarlega ekki öfundsverðir af réttarsælunni, sem nú er svo mjög lofuð með myndumi af mönnum, þambandí brenni- vín af stút, rétt eins og sú villimennska sé aðalsmerki ís- lenzks réttalífs, eða öllu held- ur íslenzks sveitalífs En rétt- irnar eru mikilsverður þáttur í lífi íslenzbjra bænda og fara því aðeins vel úr hendi, að brennivínið ráði þar ekki lcg- um og lofum“. er flutt úr Veltusundi að Klapparstíg 26 (Hornið Hverfisgata—Klappa;rstígur) S $ S V SIMI 19-800. £ 11. okt. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.