Alþýðublaðið - 11.10.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.10.1961, Blaðsíða 4
Lögfræði fyrir almerming ÁKVÆÐIN á 73. gr. sljórn •arskrárinnar eiga að tryggja Jélagafrelsi á íslandi, en þar segir: „Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum lög legum tilgangi, lán þess að sækja þurfi um leyfi til þess. Ekkert félag má leysa upp aneð stjórnarráðstöfun, í>ó má Ibanna félag um sinn, en þá verður þegar að íhöfða mál -gegn félaginu til ‘þess að það verðj leyst upp“. Hugtakið félag íhefur mjög víðtæka merkingu í íslenzku máli, og má segja að þar sé tátt 'við hvers konar samvinnu tveggja eða fleiri manna, sem ■xniðar að sameiginlegu mark miði. Ljóst er, að stjórnarskráin notar (hugtakið ekki 'í eins rúmri merkingu, og af ráða gerðum um að Ieysa félag •upp m'á ætla, að þar sé um -að ræða varanleg samtök manna 'og sennilega fform íbund‘n að einhverju marki. Þeir, sem réttinda 'njóta samkvæmt iþessu stjórnar skrárákvæði, eru allir, er •eiga löglega dyöl !hér á landi, og er ákvæðið því ekki ein göngu tmndið við íslenzka rikis'fcorgara, fjr. OrcJið „menn“ í greininni. Skýringuna á því atriði ihvað sé löglegur tilgangur, •<er að finna í almennum lög um á hverjum tíma. Er mál -um því svo farið, að almenna 'löggjafanvaldið getur ráðið því, lhvaða félögum sé heim ilt að starfa í landinu og th'verjum ekki. Ekki á þetta þó við trúfélög, en réttur þeirra er sérstaklega tryggð ur í sjálfri stjórnarskránni (63. gi-ein). Ákvæðið er í 73, gr. um rfélagafrelsj á fyrst og fremst að tryggia rétt ‘borgaranna gegn stjórnvöldum, en þeim -er 'bannað að leysa upp fé lög. Ennfremur stendur ákvæð ið í vegi fyrir því. að í iög yrðj leidd skylda til að stofna félög. 'Hins vegar er löggjaf arvaildinu heimilt að leggja þá 'skyldu á vissar tegundir félaga, að þau séu tilkynnt 40« skrásett hjá opinberum að ilum, en svo er málum hátt að með hlutafélög og sam ► . * ' *• Í’ 'RVOHREINSÚN & MALMHÚEMN sf. .GELGJUTA'tiGÁ - SÍM/ 35-40 vinr.ufél. Slikar skrásetning ar eru engar hömlur á félags istofnuna út af yrir sig, held ur eiga þær rót sína að rekja til þeirra fjárhagslegu ábyrgðar, sem leiðir af vænt anlegum atvinnurekstri. Þótt stjórnvöldum sé ó heimilt að leysa upp félög, geta þau þó bannað starfsemi þeirra um sinn, en verða þeg ar í stað að höfða mál gegn fé laginu í þeim tilgangi að fá það leyst upp með dómi Eiga því dómstólarnir endanlegt úrskurðarvald um það, hvort starfsemj félagsins er lögmæt eða ekki. Stjórnvöld hafa samkvæmt framansögðu mjög takmark að vald. 'Þrátt fyrir þetta mikla v/ld J þessum efnum eru árekstrar rnilli ríkisvalds ins og félaga mjög fátíðir. Þvert á móti hefur félögum sífjölgað hér á landj og má segja, að félagsstarf sé snar þáttur í lífi margra borgara, en flestir menn eru félagar í ’fleiri eða ffærri samtökum. Oftast byggjast félög á frjáisum samtökum manna og þeim er það í sjálfs vald sett. hvort þeir gerast meðlim ir félagssamtaka eða ekki. Þó eru dæmi þess, að mönnum sé lögboðið að vera í ákveðn um félögum. T. d. er hæsta réttarlögmönnum og héraðs dómslögmönnum lögskylt að hafa með sér félag. Þá getur mönnum verið skvlt að vera ií 'vatnafélöaum og fiskræktar og veiðifé’ögum. Þegar fé larúskylda er þannig lög boðin, er talað um skyldufé lög. Tegundir félaga eru fjöl margar, t d. ifræðafélöð, margar, t. d. fræða.félög, í þróttaffélög. góðgerðarfélög, rkemmtifélög, stjórnmálafé- lög, verzlunarfélög og önnur félög. sem atvinnu reka. Stjórnlvö'd eiga enga 'heimt ingu á að ,fá vitneskiu um til gang og starfsemi félaga, swo framarlega sem tilgangurinn ihefur ekki sýnt sig bera vitni um lögmæti. Þess vegna er stjórnvöldum óheimilt að hnýsast í starfsemi leynifé laga. t. d. Frímúrarg- og Odd f e' lowregl u n n a r. Frá lögfræðilegu sjónar- miði skiptir mestu mál; varð and; félög, hvort markmiðið er fjárhfgslegt eða annað. Þegar félög hafa fjáibagsleg markmið.. rtunda þau venju lega einhvern atvinnurekst- ur. Þá má vera, að þetta markmið komj fram með öðr „Fangelsi eru ekki heilsuh um hætti, t. d. gagnkvæm vá tryggingarstarfsemi og félög, j sem ætlað er að hafa taum ! ihald á .samkeppni í atvinnu! málum, t. d. félög framleið- enda um samræmingu á verð lagi framleiðslunnar og stétt arfélög verkamanna, sem ann ast samræmingu ó kaupgjaldi meðlima sinna. Mikilvægasla atriðið í fé lagaréttinum er fjárhagsá byrgð einstakra félagsmanna á skuldbindingum félagsins. Þarf þar fyrst að hugsa að, hvort ábyrgðin er bein eða óbein, En bein er ábyrgðin kölluð, þegar skuldheimtu menn félagsins gela krafið ei.nstakan félagsmann og gengið að honum án þess að iha.fa fyrst kannað greiðslu getu félagsins sjálfs. En ó bein er ábyrgðin 'hins ívegar, beffar skuldheimtumenn geta! ekki gengið að félagsmanni persónulega, fyrr en 'hann hefur árangurslaust leilað greiðslu hjá félaginu. Þá er greint á milli þess, hvort ábyrgð er takmörkuð eða ótakmörkuð. Ábyrgist félagsmaður i skuldbindingar aðeins með | vissum hlula eigna si.nna. Út gerðarmenn ábyrgjast sumar skuldbindingar sínar aðeins með eignum $ínum, þeim er útgerð'na varðar, venjulega með skipi ásamt fylgifé og sínu, þ. e. með því fé, sem þeir hafa lagt fram til félags ins eða lofað =ð leggja fram. Stundum á það sér stað, að ábyrgð félagsmanna í sama fé lagi er með mismunandi hætti að þessu levti. í sam lafifsfélögum ábvrgast sumir ffélagsmenn skuldir félagsins með öllum eignum sínum. en aðrir, samlagsmennirnir, að eius með fram1agi sínu til fé lagsins. Þá getur ábyrgðin verið mismunandi eftir því, hvort einstakur félagsmaður ábyrg ist hverja einstaka skuld fé lagsins alla eða aðeins hluta hennar. Ef t. d. félag fjög urra manna skuldar 10 þús, krónur, má vera, að hver ein stsklingur álbyrgist alla skuld ina (solidarisk ábyrgð) eða aðei.ns fjórðung hennar, kr. 2:500,00, ef ábyrgðin er jc.fn (pro rata-ábyrgð). Af þeim félögum, sem at vinnurekstur stunda, skipta langmestu máli hér á landi nú á tímum hlutafélögin og samvinnufélögin. Síðar verð ur gerð nánari grein fyrir félögum þessum. FRANCOIS Gary Pow- ers, — flugmaðurinn frægi, sem flaug U-2 flugvélinni yfir Rússland og skotin var niður af Rússum, dvelur nú í hinu sögufræga Vladimir- fangelsi um 15 mílur austan við Moskva. Hann var sem kunnUgt er, dæmdur í 10 ára fangelsi fyr ir njósnaflug en á að vera fyrstu þrjú árin í Vladimir- fangelsinu, áður en hann verður sendur í vinnubúðirn ar. Nú vinnur hann í Vladi- mirfagelsinu og býr til um- slög. Til er rússneskur málshátt ur, „fangelsi eru ekki heilsu hæli“, en Vladimirfangelsið mun að sumu leyti ekki ýkja ólíkt því sem sum heilsuhæli eru, að sögn þeirra sem þar hafa áður verið- Vladimir fangclsið er 200 ára gamalt, en samt fyrsta flokks fangelsi og staðsett við gamla borg í mjög fallegu landslagi. Vladi mirfangelsið er eitt frægasta fangelsi Rússa og hefur mik- ið verið notað fyrir háttsetta pólitíska fanga, t. d. voru æðstu herforingjar nazista, sem Rússar handtóku, send- ir í Vladimírfangelsið. Þótt Francis Povvers hefði sjálfur mátt velja um öll rússnesk fangelsi hefði hann ekki get- að kosið sér annað betra en Vladimírfangelsið. Nokkru eftir að Powers fékk dóm sinn fengu aðstand- endur hans að ræða við hann, en síðan hefur enginn Banda ríkjamaður séð hann. Öllum óskum bandaríska sendiráðs ins um að mega senda ein- hvern til að heimsækja hann, hefur ekki verið svarað. Sam kvæmt fangelsislögunum leyfist Powers þó að skrifast á við konu sína og fjölskyldu og taka á móti gjafapökkum frá þeim. Þykir Bandaríkja- mönnum ástæða til að ætla að Powers hljóti bezta hugs- anlega aðbúð í rússneskum fangelsum og njóti allra þeirra réttinda sem fáanleg cru innan hvítþveginna veggja þessa fræga fangels- is. Fangarnir búa í rúmgóðum hvítmáluðum herbergjum, einn til 10 í hverju. Stál- grindur éru fyrir ólæstum gluggunum, fangarnir fá þrjár máltíðir á dag og geta þar að auki keypt sér að vild til viðbótar í eldhúsi fangels- isins og þeim leyfist að ganga cinn til tvo tíma á dag undir beru lofti úti í fangelsisgarð- inum. í klefunum leyfist föngun- um að tefla og spila dóminó, en ekki spila á spil. Þeir liafa frjálsan aðgang að bókasafni fangelsisins, sem sagt er að sé vel skipað af rússneskum, enskum, þýzkum og frönsk- um sígildum bókmenntum. Ekkert útvarp er '• fangelsinu, né sjónvarp eða kvikmynda sýningar. Sturtubað fá fangarnir 10. hvern dag, þegar skipt er um rúmföt hjá þeim, og föt. Þeir FramhaJd á 14. síðu. NÚ ER 'verið að sýna mynd í Stjörnubíó, sem mun vissu lega vekja mikla og verð skuldaða eftirtekt. Mynd þessi heitir Sumar á fjöllum og er sögð sænsk-ensk í myndkynningu. Myndin fjall ar um ferðalag finnsks drengs frá Englandi til Finn lands. Ferðalag þetta fer hann á eigin spýtur og án samfylgdar. Ætlun hans er að 'komast til heimkynna sinna í Finnlandi. en þaðan hafði hann hrökklast með föð ur sínum í stríðsbyrjun. Nú er stríðinu lokið, en bæði fað ir hans og móðir diáin. Heima í Fi.nnlandi vonar hann að systir hans sé enn á lífj og þangað vill hann komast, hvað sem það kostar. Myndin lýsir fádæma dugn aði þessa einmana unglings og áhorfendur fylgja honuna á ferð hans unz hann nær takmarki- sínu og allt endar eins og ibezt verður á kosið. Þessi my,nd er ein sú hug næmasta, sem hér hefur ver ið sýnd um langain tíma. Húra er einstaklega vel gerð og oft dfiburðavel tekin, myndir þær sem sýna okkur dýralíf ólbyggðan.na eru margar þann veg gerðar. að þær verða lítt gleymanlegar. Einnig er nær myndir af gróðri mjög vel teknar. Leikur mannveranna í myndinni er það, sem helzt er hægt að fetta fingur út í, en slíkt á varla við í mynd, sem 'hefur upp á svo margt gott að bjóða og fólk á þakk ir skildar fyrir að háfa fflutt hana hingað. H. E. 4 11. okt. 1961 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.